Vísir - 14.09.1978, Blaðsíða 10

Vísir - 14.09.1978, Blaðsíða 10
10 Fimmtudagur 14. september 1978 VISIR VÍSIR Otgelandi: Reykjaprent h/f Framkvæmdastjóri: Davið Guðmundsson Ritstjórar: Þorsteinn Pálsson ábm. ólafur Ragnarsson Ritstjórnarfulltrúi: Bragi Guðmundsson. Fréttastjóri erlendra frétta: Guðmundur Pétursson. Umsjón meö helgarblaði: Árni Þórarinsson. Blaða- menn: Berglind Asgeirsdóttir, Edda Andrésdóttir, Elias Snæland Jónsson, Guðjón Arngrímsson, Jón Einar Guðjónsson, Jónina Mikaelsdóttir, Katrin Páls- dóttir, Kjartan Stefánsson, Oli Tynes, Sæmundur Guðvinsson. Iþróttir: Gylfi Kristjánsson og Kjartan L. Pálsson. Ljósmyndir: Gunnar V. Andrésson, Jens Alexandersson. Útlitog hönnun: Jón Oskar Hafsteinsson, MagnúsOlafsson. Auglýsingj- og sölustjóri: Páll Stefánsson Askriftargjald er kr. 2000 Drcifingarstjóri: Sigurður R. Pétursson á mánuði innanlands. Auglýsingar og skrifstofur: Síðumúla 8. Verö i lausasölu kr. 100 Símar 86611 og 87260 eintakið. Afgreiösla: Stakkholti 2—4 simi 86611 Prentun Blaðaprent h/f. Ritstjórn: Siðumúla 14 simi 86611 7 linur Gömlu lögin betri fyrir láglaunofólk Efnahagsráðstafanir ríkisstjórnarinnar eru nú komn- ar til framkvæmda. Engum vafa er undirorpið að einna mesta athygli hefur vakið í því sambandi, að stórir hópar þeirra, sem vinna samkvæmt lægstu launatöxtum, fá nú lægri laun en þeir hefðu fengið að óbreyttum kjaraákvæðunum í maílögum gömlu ríkisstjórnarinnar. Fyrir kosningarnar börðust Alþýðuflokkurinn og Alþýðubandalagið undir slagorðinu: Kjarasamningana í gildi. Nú hafa þeir með bráðabirgðalögum afnumið vísi- tölutakmarkanir gömlu stjórnarinnar með ýmsum nýj- um takmörkunum eins og banni við grunnkaupshækkun- um á næsta ári. En ráðherrarnir áttuðu sig ekki á því, að þessar ráðstafanir höfðu í för með sér kauplækkun fyrir láglaunafólkið. Það að samningarnir eru teknir í gildi upp að ákveðnu tekjumarki þýðir í raun og veru, að þeir lægstlaunuðu fá lægri laun en verið hefði samkvæmt maílögum gömlu ríkisstjórnarinnar. Fátt sýnir betur, hversu varasöm slagorðapólitíkin getur orðið. Sannleikurinn er sá, að slagorðapólitíkin byggðist á vanþekkingu á þeim vísi- tölutakmörkunum, sem i gildi voru. Verðbótaviðaukinn, er greiddur var samkvæmt þeim, tryggði verulega hags- muni þeirra, sem við lökust kjör bjuggu. Þessi verðbótaviðauki á dagvinnu er nú úr sögunni. Fólk i frystihúsum þarf því að vinna tæpa sextíu yfir- vinnutíma á mánuði til þess að samningarnir gefi því sömu launakjör og kaupránslögin, sem svo voru nefnd í kosningabaráttunni. Sumir af ráðherrum ríkis- stjórnarinnar hafa gef ið yf irlýsingar í þá veru að valda- taka hennar haf i verið staðfesting á pólitískum sigri lág- launafólksins í kosningunum. Ráðherrar hinnar nýju ríkisstjórnar sýnast því ekki hafa vitað, að gömlu lögin voru þeim lægstlaunuðu hag- stæðari að því er dagvinnu varðar en kjarasamn- ingarnir. Þeir standa frammi fyrir þvi að hafa beinlínis lækkað kaup samkvæmt lægstu launatöxtum. Aðgerðir stjórnarinnar beinast þannig gegn hagsmunum lág- launaf ólks en geta komið fólki með meðaltekjur til góða. Kjarabætur í formi niðurgreiðslna og afnámi sölu- skatts á matvælum koma öllum að sömu notum, hvort sem þeir hafa lág laun eða há. Þær ráðstafanir eru ekki gerðar í þágu ákveðinna þjóðfélagshópa. Bein launa- lækkun frá því sem verið hefði kemur á hinn bóginn aðeins fram hjá þeim, sem lægst laun hafa og hátekju- mönnum. Þetta er röng stefna. Engin gild rök eru fyrir því, að þeir sem lægst laun hafa komi verr út úr þeim ráð- stöf unum, sem verið er að gera en þeir, sem haf a meðal- tekjur. Menn geta deilt um það, hvort eðlilegt sé að menn í tilteknum starfsgreinum fái meiri krónutöluhækkanir en aðrir, t.d. hvort eðlilegt sé að ein stétt hækki í launum um fimm þúsund krónur þegar aðrir hækka um þrjátíu og sjö þúsund. En um hitt ætti að vera óþarf i að deila, að óeðlilegt er að þeir sem allra lægst laun hafa eiga við slíkar aðstæður að lækka í launum eins og nú á sér stað t.d. að því er varðar opinbera starfsmenn. Við ríkjandi aðstæður er af ar þýðingarmikið að stöðva þær sjálfvirku launahækkanir, sem átt hafa sér stað samkvæmt vísitölukerf inu. En það er óþarfi að gera það á þann veg, að þeir lægstlaunuðu komi verr út úr dæminu heldur en verðbótaskerðingalög gömlu stjórnarinnar sögðu til um. ' Hafsvœðið umhverfis Jan Mayen: Norsk lögsaga eða opið hafsvœði — Rœtt við Finn Fostvoll, náinn samstarfsmann Evensen hafréttarráðherra Noregs „Afstaða norskra ráða- manna til yfirráða á haf- svæðinu við Jan Mayen verður væntanlega sú, að þeir telji ekki að grein sú í frumdrögunum að haf- réttarsáttmálanum, sem hafnar rétti óbyggðra eyja til eigin efnahags- lögsögu nái til Jan May- en. Það verður að teljast ótvirætt að Jan Mayen er hluti norska ríkisins og hins norska þjóðfélags. Efnahagslíf á eyjunni er hluti hins norska efna- hagslífs. Þar er m.a. fyrir hendi veðurat- hugunarstöð og ratsjár- stöð. Starfsemin þar er þáttur í norsku efnahags- lífi", sagði Finn Fostvoll skrifstofustjóri i norska hafréttarráðuneytinu er Vísir hafði tal af honum á þriðjudagskvöld er hann hafði hér stutta viðdvöl. Sagöi Fostvoll aö norska rikisstjórnin heföi ekki enn tekiö afstööu til málsins. Hins vegar mætti ráöa af afstööu norsku sendinefndarinnar á hafréttar- ráðstefnunni að þessi stefna yrði ráðandi i málinu. A það væri t.a.m. bent að skilyrði ákvæöisins i frumdrögunum um búsetu gætu tæpast orðið þung á metunum. Jafnvel sums staðar i Norður Noregi væru engin bú- setuskilyrði. Það kæmi þó ekki i veg fyrir að efnahagslögsaga rikisins væri mörkuð út frá þeim landsvæðum og væri svo farið i fleiri rikjum. Fostvoll sagði að Evensen hafréttarráðherra, hefði þegar i nóvember s.l. leitað eftir um- sögn fiskveiðiráðuneytisins um efnahagslega þýðingu fiskveiði- svæðanna við Jan Mayen fyrir Mynd JA Noreg. Sú umsögn lægi nú fyrir en þar sem niðurstöður þeirrar skýrslu hefðu ekki enn verið gerðar opinberar, kvaðst hann ekki geta tiundaö efni hennar umfram það að segja að ljóst væri, að fiskveiðiauðlindirnar mæltu eindregið með þvi að Noregur tæki sér þar efnahags- lögsögu. Aöspurður kvaöst Fostvoll ekki telja að neitt mælti þvi i mót að Norðmenn lýstu yfir efnahagslögsögu á hafsvæðinu umhverfis Jan Mayen áður en samningaviðræður yrðu hafnar við tslendinga. Benti hann á að Norðmenn hefðu lýst yfir lög- sögu á Barentshafi án þess að áður hefði legið fyrir samkomu- lag við Sovétmenn. Hins vegar kvaðst hann persónulega vera þeirrar skoðunar, að ekki væri að öllu leyti hægt að bera að- stæður i þessum tveim haf- svæðum saman og hann teldi þvi vel hugsanlegt að viöræður við tslendinga yrðu teknar upp áður en Noregur lýsti yfir lög- sögu á hafsvæðinu. Hlutverk hafréttarráðherra i þessu máli sagði Fostvoll vera að afla sem viðtækastra upp- lýsinga frá hinum ýmsu ráðu- neytum og hagsmunaaðilum um efnið. Siðan myndi ráðherrann samhæfa þessar upplýsingar og gefa rikisstjórninni skýrslu um málið ásamt tillögum um að- gerðir. Væntanlega myndi Evensen leggja höfuðáherslu á þetta mál þegar hann kæmi heim frá hafréttarráðstefnunni og væri þess að vænta að niður- stöður lægju fyrir innan skamms. Þess væri þvi ekki langt að biða að rikisstjórnin tæki afstöðu i máli þessu. Vafalitið mætti telja að ef norska rikisstjórnin lýsti yfir lögsögu á þessu svæði þá yrði slik lögsaga miðuð viö miðlinu- regluna sem væri gildandi þjóðaréttur og lögfest regla i norskum rétti. Þvi væri þó ekki að neita að miðað við ákvæði Genfarsáttmálans um þessi efni, þar sem miðlinureglan væri alfarið lögð til grundvallar, væri ljóst að sanngirnissjónar- mið væru þyngri á metunum i frumdrögum hins nýja sátt- mála. Yrði þvi tvimælaiaust að taka tillit til slikra sjónarmiða i væntanlegum samningaviðræð- um við tslendinga. Er Fostvoll var að þvi spurður hvaða kosti aðrir en lögsaga Norðmanna yfir hafinu og hafs- botninum umhverfis Jan Mayen gætu komið til, kvaðst hann telja að einungis tvennt kæmi til i þessum efnum, þ.e. lögsaga Norðmanna og þá um leiö samningar við tslendinga eða að hér yrði um að ræða opið haf- svæði utan lögsögu rikja. Hann teldi fráleitt aö tslendingar gætu gert tilkall til yfirráöa yfir landgrunninu við Jan Mayen m.a. af þvi að það væri algjör- lega aðskilið frá landgrunni Is- lands. Jafnvel þau sjónarmið að riki megi nýta sér auðlindir á hafsbotni utan efnahagslögsög- unnar svo langt sem möguleiki er til vinnslu, ætti hér ekki við. Hafsvæðið umhverfis Jan Mayen væri mjög djúpt ef frá er skiliö örlitið landgrunn alveg við eyjuna. Aðspurður hvort hann teldi að einungis væri grundvöllur til að fjalla um hafsvæðið milli hinnar eiginlegu miðlinu milli Jan Mayen og Islands og linunnar sem markast af 200 milna lög- sögu tslendinga, þegar til samningaviðræðna milli þjóð- anna kæmi, sagðist hann ekki vilja gefa neitt einhlitt svar viö þvi. Ljóst væri hins vegar aö norska stjórnin myndi taka fullt tillit til sanngirnissjónarmiða þeirra sem að Islendingum sneru, þegar til viðræðna kæmi. ,,Ég á ekki von á að samningaviðræður milli ts- lendinga og Norðmanna um þessi efni verði erfiðar. Þessar tvær frændþjóðir hafa alla tlð getað samið i friðsemd sin á milli og svo verður vonandi einnig i þessu máli.” —GBG Finn Fostvoll: Fráleitt að islendingar geti gert tilkall til alls land- grunnsins við Jan Mayen.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.