Vísir - 21.02.1979, Blaðsíða 10

Vísir - 21.02.1979, Blaðsíða 10
10 Mi&vikudagur 21. febrúar 1979. Útgefandi: Reykjaprent h/f Framkvæmdastjóri: Davið Guðmundsson Ritstjórar: ólafur Ragnarsson Hörður Einarsson Ritstjórnarfulltrúar: Bragi Guðmundsson, Elias Snæland Jónsson. Fréttastjóri er- lendra frétta: Guðmundur G. Pétursson. Blaðamenn: Axel Ammendrup, Edda Andrésdóttir, Halldór Reynisson, Jónlna Michaelsdóttir, Jórunn Andreasdóttir, Katrln Pálsdóttir, Kjartan Stefánsson, Oli Tynes, Sigurður Slgurðarson, Slgurveig Jónsdóttlr, Sæmundur Guðvinsson, Þor- valdur Friðriksson. Iþróttir: Gylf I Kristjánsson og Kjarfan L. Pálsson. Ljósmynd- ir: Gunnar V. Andrésson, Jens Alexandersson. útlit og hönnun: Jón Oskar Haf- sfeinsson, Magnús Olafsson. Auglýsinga- og sölustjóri: Páll Stefánsson. Dreifingarstjóri: Sigurður R. Pétursson Auglýsingar og sxrifstofur: Slðumúla 8. Simar 86611 og 82260. Afgreiðsla: Stakkholti 2-4 simi 86611. Ritstjórn: Siöumúla 14 simi 86611 7 linur. Askrift er kr. 2500 á mánuöi' innanlands. Verö i lausasöiu kr. 125 eintakið. Prentun Blaðaprent h/f Fœr arðurinn aflausn? Það er engu likara en efnahagsvandamálin síðustu mánuðina hafi orðið til þess, að allir stjórnmálaf lokkar haf i áttað sig á nauðsyn þess að auka arðsemi íslenskra atvinnufyrirtækja. ( hinu umtalaða efnahagsmálafrumvarpi Olafs Jóhannessonar forsætisráðherra er t.d. gert ráð fyrir því, að lögf est verði sú regla, að lánveitingar hinna opin- beru f járfestingarlánasjóða verði ákveðnar eftir „sam- ræmdum reglum um arðsemismat". Vissulega er timi til þess kominn, að augu ráðamanna opnist fyrir því, að efnahagslegum framförum verður ekki náð nema atvinnufyrirtækin skili arði. Það hefur of lengi verið sameiginlegt markmið allra stjórnmálaflokkanna að „tryggja hallalausan rekstur atvinnuveganna", eins og þeir hafa orðað það. Þetta hef ur í reynd þýtt bannfæringu arðsins eða gróðans. Nú komast stjórnmálaflokkarnir ekki lengur fram hjá þeirri staðreynd, að núllrekstrarhugsjónin hefur beðið skipbrot. Þess vegna kemur það loksins til álita að veita arðinum aflausn. Sá stóri galli er þó á hugmyndum stjórnarf lokkanna, að þar er enn gengið út f rá þeirri ímyndun, að þingmenn og þingkjörnir úthlutunarstjórar geti ákveðið eða metið arðsemi í atvinnulífinu. Reynslan af forsjá opinberra aðila í þessum efnum er vægast sagt átakanleg. Auðvitað verður ekki hjá því komist að ætla opinberum aðilum að ákveða opinberar framkvæmdir, þ.á.m. þær, sem ákveða ætti eftir hreinum arðsemissjónarmiðum. En þar heyrir það til undantekninga, að val milli verkefna ráðist af arðsemismati. Þvert á móti er það venjulega viðkvæðið hjá hinum opinberu ákvörðunarað- ilum, aðf leiri sjónarmið verði að hafa í huga en „blákalt arðsemissjónarmið". Það er hið sígilda skálkaskjól þeirra, þegar þeir telja sér henta að láta arðsemina lönd og leið. Allir, sem þekkja til lánveitinga úr hinum opinberu sjóðum til einkarekstursins, vita mætavel, að við þær hef ur arðsemismat ekki verið í hávegum haft. Skömmt- unarstjórar stjórnmálaflokkanna hafa fyrst og siðast í huga atkvæðalegan afrakstur, en ekki f járhagslega arð- semi. Flestir ættu að vera búnir að sjá, að hið pólitíska pen- ingaskömmtunarkerfi gagnar fáum eða engum. Það er ekki örvandi f yrir vel rekin atvinnuf yrirtæki, því að þau bera yfirleitt skarðan hlut frá borði. Og sem betur fer nær það ekki þeim tilgangi fjölmargra stjórnmála- manna að kaupa þeim vinsældir, eins og svo eftirminni- lega sannaðist í síðustu þingkosningum. Aldrei hafði verið úthlutað öðrum eins kynstrum af opinberu fé eins og á síðasta kjörtímabili. Og aldrei hafa stjórnarf lokkar, sem að sjálfsögðu réðu mestu í úthlutunarstarfinu, fengið aðra eins útreið í kosningum. Hinir einu, sem í raun og veru njóta góðs af núverandi skömmtunarkerf i, eru búskussar í atvinnurekstri, sem helst kunna það fyrir sér að gera út á sjóðakerfið. Það er vissulega tímabært, að hið opinbera lánasjóða- kerfi verði tekið til endurskoðunar. En ekki með þeim hætti, sem nú er helst talað um. Það fer áreiðanlega best á því, að hið opinbera haf i til úthlutunar aðeins það f jár- magn, sem viðurkennt er, að ráðstafa megi eftir öðrum sjónarmiðum en arðsemisvonum. Ráðstöfun þess láns- f jármagns, sem á I alvöru að bera f járhagslegan arð, er betur komin í höndum viðskiptabankanna. Enn um Félogsstofnun stúdenta: w ENGIN OREIÐA HJÁ STÚDENTUM Það er á flestra vitorði að i Há- skólanum reka menn nokkuð harðvituga pólitlk. Þó ströngustu kröfum um málefnalega baráttu sé ef til vill ekki fylgt út I æsar hafa menn yfirleitt látið vera að bregða sér i gervi götustráka og saka andstæðinginn um afbrot og glæpi. Nú er þó kveöinn annar óður. Ihaldspiltur úr Háskól- anum, Sigurður Sigurðsson, titlaður stud. jur. reit fyrir skömmu grein i Visi og neri ýmsum skömmum um nasir vinstri sinnaðra skólafélaga sem sómakært ihaldsfólk hefur hingað til kinokað sér við. óreiða laganemans Grein Sigurður fjallaði I bland um bágan hag þess þrifafyrir- tækis sem nefnt er Félagsstofnun stúdenta og ýmiss konar vonsku vinstri manna sem þar sitja i stjórn. Meðal notalegra ásakana sem Siguröur veltir sér upp úr var m.a. staðhæfing um „bók- haldsóreiöu” hjá stofnuninni. Fránu auga hans yfirsást ekki heldur hvar orsaka hennar væri að leita. Þar sem vinstri stúdentar skipuðu meirihluta I stjórn Félagsstofnunar fannst honum auösætt aö þeir ættu sök á allri óreiöu ef þeir þá stæðu ekki beinlínis fyrir henni. Nú er þaö útaf fyrir sig ekki nýtt undir sól- unni að margmæddir ihaldsmenn skelli á vinstri stefnu skuldum alls þess sem miöur fer i þessum heimi. Þetta er hins vegar nokkuð hvimleiöur áburður, einkum i ljósi þess að óreiöan er einfald- lega ekki til staðar innan stofnunarinnar. Ég ætlast náttúrulega ekki til að Sigurður taki mig trúanlegan um þetta atriöi — enda blóðugur kommi aö hans dómi. En ég bendi honum á t.d. Stefan Svavarsson sem situr i stjórn Félagsstofnunar sem full- trúi Háskólaráðs. Stefán er kennari viö viðskiptafræðideild- ina og kann vist þó nokkuö fyrir sér I endurskoöun og bókhalds- fræöum. Enginn nýr honum heldur um nasir aö vera ákafur stuðningsmaður villta vinstursins i Háskólanum svo hann ætti aö vera Siguröi óljúgfróð heimild. 4000 tölvuspjöld brunnu Staðhæfingar laganemans um óreiðu innan Félagsstofnunar má visast rekja til þess að efnahags- og rekstrarreikningar fyrir áriö 1977 liggja ekki fyrir i endanlegri gerð. Þaö er auðvitað miður. Hins vegar eru Sigurði orsakir þess mæta vel kunnar. Þær eiga rætur i þeirri ákvörðun að færa bókhaid stofnunarinnar yfir i tölvubók- hald. Það var ákveðiö 1977 og I mai sama ár var byrjað að vinna tölvusetninguna hjá Reiknistofn- un Háskólans. 1 september það ár henti hins vegar það óhapp aö húsakynni Reiknistofnunar brunnu og með þeim 4000 tölvu- spjöld sem búiö var að gata reikninga Félagsstofnunar inná. Þetta er höfuðorsök þess að endanlegt uppgjör fyrir áriö 1977 er ári á eftir áætlun. Málatil- búnaður Siguröar er á hinn bóg- inn svo ærslakenndur að mér brygði ekki ef næsta skref hans væri að ásaka vinstri stúdenta fyrir að hafa kveikt i draslinu. Afkoma fyrirtækja Ijós Aðrar minniháttar tafir má telja til. Tölvuspjöldin þurfti að Miðstýring jafngildir stöðnun Steingrimur Hermannsson dómsmálaráöherra lét þess getið á dögunum I útvarpssamtali að þaö væri draumur stjórnarinnar að geta fetaö þrönga veginn milli minnkandi verðbólgu og fullrar atvinnu. Hugmyndin væri sú að Þjóðhagsstofnun yrði látin fylgj- ast með feröalaginu og gefa rikis- stjórninni viðvörun i hvert sinn sem hún væri um það bil að keyra út af. Ráðherrann var svo vongóöur og næstum landsföðurlegur og hlýr i þessum töluöu oröum að ég hugsaði meö mér: Sko, ef einhver trúir ráðherranum illa, þá trúir hann honum núna. Það er að segja, ef hann veit ekki betur fyr- irfram. Og hugurinn reikaði til ferða- laga við erfið skilyröi... Þegar menn voru sendir út úr skrjóðn- um I blindbylnum til að ganga á undan, þegar slóðin sást ekki. Eða þegar mjakast var á þröng- um gilvegi og maður gekk á brún- inni til viðmiðunar, þegar undir- staðan i kantinum gat veriö ótraust. Enn reikaði hugurinn. 1 þetta sinn sé ég fyrir mér rikisstjórnina i faratæki sinu með þjóðina og efnahagslifiö i eftirdragi og starfsmenn Þjóðhagsstofnunar á hlaupum á þrönga veginum og ut- an viö hann, á nálum um að far- artækið færi út af þá og þegar með eitt hjól eða kannski alla gomsuna. Jú, svona getum viö bilstjór- arnir hugsað. En við getum ekki verið I neinum ferðafélagsleik I efnahagsmálum. Auövitað reynir maður að sýna ráðherranum full- an skilning, hann var svo innileg- ur i útvarpinu. Maður veit nefni- lega alveg hvað hangir á spýtunni þegar félagshyggjumaður fer að tala eins og góðlát skipulags- hyggjusál, einkum ef það er Framsóknarmaður kominn i bland við Alþýöubandalag. Og ég gekk á eintal mitt við Jónas frá Hriflmöh, eplið fellur aldrei langt frá eikinni. Hermann hljóp i fjall- ið og gaf sig trölium. Sonurinn er af álfum seiddur. öh, þetta er ekki bara raddþjálfun”. Símtólin mönnuö hagfræð- ingum. Það sem Steingrim Hermannson dreymur um hefur áöur verið reynt hérlendis og við- ar. Hérlendis var það t.d. reynt I takmörkuöum tilgangi gegnum sima i Þjóðhagsstofnuninni 1975- 6. Þá var talin hætta á atvinnu- leysi og simtólin voru mönnuð læröum hagfræðingum og við- skiptafræðingum sem hringdu út i atvinnulifiö og spurðu kurteis- lega, hvort nokkrar uppsagnir væru I nánd eða hætta á sam- drætti og atvinnuleysi. Atvinnu- leysið kom aldrei. En það er siöan taliö ósannað mál, að tilraunin hafi misheppnast. Hins vegar er alltaf látið ósagt hvaða mis- skilningur olli þvi upphaflega aö byrjað var aö hringja. Konjunkturinstitutet I Sviþjóð er stofnun, sem reynir eitthvað svipaö af og til og reglulega. Þar er eins og alls staðar, þegar sósialistar hafa náð i of mikla peninga frá öðrum, mikill mann- afli, nóg af skrifborðum og fullt af simum. Auk þess tilkomumikið safn af tölum aö styöjast viö og tölvur til útreikninga og saman- burðar. Einhvern veginn hafa menn samt aldrei verið ánægðir með niðurstöður þeirrar stofnun- ar, þegar framtiðin er annars vegar. Þar i landi hefur hins veg- ar veriö látiö ósagt hvort þaö voru einstakir þættir efnahagslifsins eða stjórnvöldin, sem voru á skökkum stað, þegar byrjað var að afla I spárnar. En einhvers staöar fór eitthvað út af, og liggur þar enn, eins og grafinn hundur, meðan iðnaöarframleiðsla Svia dregst saman. Ríkisstjórnin stefnir í stöönunarveröbólgu Með þessu er einfaldlega verið að segja að það sé alls ekki hægt að gera það sem Steingrim Hermannson dreymir um. Það er auövitað hægt með áðurnefnd-

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.