Vísir - 02.12.1978, Blaðsíða 5

Vísir - 02.12.1978, Blaðsíða 5
visra Laugardagur 2. desember 1978 5 anna, heldur tók á sprett og hljóp eins og sá, sem á lifiö aö leysa. Þaö átti ég lika, bókstaf- lega talaö, þvl aö slfk var grimmdin i karlinum aö hann elti mig eins og hann komst, og ég heyröi hvásiö I honum rétt fyrir aftan mig. En þegar ég kem upp á Smiöjustiginn, kem- ur margt fólk á móti okkur, og þá þoröi karldjöfullinn ekki annaö en aö hægja á sér. Ég tók eftir þvi aö fólkiö, sem ég mætti, leit til mi'n meö einskonar spurnarsvip, enda er þaö ekki á hverjum degi aö menn mæta al- blóöugu fólki á haröahlaupum eftir Laugaveginum. Ég hægöi ekki á mér fyrren égslapp inn i kjallarann hjá Kalla bróöur, en þaöan fór ég svo upp á Lauga- veg, þar sem mamma sáluga bjó þá. Mamma sáluga var skap- manneskja, eins og hún átti kyn til, og lét aldrei bilbug á sér finna.Hennihefur sjálfsagt ekki oröiö um sel, þegar sonur henn- ar kom á hennarf und heldur illa til reika og allur klistraöur i blóði. Þaö var búiö um sáriö, og þaö greri fljótt og vel. Mamma sagöi undireins aö ekki kæmi annað til greina en kæra þetta. Þaöermikiö talaö um aöréttar- farið sé ekki upp á marga fiska núna, en ég held nú að þaö hafi ekki verið merkilegra þá. Hlut- aöeigandi yfirvaldspersónur sögöu mömmu sálugu undir- eins, aö kæra yröi ekki tekin til greina nema skrifleg, og þótt ég sýndi höndina skorna dugði þaö ekkert. Maöur haföi nú litla peninga þá, svo aö möguleikar á lögfræöingsaðstoö voru tak- markaöir. En viö mamma fór- um til Gisla heitins Búa, föður Oskars Gislasonar ljósmynd- ara. GIsli Búi var lögfróöur maöur og ég held aö hann hafi verið lögfræöingur. GIsli var strax reiöubúinn að liösinna okkur, skrifaöi kæru, þar sem allt var hreint upp á gráðu, meö tilvísunum I hegningarlög frá átjánhundruöogeitthvaö. Hann var merkur maöur, Glsli og þekktur i Reykjavik á sinni tlö. Um hann var kveöið: Gisli Búi gekk I salinn, glaöa sólskin lék um halinn... Kæran var svo lögö fyrir yfir- völdin, og þá var karlinn hand- tekinn. En hann þrætti eins og berserkur og þvertók fyrir aö hafa gertmér nokkuö til miska. Ég haföi ekkert vitni, svo aö þetta endaöi meö þvi aö honum var sleppt, þó meö áminningu um aö hreyfa ekki viö mér eftir- leiöis. Fyrirsát i miðbænum Sú saga komst síöar á kreik aö karlskrattinn heföi ekki beinlin- is ætlaö aö drepa mig, heldur einungis aö ganga þannig frá málum aö tryggt væri þaöan af aö ég léti dóttur hans afskipta- lausa, sem og raunar kvenfólk yfirleitt. Ég efast nú fyrir mitt leyti um aö hann hafi ætlaö aö láta þaö eitt duga, þvl að hann hélt hnifnum þannig aö ég gat ekki betur séö en ásetningur hans væri aö drepa mig hrein- lega, reka mig I gegn. En fólskan og grimmdin I þessari karlskepnu var slik, aö ég heföi svo sem vel getaö trúaö honum til þess aö skella undan mér á eftir, eins og mér er sagt aö þeir geri sumsstaöar I Afrlku viö óvini slna, þegar þeir hafa drepið þá. Nú liöur og blöur, svo aö fátt ber til tlðinda. Viö dóttir karls- ins héldum uppteknum hætti, enda þótt mér væri orðið ljóst aö því gat veriö samfara viss á- hætta fyrir mig. Svo er það ein- hverntttna, þegarég er aölabba niður I bæ og kominn niöur aö Lækjartorgi, aöég veit ekki fyrr en þeir koma askvaðandi aö mér, feögarnir allir þrlr, og ætla bara aö ráðast á mig þarna i miðjum Miöbænum. Helduröu aö þaö hafi nú verið, maöur! Ég tókeftir þeimréttnógusnemma svo að mér gafst ráörúm til aö taka til fótanna, áöur en þeir náðu til mín. Ég hljóp eins og ég' komst frá þeim og inn I Sápu- húsiö, sem var viö endann á Austurstræti. Fólkinu sem þar var fyrir brá heldur I brún, þegar ég kom inn með þessum asa og fyrirgangi, en égsegi þvl undireins hvernig á þessu standi, þar séu þarna úti menn, sem ætli bara aö drepa mig. Einhver hringdi þá strax á lög- regluna. Ekki þorðu karlskratt- inn ogstrákarniraðelta mig inn Ég beiö þar inni þar til Palli heitinn póiitl kom á vettvang. Hannfór meömig upp á lögreglustöð, þar sem tekin var af mér skýrsla. Karlinn var tekinn þarna rétt fyrir utan Sápuhúsiö, svo aö hann hefur vist ekki verið búinn að gefa upp alla von um aö fá færi á mér. Þaö stóö þá til aö setja hann inn, en niðurstðan varö þó aðhonum varenn sleppt og aftur gegn loforöi um aö sjá mig I friöi framvegis. Og hann stóö viö þaö I þetta sinn. En hann geröi annaö, sem mér likaði miöur. Hann sendi sem sé stelpuna út til Danmerk- ur, til fólks sins þar. Auðvitaö var þaö gert til aö stia okkur sundur, þegar ekki dugöi annað. Þvlaösvoheit varþessi æskuást aö viö héldum áfram að hlýöa kalli hennar, meöan til vannst, enda þótt ég væri búinn aö sann- reyna aö ég var I bráöri lífs- hættu af þeim sökum. Viö reyndum aö vlsuaö foröa okkur frá háska meö því aö hittast sem leynilegast. Efnahagurinn var ekki betri en þaö þá, aö ég gat ekki haft herbergi út af fyrir mig, heldur hélt til hjá mömmu sálugu. Ég gat þvi ekki fariö meökærustuna heim til mln. En maöur átti kunningja eins og gengur, og þeir lánuöu manni herbergi. Viö uröum bæði jafn harm- þrungin, þegar hún færöi mér þær fréttir aö þaö ætti aö senda hana út. En ekki tjóaöi aö spyrna á móti þeim broddum, þvi aö mótmæli stúlkunnar voru ekki tekin til greina heima hjá henni. En við gáfumst ekki uppog réöum ráöum okkar. Viö bundum það fastmælum aö ég kæmi út á eftir henni, jafnskjótt og ég fengi vinnu og einhverja aura. Hún fór út meö Drottningu Alexandrlnu, sem þá og lengi slðan gengdi miklu hlutverki i flutningum á milli Danmerkur og Islands. Ég kom þá ofan á bryggju og kvaddi stúlkuna, eins og viö höfðum talaö um áö- ur. Þar var mikil mannþröng eins og jafnan, þegar milli- landaskip koma og fara, fjöldi fólks aö heilsast og kveðjast, faömast og kyssast. Ég átti ekki von á neinu misjöfnu þar. Viö stúlkan kvöddumst svo meö tár- um og gagnkvæmum heitum um aö gleyma aldrei hvort öðru, ei- llfan trúnaö og svo framvegis. En rétt á eftir, þegar hún er fár- in um borö, sé ég hvar annar bræöra hennar er aö olnboga sig gegnum mannþröngina I áttina til mln. Hann var ólmur af illsku og ætlaöi hreint og beint aö ráöast á mig þarna, frammi fyrir hálfum bænum. Ég veit ekki hvernig farið heföi okkar á milli, þvl aöstrák- urinn var uxi sterkur eins og karlinn og sveifst þar aö auki einskis, en ég var að vlsu llka sæmilega aö manni, þótt ég segi sjálfur frá. En aö þessu sinni kom ekki til þess aö ég þyrfti sjálfur aö verja hendur mlnar. Þarnavoru nærstaddir margir vinir minir, þeirra á meöal Geirjón nokkur, sem slöar varö lögregluþjónn, ágætur drengur. Hann var þá ekki nema strákl- ingur eins og ég, en öngu aö slö- ur heljarmenni að buröum. Hann sáaö hverju fór, óöbeint á strákskrattann og sló hann niöur eins og skot. Viö þaö slapp ég i þaö skiptiö, og við Geirjón gengum heimleiöis. En karlfóliö fékk öngu aö siö- ur vilja slnum framgengt aö þvl leyti, aö ástarsaga okkar dóttur hans var hér með búin. Þá var nú annað aö lifa en núna, og þaö varö biö á því aö ég fengi þaö mikla aura aö til þess væri hugsandi aö fara út. Ég frétti seinna aö stúlkan heföi gifst til London, Englendingi. Ég hef ekkert frétt af henni slöan. Ætli hún sé ekki dauö. 'ARFUM de TOILETT SÁPUR LUBIN PARIS parfum de lubin LETT OG FERSKT FRÁ PARÍS Sími 82700. LEGO nýtt lciktang á degi hverjtim Byggt. Þrjár nýjar samstæður til að velja á milli. MeÖ LEGO er hægt aö líkja eftir veruleikanum -td reisa sjúkrahús LEGO býður sífellt upp á eitthvað nýtt. Hugmyndirnar eru sóttar í veruleikann. Nýju veggeiningarnar valda því að fljótlegt og auðvelt er að reisa bygginguna. Ný tegund af samskeytum veldur því að hægt er að opna húsin meðan verið er að leika sér með þau og loka þegar hætt er. Og sífellt er hægt að breyta. Það er einmitt megin- hugmyndin með LEGO kitbbum.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.