Vísir - 14.09.1978, Blaðsíða 12

Vísir - 14.09.1978, Blaðsíða 12
Fimmtudagur 14. september 1978 VISIR Umsjón: Gylfi Kristjánsson — Kjartan L. Pálsson VISIR Fimmtudagur 14. septeipber 1978 Meistarar féllu fyrir meisturum Englands! Evrópumeistarar Liverpooi tvö siðast liðin ár léku i gær- kvöldi sinn 100. ieik i Evrópu- keppni, og voru mótherjar þeirraensku meistararnir Nott- ingham Forest. Þótt þetta væri merkisleikur hjá Liverpool, er þetta samt örugglega leikur, sem leikmenn liðsins vilja gleyma sem fyrst, þvi að Forest vann nefnilcga 2:0. Það var Gary Birtles sem skoraði fyrra mark Ieiksins, en hann lék aðeins sinn 3. leik með aðalliði Forest i gær. Stuttu eftir hálfleik bætti svo Colin Barrett öðru marki við. — Og ná biður leikmanna Liverpool það erfiöa hlutskipti að vinna upp þennan mun i siðari leiknum á heima- vellisinum til aðkomasti 16 liða úrslit. ttalska liöið Juventus, sem hefur landsliðsmann í nær hverri stöðu, fékk óskabyrjun gegn Giasgow Rangers. Eftir aðeins 9 minútur lá knötturinn i marki Rangers, eftir skot HM-stjörnunnar Pietro Paulo, en oftar tókst ttölunum ekki að skora þrátt fyrir mikinn stuðning 70 þúsund áhorfenda. Skotarnir eiga þvi góðan möguleika á að vinna þennan mun upp i slöari leikn- um. AEK frá Aþenu átti ekki i miklum vandræðum með að skora mörk i leik sinum gegn F.C. Porto frá Portúgal. AEK sigraði 6:1 i Aþenu, eftir aðhafa haft yfir 4:0 i hálfleik. Annað lið á „skotskónum margumtöluðu” var spænska liðiðReal Madrid.sem lék gegn Niedercorn frá Luxemborg. Úrslitin uröu 5:0, eftir 3:0 i hálf- leik. En fáir komu eins á óvart og leikmenn Villazniga Schkodra frá Albaniu, en það liö þaðan tók nú i fyrsta skipti þátt I keppni meistaraliða. Þeir fengu Austria Wien frá Austurriki i heimsókn, og gerðu sér Iltið fyrir og unnu gestina 2:0! PSV Eindhoven frá Hollandi, sem sigraði i UEFA keppninni i fyrra, leikur nú i keppni meist- arliða, og liöið tapaði i gær fy rir tyrknesku meisturunum Fener- bahce 2:1. Gott hjá WBA Leikmönnum West Bromwich Albion gekk öliu betur i Tyrk- landi en leikmönnum PSV Eind- hoven. Þeir héldu þangað og léku gegn Galatasary i UEFA-keppninni. Sigur WBA varð 3:0, og af þeim skoraði blökkum aðurinn Laurie Cunningham tvívegis. V-þýska liðið Borussia Mönchengladbach lék heima gegn Sturm Graz frá Austurriki og sigraði 5:1. Mörk Borussia skoruðu Bruns (2), Gores, Nielsen og Simonsen. HM stjarna Argentínu, Mario Kempes, var i mjög strangri gæslu i leik spænska liðsins Valencia.sem hann leikur með, gegn CSKA frá Búlgariu. Svo fór lika aðKempes skoraði ekki, og CSKA sigraði i leiknum á sinum heimavclli 2:1. Sovétliðin sluppu vel Sovétmenn eiga tvö lið, sem taka þátt i UEFA-keppninni, og þau unnu bæði i gærkvöldi 2:0 sigra. Torpedo sigraöi norska liðiö Molde og Dynamo Tiblisi vann Napoli frá italiu. Manchester City geröi góða ferð til Hollands og náöi þar stigi gegn Twente Enchedc 1:1 Það var Watson sem skoraði fyrir City i siöari hálfíeik. Fæstir áhorfendur Sennilega fá öll liðin i Evrópu- keppnunum þremur fleiri áhorf- endur á heimaleik sinn i 1. umferðinni en norska liðið Start. Félagið fékk Esbjerg frá Danmörku i heimsókn, og 1417 áhorfendur sáu liðin leika i 90 minútur án þess að mark væri skorað. Danir sterkir Dönsku liðin stóðu sig vel i keppninni i gærkvöldi. Frem lék gegn franska liðinu Nancyi1 keppni bikarhafa i Kaupmanna- höfn, og byrjuðu Frakkarnir að rifast vegna þess hversu léleg lýsingin á vellinum var. Þeir héldu síðan áfram að rifast, og voru enn að, er leiknum lauk með 2:0 sigri Frem. Þá gekk Odense Loka- motiv Sofia frá Búlgariu i heimsókn, og sigruðu Danirnir einnig f þeim leik 2:0. Og fyrir áhangendur Arsenal: Arsenal fékk a-þýska liöið FC Leipzig i heimsókn á Highbury i gær- kvöldi, og liðin léku þar i UEFA-keppninni. Arsenal hafði allan timann undirtökin i leiknum, og er yfir lauk var staðan 3:0. Mörk Arsenal skor- uðu Frank Stapleton (2) ogAlan Sunderland. Krankl með tvö! Austurrikismaðurinn Hans Krankl er þegar byrjaður að skora m örk fyrir sitt nýja félag, Barcelona frá Spáni. i gær- kvöldi iék Barcelona i keppni bikarhafa gegn Donetsk frá Sovétrikjunum, og sigraði 3:0. Krankl lét ekki sitt eftir liggja i þeim leik og skoraði tvö mark- anna. Ensku bikarmeistararnir Ips- wich léku gegn AZ ’67 frá Hol- landi og lauk þeirri viðureign án þess að mark væri skorað. Johnny Giies, fyrrum leik- maður Leeds geröi hinsvegar mark I gærkvöldi. Lið hans Shamrock Rovers, sem hann á sjálfur i bókstaflegri merkingu, sigraði A. Poelfrá Kýpur 2:0, og sá „gamli” lét sig hafa það að skora annað markið. Þess má geta að Giles er eigandi, fram- kvæmdastjóri, og þjálfari félagsins, en okkur er ekki kunnugt um, hvort hann er lika „straffiskytta” og „center”. Þrir leikmenn fengu að sjá rauða spjald dómarans i leikj- unum i gærkvöldi. Það voru þeir John Roberts, sem leikur með welska liðinu Wrexham, Benficaleikmaðurinn Fernando Chalna og Aberdeen-Ieik- maðurinn Doug Rougvie. klp/gk— Þaö gekk jafnan mikiðá I vitateig Austur-Þjóöverja I leiknum I gærkvöldi, þegar einhver Valsmanna kom þangað I helmsókn. Hér hefur Guömundur Þorbjörnsson komið þar að og Þjóöverjarnir setja upp „tveggja hæða” vörn til að verjast ágengni hans. Visismynd Friðþjófur „Engin spurning um að þetta var vítaspyrna" — sagði írski dómarinn, Patrick Mulhall, eftir leikinn ó milli Vals og Magdeburg í Evrópukeppni bikarhafa í gœr „Ég dæmdi hér á tslandi fyrir tveim árum, ogþá landsleikinn á milli tslands og Hollands,” sagði Patrick Mulhall irski dómarinn sem dæmdi leik Vals og Magdeburg á Laugardalsvellinum i gær. „Ég varð þá undrandi á getu islenskra knattspyrnumanna, enda sluppu Hollendingar rétt svo úr klóm þeirra með jafntefli. Égátti þvi alveg eins von á I þessum leik að þeir Islensku kæmu á óvart og það geröu þeir svo sannarlega. Það eru margir góöir einstaklingar I Valsliðinu, en aftur á mcíti er liö Magde- burgar meiri heild og var að minu viti sterkari aöilinn i leiknum. Þeir geröu aftur á móti þau mistök að minnka hraðann hjá sér og náðu honum aldrei upp aftur eftir það. Valsliðiðlékmjög vel — já.raunar frá- bærlega, þegar aöþvi ergætt að þetta er áhugamannaliö og andstæðingarnir eru atvinnumenn frá einni mestu iþrótta- þjóð heims. Þið getið verið mjög stoltir af þessum árangri og Valsliðinu. ...— Ilvaðum vítaspyrnuna á Magde- burg? Mörgum fannst hún vera strang- ur dómur . „Það má vera að sumum hafi fundist þaðsem vorufyrir utan völlinn.en i min- um huga var engin spurning um hvað átti að dæma þarna. Þetta var atvinnu- mannabrot — hrinding á bakið þegar sóknarmaður ætlaði að skalla knöttinn. Þetta var brot innan vitateigs og á það bar mér að dæma vitaspyrnu.” —klp— í þetta sinn verða bikarmeistarar Magdeburg að sœtta sig við jafntefii gegn Val í Evrópukeppni ,,Þetta var ekkert nema víti.Ég ætlaði að fara að skalla boltann, og varnarmaður hrinti mér áfram þegar hann sá engin önnur ráð”, sagði Atli Eðvaldsson eftir leik Vals og Magde- burg i Evrópukeppni b ik arm eista ra á Laugardalsvelli i gær. tJrslitin urðu 1:1, en mörgum fannst vita- spyrnan, sem Valur jafnaði úr, vera vafa- söm. Ekki voru þó allir á sama máli, og einn þeirra, sem var ekki í vafa um réttmæti henn- ar, var Atli sjálfur. Það var afrek hjá Valsmönnum að ná jafn- tefli gegn Magdeburg, þvi að a-þýska liðið er skipað eintómum at- vinnumönnum, leik- mönnum, sem hafa unnið marga glæsta sigra undanfarin ár. Það skal að visu viður- kennt að Madgeburg var meira með boltann og virkaði mjög sannfær- andi líð úti á vellinum, en engu að siður voru Valsmenn næri þvi að vinna, miðað við hættu- legustu marktækifæri leiksins. Þaðallra besta, sem ekki tókst að nýta, kom á 54. mlnútu. Ingi Björn var þá skyndilega einn á auðum sjó og geystist I átt aö markinu. Það var enginn til varn- ar nema markvörðurinn, en hann geríi sér litið fyrir og varöi skot Inga af stuttu færi. Þar fór upp- lagt tækifæri forgöröum. I fyrri hálfleik voru Magde- burgarmenn mun aðgangsharð- ari, og þeir Wolfgang Steinbach og Joachim Streich fengu góð tækifæri, en Sigurður Haraldsson varði vel i bæði skiptin. Hann réð hinsvegar ekki við skot Wolfgang Steinbach á 53. minútu er hann hafði leikið laglega I gegn um vörn Vals ásamt Jörgen Spar- wasser, og skot Steinbach var fast og óverjandi. Valsmenn gáfust hinsvegar ekki upp, þrátt fyrir msu'kið og á 63. mi'nútu bjargaði Detlef Raugust á linu skalla frá Atla Eö- valdssyni og Dýri Guðmundsson átti skalla rétt yfir markið. En svo kom jöfnunarmark Vals á 70. minútu, og aðdraganda þess hefur þegar verið lýst hér. Það virkaði hjákátlegt séð úr blaða- mannastúkunni að dæma vita- spyrnu, en bæði Atli og dómarinn vorusannfærandi eftir leikinn, er þeir útskýrðu mál sitt. Eina tæki- færið sem kom eftir þetta var gott þrumuskot Guðmundar Þor- björnssonar af 35 metra færi, en þvi miður rétt framhjá. Valsmenn mega vel viö þessi úrslit una. Þeir léku gegn mjög þekktu og sterku liði, liði, sem hefur unniö marga góða sigra á undanförnum árum I Evrópu- keppni. Jafntefli gegn sliku liði eru góð úrslit fyrir islenska áhugamenn, ekki sist meö tilliti til þess, að með heppni hefði sigurinn getað orðið Vals. Bestu mennVals fleiknum voru Guðmundur Þorbjörnsson, sem kom mjög vel út, Albert Guð- mundssonog Sævar Jónsson, sem er að verða einn af okkar bestu leikmönnum, i mikilli framför. Mesta athygli i liði Magdeburg vakti leikmaöur númer 8, Wolf- gang Steinbach, en hann er mjög góður leikmaður. Minnabarhins- vegar á hinum þekkta Martin Hoffman (númer 11). A-þýsk knattspyrnulið hafa ekki gert neina stóra hluti gegn islenskum liðum undanfarin ár. Fyrstvar það 1:1 jafntefli Iands- liðsins gegn A-Þýskalandi 1974 I Magdeburg, siðan 2:1 sigur Is- lands á Laugardalsvelli árið eftir og nú „aðeins” jafntefli Magde- burg gegn áhugamönnum Vals. gk-- Þetta óttum við skilið — sögðu Valsmenn eftir leikinn gegn Magdeburg „Þetta var langbesti leikur, sem Vals- liðið hefur sýnt undir minni stjórn i sumar, og ég er mjög ánægður meö strákana. Þeir útfærðu vel það sem ég Iagöi fyrir þá, og um meira getur einn þjálfari ekki beðið”, sagði Nemes, þjálfari Vals. eftir leikinn gegn Magdeburg I gær. „Otileikurinn? Já, hann verður auðvitað mjög erfiðurfyrirokkur. En ég sagði það fyrir þennan leik að allt gæti gerst i knattspyrnu, og ég segi það einnig fyir siðari leikinn”. „Áttum bestu tækifærin” „Við áttum að minnsta kosti skilið jafntefli i leiknum þvi að við áttum ekki siðri tækifæri en þeir”, sagði Hörður Hilmarsson. „Að visu voru þeir meira með boltann, en það er reyndar segin saga, þegar við leikum gegn erlendum liðum”. Við áttum bestu færin. „Þetta var skemmtilegur leikur og við áttum fyllilega skilið að ná jafn- teflinu. Það hefði ekki verið svo ósann- gjarnt að við hefðum sigrað, þvi að hættulegustu tækifæri leiksins voru okkar”, sagði Ingi Björn Albertsson, fyrirliði Vals. eftir leikinn. Þaö var einmitt hanasem fékk besta tækifærið , en það var markvörðurinn, sem bjargaöi með sagöi Ingi. snilldarmarkvörslu.” gk—• Enn eitt átall VÞjóðverja í knatt- spyrnu í Laugardal!

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.