Tíminn - 26.07.1968, Blaðsíða 1

Tíminn - 26.07.1968, Blaðsíða 1
Gerizt áskrifendur að Tímanum. Hringið í síma 12323 Auglýsing í Tímanum kemur daglega fyrir augu 80—100 þúsund lesenda. Föstudagur 26. júlí 1968. — 52. árg. JÓNASKVADDUR í dag fer fram útför Jónasar Jónssonar frá Hriflu, fyrrum ráðherra og alþingismanns. Útförin verður gerð frá Fossvogs- kirkju og hefst athöifnin kl. 3 síðdegis. Aðstandend- ur hafa mælzt til þess, að þeir sem vildu minnast Jónasar létu Hallgríms. kirkju njóta þess. Eins og kunnugt er, þá stofnaði Jónas Jónsson Tímann, og ritaði framan af meira í hann en nokkur annar maður. Það var allt sjálfboðastarf. Tíminn vill nú að leiðarlokum þakka hið mikla og óeigingjarna framlag hans til blaðsins. Ritstjórar Tímans og starfslið vottar minningu hans virðingu, og flytur aðstandendum dýpstu sam úðarkveðjur. JÓNASAR ER MINNZT Á BLS. 2,6,7,8,9 og 13. Biafra-söfnuninni lýkur 6. ágúst Gjafir héöan 6 milljónir? EKH.Reykjavík, fimmtud. Biafra-söfnun sú, sem Rauði kross íslands hefur að undanförnu staðið fyrir til hjálpar nauðstöddum í Biafra hefur hlotið mjög góðar und- irtektir almennings í landinu, svo og fjölmargra skreiðar- söluaðila. Biafra-söfnuninni hafa borizt rúmlega 950 þús. í peningum, en andvirði skreiðar þeirrar, sem Rauði krossinn hefur þegar til um- ráða eða loforð fyrir er um 4Vt. milljón króna. Enn eiga margar Rauða kross deildir úti á landi eftir að gera skil, svo búast má við að peninga. söfnunin nemi hátt á aðra milljón, þegar henni lýkur 6. ágúst. Til skrifstofu Rauða Krossins í Reykjavík hafa nú borizt peninga- gjafir að upphæð 477.600 kr. en á dagblöðin í Reykjavi'k samtals 160.000. Aðeins fimm deildir Rauða Krossins úti á landi hafa 97.500 kr. þar af söfnuðust 50 þús. gert skil við skrifstofuna í Reykja- DREGST AÐ HEFJA ÐRÆDUR VIÐ TÉKKA vík og nemur peningasöfnun þeirra kr. í Vestmannaeyjum. Hinar deild irnar, sem skil hafa gert, eru Grundarfjarðardeild, Ólafsfjarðar- deild, Seyðisfjarðardeiid og Borg- arnesdeildin, en alls eru starfandi 30 RK-deildir utan Reykjavíkur. Söfnun er nú að Ijúka víða í stærri kauptúnum og bæjum á landinu og má búast við því að veruleg upphœð bætist í fjársöfnunina á næstunni. Eins^og ’kunnugt er tilkynnti Ás- björn Ólafsson stórkaupmaður, fyr ir skömmu, að hann myndi gefa skreið til Biafra-s’öfnunarinnar að andvirði 2 millijón króna. í Kefla- vík er nú yerið að skipa út skreið- inni sem Ástojörn keypti um borð í Rangá, skip Hafskips hf. Miðnes í Keflavík gaf söfnuninni skreið að andvirði 71 þús. kr. og fer sú skreið einnig með Rangá. Skipið 1-eggur af stað með þennan 2 millfl. kr. farm einhvern næstu daga til Hamtoorgar, en er iangað kemur, annast Alþjóða Raúði Krossinn um að koma farminum áfram til Biafra. Næsta ’ matvælasending fslend- inga til Biafra fer með einu skipa Eimskipafél. innan efeki langs tíma. Sá farmiur mun að mestu samanstanda úr skreiðanframlagi frá Fciagi vestfirzkra sfcreiðarfram leiðenda að andvirði 400 þús., kr. 20 þús. kr. skreiðarframlagi frá Jóni Guðjónssyni og 50kössum eða 750 kg af lýsi frá fyrirtækinu Lýsi hf. Einnig fara með þessari ferð ýmis smœrri fram-lög af skreið og öðru, sem enn er óíarið. Verðmœti skreiðar- og mjólkur- du'ftsfarmsinis, sem fór áleiðis til Biafra fyrir skömmu, er 1.8 mllj. kr., en verðmæti allra farmanna Framhald á bls. 15. NTB-Moskvu og Prag, fimmtud. •h Undirbúningur að fundi æðstu manna Sovétríkjanna og Tékka hélt áfram í dag, en enn hafa þör Kosygin og Bréshnev ekki hal ð af st.að frá Moskvu áleiðis til Tékkóslóvakíu, svo talið er að enn geti dregizt í nokkra daga að yiðræðurnar hefjist. •k Féla/íssamtök og einstaklingar í Tékkóslóvakíu keppast nú við að sýna Dubcek og stefnu hans stoðning með því að senda félags- samþykktir og hvatningarskrif til aðalstöðva tékkneska konvmúnista flokksins í Prag. ir Rússneski flugherinn hefur nú hafið unifangsmiklar æfingar í sambandi við lieræfingar rúss- neska varaherliðsins á vestur- landamærum Sovétríkjanna. Óstað festar fregnir herma að austur- þýzkir landamæraverðir vinni nú að því að reisa gaddavírsgirðing- ar á landamærum Austur-Þýzka- lands og Tékkóslóvakíu. Fréttir frá Tékkóslóvakíu hcrma hins veg ar að nú séu aðeins eftir tvær rússneskar herdeildir á tékknesku umráðasvæði eða samtals 4000 her menn. Undirbúninginum undir hið <>r- lagaríka uppgjör Tékka O’g Rússa var haldið áfram í dag af, mestu leynd án þess að bjartsýni ríkti um að einhvers konar samfcomu- lag náist við það. Sú bjartsýni sem fylgdi í kjölfar tilboðs Sovét manna um að viðræðurnar færu fram á tékkneskri grund virðist nú hafa minnikað að mun vegna sívaxandi árása á stefnu tékk- neskria ráðamanna í sovézkum blöðum. Kosygin forsætisráðherra og Podigorny forseti eru ennþá í Moskvu og útiloikar það þann möguleika að viðræðurnar hiefjist í dag eða á morgun eins og hald ið hafði verið fram, eða væru byrjaðar, einis og lífca kvisaðist út. í diag átti Kosyigin fund með utanriíkisviðskiptamálaráðtoerra Tékka í Moskvu og Podigorny kall aði á sinn fund ýmisa helztu ráða menn í Moskvu. Taiið er vist að á leið sinni til Tékikóslóvakíu muni sovézka Framhald á bls. 14. íslendingaþættir 4. tölublaS, mun koma út með Tímanum á morgun, laugardag. Undirbúa félagsræktun OÓ-Reykjavík, fimmtudag. í Skagafirði er mikill áhugi meðal bænda um að stofna til félagsræktunar. Hafa bændur rætt þetta mál mikið sín á milli og undanfarna daga hafa verið haldnir fundir í stjórnum bún- aðar- og sveitarfélaga í hérað- inu og rætt um undirbúning félagsræklunarinnar. í fyrri viku var haldinn á Hólum fundur, sem Búnaðar- samband Skagafjarðar boðaði til. Þar voru þessi mál reifuð og vísað til sveitarfélaga og búnaðarfélaga, sem aftur hafa rætt málið og má búast við að ákvörðun um félagsræktunina verði tekin í næstu viku.' Það land, sem einkum er rætt um að fá til félagsræktunarinn- ar, er Vallhólmurinn. Búið er að ganga úr skugga um, að þar er hægt að fá land til sameigin- legrar ræktunar. Sá hluti Valþ hólmsins, sem ætlaður er fyrir þessa ræktun, skiptist milli sjö jarða og eru eigendur þeirra fúsir til að selja sinn hluta' til félagsræktunarinnar. Mál þetta hefur áður borið á góma meðal skagfirzkra bænda en áhugi fyr ir félagsræktuninni hefur aldrei verið jafn mikill og eins almenn ur og nú. Það, sem nú er rætt innan sveitarstjórna og búnaðarfélaga í Skagafirði eru einstök fram- kvæmdaatriði í sambandi við félagsstofnun og sameiginlega ræktun landsins. Eðlilegt er að undirbúningur félagsræktun- ar sem þessarar taki langan tíma. Hér er um að ræða að kaupa jarðarparta og að undir- búa jarðveginn undir ræktun. Þá má búast við að kaupa þurfi mikið af vélum og eins verður að ráðgera hvernig ræktun og heyskap verður hagað og skipt- ingu heyfengsins milli þeirra, sem þátt taka í félagsræktun- inni. A nokkrum stöðum á land- inu hefur verið samvinna meðal bænda um að græða upp eyði- sanda með það fyrir augum að fá af þeim heyfeng og hefur slík samvinnuræktun gefizt vel, en búast má við að það verði sízt umfangsminna eða ódýrara að kaupa upp verðmætt land og brjóta það til ræktunar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.