Vísir - 09.02.1979, Blaðsíða 16

Vísir - 09.02.1979, Blaðsíða 16
VÍSIR 20 Föstudagur 9. febrúar 1979 LÍFOGLIST LÍFOGLIST IÍF OG LIST LÍF OG LIST LÍF OG LIST LÍF 06 LIST Hafnarbíó: Með hreinan skjöld — Endalokin ★ + Lurkum lamin kvikmynd Með hreinan skjöld — Endalokin — Walking Tall — Final Chapter. Hafnarbió. Bandarisk. Argerð 1977. Aðalhlutverk: Bo Svenson, Margaret Blye, Forrest Tucker, Sandy McPeake Handrit: Howard B. Kreitsek. Leik- stjóri: Jack Starrett. Hreinsaö til meö lurkinum góöa. Buford Pusser hét hörkutól úr löggustjóra- stétt i Tennessee. Hann varð einn af þessum lif- andi goðsögnum sem Amerikanar eru sérfræö- ingar i aö búa til. Pusser þessi haföi það sér til ágætis að reka heila hers- ingu af skitnum glæpon- um og óþjóöalýð úr um- dæmi sinu meö lurk einan að vopni, — aö þvi er sagnirnar hermdu. Pusser varö eins manns hreinsunardeild. Hann varð að visu fyrir per- sónulegum sorgum i átökunum við bófana, en i staðinn fékk hann frægð og auð. Hollywood sá sér leik á borði og miðaði út á auga- bragði að þarna væri maður til að græða á. Ævi Buford Pussers lögreglu- Kvikmyndir Arni Þór- arinsson skrifar stjóra varð að kvikmynd- inni Walking Tall sem Phil Karlson leikstýrði árið 1973. Þetta var I eðli sinu ódýr B-mynd, en hún höfðaði til ameriskrar al- þýðu: Einstaklingurinn sem ofbýður rotnun sam- félagsins, spillingin sem þrifst i skjóli bófaveldis- ins, ris upp og ræðst gegn ofureflinu. Og sigrar. Gamalt og gott stef, sem hér hafði það krydd að vera byggt á sönnum at- burðum. Walking Tall græddi mikið fé, og ótal svipaðar myndir sigldu I kjölfarið. Og Hollywood hélt áfram að kreista Pusser og bjó til Walking Tall — Part II, og núna kemur svo Walking Tall — Final Chapter. Loka- kaflinn guðsélof. Þegar ég sat i Hafnar- bíói og hafði horft á fyrsta klukkutimann eða svo af þessari mynd hugsaði ég með mér (spakur að vanda): Að þeir skuli nenna þessu! Hér var allt við það sama. Fyrri myndirnar endurteknar nánast senu fyrir senu. En svo tók myndin allt i einu nýja stefnu. Hún fór að fjalla um það hvernig Pusser varð fórnarlamb eigin lifs: Tapar kosning- um um löggustjóraem- bættiðselur sig og ævi sina, harmsöguleg sem hún er i eðli sinu, til Hollywood horfir á sjálf- an sig taka á sig mynd kvikmyndaleikara á hvita tjaldinu, lifir aftur martröðina þegar eigin- konan var sundurskotin af bófunum o.s.frv. Þarna var semsagt verið að fjalla um það hvernig ævi mannsins varð að þeim hasarmyndum sem voru undanfari þessarar. En æ þvi miður, — og reyndar eins og við var að búast, — klúðra aðstandendur myndarinnar þessum þætti efnisins. tJtkoman er venjulegur og grunnur glansari af máttlausara taginu. 1 lokin ferst Buford Pusser, auðugur efniviður Hollywood- mynda, i bilslysi. Sem betur fer lifði hann þaö ekki að sjá þessa kvik- mynd. Samtöl þessarar mynd- ar eru kapituli útaf fyrir sig. Ég hef sjaldan heyrt leikara þurfa að lifa sig inn i jafn neyðarlegt þrugl. Enda geta þeir það ekki. Bo Svendson, sem hér tekur við af Joe Don Baker i hlutverki Puss- ers, er mikill beljaki og fremur geðslegur og ein- lægur leikari, en hann getur ekkert gert nema geiflað sig af ógleði yfir leiktextanum. Jack Starrett, leikstjóri hefur gegnum árin skap- að sér pinulitinn orðstir sem flinkur fagmaður i gerð æsifenginna hasar- mynda og þá sjaldan hann fær tækifæri til að sýna leikni sina i slikum hlutum hér þá bregst hann ekki. En hann er auðvitað ofurseldur lág- kúrulegri meðferð á mannlifsþáttum hand- ritsins. —A Blóm sem er ekki blóm Alþýðuleikhúsiö, sunnandeild sýnir I Lindarbæ „Vatnsberana” eftir Herdlsi Egilsdóttur leikstjóri: Þórhildur Þorleifsdóttir Leikmynd og búningar: Þórunn S Siguröardóttir Lög og textar: Herdls Egilsdóttir Alþýðuleikhúsið frum- sýndi I Lindarbæ á sunnu- daginn barnaleikritiö „Vatnsberana” eftir Her- dlsi Egilsdóttur. Reyndar var þetta ekki eiginleg frumsýning, þvi að leik- ritið hefur þegar verið sýnt i flestum grunnskól- um höfuðborgarsvæöis- ins. Það er samið I sam- vinnu við skólarann- sóknardeild, en höfundur er Herdis Egilsdottir, sem er löngu þekktur barnabókahöfundur. Leikritið er stutt og hnitmiöað, algerlega spunniö utan um eina hugmynd: hlutskipti þeirra, sem skera sig úr hópnum, og verða fyrir aðkasti þess vegna. Vatnsberahjónin bera blóm, en verða fyrir þeirri ógæfu aö eignast blóm, sem er ekki blóm, heldur bara strákur, sem hvorki er með krana eða fræpoka og hefur þar að auki langa mjóa fætur. Strákurinn á auðvitað ekki sjö dagana sæla og hrekst loks aö heiman. En vatnsberastelpan, hún systir hans, fær eins kon- ar vitrun I draumi, tekur bróður sinn I sátt, og sag- an fær góðan endi. Prédikun I dæmisögu- formi. Leikendur eru fimm en Vatnsberarnir — þrátt fyrir alit vantaöi samt eitthvað upp á aö sýningin slægi I gegn, segir Bryndis m.a. I umsögn sinni. hlutverkin hins vegar ell- efu, svo aö hver um sig verður að bregða sér I mörg gervi. Skiptingar ganga mjög fljótt og vel auk þess, sem leiktjöld eru þannig gerö, að þaö má breyta þeim á svip- stundu i hvað sem er. Sýningin bar þess merki, að hún hafði verið lengi I gangi, þvi að leikur allra var léttur, áreynslulaus, „rútineraður”. Hanna María Karlsdóttir hefur það skemmtilega hlut- verk að vera sögumaður, hún spilar bæði á flautu og gitar, auk þess sem hún hefur mjög viðfelldna söngrödd. Það er hennar að tengja saman atriði leiksins og útskýra fyrir börnunum, hvernig leik- hfls verður til. Endanlega gengur hún inn i leikritið og leikur með hinum. Skemmtileg hugmynd og vel gerð. Þórhildur Þorleifs- dóttir er leikstjóri aö þessari sýningu, og er hún um margt Þórhildar- leg, þó að hún sé ekki eins góð og það besta sem Þórhildur hefur gert hingað til. Að visu var henni þröngur stakkur skorinn, þar eð þetta átti að vera farandsýning og ekki vitað fyrirfram, hvernig aðstæður kynnu að verða. Auk þess sem það er enginn hægðar- leikur að láta vatnsbera gera sig uppi á leiksviði. Þvi má skjóta hér inn, að búningar voru mjög fall- Leiklist Bryndís Schram skrifar ' egir og hugmyndarikir og höfundi sinum til sóma. En þrátt fyrir allt þetta vantaði samt eitthvað upp á að sýningin slægi I gegn, eins og sagt er. Hún hélt ekki athygli barn- anna óskiptri. Kannski var atburðarásin ekki nógu hröð, spennan ekki nógu mikil, eða bara áhorfendur of veraldar vanir og lifsreyndir til að láta tala við sig eins og börn!! Nú þegar þetta leikrit hefur verið sýnt i öllum grunnskólum Reykja- vlkur, hlýtur röðin að koma að landsbyggðinni. Það er réttlát krafa, að börn úti á landi séu ekki látin gjalda fjarlæg&ár- innar, þegar með litlum tilkostnaði má færa þeim menninguna heim. —BS. Að vera AÐALSTEINN Þaö er oft erfitt aö vera gagnrýnandi, — aö leggja hlutlægt mat á listræna framleiöslu annarra. Menn geta veriö þreyttir, fúlir og I slæmu tilfinningalegu jafnvægi þegar þeir meta verkin. Þeir mega þvi gæta þess aö þessir neikvæöu þættir innra meö þeim sjálfum endurspegiist ekki I umsögn um aöra. OAGBLADin MUDIIDAG FEIMNI0G ÓSKHYGGJA Gagnrýnendur mega gæta þess aö neikvæöir þæt innra meö þeim sjálfum endurspeglist ekki I umsögn i aöra, segir ólafur m.a. I andmælum viö myndlist: gagnrýni Aöalsteins Ingólfssonar I Dagblaöinu. Gagnrýni Aðalsteins Ing- ólfssonar yfirgagnrýnanda Dagblaðsins, þriðjudaginn 6. febrúar, finnst mér um of endurspegla hans hugar- ástand. Grein hans ber yfirskriftina: „Feimni og óskhyggja og á vist að fjalla um sýningu Svölu Sigurleifsdóttur I Galleri Suðurgötu 7. Framarlega I greininni segir Aöalsteinn. „...henni er I mun aö koma ákveðnum meiningum á framfæri. I þessum Ivitn- unum sinum á hún vissu- lega samleiö með Erró, eins og áöur hefur verið bent á”. Hvergi áður I greininni hefur Aðalsteinn minnst á Erro.hann hlýtur þvi að visa hér til fyrri greinar um Svölu sem ég veit ekki til að hann hafi skrifað nema það sé farið að prenta hluta Dagblaðs- ins með ósýnilegu letri. Enn heldur hann áfram aö visa á vin sinn Erró: „En þar sem Erró með- höndlar gamla meistara með skemmtilegu sam- blandi af virðingu, ærsla- fullri glettni og pólitiskri sannfæringu, þá er eins og þessi myndlistararfleifð bókstaflega þrúgi Svölu. Hún ber eiginlega of mikla virðingu fyrir öllum þess- um listjöfrum sem hún vitnar I til þess að henni takist að brjóta sér einka- veg i listinni. Verk númer eitt heitir „Linur sem ég vildi hafa skrifað”. Þar er vitnaö I ýmsar listakonur lifs eða liðnar og það er óskhyggja af þvi tagi sem virðist móta samskipti Svölu við list fyrra tima. „Ekki held ég að Inga Birna Jónsdóttir, svo dæmi sé tekið verði flokkuð með listjöfrum fyrri tima. En hún er ein þeirra sem legg- ur til „Linur” I verki númer eitt. Hvað „ósk- hyggju” Svölu viðkemur þá kemur hún myndlist henn- ar lítið við, ef hún hefði sagt: „Myndirsem ég heföi viljað mála” þá hefði það verið annaö mál, en nú segir hún: „Linur sem ég vildi hafa skrifað”. Ekki má rugla saman ritlist og myndlist Aðalsteinn. Fyrirgefðu, Aöalsteinn, ég var næstum búinn að gleyma vini þinum Erró, sem þú miðar Svölu á ein- um stað við. Að þinum dómi eru samskipti Errós við gamla meistara á grundvelli „...virðingar, ærslafullrar glettni og póli- tiskrar sannfæringar”. Viö hlið risans Erró er Svala náttúrulega sem peð. Þvi hlýtur hún að vera „þrúg- uð” af hinum „gömlu meisturum” sem risinn Erró mætir með „ærsla- fullri glettni”. I mynd sinni „Hvernig list þér á” setur Svala „...saman bút úr sjálfsmynd Rembrandts og túpur úr fjöldaframleidd- um „Rembrandt lit” ”. I þessari mynd finnst mér Svala bera virðingu fyrir nafni Rembrandts. Hún vill ekki gera það að verslunar- vöru. Hún er einnig póli- tisk, skýtur á notkun kapitalismans á listinni og hún sýnir ærslafulla glettni i að smella svona túpu á vegg með mynd af Rem- brandt þreykktri á. En sennilega er það rétt hjá þér, Aðalsteinn minn, aö Svala sé þrúguð af Rem- brandt o.co. Hún er hvorki rik né fræg né karlkyns, hvi skyldi slik vera voga sér að vera i senn full af ,;...virð- ingu, ærslafúllri glettni og pólitiskri sannfæringu” i návist stórmeistara? LÍF 0G LIST LÍF 0G LIST LÍF OG LIST LÍF OG LIST LÍF OG LIST LÍF OG LIST

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.