Vísir - 02.12.1978, Blaðsíða 19

Vísir - 02.12.1978, Blaðsíða 19
VTSIR Laugardagur 2. desember 1978 Hvar finnur þú meira úrval ? §u tegundir af gluggatjaldaefnum og húsgagna- V áklæðum úr ull og bómull tegundir af kókos- og sisalteppum Bómull, ull, sisal, kókos — efni sjálfrar náttúrunnar epol | V/Laugalæk Reykjavil V/Laugalæk Reykjavik — simi 36677 Opið mánudaga — föstudaga frá kl. 14-18, laugardaga frá kl. 10j nafn sendanda heimilisfang sveitarfélag póstnúmer Vinsamlegast klippiö þennan hluta frá auglýsingunni og sendiö okkur ásamt kr. 3.600 - ef þér viljið kaupa Quelle pöntunarlista. haust-vetur 1978-79, ásamt afsláttarseðli. Greiöslu er best að inna af hendi með þvi aö greiða inn á póstgíróreikning okkar nr. 15600 eða senda ávisun með afklippunni til: Hlein hf. Pósthólf 39, 230 Njarðvík. VÍSIR-SMÁAUGLÝSINGAR 0PIÐ SUNNUDAGA KL. 14-22 VISIR Simi 86611 VlSIR VISIR Simi 86611 VISIR VISIR Simi 86611 VISIR Þetta er bók fagurkerans á sviöi skáldskapar og telst til bókmenntalegra tíöinda. Hér má lesa um Ingvar Ingvarsson og dætur hans/ Bjögga í Fol- aldinu og brúarmennina í Ár- vogum, frúna í Miklagerði og leiðina i Munaöarnes/ konuna sem beiö eftir bréfi frá Bo- ston/ litlu stúlkuna sem fékk púpu I sálina, postulínskoppinn á Flatey og slysatilburöinn í Kaupmannahöfn og loks Sig- valda garömeistara, dásemd- ina rauðhærðu og austanstrák- inn. Rautt í sáriö eru listilega sagðar sögur á fögru, kjarn- miklu máli, enda er Jón Helgason landskunnur frá- sagnarsnillingur. Þorleifur Jónsson dregur hvergi af sér í frásögn sinni. Sviö minninga hans spannar allt ísland, 70 kaflar um menn og málefni, þar á meðal þjóö- kunna stjórnmálamenn og aöra framámenn.en einkum þó þaö sem mestu varöar, alþýöu manna, íslenskan aðal til sjós og lands. Þorleifur kemur vel til skila stjórnmálaafskiptum sínum og viðskiptum viö höf uðf jendurna, krata og templara. Hann er tæpitungu- laus og hreinskilinn og rammíslenskur andi litar frá- sögnina frá upphafi til loka. Skálateigsstrákurinn Þorleif- ur Jónsson er margfróöur og afspyrnu skemmtilegur. Hver sem les frásögn hans verður margs vísari um mannlíf á Is- landi á öldinni, sem nú er aö líða. 3ÖH/NNNES SKALA TEIGS STRAKURHNiN ÞORLEIFUR JÖIMSSON HELDURSINU STRIKI Voru þingmenn meiri skörungar og reisn Alþingis meiri fyrr en nú? Upprisa al- þingismanna svarar þessu að nokkru, en þar er aö finna mannlýsingar 55 alþingis- manna og ráðherra, eftir háöfuglinn Magnús Storm. Þessar mannlýsingar hans einkennast af fjörlegum stíl og fullkomnu valdi á kjarn- góöu, hnökralausu máli og margar eru þær stórsnjallar, einkum hvaö varöar hiö bros- lega í fari viökomandi. Bregöur þá fyrir á stundum dálítið meinlegri hæöni. Magnús Stormur bjó Upprisu alþingismanna undir prentun stuttu fyrir andlát sitt og sjálfur mun hann hafa talið marga þessara palladóma meöal þess besta sem hann lætur eftir sig á prenti.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.