Vísir - 25.03.1977, Blaðsíða 12

Vísir - 25.03.1977, Blaðsíða 12
Landslið tslands i borðtennis hélt utan i gær, en i dag hefst i Birming- ham i Englandi heimsmeistarakeppn- in i borðtennis og er isienska liðiö þar meðal keppenda i fyrsta skipti. Dregið hefur verið um hverjir verða mótherj- ar islensku keppendanna, og litur það þannig út: Liðakeppnin: 3. deild, riðill C báöir flokkar. Karlar: Wales, Kenya, Noregur, Kýp- ur, Trinidad og Tobago, tsland, Túnis. Konur: Spánn, Ghana, Finnland, Ecuador og tsland. Þá hefur einnig veriö dregið um hverjir verða mótherjar islensku keppendanna i fyrstu umferð. Ragnar Ragnarsson á að keppa viö H. Lingen frá Hollandi, Hjálmar Haf- steinsson viö R. Javor frá Astraliu, Björgvin Jóhannesson við C. Sealy frá Barbados og Stefán Konráðsson við A. Evans frá Wales. Kvennaflokkur: Bergþóra Valsdóttir við K. Rogers frá Englandi, Asta Urbancic viö H. Amankwaa frá Ghana. Tviliðaleikur: Hjálmar Aðalsteinsson og Ragnar Ragnarsson við G. Sutedja og F. Rachman frá Indónesiu, Björg- vin Jóhannesson og J. Gierlöff frá Noregi við Ramos og Pinet frá Chile. Hjálmtýr Hafsteinsson og Stefán Konráösson fá kinveska mótherja, þá Wang Chun og Wang Hui-Yuan. t tviliöaleik kvenna keppa Asta Urbancic og Bergþóra Valsdóttir við keppendur frá Ecuador, en nöfn þeirra hafa ekki verið gefin upp. Möguleikar islendinganna til að komastáfram i sjálfa úrslitakeppnina eru nánast engir, en i liöakeppninni eru nokkrir möguleika á aö vinna landsleik og jafnvel vinna sig upp um flokk. En þar sem þetta er i fyrsta skipti sem tsland tekur þátt i heims- meistarakeppninnileikur liöið i neðsta flokki. — Möguleikar íslenska liösins til að komast í úrslitakeppnina eru taldir sáralitlir islensku þátttakendurnir á heimsmeistaramótinu I borðtennis í Birmingham: N’eðsta röð frá vinstri: Hjálmar Aðalsteinsson, Bergþóra Valsdóttir, Asta Ur- bancic, Hjálmtýr Hafsteinsson. Miðröð frá vinstri: Ragnar Ragnarsson, Stefán Konráðsson, Björgvin Jóhannsson, Aftasta röð frá vinstri: Fararstjórarnir Aöal- steinn Eiriksson, Gunnar Jónasson og Gunnar Jóhannesson, formaöur Borö- tcnnissamhands íslands. ísland með lið á HM í borðtennis Ævintýramarkvarsla fœrði Ármanni stig Þótt Armann eigi þrjá leiki eft- ir I 2. deildinni i handknattleik ætti að vera óhætt að bóka þá sem sigurvegara i deildinni. Þeir gerðu jafntefii við aðalkeppi- nauta sina KR i fjörugum leik i Höllinni i gærkvöldi, 15:15, og þurfa inú fjögur stig I siöustu þremur leikjum sinum til að tryggja sigurinn, en þessir leikir eru gegn Leikni, Fylki og Þór, og varla verður ármenningum erfitt að sigra i þessum leikjum ef þeir leika áfram eins og hingað til. Hinsvegar er enn fræðilegur möguleiki á sigri KR i deildinni, en hann er langsóttur sá mögu- leiki. { STADAN ) Fylkir sigraði Leikni örugglega með 26 mörkum gegn 18 I 2. deild tslandsmótsins I handknattleik I gærkvöldi, og er nú lið Fylkis komið i 4. sæti i deildinni. En staðan er annars þessi: KA 14 9 2 2 310:254 20 Armann 11 8 3 0 259:182 19 KR 11 8 3 0 259:182 16 Fylkir 11 6 1 4 225:203 13 Þór 11 5 2 4 225:207 12 Stjarnan 12 4 2 6 239:241 10 Leiknir 12 2 2 8 237:284 6 ÍBK 13 0 0 13 218:277 0 Þœr „gömlu" komnar inn úr kuldanum Mark Harðar Harðarsonar þeg- ar lSsekúndurvorueftir af leikn- um i gærkvöldi gaf Armanni jafn- tefli i þessum fjöruga leik, en maðurinn sem jafntefli Armanns grundvallaðist á var markvörð- urinn Egill Steinþórsson. Hann hreinlega lokaði markinu á löng- um köflum i leiknum og varöi allt skot af línu hvað eftir annað, skot eftir hraðaupphlaup og yfirleitt allt sem kom á markið Stórkost- leg markvarsla hans skyggði al- veg á mjög góða markvörslu Pét- urs Hjálmarssonar I marki KR. Það tók liðin heilar 6 minútur að komast á blað i gær, en þá skoraði Hörður úr vlti fyrir Ar- mann. KR jafnaði og leikurinn var jafn á öllum tölum upp i 6:6, en Hörður úr viti fyrir Armann. KR jafnaði og leikurinn var jafn á öllum tölum upp i 6:6.en Hörður skoraði siðasta mark hálfleiksins úr vitakasti fyrir Ármann, 7:6. t siðari hálfleiknum komst Ar- mann i 13:8, og stórsigur virtist i uppsiglingu. En þegar KR-ingar brugðu á það ráð að taka Hörö úr umferö riðlaðist leikur Armanns mjög og þegar 2.30 minútur voru eftir af leiknum hafði KR tekið forustuna 14:13. KR haföi þvi skorað 6 mörk i röð án svars frá Armanni. Pétur Ingólfsson jafnaði 14:14 þegar tæpar tvær minútur voru til leiksloka, en Sigurður Óskarsson fiskaði 3. vitakastið I röð af lin- unni þegar 45 sek voru eftir og úr þvi skoraði Haukur Ottesen. Ármenningarnir hófu sókn og Hörður skoraði siðan jöfnunar- markið með ævintýralegu skoti lengst utan af velli, neðst i blá- horn KR-marksins. Þessi úrslit setja enn meiri spennu I keppnina um 2. sætiö i deildinni, en það lið sem i þvi hafnar á að leika við næstneðsta liðiö i l^ deild um sæti i 1. deild að ári. KA hefur lokið leikjum sinum og er með 20 stig en KR hefur 16 stig og á 3 leiki til góða. Mörk Armanns: Hörður Harðarson 6 (3) Vilberg Sig- tryggsson og Björn Jóhannsson 3 hvor, Pétur Ingólfsson og Friðrik Guðmundsson 1. Mörk KR: Ólafur Lárusson 6 (4), Haukur Ottesen 4 (1), Sigurð- ur Óskarsson 2, Simon Unndórs- son, Friðrik Þorbjörnsson og Ingi Steinn 1 hver. Tryggir ÍR sér Tryggja IR-ingar sér tslands- meistaratitilinn i körfuknattleik á morgun? Þá fara fram þrlr sióustu leikirnir i 1. deildinni, og ciga lR-ingar sem hafa forustu i deildinni aö leika gegn núver- andi islandsmeisturum Ar- manns i Iþróttahúsi Hagaskól- ans. tR nægir sigur ilciknum til að tryggja sér islandsmeistara- titilinn, og vist bendir ýmislegt tii þess aö svo fari. Armenningar, mótherjar þeirra á morgun, hafa ekki sýnt sem besta leiki upp á siökastið og tapaö nokkrum leikjum. Þeir uröu siöan fyrir þvi áfalli aö Simon Ólafsson meiddist nýlega og mun ekki leika körfuknatt- leik i bráö. Óneitanlega gerir þaö stööu IR sterka, en Birgir örn Birgis sem nú hefur tekiö fram skóna á nýjan lcik hefur lýst þvi yfir aö þeir ármenningar ætli sér aö sigra 1R á morgun og sýna hverjir séu bestir þegar ailt kemur til alls. Þaö er óhætt aö sigur? bóka hörkuleik, en hann hefst I Hagaskólanum kl. 14. Aö honum loknum leika siöan Fram og 1S. En á sama tima og leikur Ar- manns og ÍR fer fram veröa KR-ingar staddir I „Ljónagryfj- unni” I Njarövik. Þeir eiga enn möguleika á aö sigra I 1. deild, en til þess vcröa þeir aö sigra UMFN á morgun, og þá veröur ÍR aö tapa fyrir Armanni. Fari svo, þá leika KR og ÍR aukaleik i iþróttahöllinni á mánudags- kvöld. Landsliö V-Þýskalands i handknattleik kvenna er væntan- legt hingaö til lands i næsta mán- uöi, og mun leik hér tvo lands- leiki. Landsliösnefnd kvenna hjá HSÍ hefur valiö 23 stúlkur til æf- inga fyrir þessa leiki, og vekur mikla athygli aö margar hinna óánægöu handhnattleikskvenna, „þær gömlu” eins og margir kalla þær eru nú komnar I lands- liöshópinn. Er gott til þess að vita að andi friðar skuli nú svifa yfir vötnum hjá handknattleikskonum okkar að nýju. En landsliðshópurinn er þannig skipaður: Agústa Dúa Jónsdóttir Val, Anna Gunnarsdóttir Armanni Björg Jónsdóttir Val, Guðriður Guðjónsd. Fram, Guðrún Sigur- þórsdóttir Armanni, Guðrún Sverrisdóttir Armanni, Halldóra Magnúsdóttir Val, Hansina Melsted KR, Harpa Guðmunds- dóttir Val, Hjördis Sigurjónsdótt- ir KR, Inga Birgisdóttir Val, Jóhanna Halldórsdóttir Fram, Margrét Brandsdóttir FH, Katrin Danivalsd. FH, Kolbrún Jóhanns- dóttir Fram, Kristjána Aradóttir Armanni, Margrét Theodórsdótt- ir Haukum, Oddný Sigsteinsdóttir Fram, Oddný Sigurðardóttir Val, Ragnheiður Lárusdóttir Val, Sigrún Sigurðardóttir FH, Svanhvit Magnúsdóttir FH. Sænski skföakappinn Ingimar Stenmark eftir sigurinn I Aare I Svlþjóö á mánudaginn. Stenmark er á miöri myndinni. Til vinstri viö hann er Klaus Heidegger frá Austurrlki sem varö annar og til hægri er Miroslav Sochor frá Tékkóslóvaklu sem varö þriöji. fnema tlmatil aöfágott liö. —I hálfleik er Milford marki undir. — Ef okkur tekst j-aöhalda þessu Iþá erum viöi 1. deild áframc^ þaöþýöir aöviðmissum a f titlinum þetta er sama sagan — |[einsdauöi annars brauð. .y Janus Guölaugsson, þekktur sem knattspyrnumaöur úr FH, hefur sýnt geysilegar framfarir I handknattleiknum aö undanförnu, og I fyrra- kvöld var hann maöurinn á bak viö sigur FH gegn Fram. Myndin sýnir janus I kröppum dansi uppi viö mark Fram. Ljósmynd Einar Stenmark ó möguleika í stórsviginu Slöasta keppnin i stórsvigi i heimsbikarkeppninni á skiöum fer fram i Solynieve á Spáni i dag og þar munu menn fylgjast spenntir meö Heini Hemmi frá Sviss sem hefur forystuna I stór- svigskeppninni og sænska skíða- manninum Ingemar Stenmark sem þegar hefur sigraö I saman- lagöri stigakeppninni og svig- keppninni. Stenmark sigraöi i slö- ustu stórsvigskeppni sem fram fór I Aare i Sviþjóö á mánudaginn og nu munar aðeins 14 stigum á honum og Hemmi i stórsviginu. Brautin I Solynieve er 1650 metra löng og fallhæðin er 400 metrar og er búist við at Sten- mark leggi allt i sölurnar i dag til að ná einu ef efstu sætunum. „Veturinn er langur, en alls ekki of langur á meðan sigrar vinnast — og að sigra er ákaflega ánægjuleg tilfinning” sagði Sten- mark fyrir keppnina i gær. Heimsbikarkeppninni hjá kvenfólkinu lauk i gær — eins og hún byrjaði — með sigri Lise- Marie Morerod frá Sviss. Þá sigr- aði hún i stórsvigi og I stiga- keppninni um heimsbikarinn með umtalsveröum yfirburðum. Morerod var rúmri sekúndu á undan þeirr næstu — Ingrid Eberle frá Austurriki sem varð önnur. Þriðja varö Ursula Konz- ett frá Lichtenstein sem sigraöi 1 Evrópubikarkeppninni um sið- ustu helgi. Fjórða varð svo Annemarie Moser frá Austurriki fimmfaldur heimsbikarhafi, en það kom i ljós I síðari hluta keppninnar að hún var ekki i nægilega góðri likamsþjálfun til að ógna sigri Morerod. „Ég er algjörlega þrotin á lik- amskröftum, ég hreinlega gat ekki meira” sagöi Moser eftir keppnina en hún hlaut annað sæt- ið i stigakeppninni. HK KEPPTI í FÆREYJUM Handknattleiksfélag Kópa- vogs, sem leikur I 3. deild.keppti um siöustu helgi nokkra leiki I Færeyjum, en þangaö fór liöiö i boöi Þórshafnarliðsins Kyndils og Stjörnunnar I Klakksvik sem er vinabær Kópavogs. Fyrst lék HK við Kyndil sem nú nýveriö sigraði i vetrarmót- inu i Færeyjum með miklum yfirburðum — og lauk leiknum með sigri Kyndils 21:18 eftir að staöan i hálfleik hafði veriö 11:8. Siðan keppti HK við Stjörnuna i Klakksvik og lauk þeim leik meö yfirburðasigri HK 24:8 eftir aö staöan i hálfleik haföi verið 12:3. Loks fór svo fram hraðkeppni meö þátttöku þriggja liða HK, Kyndils og Neistans. HK sigraði Neistan 13:9 og lék til úrslita við Kyndil sem einnig sigraöi Neistann 13:9 og lék til úrslita við Kyndil, sem einnig sigraöi Neistann og lauk þeim leik með sigri Kyndils 11:9 i skemmtileg- um leik. Leikið var i 2x 15 minút- ur. Að sögn þeirra HK manna voru allar móttökur I Færeyjum með eindæmum — allir liðs- menn félagsins voru teknir inn á einkaheimili og hefðu færey- ingarnir gert þessa ferð ógleymanlega fyrir þá er i hana fóru. PAUEGUR iPBnnamnn ^P* SIC »STEFANSSON HF. SÍÐUMÚLA 33 SÍMI 83105 Londt.-n Exnress Servlce.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.