Tíminn - 26.09.1968, Blaðsíða 5

Tíminn - 26.09.1968, Blaðsíða 5
I FIMMTUDAGUR 26. sept. 1968. TÍMINN 5 Árbækur Ferða- félagsins Helgi Hannesson. Strönd, Rangárvöllum. skrifar: „Árbækur Ferðafélags ís- lands eru snotur rit á að líta, vel prentaðar á gióðan pappír, með mörgum og oftast mjög vel gerðum myndum. Oftast hafa árbækur — held ég — verið vel skrifaðar. — Stundum — og raunar alloft — prýðilega. Svo var um Heklu bók Guðmundiar Kjartanssonar. Svo var um tvær Húndvatns- sýslubækur Jóns heitins Eyþórs sonar — og Norður-Þingeyjar- sýsluhók, sem Gísli Guðmunds- son reit. Auik þess að hún er mjög vel skrifuð. held ég að ókunnugir geti fundið hvern bæ, sem þar er nefindur, þótt þeir hafi ekki annað en þessa árbók að styðjast við. Þar er glögg leiðsögn og landlagslýs- ing, haglega prýdd og hófsam- lega, með byggðarsögu — bæði fornri og nýrri. Svo vel getur ekki annar gert, en sá. sem er góður rit- höfundur. elskar það hérað, sem um er ritað — og er þar nákunnugur. Þetta hefur stjórn Ferðafé- lagsins alltaf verið Ijóst, ef marka má. Héraðslýsingar ár- bókanna eru nærri því allar samdar af mönnum sem höfðu þetta til brunns að bera. Móðgun við Rangæinga Því verr var vikið frá fyrr- greindri reglu, þegar ákveðið var að semja ferðafélagsbók um Rangárþing. Þar rak þó engan veginn nauður tii. Rangæing- ar áttu- og eiga menn til að skrifa um sýslu sina, miklu betur en sá. gerði. sem til þess var valinn! Árbókin, sem út kom 1966, er að undirtitli kölluð: Rang- árvallasýsla vestan Markar- fljóts“. — Hún mun hafa vald- ið Rangæingum meiri gremju en nokkur önnur bók. H^r við má bæta því. sem margir hugsa: Hún væri betur ósam- in enn í dag! — Ferðafélagið verður að ráða hæfan mann til að endursemja h'ana! Aðalhöfundur þessarar bók ar er Haraldur Matthíasson á Laugarvatni. Hann mun vera mikill lærdómsmaður, en svo ókumnugur í Rangárþingi, að hann segir þar margsinnis rangt til átta. Auk þess vaða ýmsar villur uppi í frásögn hans. Bókin er skrifuð af handa- hófi — eins og raun ber vitni: Af rúmlega hundrað lesmáls- síðum, sem höfundur hafði yfir að ráða fórnar hann rúmlega tveim blaðsíðum fyrir tvær blómlegar sveitir; Landeyjar eystri og vestri. — Tvær blað- Síður helgar hann Hvolhreppi öllum! Fjórar blaðsíður glóp aldalegri göngu á Þríhyming. Fjórar blaðsíður Keldum og Keldnamönnum. Sex blaðsíður Odda og Oddaverjum. Og sex- tán blaðsíður skrifar hann þar um sögustaði Njálu! Nálega einungis emdursögn sögunnar sjálfrar — og fjarri því að taka henni fram á nokkurn hátt. Mér finnst bókin svo mis- heppnuð, að þar sé það skást, sem höfundur vanrækti að skrifa — um Hvolhrepp og Landeyjarnar. — að mdnnsta kosti er þar engu spillt. Bezti hluti bókarinnar er að vonum Fljótshlíðanþáttur Odd geirs bónda í Tungu. Hann er á átta blaðsíðum. Hefði þó þurft að vera þriðjungi lengri. Háðung á háðung ofan Nýlega frétti ég, að Harald- ur væri farinn að semja Ferða- félagsbók um Eyjafjöllin. Þá gat ég ekki lengur orða bund- izt! — Þótti Ferðafélagi ís- lands ekki nóg að gert? Var Ramgæingum ekki skapraunað nóg, með hinni fyrri misheppn uðu bók? Eða finnst því Har- aldur þessi, líiklegur til að rita betur um Eyjafjöll og Rangár- þing, en Þórður Tómasson. Sýn-ist kannski Haraldi sjálfum svo? Fyrir munn flestallra sýsl- umga minna. skora ég á stjórn Ferðafélagsins að létta þessari raun af Rangæingum — og ráða til þess Þórð í Skógum, eða annan hæfan Rangæing, að skrifa nýjar bækur um Rangár- þing“. Við munum ekki taka því með þögn Að lokum segir Helgi: .,Ferðafélagið er fjölmennt á félagsskrá. Líklega ráða þó fáir menn flestu hjá því. En sjaldan virðist það hafa komið að sök. Þar voru lengstum vald ir menn í stjórn. — Höfuðmark mið félagsins hefur verið: Áð fjölga kynnisferðum fólks um landið — jafnframt því valdi það rétt annað verkefni. — Að gefa út vandaðar leiðsögu bækur um byggðir og öræfi ís lands. Þær hafa heppnazt ágæt lega, þegar snjallir menn lögðu þar alhug á. Ferðafélagsbókin á árlega vísa 6—7 þúsund festa kaup- endur. Sá kaupendaskari krefst þess skýlaust, að hver bók sé sh'illdarrit. Við Rangæingar unum ekki öðru. en að bækur um Rangár hérað séu afbragðsrit að aliri gerð. Við afbiðjum okkur þá óvirðingu, að aðsendir hroð- virkir hraðritarar, spilli þeim með fingraförum sínum. Við tökum því hvorki með þögn né þakklæti. verði okkur skapraunað öðru sinni eins og í hittiðfyrra!!“ 1. sept. 1968. Skólavörðustíg 3 A II. hæð Sölusími 22911 SELJENDUR Látið okkur annast sölu á fast- i eignum yðar. Áherzla lögð j á góða fyrirgreiðslu. Vinsamleg j ast hafið samband við skrif- : stofu vora er þér ætlið að selja eða kaupa fasteignir sem ávallt eru fyrir hendi í miklu úrvali hjá okkur. JÓN ARASON, HDL. Sölumaður fasteigna: Torfi Ásgeirsson. A VlÐAVANGI Boðið fil veizíu Alþýðuflokkurinn er að senda út boðsbréf þessa dagana og býður til veizlu einkum huaim týndu sonum. Fyrirsögn Alþýíht blaðsins yfir þvera síðu í gær er þessi: „Alþýðuflokkurinn er opinn öllum lýðræðissinnuðum sósíalistum, sem segja skilið við kommúnista.“ Venjulegu fólki finnst það satt að segja varla til efni stórfrétta að skýra frá því, að Alþýðuflokkurinn sé opinn öllum lýðræðissinnuðum sósíalistum. Fyrir hverju ætti hann að vera opinn, ef ekki þeim? Ætii bræðraflokkunum á Norðurlöndum þætti þetta ekki smáskrítin yfirlýsing? Hér á íslandi geguir kannske öðru máli eftir að Alþýðuflokkurinn hefur þjónað undir íhaldið í ára tug og dregur uú orðið slíkan dám af sessunautnum, að hann þekkir ekki lengur sjálfan sig, hvað þá að aðrir þekki hann fyr ir sama flokk. Flokksstjórninni finnst meira að segja nauðsyn legt að benda fólki á það í aðal málgagni flokksins, að hann sé nú þrátt fyrir aila íhaldsþjón- ustuna „opinn öllum lýðræðis sinnuðum sósíalistum“, en auð vitað er hann ekki svo óskamm feilinn að segja, að flokkurinn sé raunverulega hinir lýðræðis sinnuðu sósíalistar í laudinu. En af leiðaraskrifum Alþýðu flokksforingjanan undanfarið verður þó ekki ráðið, að flokk urinn sé að bjóða lýðræðissinn uðum sósíalistum til erfis- drykkju eftir „viðreisnar” stjórnina, heidur miklu fremui í koparbrúðkaup hinna ágætu viðreisnarhjóna. en það verður nú vafalaust haldið hátíðlegt á þessu hausti. ÞjóSviliinn og Verkamaðurinn Svo ber við um þessar mund ir, að Þjóðviljinn hefur eignazt nýjan andstæðing, sem hann snýst gegn með margefldum fit onsanda hvað eftir annað a» miklu meiri neift en sjálfri rik isstjórninni. Þessi nýi fjandi Þjóðviljans er blaðið Verkamað urirm á Akureyn, málgagn 41 þýðubandalagsins þar nyrðra. Það, sem vakið hefur ofsareiði Þjóðviljamanna, er afstaða Verkamannsins til airæðis Sós- íalistaflokksins iiiiiau þessara samtaka, eu Verkamaðurinn birti nýlgga t viðtali m. a. eftir farandi umsögn þeirra Vestfirð inga: „Þar sem at þessu er sýnt orðið, að Sósialistaflokkurinn Reykjavík, nieð sinum sambönd um úti í dreifbýlinu, hefur þau tök á málefnum Alþýðubanda lagsins í heild að ekki er við unandi, og hann hyggst áfram misbeita því vaidi sínu, svo sem nýútkomið lagafrumvarp ber með sér, en þar segir fyrstu grein: „Alþýðubandalag ið er flokkur íslenzkra sósíal ista“ og þar mcð er spornað við því, að lýðræðissinnuð öfl landinu sameiuist Alþýðubanda- laginu. jafnframt því sem skoð anir aimarra aðíija innan Al- þýðubandalagsins eru hundsað- ar. Teljum við, að sjónarmið þau. er við höfðum að stefnumarki við stofnun Alþýðubandalagsins hafi algerlega verið fótum troð in og sjáum bví ekki ástæðu til að sitja þessa ráðstefnu Iengur“ Þjóðviljinn teiur það dauða sök, Verkamaðurinn skuli dirf ast að birta og taká undir skoð anir vestfirzkra Alþýðubanda- Framhald á 12 síðu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.