Morgunblaðið - 13.01.2001, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 13.01.2001, Blaðsíða 15
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. JANÚAR 2001 15 AKUREYRI HAFNARFJARÐARBÆR hyggst hætta afskiptum af sorphirðu fyrir- tækja. Á fundi bæjarráðs var bæj- arverkfræðingi falið að segja upp samningi bæjarins við Gámaþjón- ustuna um sorphirðu. Að sögn Kristins Magnússon, bæjarverkfræðings, hefur verið í gildi samningur bæjarins og Gáma- þjónustunnar um sorphirðu fyrir- tækja en á hinn bóginn hefur borið á því í vaxandi mæli að fyrirtæki hafi snúið sér beint til ýmissa fyrirtækja og samið við þau um sorphirðumál sín. Ástandið er því orðið ruglings- legt, að sögn Kristins. „Það er eðli- legt að menn fái að semja beint við þessi fyrirtæki, “ sagði Kristinn og sagði stefnt að nýju fyrirkomulagi þessara mála í vor. Vegna þessa mun bærinn fella niður sorphirðugjald af fyrirtækj- um, en það hefur skilað 6,5 m.kr. tekjum í bæjarsjóð á ári. Kristinn segir að ekki sé auðvelt að sjá hver afkoma hafi verið af sorphirðu fyr- irtækja á vegum bæjarins en al- mennt hafi verið tap á sorphirðunni og hann býst við að það eigi jafnt við um fyrirtækin og sorphreinsun hjá almenningi. Bærinn hættir að sjá um sorphirðu fyrirtækja Hafnarfjörður TILLAGA VA arkitekta ehf. í Reykjavík bar sigur úr býtum í hug- myndasamkeppni um merkingar í Hafnarfirði, sem bæjaryfirvöld þar efndu til 17. september árið 2000. Verðlaunaféð nemur 600.000 krón- um. Í hönnunarhópi arkitektarstof- unnar voru Indro Candi, María Dupuis, Karl Magnús Karlsson og Steinunn Halldórsdóttir. Ennfremur ákvað dómnefndin að kaupa aðra til- lögu, sem Árni Tryggvason, Skild- inganesi 35 í Reykjavík, er höfundur að. Meginmarkmið samkeppninnar var að ná fram hugmynd að sem bestri heildarlausn merkinga í Hafn- arfirði, sem og að vekja athygli á sér- stöðu bæjarins og sérkennum. Alls bárust fimm tillögur. Aðdragandi Aðdragandi hugmyndasamkeppn- innar var sá, að árið 1997 hóf Hafn- arfjarðarbær vinnu við skipulagn- ingu merkinga í bænum og bæjarlandinu og var sérstakur starfshópur skipaður til að vinna verkið. Verkfræðistofan Strending- ur aðstoðaði starfshópinn við grein- ingu merkinga og undirbúning markmiðssetningar. Í upphafi var verkefnið skilgreint og gagna aflað. Afraksturinn var víðtækur gagna- grunnur um merkingar bæjarins með myndum og lýsingum. Gagna- grunnurinn er m.a. varðveittur í tölvu bæjarins til hægðarauka við uppfærslu hans þegar merkingar breytast. Að því loknu voru sett markmið fyrir merkingar bæjarins, verkefnum skipt niður og þeim raðað í forgang. Fyrsti áfangi verkefnisins var athugasemdir og ábendingar, sem starfshópurinn gerði við merk- ingar Vegagerðarinnar á leiðum til Hafnarfjarðar og kom bæjarráð Hafnarfjarðar þeim á framfæri við Vegagerðina. Annar áfangi var áð- urnefnd hugmyndasamkeppni. Á fundi sínum 14. september 2000 sam- þykkti bæjarráð Hafnarfjarðar til- lögur starshópsins um samkeppnina og var henni hrundið af stað skömmu síðar. Keppnislýsingin byggðist á grein- argerð starfshóps um merkingar í Hafnarfirði og var hún hluti af keppnisgögnum. Í keppnislýsingu var meðal annars tekið fram, að verkefnið tæki til a) merkinga á bæj- armörkum, b) bæjarkorta á inn- komuleiðum og í miðbæ, og c) merk- inga á opinberum byggingum, mannvirkjum og þjónustu, sem og merkinga aðkomuleiða þar sem þess væri þörf. Ennfremur að samkeppn- in tæki ekki til annarra þátta í grein- argerð starfshópsins, en niðurstöður úr samkeppninni yrðu hafðar til hlið- sjónar við áframhaldandi merkingar, svo sem tilkynningarstanda, þjón- ustumerkingar, áhugaverða staði, gönguleiðir, reiðleiðir, hjólaleiðir og „sjer-hafnfirzkar“ merkingar, eftir því sem efni og ástæður gæfu tilefni til. Einnig voru í keppnislýsingunni talin upp atriði, sem vega áttu þungt við mat dómnefndar á úrlausnum, s.s. hugkvæmni, notagildi og ný- sköpun, tengingar við sérstöðu bæj- arins og sérkenni, eftirtektarverð og aðlaðandi hönnun, heildaryfirbragð og aðlögun að staðháttum, bygging- ar-, rekstrar- og viðhaldskostnaður, og umhverfissjónarmið. Samkeppnin var auglýst 17. sept- ember 2000 og rann frestur til að senda inn fyrirspurnir út 1. nóvem- ber 2000. Sjálfur skilafresturinn var til 1. desember 2000. Engar fyrir- spurnir bárust. Átta aðilar sóttu út- boðsgögn og sendu fimm inn tillögur sínar. Dómnefnd skipuðu Helga Stefánsdóttir verkfræðingur, sem jafnframt var formaður nefndarinn- ar, Erlendur Á Hjálmarsson bygg- ingafulltrúi, Jón Halldór Jónasson ferðamálafulltrúi, Lilja Grétarsdótt- ir arkitekt og Már Sveinbjörnsson framkvæmdastjóri. Trúnaðarmaður var skipuð Guðlaug Þorsteinsdóttir ritari. Tillögurnar Dómnefnd hélt fyrsta fund sinn þriðjudaginn 5. desember 2000 og komst einróma að þeirri niðurstöðu, að tillaga VA arkitekta hlyti 1. verð- laun, að upphæð kr. 600.000, og mælti með að hún yrði valin til frek- ari úrvinnslu og útfærslu. Ennfrem- ur ákvað dómnefndin að kaupa til- lögu Árna Tryggvasonar í Reykjavík fyrir 200.000 krónur, með þeim fyr- irvara að lita- og efnisval yrði aðlag- að frekari hönnun. Dómnefndin var sammála um að allar tillögurnar væru vel unnar og að höfundar hefðu lagt sitt af mörk- um til að uppfylla skilyrði sam- keppninnar. Tillögurnar náðu misvel að uppfylla markmið dómnefndar en voru allar sagðar eiga sínar góðu hliðar. Dómnefndin komst svo að orði um vinningstillöguna: „Tillagan sýnir hugkvæmni, notagildi og nýsköpun. Hún tengist auðveldlega sérstöðu og sérkennum bæjarins (hrauninu). Efnisval og form tillögunnar fellur mjög vel í hraunlandslag bæjarins. Tillagan er mjög einföld og hönnun stílhrein. Heildaryfirbragð tillög- unnar er gott og hún fellur vel að ólíkum staðháttum. Byggingar- kostnaður er eflaust nokkuð hár, en ætla má að rekstrar- og viðhalds- kostnaður verði lágur. Tillagan fell- ur vel að umhverfissjónarmiðum, hægt er að raða einingum upp þann- ig að þær falli vel að umhverfi, bygg- ingum og mannvirkjum.“ Morgunblaðið/Kristinn Hér má líta brot úr vinningstillögu VA arkitekta. Við hönnun skiltanna er leitast við að sýna og styrkja ímynd Hafnarfjarðar sem nútímabæjarfélags. Efnið sem er notað í skiltin er galvaníserað stál. Ytri klæðning þeirra er pólýhúðuð í dökkleitum gráum lit. Þau eru að öllu leyti smíðuð á verkstæði og flutt tilbúin á staðinn, þar sem þau eru felld yfir grind og boltuð föst. Hugmyndasamkeppni um merkingar í Hafnarfirði Hafnarfjörður Hönnunarhópur VA arkitekta tekur á móti verðlaununum úr hendi bæj- arstjóra. Talið frá vinstri: María Dupuis, Indro Candi, Steinunn Hall- dórsdóttir, Karl Magnús Karlsson og Magnús Gunnarsson bæjarstjóri. HRÍSEYINGAR hafa flokkað sorp í áraraðir og hefur gengið vel að virkja eyjaskeggja til að taka þátt í sorp- flokkun, að því er fram kom í máli Péturs Bolla Jóhannessonar, sveitar- stjóra, við undirritun samnings um Staðardagskrá 21 í vikunni, en þar greindi hann frá ýmsum staðreynd- um um sjálfbæra þróun í Hrísey sem mark sitt setur á mannlíf og náttúru. Sorphaugar voru aflagðir í eynni árið 1994 og er allt sorp flutt í land. Sorpið er flokkað og segir sveitar- stjóri íbúana afar samviskusama við flokkunina. Hann sagði þróunina því miður ekki hafa verið með sama hraða hjá viðtakanda á meginland- inu, en það standi til bóta. Þá var hrundið af stað átaki og öll eyjan hreinsuð af brotajárni og það flutt í land. Engar sorptunnur við íbúðarhúsin Á síðasta ári var svo lokaskrefið í áætlun Hríseyinga varðandi sorpmál stigið þegar hreppurinn keypti sorp- tunnur til moltugerðar. Tunnum var dreift til íbúa þeim að kostnaðarlausu og verkefnið kynnt. Nú er málum þannig háttað að pappír fer í sér- staka græna gáma og almennt sorp í blá gáma sem staðsettir eru á völdum stöðum í þorpinu. Engar sorptunnur eru við hús eins og almennt tíðkast og sparar það sveitarfélaginu mikinn Fá lægri fasteigna- skatta fyrir flokkun lífræns úrgangs kostnað við sorphirðu. Sagði Pétur Bolli að mjög vel hefði gengið að virkja íbúa til að flokka lífrænan úr- gang og eru þeir verðlaunaðir í gegn- um fasteignaskatta, en gjaldið lækk- ar hjá þeim sem þátt taka í átakinu. „Þessi aðferð er ekki einungis þáttur í að skila því sem tekið hefur verið frá umhverfinu, heldur er þetta hagkvæmt fyrir sveitarfélagið, því með moltugerðinni minnkum við það sorpmagn sem annars þyrfti að fara í land,“ sagði Pétur Bolli. Fráveitumál í góðum farvegi Hann gat þess einnig að fráveitu- málin væru í góðum farvegi og nefndi að nánast öll hús í jaðarbyggðum væru tengd rotþró þar sem nútíma- tækni er notuð, þannig að nú er öllu ekki lengur steypt í hafið eins og áð- ur var. Sagði sveitarstjóri að íbúarnir hefðu sjálfir þrýst á þessa þróun sem beri vitni um áhuga sem og vitund um umhverfismál. Stefnt er að því að reisa byggingu undir hreinsibúnað við holræsalögn í sjó. Jafnframt sagði hann að magnið væri takmarkað og miklir straumar kringum eyjuna. Pétur Bolli sagði mengun í eyjunni litla, þar væru fáir bílar, en íbúarnir setja svip sinn á mannlífið þegar þeir aka með hraða snigilsins á dráttar- vélum sínum eftir hellulögðum göt- unum. UM SÍÐUSTU áramót voru 155 manns á atvinnuleysisskrá á Akur- eyri, samkvæmt yfirliti frá Svæðis- vinnumiðlun Norðurlands eystra, 77 konur og 78 karlar. Að sögn Helenu Karlsdóttur, forstöðumanns Svæðis- vinnumiðlunar, er þetta í fyrsta skipti í nokkuð langan tíma sem fleiri karlar en konur eru á atvinnuleys- isskrá í bænum. Um áramótin í fyrra voru 223 á skrá á Akureyri, 123 kon- ur og 100 karlar. Í Dalvíkurbyggð voru 24 á at- vinnuleysisskrá nú um áramótin, 11 konur og 13 karlar. Helena sagði að óvenju margir væru á skrá í Dalvík- urbyggð um þessar mundir en þar hefðu verið 5–8 manns á skrá að jafn- aði. Hún sagðist verða vör við að at- vinnurekendur þar væru að segja upp fólki vegna samdráttar. Á sama tímabili fyrir ári voru 12 manns á at- vinnuleysisskrá í Dalvíkurbyggð, 5 konur og 7 karlar. Í Ólafsfirði voru 43 á atvinnuleys- isskrá nú um áramót, 26 konur og 17 karlar. Fyrir ári voru hins vegar 69 á skrá, 47 konur og 22 karlar en að sögn Helenu hafði gjaldþrot Fisk- verkunar Sæunnar Axels þar mikil áhrif. Í Hrísey voru 13 manns á at- vinnuleysisskrá um áramót, 10 kon- ur og þrír karlar en fyrir ári voru þar 9 á skrá, 8 konur og einn karl. Á Húsavík voru 31 á atvinnuleys- isskrá nú um áramót, 19 konur og 12 karlar, en á sama tíma í fyrra voru þar 39 á skrá, 19 konur og 20 karlar. Útlit fyrir einhvern samdrátt á árinu Helena sagði að almennt séð hefði atvinnuástand á svæðinu verið nokk- uð gott í fyrra og betra en árið á und- an. Hins vegar væri mjög erfitt að spá fyrir um hlutina á nýbyrjuðu ári en ýmsar blikur væru á lofti. Sam- kvæmt vottorðum frá atvinnurek- endum sem berast Svæðisvinnumiðl- un virðist um einhvern samdrátt að ræða. „Við erum hæfilega bjartsýn fyrir þetta ár en vonum það besta. Helena sagði að samhliða góðu at- vinnuástandi í fyrra hefði gengið vel að vinna í málum atvinnulausra hjá Svæðisvinnumiðluninni og koma þeim aftur út á vinnumarkaðinn. Síð- astliðið sumar hefðu verið mjög fáir á skrá og þá hefði verið hægt að vinna mun betur í málum þeirra sem hafa verið lengi á atvinnuleysis- skránni, að sögn Helenar. Atvinnuástand batnaði á Norðurlandi í fyrra LÍF og dauði undir frostmarki var heiti á ráðstefnu sem haldin var á Fosshótel KEA í gær en tilefni hennar var að tækjakost- ur svonefndrar kalstofu á Möðruvöllum hefur verið end- urbættur, en stofan var endur- opnuð af því tilefni í lok ráð- stefnunnar. Nýi tækjakosturinn býður upp á aukna möguleika á að prófa frostþol gróðurs og má til að mynda nefna að nú verður með skjótvirkum hætti hægt að prófa hvernig innfluttur efni- viður til skógræktar hentar hér á landi. Ráðstefnuna sátu um 50 fræðimenn og kynntu þar helstu sérfræðingar landsins á þessu sviði niðurstöður rann- sókna á þoli tún- og trjágróðurs og einnig þá möguleika sem skapast með nýjum tækjakosti í kalstofunni. Rannsóknarstofnun land- búnaðarins og Rannsóknastöð Skógræktar ríkisins á Mógilsá stóðu að ráðstefnunni. Kalstofa með bættum tækjakosti enduropnuð AGLOW, kristileg samtök kvenna, efna til fundar í félagsmiðstöðinni í Víðilundi 22 á Akureyri næstkom- andi mánudagskvöld kl. 20. Hrefna Brynja Gísladóttir flytur ræðu kvöldsins. Þá verður söngur á dag- skrá, lofgjörð og fyrirbænaþjónusta auk kaffihlaðborðs. Þátttökugjald er 450 krónur. Aglow-fundur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.