Vísir - 05.10.1977, Síða 11

Vísir - 05.10.1977, Síða 11
vism Miövikudagur 5. október 1977 ÁRBÆJARSAFN 20 ÁRA: /#Þetta er óskaplega skemmtilegt starf. Viöhorf manna til gamalla hluta hefur breyst mikið og við finnum að starfið hér er að bera ávöxt/' sagði Nanna Hermannsson/ safnvörður Árbæjarsafns í viðtali við Vísi. Arbæjarsafn er 20 ára á þessu hausti. Fyrir tilviljun var Iðn- minjasýningin opnuð þar sama mánaðardag og safnið var fyrst opnað 22. september. Nanna sagði að þótt sýningin hefði verið litil, hefði hún veriö sérstaklega skemmtileg. vegar vilja hlutir safnsins hverfa. „Það er ekki mikið um þetta og sist meira en gerist á erlendum söfnum. En það alltaf jafn sorg- legt. Við getum ekki lokað allt fyr- ir innan gler, þvi þá verða mun- irnir óraunverulegir. Við reynum að gefa fólki tilfinningu fyrir þvi að það sé að skoða húsin eins og þau voru þegar fólk bjó i þeim”. Einn þeirra hluta sem horfið hafa er afar fallegt brauðmót, sem hvarf úr safninu i vor. Nanna sagðist vera mjög sár yfir þessu hvarfi, þvi brauðmótið hefði verið mjög sérstakt, auk þess sem þaö var einn þeirra muna I safninu sem alltaf var sýndur gestum.. Mótið var tákn um lifnaðarhætti sem horfnir eru. JúKana Gottskálksdóttir, lístfræðingur/ Nanna Hermannsson safnvörður og Kristín Jónsdóttir safnvörður fyrir utan Dillonshús í Árbæ. — segir Nanna Hermannsson, safnvörður „Viðgetum ekki lokaðalla munina bak viðgler." „Það væri gaman aö hafa fólk við vinnu i húsunum alla jafna þegar safnið er opið. Til þess eru hins vegar engar aðstæður. t þeim er enginn hiti, vatn né nægi- leg birta til vinnu. Hér hafa veriö konur við spuna en ef meiri vinna ætti að geta farið hér fram, þyrfti bæði meira pláss og betri aðstæð- ur. í sambandi við Iðnminjasýn- inguna hefíur verið gaman hvað fólk var hjálpsamt. Skósmiðafé- lagið stóð til dæmis fyrir kynning- um á skósmiði. Félagið lánaöi ýmsa muni og tæki, sem safnið átti ekki til, og félagar skiptust á að koma hér og vinna við skó- smiöar. Þeir höfðu sjálfir smiðað skó, áður en allir foru að ganga i innfluttum skóm, og gátu þeir þeir úrskýrt fyrir fólki hin ýmsu handbrögð. Sú viska hverfur með þessum mönnum.” Vantar sýningarhúsnæði. Sá sem fyrst og fremst mótaöi Árbæjarsafn var Lárus Sigur- björnsson skjalavörður, en hann var fyrsti safnvörður þar. Hann annaðist jafnframt Skjala- og minjasafn Reykjavikur, en eftir að hann hætti störfum var það safn látið i geymslu á Korpúlfs- stöðum. „1 þessu safni er margt góðra muna,” sagði Nanna. „Hins vegar getum við ekki tekið þá fram til sýninga. Býr i safninu Nanna Hermannsson bvr i húsi þvi i Arbæjarsafni, sem áður var Laufásvegur 31, vinalegu tveggja hæða húsi. Hún hefur nú starfað við safnið i þrjú ár, en áður vann hún við söfn i Danmörku og Fær- eyjum. Nanna er þjóðháttafræðingur að mennt og hlaut hún að mestu menntun sina i Sviþjóð þar sem hán er fædd og uppalin. Móöir hennarer islensk, en faðir hennar er sænskur. Þessi þrju siðustu ár eru ekki eini timinn, sem Nanna hefur búið á íslandi, þvi hún var hér tvo vetur i menntanskóla. Hún er gift dönskum manni Peter Ottosson, þjóðháttafræö- ingi og eiga þau tvo syni, eins og tveggja ára. Auk Nönnu og fjölskyldu henn- ar býr yfirsmiður safnsins, Ólaf- ur Jónsson, i Árbæ, en fastir starfsmenn safnsins eru alls 8: þrir smiðir, einn múrari, ræst- ingakona og þrir safnverðir. Hlutir hverfa Nanna sagði að umgengni sýn- ingargesta væri ekki slæm. Hins í brauðmótið var skráð þessi setning: „Guð blessi brauðiö vort, 1881, amen.” Er tæpast lik- legt að sá sem mótið tók hafi af þvi mikla ánægju. Annar merkur hlutur sem horf- ið hefur af safninu er fyrsti gripur safnsins, vaktaraklukka. Sagði Nanna að þessir atburðir heföu orðið til þess að ekki væri lengur árætt að hafa alla hluti frammi við til sýnis. Litið til af leikföngum. A hverju ári berast Arbæjar- safni fjöldi gjafa. Siðasta viðbótin kom þangað á sunnudaginn, en það er kistill frá fyrri hluta 19. aldar. 1 honum er myndagetraun frá þvi um siðustu aldamót. „Þetta var sérstaklega kær- komin gjöf, þvi við eigum annars litið af leikföngum,” sagði Nanna. „Það er mikill misskiln- ingur hjá fólki að það séu aðeins dýrgripir sem eigi að fara á söfn. Við höfum einmitt mestan áhuga á dæmigerður hlutum, sem fólk Eitt af fáum leikföngum safnsins eru þessi spil sem bárust safninu i vik- unni ásamt kistlinum sem þau voru geymd í. Vísismyndir: JEG hefur átt og notað. Viö metum ekki hlutina eftir verögildi þeirra, heldur eftir þeirri sögu sem þeir segja.” 50 ára áætlun. Við spurðum Nönnu hvaða verkefni væru helst framundan á safninu. Verkefnin eru ótæmandi sagði hún. „1 rauninni er svo margt sem biöur aö okkur finnst stundum aö viö vinnum eftir 50 ára áætlun. Til dæmis vantar okkur bækling um safnið og til þess aö koma honum saman þurf- um við að viða að okkur margvis- legum upplýsingum um húsin. Það er mjög erfitt, þvl um þau hefur tiltölulega litiö veriö skrifað. Eins þurfum við að safna sam- an heimildum og kunnáttu um fjölmargt frá liðnum tima. Safnið á helst að geta upplýst fólk um það hvar það getur leitað sér nán- ari upplýsinga um efni tengd okk- ar sviði. Við eigum svolitið af viðtölum við fólk, sem hefur gefið hingað hluti, en við höfum ekki haft tima til þess að taka skipulega viðtöl við eldra fólk, áður en það hverf- ur héöan. Þetta þyrftum við að geta gert. Eitt aðalverkefnið i framtiðinni verður að útbúa safniö þannig, að börn geti komið hingað til aö kynna sér ýmsa hluti i sambandi við nám sitt.” Veturinn aöalstarfstíminn. „Veturinn er okkar aðal starfs- timi. Það verður svo mikið út undan á sumrin. Hér koma fjöl- margir erlendir fræðimenn og fleiri aðilar sem þarf að ganga með um safnið og sinna að ýmsu öðru leyti meira en almenningi. A veturna vinnum við við aö safna saman munum, skrá þá og sögu þeirra. Núna erum við að koma Likn- arhúsinu i viðunandi horf. Þar á að vera skrifstofu húsnæði fyrir safnið og þar fáum við stofu sem hægt er að taka á móti skólabörn- um i.” Braggarnir að hverfa „Eitt af þvi sem mig langar mikið til að fá hingaö uppeftir er braggi. Ég veit ekki hvernig fólk tekur i það, en i minum huga eru braggarnir þáttur i lifi þeirrar kynslóðar sem nú er uppi. Þeir voru húsnæði, þegar ekkert annað var að fá. Braggarnir eru nú að hverfa og með þeim hverfa minj- ar um stríðsárin. Mér fyndist þvi vel við hæfi að flytja einn þeirra hingað.” Hraöbrautin eina áhyggju- efnið „Hraðbrautin sem fyrirhugað er að byggja hér alveg við safnið, er mitt eina áhyggjuefni. Ég er hrædd um aö umferðarniöurinn spilli stemmningunni sem hér er. Það er svo sérstakt að eiga svona safn mitt inni i borginni og þó meö þessu frjálslega umhverfi. Hér er alveg sérstaklega skemmtilegt á sumrin i kyrrðinni og meö lóurn- ar i túninu. Það virðast hins vegar engir aðrir en við hér hafa áhyggjur af þeirri breytingu sem hraöbrautin myndi valda. Annars mætum við mikilli vel- vild bæði hjá yfirvöldum og al- menningi, enda er þetta þjónustu- stofnun sem hefur þann tilgang að fólk hafi ánægju af þessu. Og við höfum ekki sist i sumar fundiö að fólk hefur gaman af að koma hingað. Þá er tilganginum náð,” sagði Nanna Hermannsson aö lokum. —SJ

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.