Tíminn - 26.07.1968, Qupperneq 13

Tíminn - 26.07.1968, Qupperneq 13
FÖSTUDAGUR 26. júlí 1968. TIMINN 13 Jónas Jónsson frá Hriflu Framhald af bls. 9 þessu leyti að vera listasmíð. — John Ruskins skólinn átti að mennta og þ»».<ka verðandi for- ingja brezku verkamannahreyfing- arinnar. Skólinn skyldi gera þeim Ijóst hvaða vandi og verjcefni biðu þeirra í brezku þjóðfélagi, hvaða kröfur væru til þeirra gerðar sem einstaklinga og forystumanna. — Síðast en ekki sízt kynnti skólinn frjálslyndar og róttækar kenning- ar um samfélagið, "hlut og hlutverk hinna vinnandi manna. — Jónas Jónsson gleymdí aldrei foringja- skóla verkalýðsins í Oxford. Skól- inn hafði algera sérstöðu í fræðslu kerfi Bretlands. Margt í túlkun Jónasar á sérstöðu Samvinnuskól- ans skýrist, þegar hin óvenjulega reynsla og kynning stofnenda hans af verkalýðsskólanum brezka er höfð í huga. En hið sama á raunar við um mörg atriði í stjórnmála- skoðunum Jónasar og afskipti hans af verkalýðssamtökunum á íslandi og samstarf við foringja þeirra. Til Frakklands má rekja þriðja þáttinn, sem skýrir sérstöðu Sam- vinnuskólans. Jónas leggur leið sína til Parísar og er enn sem fyrr fundvís á nýmyndanir í félags og menntamálum. Hinn franski þáttur er ef til vill sérstæðastur. Til þess liggja tvær ástæður. Sú er hin fyrri ástæða, að fyrirmynd- ir eru ekki sóttar til ákveðinnar skólastofnunar í venjulegri merk- ingu þess hugtaks eins og telja má að gert hafi verið í Askov og Oxford. Síðari ástæðan er að ætla má að Jónas Jónsson hafi að ýmsu leyti orðið fyrir mestri og óvænt- astri mótun á Frakklandi í París- ardvölinni, sem þó var ekki löng. Er jafnvel ástæða til að ætla, að furðu margt í lífsskoðunum hans, samfélagshugmyndum og sam- vinnusjónarmiðum hafi verið franskt. — Slíkar fullyrðingar orka alltaf tvímælis. Hitt er líklegt, að Jónasi Jónssyni hafi á þessari dvöl orðið ljósir yfirburðir Frakka í fræðum þjóðfélagsins, en Auguste Comte og Emile Durkheim lögðu að vissu leyti grundvöllinn að þeim fræðum og voru báðir franskir. — Nýmyndun sú í félags- og mennta- málum, sem telja má líklegt að Jónas Jónsson hafi fengið hugboð um í Frakklandsdvölinni, er hinn svokallaði „Nimes-skóli“. Heiti þetta var notað um þrjá menn, sem ákveðið höfðu að koma sam- an til að ræða um þjóðfélagið, gera sér grein fyrir ágöllum þess, en leita jafnframt að leiðum til að bæta úr ágöllunum. — Umræðu fundirnir báru furðulegan árangur. Það voru þessir þrír menn, sem ’ lögðu grundvöllinn að samvinnu- samtökum Frakklands, og meira til. Þeir sköpuðu sjálfum sér skil- yrði til sjálfsnáms, áframhaldandi menntunar í fræðum samfélagsins. — Vafalaust' verður einhvern tíma gerður ítarlegur samanburður á „Nimes-skólanum“ svokallaða í Frakklandi og þeim hópi áhuga- manna um samvinnu og félagsmál á fslandi, sem ýmist var kallaður Tímaklíka eða Tímamenn. Jónas Jónsson var sem kunnugt er einn af áhrifaríkustu þátttakendum þeirra samtaka. Víst er, að áhrif Tímamanna urðu sízt minni á Is- landi en „Nimes skólans" á Frakk landi og gætti á sömu sviðum. Sam anburðurinn er freistandi, því að Hk atriði eru mörg. — Ekki er síður athyglisvert að bera starfs- hætti „Nimes skólans" saman við áform Jónasar að vekja nemendur Samvinnuskólans til áframhaldandi sjálfsnáms eftir að þeir voru braut skráðir úr skólanum. í þessu sam J»andi mætti sérstaklega minna á ummæli Jónasar sem eftir honum eru höfð í Samvinnunni í tilefni sextíu ára afmælis Sambands ís- lenzkra samvinnufélaga árið 1962. Jónas ræðir þar um brýnustu verk efni Samvinnuskólans, sem þá hafði verið fluttur að Bifröst. Hann telur „einna brýnast að koma þar upp vönduðu og miklu félags- málabókasafni, erlendu og inn- lendu, þar sem unnt er að bæta við hið nauðsynlega skyldunám skólans frjálsu sjálfsnámi í sam- vinnufræðum með svipuðum hætti og áður fyrr, þó að við miklu betri skilyrði verði". — Þó er þetta ekki nóg og Jónas heldur áfram: „í menntamiðstöð samvinnumanna að Bifröst gæti einnig farið fram þýð- ingarmikið og sjálfstætt og frjálst rannsóknar og vísindastarf í félags- málum . . . Þannig gæti farið fram í Bifröst að nokkru eða öllu leyti sjálfsnám og vísindaiðkun með sama hætti og trjálst háskóíanám í æðri menntun“. Þessi ummæli verða skiljanlegri þegar haft er í huga, að „Nimes skólinn" franski náði þeim óvenjulega árangri að koma því til leiðar að sköpuð var námsaðstaða í samvinnufræðum á háskólastigi. Jónas Jónsson frá Hriflu var ekki sú manngerð, að hann stældi og staðfærði. Hann^ skorti ekki hug- kvæmni. Fáir íslendingar munu hafa verið hugmyndaríkari og frjórri í hugsun. — En styrkur hans var sem allra mikilla hugs- uða að skynja stefnur og strauma samtíðarinnar. Hann var óvenju- lega fundvís á lífrænlegan gróður og hafði þrek og þor að búa hon- um vaxtarskilyrði. Hvar sem Jónas Jónsson fór, var hann hinn ger- huguli skoðandi. Ekkert fór fram hjá honum sem gildi hafði fyrir skilning og skoðun. — En um leið var Jónas listamaðurinn, sem felldi saman ólíka þætti og skapaði sitt eigið verk sjálfstætt og sérstætt. Þegar til þess kom að vinna úr efniviðnum, voru það íslenzk við- horf og íslenzkar aðstæður, sem | úrslitum réðu. — Svo var og umj skólahugmyndirnar mörgu, sem I voru kveikjan í draumum hans um| Samvinnuskólann og eggjunin í dáð um hans að skapa með þeim skóla sérstætt afbrigði menntastofnunar. Þriggja erlendra fyrirmynda hefur verið getið. En Samvinnuskólinn í mótun Jónasar var rammíslenzk- ur. Hinar erlendu fyrirmyndir urðu fyrst og fremst í vitund Jónasar til að bregða birtu yfir islenzk fyrirbæri og íslenzkar skoðanir. Að gera Samvinnuskólann að sér- íslenzku fyrirbæri var fjórði þátt- urinn í mótunarsögu skólans. Mun þeirri sögu gerð örstutt skil. Jónas Jónsson leit ævinlega á skólastofnun sem stórt heimili. Kennarar og nemendur voru að hans áliti fjölskylda. Hann taldi áriðandi að glata ekki þeim forna arfi frá sveitaheimilunum íslenzku. Baðstofan hafði í sannleika verið kennslustofa jafnframt. Á þetta sama hafði Grundtvig lagt áherzlu. Þannig vildi Jónas gera skóla sam- vinnumanna úr garði. Hann gerði það líka á eftirminnilegan hátt, þar sem skólinn var jafnframt heimili hans og nemendur skólans fremur heimilismenn en gestir i einkaíbúð hans og hinnar mikil- hæfu konu hans, frú Guðrúnar Stefánsdóttur. Annað sérkenni íslenzkrar erfð- ar, sem miklu máli skipti fyrir Jónas Jónsson, var að skáldið og raunsæismaðurinn gætu átt sam- leið. Skáldskapur og list átti að vera þáttur lífs, sem ekki yrði greindur frá. Sú var líka skoðun John Ruskins tiins brezka Það olli Jónasi miklum vonbrigðum, ef honum virtist list og skáldskapur fjarlægjast lifið. Réttara mun hitt þó vera, að vonbrigðin stöfuðu af því að bilið breikkaði milli listar og skáldskapar annars vegar, en skilnings og lífsviðhorfa almenn- ings hins végar. Jónas Jónsson taldi þekkingu á bókmenntum og listum undirstöðuatriði að skynja samtíðina og sérkenni hennar. Á þessa skoðun sína lagði hann sér- staka áherzlu í skóla samvinnu- stefnunnar, en samvinnumenn þurftu að hans áliti öðrum frem- ur að vera raunsæir og þekkja sinn vitjunartíma. Líklega er enn ótalið það atriði islenzkrar hefðar, sem Jónasi Jóns syni var hugstæðast og mun gefinn sérstakur gaumur, þótt síðar verði. Á íslandi hefur löngum verið litið svo á, að það að vinna sé að mennt- ast. Vinnan sjálf er menntavegur- inn bezti. Jónas Jónsson var allt til síðustu stundar sannfærður um sannleiksgildi þeirra orða. Líklega hafa kenningar franskra félagsfræð inga orðið honum mikilvæg eggj- un og staðfest dýpt hins íslenzka viðhorfs. Frá frönskum félagsfræð ingum er hún komin hugmyndin að þróun mannkynsins einkennist af aðdáun á þrem fyrirbærum og sé eitt öðru ágætara. Á fyrsta þróunarstigi samfélagsins dáðu menn styrjaldir og sigurvinninga. Á öðru þróunarstiginu nutu lögin og lagasetningin sérstakrar virð- ingar. Á því þróunarstigi sem mannkynið er nú að komast á, beinist athyglin meira og meira að gildi vinnunnar, þroska þeim og yfirburðum, sem vinnan veitir. Hvað sem þessum kenningum líð- ur, orkar hitt. ekki tvímælis, að Jónas Jónsson leit á vanmat á vinnúnni sömu augum og frönsku félagsfræðingarnir. Vanmatið á vinnunni voru leifar frá hugsunar- hætti fyrri þroskastiga mann- kynsins. Að sama skapi og mönn- um yrði Ijósari staðreyndir hinna j nýju viðhorfa hlyti matið á vinn-j unni að breytast og um leið nýr skilningur að skapast á fornum íslenzkum hugsunarhætti. — Gildi vinhunnar og mikilvægi verka- skiptingar samfélagsins voru Jón- asi Jónssyni djúpstæð sannindi. Má raunar segja, að boðun þeirra sanninda hafi einna mestú ráðið um mótun nemenda Samvinnuskól- ans og skapað skólanum sérstöðu, sem mikla athygli vakti. V meiri ítök í hugum og hjörtum hinna ungu en innan veggja Sam- vinnuskólans, en þeir eru margir, sem áttu því láni að fagna að eiga hann þar að læriföður og hollráð- um samfylgdarmanni. Skólahugsjónin, sem Jónas Jóns- son kynnti í Samvinnuskólanum, vísar fram á veg. Langur tími mun líða, þar til að fullu hefur verið unnið úr þeim efniviði. En sam- vinnumönnum á íslandi er ljóst, að með því einu verða honum verðugar þakkir færðar fyrir merkt ævistarf í þeirra þágu, að haldið verði á lofti því merki, er hann hóf og fékk þeim í hendur. Sú minning mun aldrei glatast, að Jónas Jónsson var fyrstur til að kenna ungu fólki á íslandi fræði þjóðfélagsins og sögu sam- vinnunnar. Guðmundur Sveinsson, Bifröst. f Þegar lagt er upp í langa ferð er athugað, hvert leiðin liggur, hvernig hún er ytfirferðar, hvera útbúnað muni þunfa oig ekki sakar að gera sér grein fyrir rökum ferðarinnar. Fyrir getur það kom ið, að meðal ferðamannanna taki einhver að efast eða þreytast og reki áróður fyrir því, að hægt skuli fara eða jafnveil að setjast að í einhverjum áfa’ngastaðnum. Ennfremur er ekki loku fyrir það sikotið að upp rísi deilur um það, hver ‘hafa skuli forystu, og mörk um stefnunnar hvertfi i skuggam-n af þeim. Allt slíkt var Jón’asi Jónssyni framandi. Hann var öþreyt’andi að athuga aðstæður manna oig málefm’a og <sjiá þanniig hverju fram yndi. Hanm tók af lífi óg sál þátt í baráttunni um mörkun stefmunmar og gauimgæfði, hvaða vopn væru áhrifaríku.st til að ná árangri í þeirri baráttu. Jónas Jónsson sameinaði nákvæma þekk ingu á lamdimu og nátbúru þess, sögu og fombókmenntum, ásamt sögu og menningu Vesturlanda, og úr þessum efnivið smíðaði hann vopnin í æviilanga baráttu fyrir velferð þjóðar sinnar. Hann spurði aldrei hvort hamm ætti að berjast, heldur hyernig. Hann var e-kki aðeins eldihugi í baráttu. Hugsum hans var í ætt við skáld- in, mér liggur við að segja spá- mennina. í viðtali við Jónais var otft sem opnaðist ný yfirsýn yfir vandamálin, viðmælandinn sá þau í nýj-u lj'ósi. Þessi glöggu tök á viðfangsefnunum áttu samt efck- ert skylt við véfrétt, þau voru áran-gur af ítarlegri athugun þess sem er. Engan mann hief ég þeklít, sem hafði eins næma-n skilnin-g á því að sagan er frásögn af atburðum, sem gerast í tím-a og rúmi, og að þá atburði gera menn með ath-öfnum s-ínum og hegðun. Þetta kann að virðast einfalt, en er þó mörgum ótrúlega tor>kilið. Tíminn breytir öllu. Það sem er nýtt í dag e,r úrelt á morgun. Jónas var óþreyband-i að fyl-gjast með þeim breytingum, sem vor-u að gerast á hverjum t-ím-a til að fá veður af þvi, sem var í vænd- um. Jónas stóð að stotfnun Alþýðu- flokks (Alþýðusambands) 1 og Framsóknarflokks og með því lagði hann grundvöllinn að því fl'Ofcka- og sfjómmálafcertfi, sem við búum við enn í dag. Það hef- ur verið sagt, að haon h-afi valið leibara og ætft, samið og sett á svið það leikrit, sem kalla-st stj-órn mál á íslandi, og má þó bæta því við að h-an-n byggði ein-nig leik- húsið, sem leikið er í. Um slífcan mann -næða allir stormar, og munu fáir menn hafa v-erið dýrkaðir j>afn mi-kið og jafn mikið hataðir eins og Jónas Jónsson. Einkum voru það þó þeir bæn-dur, sem -miður má-ttu sín, sem veittu( hon- um atfylgi. Andstaðan kom 'atftu-r á móti að heita má úr öllum átt- um. Jónas var alla ævi andstæð- in-gur ihaldis og kyrrstöðu, en ha-nn var -líka andstæðin-gur þeirra, sem hrópuðu um byltingu. Hann vissi sem var, að lausn þjóð-félagB mála er ekki fóJgin í u-pphlaup- Framhald á bls. 14 iii. Það er tilgangur þessarar minn- ingargreinar um Jónas Jónsson frá Hriflu látinn að skýra hugmyndir hans um Samvinnuskólann, lýsa mótun skólans í höndum hans, síð ast en ekki sízt að gera ljóst. hvern hlut Jónas ætlaði skólanum í ís- lenzku þjóðfélagi. Sá kostur hefur verið valinn í þessu skyni, að benda á forsendur og uppsprettur. Engum er samt ljósara en undir- rituðum takmarkanir og annmark- ar greinargerðarinnar. Eins er og auðsætt, að hægt var að nota aðr- ar aðferðir og draga fram önnur atriði. Það skiptir þó ekki mestu máli. Hitt er aðalatriðið, að fram komi, svo ljóst sem verða má, að Samvinnuskólinn sem menntastofn- un var Jónasi Jónssyni brennigler- ið, er safnaði hinum mörgu geisl- um fræða og mennta, sem honum hafði á viðburðaríkri ævi auðnazt að greina. Hvergi hefur Jónas gef ið meira af sjálfum sér, fórnað hæfileikum og kröftum af meiri ósérhlífni en í kennslu og stjórn Samvinnuskólans. nemendum hans til ómetanlegs gagns og ávinnings. Hvergi hefur Jónas heldur eignazt Þú komst sem stormþeyr af fjalli. Þú komst sem vorið eftir Jangan, kaldan vetur. Rætur skutu öngum. Lífgrös tóku að gróa. Nýr tími reis og þú varst h-ann. Fótsporum þínum fylgdi þrumu'hljóðið. Dynur nýrrar a-ldar. Kotun-gum heimtaðir þú rétt. Svefnlausum heimtaðir þú hvild. En heimspeki letigarðsins sýndir þú enga vægð. Þú kveiktir ljós í hugum fólksins. Þú tendraðir trú á landið. Afdalip vöknuðu af draumi. Sikólar risu um héruð. Sem iýstir -vitar skinu markmið komandi ára. Draumsýn þín var frelsi landsins. Sjálftækt og réttheimt frelsi. Ná-ttúrlegt og lifandi frelsi. Frelsið, sem stækkaði manninn. Göfgaði hann og lyfti til dáða. Það var ósk þín til þjóðarinnar. Það var von þín og krafa. Þú lifðir í þeirri von. Þú dóst i þeirri von. Kolbeinn frá Strönd. I

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.