Vísir - 27.11.1977, Blaðsíða 5

Vísir - 27.11.1977, Blaðsíða 5
VÍSIR Sunnudagur 27. nóvember 1977 ■ Íi J, . . ' 'Vw' ingurinn Michael igunum. Kann verst við rigninguna" — ségir Andrew Piazza þjálfari og leikmaður KR „Ég vissi nú varla á hverju ég átti von þegar ég kom hingaö svo það er e.t.v. ekki hægt að segja að neitt hafi komið mér á óvart” sagði Andrew Piazza, þjálfari og leikmaður KR-inga. Piazza er 23 ára og er af itölsk- um ættum eins og nafn hans gef- ur strax til kynna. „Það sem mér likar verst hérna er rigningin sem fer væg- ast sagt mjög svo i taugarnar á mér, enda er ég óvanur henni. Mér er alveg sama þótt það kólni svolitið, ég er vanur þvi að heiman að það sé kalt”. Andy, eins og félagar hans i KR kalla hann, er fæddur og uppalinn i Michigan, og þar hef- ur hann ávallt verið búsettur þar til i vetur að hann er þjálfari og leikmaður með KR i Vestur- bænum i Reykjavik á Islandi. „Þetta er alveg stórkostlegt hérna, almennilegt og gott fólk, og félagarnir i KR alveg ein- stakir. Ég hef aldrei kynnst svona samheldni eins og er inn- an liðsins. Það má segja að KR sé eins og stór fjölskylda, og all- Andrew Piazza þjálfari og leik- maður KR: „Ég sakna kon- unnar minnar mest”. ir bera virðingu fyrir öðrum taka fullt tillit til skoðanna hvers annars. Ég hélt að körfuboltinn hérna væri öðruvisi en hann er, hélt að það væru fleiri sterk lið hérna. En hér eru margir mjög góðir leikmenn, og kemur sennilega engum á óvart þótt ég nefni Jón Sigurðsson félaga minn I KR þar fremstan. Hann er frábær leikmaður sem hefur allt til að bera sem prýða má einn körfu- knattleiksmann, — leikmaður sem myndi sóma sér vel með mun sterkari liðum en finnast hér á landi. Þá má nefna þá KR-ingana Einar Bollason og Kolbein , Pálsson. Þeir eru báð- ir komnir jyfir þritugt, en leika körfuboltann þrátt fyrir það með áhuga unglingsins. Það sem ég sakna mest er konan min, en vonandi fæ ég tækifæri til að skreppa heim um jólin og heimsækja fjölskyldu mina. Annars er félagsskapur- inn i KR þannig að maður hefur ekki haft mikinn tima til að láta sér leiðast eða sakna einhvers að heiman”. „Kom hingað fyrst sem ferðamaður" — segir Michael Wood leikmaður og þjálfari hjá Ármanni Koma Michael Wood hingað til lands bar að með talsvert öðrum hætti en hinna Banda- rikjamannanna sem leika hérna. Hann kom fyrst hingað til lands fyrir fjórum árum sem ferðamaður, og f sumar hafði hann viðkomu hér á leið sinni til Evrópu I sumarfri.i bakaleiðinni kom hann aftur við, enda ávallt verið mjög hrifinn af öllu hérna eins og hann segfr sjálfur. „Það var svo algjör tilviljun að ég fór að leika körfubolta hér. Ég var i samkvæmi, og þá barst körfubolti eitthvað i tal, og svo kom fljótlega að þvi að ég var farinn að æfa með KR. En vegna þeirra reglna sem eru hérna og segja að ekki megi fleiri en einn útlendingur leika með hverju liði þá fékk ég ekki að spila með KR, og fór þvi yfir til Ármanns bæði sem leikmað- ur og sem þjálfarj allra flokka. Að sjálfsögðu er margt hérna öðruvisi en maður er vanur, og er handhægast að nefna i þvi sambandi veðrið og verðlagið sem er óskaplegt á öllum hlut- um. En fólkið er stórkostlegt, fólk að minu skapi og hérna kann ég vel við mig. Y L Michaei Wood þjálfari og leik- Jú, það hefur verið sagt að þetta verði erfiður vetur hjá okkur Armenningum, og senni- lega verður svo. Það sem okkur vantar i liðið er góður miðherji, við erum alveg miðherjalausir. Það hljóta lfka allir að skilja að það er erfitt að ná upp jafngóðu liði eftir að hafa misst leikmenn eins og Jón Sigurðsson, Simon Ólafsson og Björn Magnússon alla i einu. En það erfiðasta við þetta er að fá menn til að halda áfram og vinna af einbeitni að þvi tak- marki að halda okkur uppi i deildinni. Það er ekkert óeðli- legt að leiðindi sæki að mönnum þegar þeir tapa sifellt i leikjum sinum, en ég get þó fullyrt að þetta er ekki stórt vandamál hjá okkur og allir eru ákveðnir aö berjast til þrautar. Þjálfun yngri flokkanna er mjög skemmtileg, ég þjálfa þá alla, og ég elska það starf. Nú er ég að leita mér að ein- hverri hentugri vinnu til að yfir þessu — segir Mark Christenssen, leikmaður Þórs á Akureyri Mark Christenssen sem leikur með Þór á Akureyri er Banda- rikjamaður af dönskum ættum. Hann fæddist i Nebraska og ólst þar upp og hóf að leika körfu- bolta strax sem unglingur. Hann lék þar með skólaliðum, og sfðan lá leiðin til Kanada þar sem hann spilaði með liði Uni- versity of Kanada við góðan orðstir. Þegar keppnistimabil- inu lauk og Mark útskrifaðist úr háskólanum var hann vaiinn i 5 manna lið bestu körfuknatt- leiksmanna f Kanada svo sjá má að þar fer sterkur körfu- knattleiksmaður. „Ég var siðan í æfingabúðum ^ i Bandarikjunum ásamt 120 öðr- um leikmönnum sem höfðu *ií áhuga á að fara til Evrópu og leika þar körfuknattleik. Þar var samkeppnin geysihörð, enda komust ekki nema 20 úr þessum hópi til Evrópu, hin.ir sitja eftir heima,” sagði Marn er við ræddum við hann. Mark var þá nýkominn af fundi og æf- ingu með leikmönnum Þórs, og var þar að leggja leikmönnum sinum siðustu reglurnar fyrir leik liðsins gegn 1S i 1. deildinni. „Jú, ég var dálitið undrandi þegar mér var boðið að fara til maður Ármanns: „Verðlagið og hafa með þessu, og svo ætla ég veðriö er ólikt þvi sem er heima að fara að byrja i Háskólanum i Bandarikjunum”. að lesa Islensku þar.” Islands til að leika og þjálfa lið Þórs, maður hafði einhvernveg- inn ekki reiknað með að fara hingað. En þetta var freistandi tilboð og ég stóðst ekki freist- inguna, það var einhver æfin- týraljómi yfir þessu og þess- vegna sló ég til. Og ég get sagt það að ég sé ekki eftir þessu. Hér er gott að vera, mikil náttúrufegurð og mjög gott fólk sem ég umgengst daglega. Ég get heldur ekki kvartað undan verkefnaskorti, þvi hér er fyrir höndum mikið verkefni við uppbyggingu körfuboltans. Vissulega er iþróttin á uppleið á Akureyri, en það kostar mikla og margra ára vinnu að komast á toppinn, ná unglingastarfinu úpp, og fá það til að skila árangri. Ég þjálfa alla flokka hjá Þór Þeir yngstu eru 10-12 ára, og mér finnst mjög gaman að fást við að þjálfa þá. — Ég myndi þó segja að það væri of seint að byrja á þeim aldri, það þarf að byrja 6-8 ára til þess að ná valdi á undirstöðuatriðunum strax i byrjun, það tekur 5 ár að læra þau”. HVAÐ SEGJA ÞEIR? það að gæði leikjanna aukast verulega. Við það aö sjá hvernig þessir menn æfa og hvað þeir leggja á sig, fylgja aðrir meö, og það er óhætt aö segja að menn leggja mun meira á sig en áður. Aöur fyrr voru það oftast 5 menn i hverju liði sem báru þar af og léku mest, en nú er þetta mikið aö breytast. Nú leggja menn meira á sig en áður, og breiddin hefur aukist mikiö. Þetta tel ég tvimælalaust að sé Bandarikjamönnunum að þakka. Guömundur Hagalín form. Körfukn. deildar Þórs: — Þvi er ekki að leyna að undanfarin ár hefur áhugi legið mikið niðri hér á Akureyri á körfuboitanum, og það er þvi gleöilegt að geta sagt að nú verður maður greinilega var við að áhuginn er að aukast aftur, og fólkiö er komið með á ný. Þetta tel ég tvimælalaust að sé aö þakka þvi að við fengum Bandarikjamanninn Mark Christenssen til liðs við okkur, en auk þess að leika með meist- araflokki þjálfar hann alla . flokka félagsins. Hjá þeim yngri er nú risinn upp mjög mikill áhugi, og má segja að troðfullt sé á öllum æf- ingum hjá okkur i yngri ílokk- unum, enda er Mark þjálfari i fremstu röð þótt hann sé ekki gamall að árum. Hann tekur þetta mjög alvarlega, og kennir undirstöðuatriði körfuboltans alveg frá grunni, og þetta á eftir að skiia sér. En ég geri mér ljóst að það gerist ekkert kraftaverk á ein- um vetri, það þarf að halda þessu starfi áfram. Erlendur Eysteinsson, Armanni: — Ég tel það grundvallaratr- iði þegar fengnir eru hingað til lands erlendir leikmenn að ekki sé flanað aö neinu i þvi sam- bandi. Þetta er það mikið fyrir- tæki fjárhagslega að slikt má alls ekki gera. Ég tel að koma þessara manna hingað til lands geti haft m jög góð áhrif á vissan hátt, það hlýtur að skila sér að þeir þjálfa yngri flokkana , en ég hef ekki trú á að þeir geti gert mikið fyrir meistaraflokkslið sin. Viö erum mjög ánægðir með Michael Wood sem þjálfara, hann er með skemmtilegar æf- ingar og alltaf eitthvað nýtt, en hann er ekkert sérstakur sem leikmaður”.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.