Vísir - 14.09.1978, Blaðsíða 24

Vísir - 14.09.1978, Blaðsíða 24
Benedikt Gröndal um lœkkun lœgstu launa: Hestar og menn ffalla f sprungur f Kelduhverfl: „Fœturnir dingluðu í lausu lofti- „Ég geröi mér nú ekki grein fyrir þessu i fyrstu en þegar ég áttaöi mig var ekki laust viö aö þaö færi um mig”, sagöi Bára Snorradóttir, sem varö fyrir þeirri óvenjulegu reynslu I berjamó I Kelduhverfi aö jöröin hreinlega opnaöist undir henni. „Ég' var bara aö færa mig til eins og maður gerir i berjamó”, sagði Bára, „þegar ég pompaði allt i einu niöur og upp að hönd- um. Ég hékk á olnbogunum og reyndi að kalla á hjálp, en engin heyröi til min. Eftir að ég krafsaöi mig upp, fórum við að skoða þetta aftur og sáum ekki til botns. Fæturnir á mér dingluðu iika i lausu lofti. Við fundum ekkert til að láta detta niður en mér hefur verið sagt að mjög liklega sé vatnsgangur i gjótum á þessu svæði. Þetta var rétt norðan viö Mörk”, sagði Bára. 1 gær var svo réttað i Kelduhverfi og þegar gangnamenn voru aö koma til byggða steig hestur Jó- hanns Gunnarssonar bónda frá Vikingavatni hvað eftir annað „niður úr jörðinni”. Jóhann reið vestastur gangnamanna og þegar hann kom á svæði suöur af Ingvaldsstöðum, á austari jaðri sprungusvæðisins féll hesturinn á kviðinn með fæturna i gegnum yfirborð jarðar. Eftir að Jóhann kom skepnunni upp, sá hann ekki til botns i hóf- förunum. Þetta endurtók sig tvisvar og tók það Jó- hann hálfa klukkustund að komast yfir svæðiö. Litið sem ekkert sá á hestinum, og Jóhann slapp alveg ómeiddur. —V.I/—GA Bensiniö hœkkar í 167 kr.: ffeffur hœkkað um 40% á árínu Bensin mun hækka einhvern næstu daga upp i 167 krónur hver litri. Kikisstjórnin mun eiga eftir aö fjalla um hækkunina og ákveöa hvenær hún kemur til fram- kvæmda. Eftir þessa hækkun hefur bensin hækkað um tæplega 40 prósent frá áramótum. Fyrst úr 119 krónum i 145 krónur hver litri, en nú bætist enn við verðið 22 krónur. —KP Útimarkaðurínn hetst á morgun rkaöurinn hefst á torgi á morgun i ildi til að byrja meö. 'kaöurinn er hug- arkitektanna Gests onar og Kristins Ragnarssonar. A morgun gefst fólki meðal annars kostur á aö kaupa græn- meti og keramik á úti- markaönum sem opnaöur veröur klukkan niu. _EA Hverjir eru í tíu lœgstu launaflokkunum? Helmingur starfs- manna ríkisstofnana „Þaö má segja aö allt aöstoöarfólk hjá rikinu sé i launaflokkum upp aö þeim tíunda. Þeir hæstu meöal þeirra lægstlaun- uðu eru iðnaöarmenn sem cru f 9. launaflokki,” sagöi Gunnar Gunnars- son framkvæmdastjóri Starfsmannafélags rikis- stofnana. Hann sagði að um 1700 manns af um 3500 félags- mönnum i þvi félagi þægju laun samkvæmt launaflokkum á bilinu 2- 10. Hann vakti hins vegar athygli á þvi að enginn væri i 1. launaflokki. „Þeir sem eru á þessu launabili eru til dæmis saumakonur, baðverðir, vaktmenn á spitölum, af- greiðslumenn hjá ATVR, skrifstofufólk, til dæmis læknaritarar með laun samkvæmt9. launaflokki; bifreiðastjórar tækju laun samkvæmt 5,6. eða 7. launaflokki. Þarna væru og að- stoðarfólk i leikhúsum, verkstjórar hjá ÁTVR, ófaglærðir flokkstjórar. Sjúkraliðar kæmu þarna undir, svo og tækni- teiknarar og afgreiðslu- menn i Frihöfn.” Að- spurður sagði Gunnar að félagsmenn i Starfs- mannafélagi rikisstofn- ana væri stærsti lág- launahópurinn innan BSRB. Innan vébanda BSRB munu vera i kring- um 10000 manns. Þaö er alltaf lif i tuskunum þegar busa- vigsla fer fram i Menntaskólanum viö Hamrahlið. Spekingar skólans, þeir sem eru komnir i siðasta bekk, taka nýgræðingana inn i viskusamfélagiö með sérstakri athöfn. Oft á tiðum er þaö enginn leikur fyrir busana að gangast undir þessi ósköp. Ýmist eru þeir ausnir vatni og bleytt ræki- lega i þeim, eða þá klindir út i varalit, eins og sést á þessari mynd, sem Jens tók i Hamrahliöinni. —KP „Ég er ekki nákunnugur þessum atriðum, þar sem ég hef verið I öðru, en ef þaö hefur fariö svo, aö fólk I lægri flokkum verður fyrir einhverjum skakka- föllum, þá lit ég á þaö sem mistök. Þaö var ekki ætlunm og ég tel rétt að finna leiö til aö Iciörétta þaö,” sagöi Benedikt Gröndal, utanrikis- ráöherra.er þaö var boriö undir hann aö opinberir starfsmenn I lægstu launaflokkum fengju lægri laun i krónutölu um næstu mánaöamót en 1. september. „Þetta kom mér á óvart. En eins og allir vita var þetta unniö i tölu- veröri timaþröng og þetta er þaö flókið mál, aö þaö getur alltaf komið fyrir aö slikir hlutir gerist. Þaö er von min aö þaö veröi hægt aö leiðrétta þetta.” —BA— Frétt Visis i gær, þar sem fyrst var skýrt frá hinni óvæntu lækkun lægstu launa opinberra starfsmanna, hefur valdiö gifurlegri athygli. „Vona að hœgt verði að leið- réffa þetta" rrLit á þetta sem mistök" VÍSIR SMÁAUCLÝSINGASIMINN ER 86611 Smáauglýsingamóttaka alla virka daga frá 9-22. Laugardaga frá 9-14 og sunnudaga frá 18-22.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.