Morgunblaðið - 13.01.2001, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 13.01.2001, Blaðsíða 25
VIÐSKIPTI MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. JANÚAR 2001 25 Reykjavík: Árbæjarapótek, Hraunbær 102 b, s.567 4200 Glæsibær snyrtivöruverslun, Álfheimum 74, s. 568 5170 Gullbrá, Nóatúni 17, s. 562 4217 Hygea, Kringlunni, s. 533 4533 Hygea, Laugavegi 23, s. 511 4533 Lyf og heilsa, Austurstræti 12, s. 562 9020 Lyf og heilsa Mjódd, Álfabakka 12, s. 557 3390 Lyf og heilsa Austurveri, Háaleitisbraut 68, s. 581 2101 Lyf og heilsa, Melhaga 20-22, s. 552 2190 Mist snyrtistofa/verslun, Spönginni 23, s. 577 1577 Sara, Bankastræti 8, 551 3140 Sigurboginn, Laugavegi 80, s. 561 1330 Snyrtimiðstöðin, Lancome snyrtistofa, Kringlunni 7, s. 588 1990 Andorra, Strandgötu 32, Hafnarfirði, s. 555 2615 Bylgjan, Hamraborg, Kópavogi, s. 5642 011 Fína, Háholti 14, Mosfellsbæ, s. 568 8000 Nesapótek, Eiðistorgi 17, Seltjarnarnesi, s. 562 8900 LANDIÐ: Hjá Maríu Amaro, Akureyri, s. 462 1730 Hjá Maríu, Glerártorgi, Akureyri, s. 462 1733 Apótek Ólafsvíkur, Ólafsvík, s. 436 1261 Egilsstaða Apótek, Egilsstöðum, s. 471 1273 Lyf og heilsa, Hellu, s. 487 5030 Lyf og heilsa, Hvolsvelli, s. 487 8630 Lyf og heilsa, Kjarnanum, Selfossi, s. 482 1177 Miðbær Vestmannaeyjum, s. 481 1505 Sauðárkróksapótek Sauðárkróki, s. 453 5336 Siglufjarðarapótek Siglufirði, s. 467 2222 Verslunin Perla Akranesi, s. 431 1504 LANCÔME UM LAND ALLT LANCÔME lítur nýja öld björtum og ekki síst fögrum augum! Voru aldamótin kannski erfið? - Það leynir sér ekki á augnsvæðinu. En þú getur tekið gleði þína á ný. Lancôme býður upp á frábærar vörur sem dekra við augnsvæðið og það sem meira er í kaupbæti er fjölnota kælimaski* sem dregur úr þreytu og þrota. * Fylgir með ef keyptar eru tvær vörur sem fegra augnsvæðið. Opnaðu augun fyrir litum COLOR FOCUS ÖRUGGLEGA FLOTTUSTU AUGNSKUGGARNIR TRÚÐU Á FEGURÐ www.lancome.com GREININGARDEILD Kaupþings hefur birt skýrslu um þróun og horfur á skulda- og hlutabréfa- markaði. Þar segir m.a. að vænta megi betri tíðar á hlutabréfamark- aði, að gera megi ráð fyrir lækkun stýrivaxta Seðlabankans á öðrum ársfjórðungi þessa árs og að þess megi vænta að verðbólgan verði 4% á árinu. „Þjóðhagsstofnun spáir 5,8% verðbólgu sem er heldur hátt að mati Kaupþings, sem telur að kaup- menn geti ekki velt hækkunum af völdum veikingar krónunnar út í verðlagið vegna mikillar samkeppni á markaði og að það muni tempra þensluáhrif lækkunar krónunnar. Að auki eru þegar skýr merki í hagkerfinu um að dregið hafi úr þenslu, s.s. minnkandi útgáfa hús- bréfa og velta í smásöluverslun“, segir í skýrslunni. Merki um að hagkerfið sé að kólna Kaupþing spáir vaxtalækkun á öðrum ársfjórðungi þessa árs en í skýrslunni er tekið fram að réttast væri að sú lækkun yrði gerð fyrr enda hafi vaxtalækkun í Bandaríkj- unum enn aukið á vaxtamun Ís- lands við viðskiptalöndin og sé í raun jafngildi vaxtahækkunar hér á landi. „Merki eru um að hagkerfið sé að kólna og lítur út fyrir að lang- tímavaxtamunur sé að aukast. Þjóð- hagsstofnun spáir 1,6% hagvexti á þessu ári og ytri skilyrði eru ekki góð sem ætti að hvetja enn frekar til vaxtalækkunar.“ Þá segir: „Við teljum að nú þegar séu merki á lofti um að vaxtahækkanir hafi haft til- ætluð áhrif og í ljósi þess að það tekur vaxtabreytingar 9–12 mánuði að hafa full áhrif, sé ekki ástæða til að bíða frekari kennimerkja.“ Kaupþing segist telja hættu á því að hávaxtastefna grafi undan sjálfri sér og telur að Seðlabankinn þurfi að gæta þess „að kæfa ekki alla vaxtarbrodda hér á landi þar sem slíkt myndi grafa undan trúverð- ugleika hagkerfisins og þar með krónunnar.“ Ávöxtunarkrafa skuldabréfa lækkar Lækki Seðlabankinn vexti, jafn- vel lítillega, væri hann, að mati Kaupþings, með því að senda merki um að aðgerðir hans væru að bera árangur og þar með auka trú fjár- festa á krónuna. „Við vaxtalækkun skapast ávallt sú hætta að gengi krónunnar falli. Eins og aðstæður efnahagsmála eru í dag er slíkt þó ekki sjálfgefið. Vaxtalækkun í dag mun án efa auka bjartsýni á markaði og gæti krónan jafnvel styrkst í kjölfarið.“ Af framangreindum ástæðum, meðal annarra, spáir Kaupþing lækkun á ávöxtunarkröfu skulda- bréfa almennt á næstu vikum og misserum. Aukinn áhugi spákaupmanna á skuldabréfum Jafnframt er búist við auknum áhuga innlendra og erlendra fjár- festa á skuldabréfum og að færast muni í vöxt að spákaupmenn skuld- setji sig í erlendri mynt til að fjár- magna kaup á skuldabréfum. „Ástæða þess að við væntum aukins áhuga spákaupmanna á skuldabréf- um er sú að vaxtamunur sex mán- aða peningamarkaðsvaxta í íslensk- um krónum og mynt gengiskörfu íslensku krónunnar er nú 6,7%, gengisvísitala krónunnar er nú rúmlega 121 en efri vikmörk geng- isvísitölunnar eru 125,36 og er því einungis um 3,5% frá vikmörkun- um.“ Kaupþing telur ákaflega ólík- legt að krónan fari út fyrir vik- mörkin þar sem Seðlabankinn ætli sér að verja gengið og telur að tak- markið náist. Um húsbréf segir að forsenda lækkunar ávöxtunarkröfu húsbréfa, þ.e. verðhækkun þeirra, sé jafnvægi framboðs og eftirspurnar. Þróunin undanfarin tvö ár hafi einkennst af offramboði, en nú séu allar líkur á að of lítið framboð muni setja mark sitt á markaðinn. Ávöxtun var mjög mismunandi á hlutabréfamarkaði Íslenski hlutabréfamarkaðurinn er sagður hafa skilað óvenju slakri ávöxtun á síðastliðnu ári. Úrvals- vísitalan hafi lækkað um 20% frá upphafi til loka árs og það sé slak- asta ávöxtun í sögu vísitölunnar. Í skýrslunni segir að heildarvísitala Aðallista hafi lækkað um tæp 14% þó ávöxtun einstakra greina hafi verið mjög mismunandi. Lyfjaiðn- aður hafi t.a.m. hækkað um 65% á árinu, vísitala byggingar- og verk- takastarfsemi hækkaði um 28% og vísitala upplýsingatækni um 27%. „Vísitala verslunar og þjónustu hækkaði um 18%, olíudreifing um rúm 6% og vísitala iðnaðar og fram- leiðslu um rúm 4%. Sjávarútvegur, samgöngugeiri og fjármála- og tryggingageiri lækkuðu frá upphafi til loka ársins. Vísitala samgangna lækkaði mest eða um rúm 44%, vísitala sjávarútvegs lækkaði um 31% og vísitala fjármála og trygg- inga lækkaði um 14% þrátt fyrir miklar hræringar á þeim markaði á liðnu ári.“ Horfurnar betri fyrir árið 2001 Kaupþing telur að nokkuð betur horfi við flestum atvinnugreinum árið 2001 en síðastliðið ár. Teikn séu á lofti um lækkandi olíuverð og minnkandi þenslu á húsnæðismark- aði og gangi það eftir megi gera ráð fyrir að verðbólguþrýstingur minnki á árinu. Lyfjageirinn er sagður sá at- vinnuvegur sem kom best út á síð- asta ári en áætlaður vöxtur á inn- lendum lyfjamarkaði er áætlaður 10–12% á næstu þremur árum. Þá er samgöngufyrirtækjum spáð betra gengi þar sem útlit sé fyrir að verð á olíu verði mun stöðugra á árinu. Gert er ráð fyrir að vöxtur iðn- aðar- og framleiðslufyrirtækja verði talsverður og búast megi við enn meiri útrás fyrirtækjanna. „Árið 2001 horfir betur við iðnaðar- og framleiðslufyrirtækjum þar sem búast má við að gengisþróun krón- unnar árið 2000 gæti skilað útflutn- ingsfyrirtækjum auknum tekjum nú í ár. Einnig er líklegt að verðbólgu- þrýstingur minnki og minni þensla verði á vinnumarkaði en þó er óvíst um framvindu kjarasamninga.“ Fjarskiptafyrirtæki munu vaxa hraðar Vöxtur í upplýsingatæknigeiran- um verður 10–15%, að mati Kaup- þings. „Þetta á við sölu vél- og hug- búnaðar sem og vöxt þekkingar- fyrirtækja. Þó má búast við breytingu í þróun vaxtar og er ekki ólíklegt að dragi úr vexti netfyr- irtækja en að þau fyrirtæki sem tengjast fjarskiptum á einn eða annan hátt muni vaxa hraðar.“ Um fjármálastofnanir segir: „Viðskiptabankarnir þrír eru allir farnir að taka þátt í þeirri útrás fjármálastofnana sem hefur riðið yfir í heiminum en þó í mismiklum mæli og er það yfirlýst stefna þeirra allra að vaxtarmöguleikar þeirra séu fyrst og fremst erlendis. Áherslur á aðrar tekjur en vaxta- tekjur eru einnig að aukast hjá við- skiptabönkunum en hins vegar eru Kaupþing og Frjálsi fjárfestinga- bankinn með mun stærri hluta tekna sinna frá fjárfestingarbanka- starfsemi.“ Jafnframt segir að bú- ast megi við að árið 2001 verði betra en árið 2000 m.a. vegna þess að væntingar séu um að bæði hluta- bréfa- og skuldabréfamarkaður verði hagstæðari. Betri tíðar og samruna að vænta í sjávarútvegi Í skýrslunni segir að horfur séu á betri tíð í rekstri sjávarútvegfyr- irtækja og jafnvel megi vænta ein- hverra samruna í greininni á næstu misserum enda þurfi stórar og öfl- ugar einingar til að eiga auðveldara með að mæta sveiflum í rekstr- arumhverfinu og innan greinarinn- ar sjálfrar. „OPEC-ríkin hafa lýst yfir vilja sínum til að halda olíuverði stöðugu og þróun undanfarnar vikur bendir frekar til þess að við eigum ekki von á miklum hækkunum frá því sem nú er. Verðbólguvæntingar eru einnig mun lægri fyrir næsta ár en voru á því síðasta. Þróun á liðnu ári kann þó að þrýsta á kröfur launa- fólks í komandi kjarasamningum. Fram kom í frétt á mbl.is í árs- byrjun að eins og er horfir ekki vel fyrir að samningar náist á milli LÍU og viðsemjenda þeirra á næstu vikum. Verkfall gæti því hugsanlega skollið á síðari hluta marsmánaðar. Ef af verður er ljóst að afkoma út- gerða getur orðið fyrir verulegu tjóni af völdum þessa á árinu. Enn er þó of snemmt að útiloka að úr rætist,“ segir í skýrslunni. Þegar á heildina er litið telur Kaupþing að tilefni sé til bjartsýni. Þó sé ekki að vænta mikilla breyt- inga á hlutabréfaverði fyrr en líða tekur á vorið, enda sé tími afkomu- birtinga framundan. Kaupþing um þróun og horfur á skulda- og hlutabréfamarkaði 2001 Spá lækkun stýrivaxta á öðrum ársfjórðungi SOCO Corp. og Íslandssímihafa nýverið undirritað sam-komulag um þróunarsamvinnu,sem felur í sér að SOCO mun þróa hugbúnaðarlausnir fyrir GPRS-farsímakerfi Íslands- síma en stefnt er að því að taka kerfið í notkun í febrúar árið 2001. SOCO mun meðal annars þróa lausnir vegna textaskila- boða (SMS) af Netinu í farsíma, hringitóna og myndlausnir. Í samningnum er kveðið á um að SOCO eigi sölurétt á öllum lausnum og afurðum utan Ís- lands en fyrirtækið stefnir að því að markaðssetja afurðirnar og lausnir á alþjóðavísu síðar. SOCO rekur skrifstofur í Seattle og Washington í Banda- ríkjunum og á Íslandi. Fyrir- tækið hefur vaxið hratt að und- anförnu en það hefur einkum einbeitt sér að hugbúnaðar- lausnum og rekstri hugbúnaðar á farsímasviðinu með sérstaka áherslu á hugbúnað fyrir næstu kynslóð farsíma þar sem Netið og farsíminn renna saman. Samvinna Íslandssíma og SOCO
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.