Tíminn - 26.09.1968, Blaðsíða 7

Tíminn - 26.09.1968, Blaðsíða 7
FIMMTUDAGUR 26. sept. 1968. TÍMINN 7 Ólafur Gunnarsson, sálfræöingur: ÞAU FENGU AD SDFA Hinn 10. og 13. sept. s.l. birtu a. m. k. tvö íslenzk dagblöð opið bréf frá Þórarni Þórarinssyni. fv. skólastjóra til skólastjóra og for- eldra barna og unglinga. í bréfi þessu vikur Þórarinn að máli, sem getur haft úrslitaáhrif á heilsu skólanemenda og haft veigamikil áhrif á námsárangur þelrra. í því sambandi rifjaðist upp fyrir mér, að fyrir nákvæmlega fjórum árum síðan skifaði ég grein, sem hét „Þau fengu að sofa“ og leyfi ég mér að senda 6 íslenzkum blöð- um hana til birtingar auk nokk- urra inngangsorða Dagana 18.—22. ágúst sl. sat ég alþjóðaráðstefnu sálfræðinga í Amsterdam. Meðal margra gagn merkra mála, sem þar voru rædd, var eitt, sem nefnist á ensku „Psyehological aspects of costs and returns in school education". Aðalþátttakendur í þeim umræð- um komu frá Bandaríkjunum, Hollandi og Svíþjóð. Allir ræðu- menn voru fullkomlega sammála um, að skólatími barna væri al- víða of langur og ekki tekið nægi- legt tillit til raunverulegrar getu þeirra í skólum. Menn, sem starf- að höfðu að fræðslumálum í 30 ár, og gerþekktu þau nefndu fjölda dæma máli sínu til stuðnings. íslenzkir foreldrar verða að gera sér grein fyrir því, að ís- lenzk fræðsluyfirvöld láta fræðileg ar niðurstöður varðandi hvað börnum er fyrir. beztu eins og vind um eyrun þjóta. Þessi yfir- völd eru áíáka iokuð fyrir niður- síöðum vísinda og Heimaklettur fyr ir norðanvindunum. Vilji foreldr- ar hafa einhver jákvæð áhrif á fræðsluyfirvöldin verða þeir að beita kjósendavaldinu, það er eina valdið, sem yfirvöldin taka nokkm’t tillit til, að erlendu auð- valdi ef til vill undanskildu. Geti foreldrar tekið myndar- lega undir tillögur Þórarins Þórar- inssonar gæti hugsazt að yngstu börnin yrðu a.m.k. varin vanlíð- an svefnleysisins. Geti foreldrar komið slíku til leiðar hafa þeir gert mesta átak er gert hefur ver ið á sviði ísl fræðslumála síðan fræðslulögin voru samþykkt 1946. Ég læt þá þessum inngangsorð- um lokið og hefst nú greinin „Þau fengu að sofa“. „Það var nú haldið, að ég myndi drepa börnin mín með vinnuhörku þegar þau voru lítil, en menn verða að gæta að því, að þau fengu að sofa“. Þetta voru ummæli fátæks bónda, sem bjó við mikla ómegð á lítilli og fremur erfiðri heyskaparjörð. Um sláttinn var ekki um annað að ræða en nota þá starfskrafta sem til voru, og meðal beirra voru 5—6 ára gömul börn, sem höfðu lært að raka hey og fara á milli í hirðingum. Nágrönnum bóndans þótti nóg um vinnukergju hans, og munu hafa gefið honum i skyn, að hann mætti gæta sín að ofþjaka ekki börnin. Ummæli bóndans sýna að hann taldi börnunum ekki hætt ef þau fengju nægan svefn. Börn in eru öll fyrir löngu- uppkomin og eru hið mannvænlegasta fólk Ég minnist þess enn, að einn mesti athafnamaðui bessa lands, Páll Sggert Ólason, prófessor sagði við mig ungan að árum. „Það gerir ekkert til þótt þér vinnið mikið og lengi. ef þér að eins gætið þess að fara aldrei á fætur fyrr en þér eruð útsofinn“ A seinni árum hafa verið gerð- ar margar og merkar rannsóknir á vinnuþoli manna og hvernig bezt sé að haga hvíldum Allar þessar rannsóknir sýna, að hvíld- ir, sem lúta ákveðnum reglum eru manninum bráðnauðsyntegar, og vinnuþoli mannsins eru ákveðin og einstaklingsbundin takmörk sétt. Taka verður fullt tillit tii þessa takmarkana ef afköst manns ins giga ekki að minnka sökum ofþreytu, sem til lengdar spill- ir heilsu manna og lífsgeði. í skóla einum í London var gerö merk tilraun, fyrir allmörg- um árum, með börn úr fá tækrahverfi. Börnunum (telpum) var skipt í tvo jafnstóra hópa, en þessum hópum var það sameigin- legt að þeir stóðu sig illa í reikn- ingi. Þess var vandlega gætt að jafngreind börn væru í báðum hópunum og öll skilyrði þeirra væru eins lík og unnt var. Tilraunin var fólgin í því að annar hópurinn fékk aukakennslu í reikningi, en hinn hópurinn fékk að sofa jafnlangan tíma, og aukakennslunni nam. Að tilrauna timanum ioknum var árangurinn gerður upp. í ljós kom, að báð- um hópunum hafði farið fram í reikningi, en þeim hópnum, sem svaf þó mun meira en hópnum, sem fékk aukakennslu í náms- greininni. Börnunum sem sváfu hafði einnig farið fram í öðrum námsgreinum en hinum hópnum ekid. Á alþjóðaráðstefnu sálfræðinga, sem haldin var í Ljubliana í Júgó- siavíu dagana 2.-8. ágúst 1964 var meðal annars rætt um áhrif veð- urs, hita og kulda, Ijóss og myrk- urs á náms- og vinnuafköst manna. Allir wru sammála um að haga yrði námi og starfi eftir árstíðum og veðráttu. ef sem bezt ur árangur ætti að nást. íslendinga snertir þetta mál meira en flestar aðrar þjóðir, sök um þess hversu mikill munur er hér lengd dagsbirtU'nnar. Öll rök hníga að því, að mann- inum sé yfirleitt óeiginlegt að vakna og hefja nám eða störf í myrkri. Hinsvegar skipti minna máli þótt vinnu sé haldið áfram eftir að dimma tekur. í ýmsum skólum á íslandi hef- ur það tíðkazt að undanförnu að láta kennslu í skólum hefjast klukkan átta árdegis. Sennilega hefur skortur á skólahúsnæði ráð ið miklu um þetta, en oft hefur þurft að tví- og þrísetja í skóla- stofurnar. Þrísetning mun nú úr sögunni sem betur fer og tvísetn- ing mun fara minnkandi. Það sjónarmið virðist hafa ráð ið við hagnýtingu skólahúsnæðis og námstíma, að nemendur yrðu að fá ákveðinn r.ámstíma á hverj- um degi, tölu kennslustunda mætti ekki skerða. Fræðsluyfir- völd virðast ekki hafa látið sig það neinu skipta þótt börnin yrðu að hefja nám í .skammdegismyrkri einni íriukkustund áður en vinna hefst hjá feðrum barnanna t.d. á skrifstofum. Engat vísindalegar rannsóknir hafa sannað, að námsárangur standi * beinu nlutfalli við lengd námstíma og þaðan af síður við lengd kennslustunda. Það er mun auðveldara að færa fræðileg rök fyrir því. að ungir nemendur svo og allir nemendur sem vegna lít- illa hæfileika eiga erfitt með nám. nái betri árangri ef kennslu stundir eru stuttar Þetta er nú í æ ríkara mæn gert í sérbekki- um sænskra skóla og með góðum árangn Sngin rök eru fyrir bví að láta aemendur hefja nám í morgunmyrkri íslenzka skamm- degisins ekki sízt þegar vitað er. að á íslandi t'ara menn yfirieitt seint að hátta og því mjög hætt við að svefntími fjölda barna verði of stuttur. Alkunna er, að hver sá sem ekki er útsofinn finnur til van- líðanar einhvern hluta næsta dags. Það gefur auga leið, að ekki muni það auðvelda eðlilegan aga í skól um ef mikill hluti nemenda er vansvefta. Ekki væi’i kostnaðarsamt að endurtaka brezku tilraunina dálít ið breytta. Tilrauninni mætti haga þannig, að ákveðinn hópur nemenda yrði látinn hefja nám klukkan átta að morgni frá 15. nóv. til 15. febrúar að jólaleyfi frádregnu. Annar hópur með svip aða námshæfileika hæfi nám klukkan 9—10 árdegis á sama tíma, læðri sama námsefni en kennslustundir yrðu styttar, sem svarar lengdum svefntíma. Laun kennara yrðu hin sömu hvort sem kennslustund yrði lengri eða skemmri. Árangur yrðu vandlega kannaður að tilraunatímabilinu loknu, og auk þekkingarprófa kannað álit nemenda og aðstand- enda þeirra varðandi hvort fyrir- komulagið þætti betra. Skilningur er nú að vakna á því meðal forusiumanna atvinnu- lífs og verkalýðsfélaga, að athuga þurfi, hvernig skynsamlegast sé að haga störfum þannig, að framleiðslan verði sem mest, án þess að vinnandi mönnum sé mis boðið með of miklu vinnu-álagi, sem er öllum til tjóns, ekki sízt vinnuveitendum. Ekki gæti þafc kallast nein of- rausn þotti forustumenn skólamála athuguðu hvað skólanemend- um henti í þessu efni Leiðin er raunar greiðfær, því erlendar at- huganir nafa fyrir löngu sannað að nægur svefn er börnum bráð nauðsynlegur. Allt, sem íslenzk ir skólamenn þurfa að gera er að feta troðna slóð. nema þeir geti sannað að íslenzk börn þurfi minni svefn en mfnaldrar þeirra í öðrum löndum. þar sem skamm- degismyrkrið er styttra og veðr- áttan betri. Ég myndi þó ætla, að slík frávik frá svefnþörf ís- 'lenzkra barna komi ekki til greina. Atorkusami einyrkjabóndinn og hinn þjóðkunni fræðimaður höfðu báðir af langri reynslu og hyggjuviti sínu komizt að raun um, að nægur svefn er erfiðis manninum fynr öllu, hvort sem hann vinnur með huga eða hönd- um. Undir þessa skoðun tók þjóð- skáldið Davíð Stefánsson, sen end ar eitt fagurt icvæði með þessum orðum. „Það hjarta er kalt, sem rænir þréyttan svefni". TRÚLOFUNARHRINGAR — afgreiddir samdægurs Sendum um allt land. H A L L D Ó R Skólavörðustíg 2 f HLJÓMLEÍKASAL Kammertónlist Það var ánægjulegt að kamm ermúsíkklúibburinn sky.ldi verða fyrstur til tónleikahalds á haustinu sem óðum færist yf- ir. Dagarnir láta nú undan birtu og yl, og er þá gott að vita til þeirra hugðarefna, sem tónleikalhald í margri mynd getur yljað með, er skammdeg ið þrengiir sér að. Er.lendis ttðk ast mjög að halda kammertón leiika í gömlum herragörðum og listasöfnum, svo eitthvað sé nefnt. Gefur það þgssu tón- listarformi oft sérstæðan blæ sem alls ekki má gera of lítið úr. ITér á landi eigum við engin slík húsakynni, en * í ágúst s. 1. var tekið í notkun Norræna húsið okkar, sameigin leg gj'öf frá frændum okkar á Norðurlöndum. Þetta nýjia, vist lega og jafnframt nýtízkulega hús varð fyrir valinu á þessum fyrstu hausttónleiikum, kammer músíkklúbbsins. — Það má fagna efnisvali tónleikanna en þar voru leikin tvö öndvegis verk, hið undurfagra B-dúr tríó Sehuberts, og kvintettinn fyrir fjögur strengjahljóðfæri eftir Shostakovich. Flyffl'endur voru Björn Ólafsson, Einar Vigfús- son, Ingvar Jónasson, Jón Sen og Rögnvaldur Sigurjónsson. — Sá síðastnefndi er hlustendum öllu kunnari sem einleikari, en þarna sýndi Rögnvaldur nýja hlið á list. sinni og að hann er traustur og vandlátur „kamm ei’músíkant". sem við vonandi eigum eftir að heyra oftar til. Þau tvö verk sem leikin voru eru gjörólík og frá hinum fín- lega og viðkvæma Schubert til gamansemi SchoztakoviCh er stórt stökk. Samæfing, vinna og túlkun allra þátttakenda var me'ð mikl um ágætum. Sú alúð og skiln ingur, sem þeir sýndu þessum verkum bar með sér vandfýsni 'í vinnubrögðum, og túlkun. — Iíijsakynni hins nýja Norræna húss eru bæði vistleg og rúm góð. Um músíkflutning þar fékkst þó ekki tæmandi hug- mynd, eftir þessa tónleika, þar sem undirrituð sat voru hljóm skilyrði ágæt og naut Shubert tríóið sín mjög vel. Vera má þó að þreifa þurfi fyrir sér um staðsetningu hljóðfæra, til áð ganga úr skugga um alla mögu leika. Þá þyrfti að athuga ljósa stillingu og hagrœða henni betur en það eru nánast smá munir og smekksatriði. Hinn nýji Bechstein-flygill er afar mjúkur og hljómfagur, en það segir sig sjálft að svo spánýtt hljóðfæri þarf að tilspila svo að allir þess kostir njóti sín. • Tónleikar'þessir voru í heild sérstæðir í flutningi og einnig vegna umhverfis. — Forráða ’mönnum Kammermúsíkklutobs ins ber að þakka þeirra hlut í þessum fyrstu og ágætu tón leikum haustsins. Unnur Arnórsdóttir. Modelskartgripur er gjöf sem ekki gleymist. — - SIGMAR OG PÁLMI - 1 Hverfisgötu 16 a. Sími 21355 og Laugaveg 70. Sími 24910 J NÝTT HÚSNÆDI Höfum flutt starfsemi okkar frá Laugavegi 11 að ÁRMÚLA 5 (hornið á Ármiíla og Hallármúla) / Getum nú sýnt viðskiptavinum okkar fjölbreyttara úrval eldhúsinnréttinga og heimilistækja í rýmri og vistlegri húsakynnum. Verið velkomin að Ármúla 5 HÚS OG SKIP HF Ármúla 5, símar 84415 og 84416 VELJUM (SLENZKt(W)[SLENZKAN IÐNAÐ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.