Vísir - 04.12.1977, Síða 6

Vísir - 04.12.1977, Síða 6
6 Sunnudagur 4. desember 1977. VISIR i lok miðalda standa myndlistakonur höllum fæti. Það sem einna helst hafði stuðlað að þeirri þróun var minnkandi mikiivægi klaustr- anna/ sem höfðu ver- iö miðstöðvar list- rænnar iðju. Iðnaðar- mannafélög sem nefnd- ust ,,gildi" urðu ráðandi á sviði lista og handiða, en framan af varkonum ill- mögulegt að verða meðlimir þeirra. Því er álitiðað fimmtánda öldin hafi ekki verið timi meiriháttar listrænna afreka að kvenna hálfu. Þó verður að slá þann varnagla að þetta timabil hefur ekki verið rann- sakað til neinnar hlítar. Það er vitað um nokkrar nunnur sem máluðu trúarlegar myndir í anda Siena-skólans. Einnig getur sextándu aidar fræðimaðurinn Karel van Mander þess að systir Jan van Eyck, Margrét að nafni, hafi verið hæfi- leikamikil myndlistar- kona sem starfað hafi við Búrgúnda-hirðina. Aðrar heimildir um Margréti van Eyck hafa ekki fund- ist enn. Er til lengdar lét hafði hinn frjálsi andi endurreisnartima- bilsins mjög örfandi áhrif á list- sköpun kvenna. Smásaman varð þeim mögulegt að taka virkan þátt í menningarsköpun- inni. Þær myndlistakonur sem eru hvað þekktastar frá þessu timabili eru: Sofonisba Anguis- sola (1535/40-1625), Marietta Robusti (1560-1590), Lavina Fontana (1552-1614) og Susanne Horenbaut (1503-1545). Saga þessara kvenna og verk þeirra eru mjög áhugavekjandi. Hann helgaði sig heimilinu. \ \ ;| m 'A'i Mynd af ungri nunnu myndlistarmenn kópieruðu hana. A sextándu öld ferðaðist maður að nafni Georgio Vasari um þvera og endilanga Italiu i þeim erindagjörðum að skrá- setja ævisögur italskra málara, myndhöggvara og arkitekta. Vasari heimsótti Anguissola- fjölskylduna árið 1566 og skrif- aði m.a. um myndir Sofonisba: „Fyrr á þessu ári sá ég málverk á heimili fjölskyldu hennar i Cremona. Myndin sem er máluð á vandvirknasta hátt sýnir ( þrjár systur Sofonisba, þær Lúsiu, Minervu og Evrópu, tefla i viðurvist eldri konu. Virðast þær allar vera ljóslifandi. A annari mynd hefur Sofonisba málað systkini sin Minervu og Asdrubale með föður sinum og er sU mynd einnig máluð með miklum sannfæringarkrafti”. Næst elst Anguissola-systkin- anna var stUlka aö nafni Elena. Feður þeirra þriggja seinustu voru allir málarar og segir þaö þó nokkuð um þá erfiðleika sem myndlistakonur áttu við að striða. Það var oftast undir verndarvæng föður eöa eigin- manns sem konum tókst að ná góðum árangri i myndlist i þjóð- félagi sem var fordómafullt gagnvart þeim. Marietta Robusti var dóttir málarans Tintoretto og var hUn og tveir bræður hennar aðstoðarmann- eskjur hans. Sagan segir að hUn hafi náð stórkostlegum árangri sem mannamyndamálari, en enn er ekki vitað með fullri vissu um neina mynd eftir hana þótt nokkrar séu álitnar það. Lavina Fontana var dóttir minniháttar málara af Bologna- skólanum. HUn giftist málara sem lært hafði hjá föður hennar og eignuðust þau ellefu börn. Það sem athyglisvert er við sambúð þeirra er að hann hætti að mála til að helga sig heim- ilinu og uppeldi barnanna, en Lavina geröist fyrirvinnan. Fjölmörg verk hennar hafa varðveist til okkar tima og hefur hUn sérhæft sig i manna- myndamálun og málun trUar- legra myndefna. Susanne Horenbout var belgisk, dóttir KONUR í NYNDLIST eftir Svölu Sigurleifsdóttur málarans Gehrart Horenbout. HUn vann mestan hluta ævinnar sem málari fyrir hirðina i Eng- landi. Vakti áhuga Michelangelo Sofonisba Anguissola fæddist inn i velstæða fjölskyldu sem bjó i Cremona á Italiu. HUn var elst sjö systkina sem flest voru listíeng. Sem barn sýndi hUn mikla myndlistarhæfileika og vakti jafnvel áhuga Michel- angelo. Hann sendi henni teikn- ingar sem hUn siöan Utfærði með oliulitum á léreft og sendi honum til umsagnar. Teikn- inguna „Drengur stunginn af krabba” teiknaði hUn af þessu hversdagslega atviki og sendi Michelangelo. Siöar var þessi mynd gefin flórentinska her- toganum Cosimo de’ Medici, og varð hUn það vinsæl að margir LEGSTEINAR ‘■“S.HELGASONHF STEINSMIÐJA Skemmuvegi 48 - Kópavogl - Slml 76677 - Pósthólf 195 1 þrjú ár nutu Sofonisba og Elena tilsagnar i málaralist hjá _ helgimyndamálaranum Bernardino Campi. Er hann flutti árið 1549 til Milanó héldu systurnar námi sinu áfram hjá málaranum Bernardino Gatti sem tilhey r&i Correggio-skól- anum. Elena gekk i klaustur og er litið vitað um hana eftir það. Mynd sem Sofonisba málaði af ungri nunnu er mjög liklega af systurinni Elenu. Þessi nunna ber sterkan svip af öðrum fjöl- skyldumeölimum sem Sofon- isba málaði. Vasari skoðaði myndir eftir fleiri systur Sofonisba og dáðist að þeim. '/••*að hún væri stórkostlegur málari" A þritugsaldri hefur Sofonisba getið sér það gott orð sem málari að Filupus 2. býður henni aö heimsækja spænsku hirðina. HUn kemur áriö 1560 til Madrid og svo vel viröist henni lika þar aö hún dvelur þar næstu tuttugu árin. Þvi miður er litiö vitað um þennan hluta ævi hennar annað en það að hún starfar þar sem viðurkennd myndlistarkona viö hirðina. Um myndir hennar eru til ýmsar heimildir. T.d. eru til tvö sendi- bréf varðandi mynd sem Sofon- isba málaði af tsabellu Spánar- drottningu fyrir Pius páfa IV. Fyrra bréfið er frá Sofoniba til páfans og fylgir það myndinni. Seinna bréfið er þakkarbréf frá páfanum og hælir hann i þvi myndinni á hvert reipi og biður henni guðs blessunar fyrir send- inguna. Vitað er að Sofonisba Sjálfsmynd málaði einnig mynd af Karh Spánarprins og aðrar myndir af ýmsum hirðmönnum. Þessar myndir eyðilögðust i hallar- brunanum mikla á sautjándu öld. Arið 1580 giftist Sofonisba Sikileyingnum Fabrizio di Moncaöa og flyst með honum til Palermo á Sikiley. Þessi maður deyr fjórum árum siðar og held- ur Sofonisba þá til Italiu. Von bráðar giftist hún aftur og þá ítala af góðum ættum. Hún virðist þó hafa vanið komur sinar til Sikileyjar, þvi er ungur flæmskur málari, Anthony van Dyck, er þar á ferð árið 1624, hittir hann Sofonisba. 1 skissu- bók sina teiknar van Dyck and- litsmynd af henni. Þessi skissu- bók er nU varðveitt i Englandi. Við hlið myndarinnar hefur van Dyck skrifað: „Andlitsmynd aí Signora Sophonisba málara. Teiknuð af henni i Palermo 12. dag júlimánaðar 1624, er hún var 96 ára að aldri, minnisgóð, velsjáandi og.... (ólæsilegt). A meðan ég teiknaði myndina gaf hún mér góð ráð m.a. varðandi lýsinguna, sem hún vildi ekki að kæmi of hátt að ofan þannig að sterkir skuggar mynduðust á hrukkunum. Ýmislegt sagði hún mér af sinni ævi og gat ég á þeirri sögu getið mér þess til að hún væri stórkostlegur málari”. Ýmislegt bendir til þess að van Dyck hafi ýkt aldur Sofonisba en vist er að ári seinna deyr hún. Gröf hennar er i Palermo og enn er þar legsteinninn sem seinni maður hennar setti syrgj- andi á gröfina. Einangrun kvenna rofin Það er mjög athyglisvert varðandi þessa myndlistarkonu að hún er hvorki dóttir né eigin- kona myndlistarmanns. Vel- efnaðir foreldrar hennar sáu til þess að hún og systur hennar fengju tilsögn i myndlist. Að auki var Sofonisba ágætis tón- listarmanneskja og áhugasöm um visindi. Menntun hennar og margra samtimakvenna hennar er afleiðing þess að ný (kven} manngildishugsjón var að ryðja sér til rúms meðal mennt- aðra ítala þess tima. Þótt margar konur fengju góða menntun á þessum tima er hún innan viss ramma. Þróun myndlistar er oftast nátengd þvi sem er að gerast i öðrum list- greinum, bókmenntum og heimspeki. Til að gera sér grein fyrir þeirri hugmyndafræði sem er að gerjast i myndlist sam- timans er mikilvægt að geta fylgst með straumum innan annarra listgreina. Menntun myndlistakvenna var yfirleitt mjög hefðbundin á þessum tima og þær áttu þess litinn kost að fylgjast með hræringum innan annarra listgreina samtimans. Sem dæmi um myndlistarmann sem ungur kynntist hinum nýju andlegu straumum i Evrópu þessa tima, er Michealangelo. Meðan hann er við listnám á unglingsárum dvelur hann hjá Medici-ættinni i Flórens. Við matborð Lorenxo de Medici fær hann tækifæri til að hlýða á mál helstu skálda og andans manna Evrópu, og kynnast hug- myndum þeirra. Án þeirra hug- mynda sem hann drekkur i sig þarna við matborðið hefði hann vafalaust ekki orðið sá leiðandi listamaður háendurreisnar- innar sem hann varð. Þótt Sofonisba Anguissola hafi verið ágætis myndlistar- kona er hún á engan hátt sam- bærileg þeim samtimamálurum sem fremstir voru. A þeim árum sem Sofonisba er að taka út þroska sinn á sviði mynd- listar er „Feneyjar-skólinn” ráðandi stefna á Norður-ttaliu, og bera verk hennar þess greinileg merki. Um fimmtiu verk Sofonisba eru þekkt i dag, en gera má ráð fyrir að fleiri verk hennar komi i ljós er fram liða stundir. ■j&W Drengur stunginn af krabba 'hjz&œ1 sm

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.