Morgunblaðið - 13.01.2001, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 13.01.2001, Blaðsíða 2
FRÉTTIR 2 LAUGARDAGUR 13. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ Fylgstu með nýjustu fréttum www.mbl.isKR lagði Keflavík í framlengd- um leik /C2 Ísland og Egyptaland skildu jöfn í Zarasora /C3 4 SÍÐUR20 SÍÐUR Sérblöð í dag Á LAUGARDÖGUM L a u g a r d a g u r13. j a n ú a r ˜ 2 0 0 1 TILKOMUMIKIL sjón blasti við ljósmyndara Morgunblaðsins er hann átti leið hjá Tjörninni í Reykjavík. Þar brugðu nokkrar álftir á leik ásamt nokkrum öðrum fuglategundum sem þar halda jafnan til og menn þekkja, eltu hver aðra og nán- ast „hlupu“ eftir vatninu. Þess á milli datt allt í dúnalogn og leikurinn var síðan endurtekinn. Þannig hélt bægslagangurinn áfram og fer ekki sögum af neinum þreytumerkjum á fuglunum. Morgunblaðið/RAX Álftir í eltingarleik DÓMSMÁLARÁÐHERRA, Sól- veig Pétursdóttir, segist leggja mikla áherslu á að nýtt fangelsi á höfuðborgarsvæðinu verði tek- ið í gagnið sem fyrst og í sam- tali við Morgunblaðið segir hún að á næstu vikum liggi fyrir ákvörðun um lóð undir fangelsið í útjaðri borgarinnar. Sam- kvæmt fjárlögum þessa árs er gert ráð fyrir 60 milljónum króna í nýtt fangelsi og telur ráðherra það duga til að ljúka undirbúningnum á þessu ári þannig að framkvæmdir geti hafist sem fyrst. Eins og Morgunblaðið greindi frá í gær segir forstjóri Fang- elsismálastofnunar, Guðgeir Eyjólfsson, í nýrri ársskýrslu stofnunarinnar að mikilvægt sé að nýtt fangelsi á höfuðborg- arsvæðinu rísi á næstu miss- erum. Aðstaðan í Hegningar- húsinu við Skólavörðustíg sé óviðunandi og uppfylli ekki lág- markskröfur sem gerðar eru til fangelsis. Sólveig segir að ábending Guðgeirs sé af hinu góða. Unnið hafi verið að undirbúningi að byggingu nýs fangelsis sem mæti kröfum dagsins og leysi Hegningarhúsið af hólmi. „Hér verður fyrst og fremst um að ræða gæsluvarðhalds- og móttökufangelsi en með mót- tökufangelsi er átt við stofnun þar sem sérfræðingar munu meta ástand fanga við upphaf afplánunar og leggja á ráðin um framhald hennar. Í gangi hafa verið viðræður um lóðamál við Reykjavíkurborg og hafa nokkr- ir staðir í útjaðri borgarinnar verið kannaðir, með staðsetn- ingu fangelsisins í huga. Það er reiknað með því að ákvörðun um lóðina verði tekin á næstu vikum,“ segir Sólveig. Nýtt fangelsi á höfuðborgarsvæðinu Lóð valin í út- jaðri borgarinn- ar á næstu vikum ELDUR kviknaði í íssölunni Breiða ehf. í Ólafsvík um klukkan fjögur í gær. Slökkviliðið í Ólafsvík fór á vettvang og slökkti eldinn og reyk- ræsti húsið. Að sögn lögreglunnar í Ólafsvík urðu skemmdir talsverðar á íssölunni sem framleiðir ís til fisk- vinnslu, auk þess sem reykur barst í önnur fyrirtæki í byggingunni. Eldsupptök eru ekki kunn en þau verða rannsökuð í dag auk þess sem mat verður lagt á skemmdir. Morgunblaðið/Alfons Talsverður eldur var í íssölunni og reykur barst í önnur fyrir- tæki í byggingunni. Eldur í íssölu HÉRAÐSDÓMUR Suðurlands hef- ur dæmt konu á þrítugsaldri til sex mánaða skilorðsbundins fangelsis fyrir líkamsárás. Hún var sakfelld fyrir að hafa stungið þáverandi sam- býlismann sinn í handlegginn með eldhúshnífi sl. vor. Meiðsl hans reyndust ekki alvarleg en læknir taldi að litlu hefði mátt muna að illa færi. Fólkið gekk í hjónaband um tveimur mánuðum eftir atburðinn. Ákærða játaði brot sitt fyrir dómi og kvaðst iðrast þess mjög. Málsatvik voru þau að þegar þá- verandi sambýlismaður hennar kom heim að loknum dansleik hefði hafist rifrildi á milli þeirra. Þau voru þá stödd í eldhúsinu á heimili sínu. Rifr- ildinu lauk með því að maðurinn sló konuna þannig að hún féll í gólfið. Hún þreif þá eldhúshníf og stakk hann með hnífnum í öxlina. Talsvert blæddi úr sárinu og konan hóf þegar tilraunir til að koma manninum á sjúkrahús. Maðurinn tók fram við skýrslutöku að þetta hefði verið í fyrsta og eina skiptið sem hann hefði slegið konuna. Refsing konunnar var skilorðs- bundin í tvö ár en dómurinn taldi ljóst að hún hefði ekki ætlað að valda manninum verulegu líkamstjóni. Ákærða var einnig dæmd til greiðslu málsvarnarlauna. Jón Finnbjörns- son, héraðsdómari kvað upp dóminn. Stakk sambýlis- manninn en gift- ist honum síðar ENGINN fíkniefnalögreglumaður er nú starfandi hjá lögreglunni í Ár- nessýslu en ástæðan er sú að Grímur Hergeirsson, sem starfaði sem fíkni- efnalögreglumaður, hefur verið ráð- inn kennari við Lögregluskóla rík- isins. Á fréttavefnum Sudurland.net kemur fram að staða fíkniefnalög- reglumannsins hafi verið auglýst laus til umsóknar og rennur umsókn- arfrestur út 19. janúar. Engin fíkni- efnalögregla í Árnessýslu ♦ ♦ ♦ GJALDSKRÁ 118 og verðskrá tal- sambands við útlönd breyttist í gær en Póst- og fjarskiptastofnun hefur samþykkt breytingarnar. Sam- kvæmt upplýsingum frá Símanum er meðalsímtal við talsambandið tæpar 2 mínútur og eftir breytinguna kost- ar það 340 krónur en kostar nú 153 krónur. Er þetta 122% hækkun. Þá hækkar meðalsímtal við 118, sem er 32 sekúndna langt, úr 41,50 krónum í 53,50 eða um 29%. Upp- hafsgjald símtals við talsamband við útlönd hækkar úr 30 krónum í 60 krónur og mínútugjald úr 66 krónum í 150 krónur. Síminn segir að mikið tap hafi verið á þessari handvirku þjónustu og því hafi verið nauðsyn- legt að hækka hana til að hægt væri að veita þessa þjónustu áfram. Til þess að ná fram aukinni hagræðingu hafi Síminn samið við Tele Danmark sem muni sjá um að veita upplýs- ingar um erlend símanúmer á kvöld- in og um nætur. Upphafsgjald sím- tals við 118 fer úr 15 kr. í kr. 27 en mínútugjald, 49,90 kr., helst óbreytt. Hægt verður að fá áframtengingu fyrir 3 kr. en hún hefur hingað til kostað 19 krónur aukalega. Meðalsímtal við talsam- band við út- lönd hækk- ar um 122%
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.