Vísir - 14.05.1979, Blaðsíða 7

Vísir - 14.05.1979, Blaðsíða 7
VÍSLR Mánudagur 14. maf 1979 Heslasýnlng á Melavelli á sunnudaglnn Á sunnudaginn næsta verður efnt til mikillar sýningar á Islenska hestinum á Melavellin- um hér i borg. Dagurinn hefur verið nefndur Dagur hestsins og stendur Hagsmunafélag hrossa- bænda ásamt Féiagi tamninga- manna fyrir þessari sýningu. Á Melavelli verður sérstök samfelld dagskrá, þar sem allir helstu gæðingar landsins verða sýndir ogallar hliðar hestaiþrótta verða kynntar. Að sögn aðstand- enda sýningarinnar er leitast við að fá alla bestu gæðinga landsins á sýninguna, þvi að nil sé orðin brýn þörf á þvi að kynna hesta- iþróttina fyrir borgarbiium. Sýndir verða m.a. tveir kunn- ustu stóðhestar landsins, feðg- arnir Sörli og Náttfari, en þessir hestarurðu mjögsigursælir á sið- asta landsmóti. Bönn og unglingar, sem vakið hafa athygli fyrir hestamennsku sina, munu koma fram og sýna gæðinga. Unglingar úr Fáki veröa einnig með sýningardag- skrá. Loks mun 10 manna hópur úr Félagi tamningamanna koma fram með marga af snjöllustu gæðingum landsins og sýna listir sinar. Sýning þessi verður á allan hátt frábrugðin venjulegum hrossa- sýningum. Hún er unnin upp úr dagskrá, sem sýnd hefur verið I Þýskalandi við miklar vinsældir. Nú um þessar mundir er að mati tamningamanna sá timi, sem hesturinn er i hvað bestri þjálfun. Hannhefur verið þjálfaö- ur f allan vetur og þegar liða tek- ur á sumariö fer hann að dala. Gæðingar eru þeir hestar kall- aðir sem fengið hafa yfir 8 i eink- unn á landsmóti. Þeir eru allra hesta dýrastir og kosta frá ca. 500 — 700 þúsund, en hinir bestu eru metnir á nokkrar milljónir. Aftur á móti er hestur fyrir hinn venju- lega reiðmann, sem gerir ekki kröfur til verölauna á hestamót- um, verðlagður á ca. 300 þúsund krónur. Núna munu vera i eigu Reyk- vikinga um 3000 hestar, Kópa- vogsbúar eiga um 1000 hesta- og fjölgar stööugt hestaeign ibúa höfuðborgarsvæðisins. Búist er við að um 60 - 70 hest- ar verði sýndir á Melavéllinum á Degi hestsins. 1 framkvæmdastjórn „Dags hestsins” eru eftirtaldir menn: Ragnar Tómasson, Reykjavik, Halldór Gunnarsson, Holti, Sigfús Guðmundsson, Geldingaholti, Halldór Sigurðsson, Reykjavik og Sigurður Haraldsson, Kirkjubæ. Framkvæmdastjóri hátiðarinnar er Gisli B. Björnsson. —SS— « Díi i maraþon keppni í stofuglugganum heima hjá þérog nú mega veóurguóirnir vara sig Með nýrri sjáIfvírkrí vélasamstæðu og tvöfaldri límingu hefur Glerborg hafið framleiðslu á gleri sem er reiðubúið í sannkallaða maraþonkeppni við hina stormasömu íslensku veðráttu. . . . Og í þetta skipti er hætt við því að veður- guðirnir þurfi á allri sinni þolinmæði að halda. Tvöfalda límingin hefur nefnilega verið viðurkennd af sérfræðingum umallan heim sem sérstaklega örugg framleiðsluaðferð einangrunarglers. Hún sameinar þéttleika, við- loðun og teygjanleika, og það eru þessir fráþæru eiginleikar sem nú bjóða íslenskri veðráttu í fyrsta sinn byrginn. Þú getur fylgst með æsispennandi maraþonkeppni í glugganum heima hjá þér. . ; . V GLERBORG HF DALSHRAUNI 5 - HAFNARFIRÐI - SIMI 53333 Auglýsið í Vísi - Sími 866V V ,A6JERÍSKU HASKOLABOURNIR KOMNflt AFTUR Laugavcgi 37 laugavegi 89 Hafnarstrœti 17 Tml Í3ÖÖ8 13303 ”

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.