Vísir - 25.03.1977, Blaðsíða 5

Vísir - 25.03.1977, Blaðsíða 5
Hvað varð Indíru að falli? Sigvaldi skrifar: Hjálmarsson INDVERSK HREYFING Aö visu fyrirfannst þá enginn flokkur til aö sigra Kongress og taka viö af honum, aöeins •óformleg samtök sem JP haföi boðaö. En menn grunaði, eöa þóttust vita, aö þaö reyndist nóg: enginn stjórn fengi staðist til lengdar beina andstöðu JP og Sarvodayahreyfingarinnar, þeirrar hreyfingar sem óx uppúr samfélagsbaráttu Mahatma Gandhis,af þeirri ein- fölu ástæðu að vanalegir stjórn- málaflokkar vestrænnar ættar fljóta á yfirborði samfélagsins, þá skilja fáir nema þeir sem menntaðir eru á nútima vísu — en Sarvodayahreyfingin nær allt niðri rætur hins indverska þjóðfélags, lifir og starfar i þorpunum og meðal almúgans. Svo komu neyðarlögin og af- nám mannréttinda — einsog skvett væri oliu á eld. Ég hef það eftir bestu heimildum frá Delhi að Indira hikaði við að skella neyðarlög- unum á, og hugleiddi i staðinn þann möguleika að segja af sér. Hún hefur liklega gert sér grein fyrir að illa gæti slegið i baksegl þegar mál- og ritfrelsi kæmist á að nýju, þvi indverjar hafa ekki átt öðru að venjast um aldir en mega hugsa sjálfstætt og láta meiningu sina i ljósiö óáreittir af yfirvöldum. Sú frelsisskerðing er vafa- laust meginástæðan fyrir ósigri hennar og Kongress. En þó eru mikil tvimæli um aö hun hefði unnið kosningar fyrir tveimur árunv á mánuðunum áðuren neyðarlögin komu til. Af mörgum ástæðum öðrum sem leitt hafa til þessara sögu- legu umskipta er engin veiga- meiri en sú að Sarvodaya sner- ist gegn Kongress. Þetta sann- ast á þvi aö ósigur Kongress var mestur þarsem Sarvodaya- hreyfingin er sterkust, en þess ber lfka að geta að fjöldi manna um allt landið fylgir henni af hugsjónaástæðum þótt þeir taki ekki beinan þátt i starfi hennar. NÝIR STJÓRNARHÆTTIR? Þaraðauki var það JP foringi þessarar hreyfingar sem grund- vallaði Janataflokkinn — fyrst með boðskap um almenn sam- tök gegn stjórninni i mai 1974 og siðar með áframhaldandi áskorunum um sameiningu allra heiðvirðra flokka og ein- staklinga um nýja stjórnar- háttu. Ósigur Kongress er miklu stærri en kosningatölur sýna. Janataflokknum fylgja menn ekki af gömlum vana. Oðru máli gegnir um Kongress sem fjöldi manna tengir enn órjúfanlega nafni Mahatma Gandhis og Nehrus og hetjulegri baráttu fyrir að reka af höndum sér illa þokkað framandi vald. En nú biða menn og sjá hversu hinni nýju samsteypu tekst að vinna aö hag alþýðunn- ar i þorpunum. ast i Jaya Prakash Narayan, alþýðuleiðtoganum mikla, að hann teldi að ekki væri allt með felldu um stjórn landsins. í við- tali sem birtist i dagblaöinu The Times of India veittist hann að stjórninni, þó með fremur hóg- værum orðum, fyrir að van- rækja fólkið úti þorpunum og hag þess og leika sér með sýnd- ar ráðstafanir einsog tilamynda það að þjóðnýta félausa banka! Það varð Indiru og öðrum leiðtogum landsins til happs I bili að brátt fékk almenningur um annað að hugsa vegna at- burðanna i Austur-Pakistan sem nú heitir Bangladesh, og glæsilegur sigur Kongress- flokksins i kosningunum 1971 telst vera þakklætisvottur fyrir röggsamlega framgöngu á þeim vettvangi. Nú átti Indira að hafa frið til að láta hendur standa framúr ermum. Margt bar þó til að svo varð ekki ogfráleitt allt hennar sök: oliukreppa, þurrkar og eft- irköst Bangladesh-styrjaldar- innar. Einhvernveginn vafðist það fyrir henni að standa við stóru orðin. Afturámóti kepptist hún baki brotnu viö aö fleygja ráðherrum sinum milli embætta svo þeir yrðu ekki eins sterkir og ella mundi og vissu aldrei hverju þeir mættu búast við af þessari nettu og ljúfmannlegu frú sem kunni amk. að mæla fag- urt. Þannig styrkti hún eigin stöðu. A meðan grassaði spillingin i stjórnsýslu og viðskiptum. ÖRLAGAÁRIÐ 1974 Svo kom örlaga-áriö 1974. Þá gerðist þrennt sem ég hef oftar en einu sinni rakið hér I blaöinu: (1) Jaya Prakash Narayan og Sarvodaya-hreyfing hans snú- ast gegn Kongress i fyrsta sinn Indira á degi ósigursins. Hún sendi eftirmanni sfnum, Morarji Desai, heillaskeyti þegar hann tók við forsætisráðherraembættinu. og gamli maðurinn boðar al- menn samtök til aö steypa stjórninni vegna spillingar og vanrækslu, og aleinn og berfætt- ur dregur hann margfalt fleiri áheyrendur á fundi en nokkur hinna pólitisku leiðtoga þótt þeir hafi alla maskinu Kongress á bakvið sig. (2) Sósialista- flokkarnir tveir sameinast, en þeir standa næst JP af stjórn- málaflokkunum. (3) Oghafin er herferð gegn smygli sem ásamt ýmsum öðrum málarekstri leið- ir i ljós þátt kongressforustunn- ar i gifurlegu misferli. Vert er að gefa þvi gaum að á þessum tima lét enginn af liðs- mönnum Indiru vingjarnleg orö falla um JP annar en Jagjivan Ram. Áðuren misferli sannaðist á Indiru sjálfa (smávægileg að visu miöaö við annaö) var svo komið aö ekki var annað sýnna en hennar biði annaðhvort að þola ósigur I kosningum ellegar treysta völd sin með einhvers- konar ofbeldi (t.d. kosninga- svindli sem virðist nú raunar saklaus af). Um þetta heyrðist rætt meirasegja áöuren Mishra járnbrautarráðherra var ráðinn af dögum i janúar 1975 (um það hef ég einnig skrifaö i þetta blað). SPILAMENNSKA En Indira reyndist sömuleiðis ofjarl gömlu mannanna, læri- feðra sinna, i pólitiskri spila- mennsku og tókst með kænsku á skömmum tima og stjaka þeim flestum útúr flokkshreiðrinu. Þetta duldist ekki neinum, óánægja með stjórnina fór vax- andi, og haft var i flimtingum sumarið 1969 að indversk stjórnmál samanstæðu nú ekki lengur af öðru en persónulegu skæklatogi innan stjórnar- flokksins. Hinn nýi forsætisráðherra, Morarji Desai, á leiö á flokksfund eftir sigurinn. Hann er þauireyndur Það sumar tók fyrst að heyr- stjórnmáiamaður en einstrengingslegur. RÖKIN sem að því hníga að Indíra Gandhi og Kongressflokkur hennar biðu ósigur í nýafstöðn- um kosningum á Indlandi mega teljast Ijós, en þau eru margþætt, og því ekki úr vegi að rekja þá drætti í valdaferli hennar sem þar koma helst við sögu. Indlra tók ekki við sérlega góðu búi þegar hún settist á stól forsætisráðherra fyrir ellefu árum. L.B. Sastri var nýlega fallinn i valinn, langt um aldur fram, og að honum látnum átti Kongressflokkurinn engan sjálfsagðan foringja. Kjör Indiru var málamiðlun, bráða- birgða lausn, enginn bjóst við miklu af henni. Kosningarnar sem fram fóru áriö eftir, 1967, leiddu I ljós megna óánægju almennings með Kongressflokkinn yfir- leitt. Fólk var fariö að gera ser ljóst að hann dygði skammt sem pólitiskur flokkur þótt hann hefði forðum reynst með ágæt- um i baráttunni fyrir sjálfstæði landsins. En engin hreyfing sem náði yfir landið allt megnaði að veita honum hæfilega sam- keppni. Þeir flokkar sem græddu á kostnað hans 1967 voru landshlutaflokkar með ómótaða stefnu I alrikismálum. I sviptingum kosninganna reyndist þó enginn vaskari en Indira sjálf, og naut hún þar lagni sinnar að tala við fólkið i þorpum landsins, þennan hljóða fjölda sem veit sinu viti og hugsar sitt ráð þótt ekki sé hávaöinn. Ford heimsœkir Gerald Ford. fyrrum for- seti Bandaríkjanna sneri í gær aftur til Hvíta hússins í fyrsta sinn frá því aö hann tapaði kosningunum í nóvember síðasta. Carter forseti fagnaði honum vel. Dáðist hann að sólbruna Fords og sagði: „Ég öfunda þig. Þú geislar af heiíbrigði”. Ford þakkaði fyrir sig með gullhömrum og kvað sér ánægju af þvi að hitta hann. Ford er staddur i Washington ýmissa erinda vegna. Hann og Carter skiptust á fréttum um daginn og veginn og varð þeim m.a. að umræðuefni hversu Carter naumlega stjórn Callaghans for- sætisráðherra breta hefði sloppiö- frá atkvæöagreiöslunni um van- traustið. Carter sagöi Ford, að honum hefði lærst mikið af viðræðum við Callaghan, Fukuda, forsætisráð- herra Japans og Pierre Trudeau, forsætisráðherra Kanada sem hann hefur hitt að undanförnu.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.