Vísir - 14.05.1979, Blaðsíða 8

Vísir - 14.05.1979, Blaðsíða 8
8 wmm utgefandi: Reykjaprent h/f Framkvæmdastjóri: Davió Guómundsson Ritstjórar: ólafur Ragnarsson Hörður Einarsson Ritst jórnarfulltruar: Bragi Guðmundsson, Elias Snæland Jónsson. Fréttastjóri er- lendra frétta: Guðmundur G. Pétursson. Blaðamenn: Axel Ammendrup, Edda Andrésdóttir, Halldór Reynisson, Jónína Michaelsdóttir, Jórunn Andreasdóttir, Katrln Pálsdóttir, Kjartan Stef ánsson, Oli Tynes, Sigurður Sigurðarson, Sigurveig Jónsdóttir, §æmundur Guðvinsson, Þor- valdur Friðriksson. Iþróttir: Gylfi Kristjánsson og Kjartan L. Pálsson. Ljósmynd- ir: Gunnar V. Andrésson, Jens Alexandersson. útlit og hönnun: Jón Oskar Haf- steinsson, Magnús Olafsson. Auglýsinga- og sölustjóri: Páll Stefánsson Dreifingarstjóri: Sigurður R, Pétursson Auglýsingar og skrifstofur: Sfóumúla 8. Slmar 86611 og 82260. Afgreiðsla: Stakkholti 2-4 simi 86611. Ritstjórn: Sföumúla 14 simi 86611 7 linur. Askrift er kr. 3000 á mánuði innanlands. Verð i lausasölu kr. 150 eintakið. ;Drentun Blaðaprent h/f 1 Mánudagur 14. mal 1979 Ekki hafa umræðurnar um launamál í þessu þjóðfélagi orðið skynsamlegri en áður, eftir að opinberir starfsmenn höfnuðu því að gef a eftir 3% grunnkaups- hækkun, sem þeir áttu að fá 1. apríl sl. Stjórnmálamennirnir, sem hafa margsýnt sig óhæfa til þess að stjórna launamálunum, eru á nýjan leik byrjaðir að gefa yfir- lýsingar um þessi mál. Kommúnistar eru þegar búnir að láta bóka eftir sér í ríkis- stjórninni, að þeir vilji láta lög- binda 3% kauphækkun handa öll- um öðrum launþegum. Kratarnir eru sármóðgaðir yfir því, að kommarnir skyldu verða á undan þeim að kveða upp úr um þetta. Og forsætisráðherrann segist telja eðlilegt, að aðrir launþegar fái líka 3% grunnkaupshækkun, en þeir verði að semja um hana við vinnuveiténdur. Hvers vegna vilja nú allir þess- ir launamálaspekingar láta alla launþega fá 3% launahækkun? Er það vegna þess, að fyrirtækin hafi bætt svo hag sinn, að þau geti nú allt í einu tekið á sig aukin „Af DVÍ launaútgjöld? Enginn þeirra heldur því fram. Aðalatriði málsins, þ.e. hvort atvinnulífið geti risið undir 3% (eða einhverri annarri) launa- hækkun, ber ekki einu sinni á góma, þegar stjórnarherrarnir eru að gefa yfirlýsingar um „sjálfsagðar" launahækkanir. Og ýmis teikn eru á lofti um það, að skilningur stjórnarandstöð- unnar á samhengi launamálanna og afkomu atvinnulífsins sé ekki öllu meiri en skilningur ríkis- stjórnarinnar. A.m.k. ekki, ef það er rödd stjórnarandstöðunn- ar, sem talar í leiðara Morgun- blaðsins sl. laugardag, þar sem látin er í Ijós mikil undrun yfir „ótrúlegri biðlund" launþega- hreyfingarinnar síðan núverandi ríkisstjórn var mynduð. Verða ekki kröfur launþegahreyf ingar- innar að takmarkast við greiðslugetu atvinnulífsins? Ætti það ekki að leiða af sjálf u sér, að launþegar sýni „biðlund" í kaup- kröfum sínum, þegar ástandið í atvinnulífi landsmanna er víða orðið þannig, að launþegarnir mega þakka fyrir það að halda bara” atvinnunni og fá núverandi kaup- gjald greitt? Stjórnarherrum og stjórnar- andstöðu væri það betur sæmandi að horfast hreinskilnislega í augu Voru Matthlas A. Mathiesen, þáverandi Ijármálaráðherra, og Kristján Thorlaci- us, formaöur BSRB, að skrifa þarna undir kjarasamninga milii rlkisins og opinberra starfsmanna — eða voru þeir aö gera samninga fyrir alia vinnuveitendur og alla launþega i landinu? við launþegana í landinu og segja þeim sem satt er, að það sé eng- inn grundvöllur fyrir almennum kjarabótum, eins og málum er nú háttað, hvorki 3%, 2% né 1%. En þetta gera þeir ekki. I þess stað ýmistgefa þeir launþegum undir fótinn um möguleika á kjarabót- um eða ýta undir þá að bera fram kauphækkunarkröfur. Og rökin? Jú, opinberir starfsmenn fá 3% kauphækkun, sem þeir höfðu samið um. En opinberir starfsmenn sömdu fyrir sig og ekki aðra. Aðrar stéttir höfðu áður gert sína kjarasamninga og hafa nú flest- ar lausa samninga. Það er því auðvitað eðlilegast, að þær snúi sér til viðsemjenda sinna, sem eiga að borga þeim launin, en hvorki til stjórnar né stjórnar- andstöðu, sem hvorug er um það bær að hafa eðlileg afskipti af launamálum. Rökin fyrir 3% almennri grunnkaupshækkun nú eru sams konar og þegar menn í rökþrot- um svara „af því bara". Vísir vill því enn einu sinni hvetja stjórnvöld þessa lands til þess að hætta af skiptum sínum af launa- málunum. Þessi afskipti eru til óþurftar í atvinnulífinu. Og þau eru stjórnvöldum aðeins til skammar og ama, því að sem vonlegt er ráða þau ekkert við launamálin. Launamál eru ekki eðlilegt verkefni stjórnmála- manna. Þau eru viðfangsefni vinnuveitenda og launþega. Kjdr larmanna og annarra Að undanförnu hefur mikið verið rætt og ritað um yfirstandandi farmannadeilu. í blaði þessu hefur m.a. birst grein eftir mann i samninga- nefnd yfirmanna. Af þvi tilefni þykir rétt að geta eftirfarandi atriða: Yfirmenn hafa margir talið laun sln vera of lág miöaö viö þriggja ára nám í stýrimanna- skóla. Ef litiö er á taxta BHM sést, aö hjúkrunarfræöingur, sem veriö hefur 4 ár i menntaskóla og 4 ár I háskóla (samtals 8 ár samanboriö viö 3 ár stýri- manna) hefur nú I byrjunar- mánaöarlaun fyrir 40 stunda vinnuviku kr. 224.609, en stýri- maöur hefur I byrjunarlaun á mánuöi fyrir 40 stunda vinnu- vikufrá kr. 219.197—237.695, en jafnframt leysir hann oftsinnis af stýrimann á hærri launum og fær hann þá frá kr. 239.464- 248.065. Einnig má t.d. benda á rafvirkja, sem lokiö hefur fjög- urra ára iönnámi, en hann fær i byrjunarlaun kr. 204.182 á mánuöi. Af þessum tölum sést aö stvrimenn viröast ekki vera hlunnfarnir miöaö viö skóla- göngu sina, samanboriö viö aöra launþega sem eiga aö baki ákveöiö skólanám. 2. Stýrimenn og vélstjórar fá greidda aukalega yfirvinnu á vakt eöa i vinnutlma. Hún er fólgin I þvi, aö t.d. vélstjóri fær tvöfalt kaup, ef hann þarf aö annast þrif og málun vélar- rúms. Ef stýrimaöur I vinnu- tlma slnum þarf utan skips aö annast annaö en eftirlit vegna farms á bryggju eöa í vöru- geymslu. fær hann 160% hærri laun en hann ella heföi fengiö. Ekki veröa hér talin upp öll þau tilvik sem veita rétt til greiöslu þessarar yfirvinnu, en eitt er víst aö farmenn hafa ekki hingaö til bent á þennan auka- tekjuliö. Þar sem hér er um aö ræöa atriöi, sem I sumum tilvik- um hækkar verulega laun þeirra, þykir rétt aö upplýsa þetta. Hjúkrunarfræöingurinn og rafvirkinn hafa enga möguleika á aö auka viö tekjur sinar vegna yfirvinnu I vinnutima og eru vélstjórar og stýrimenn þvl öllu betur settir en aörir launþegar I þessum efnum. Þaö var ekki ætlunin aö birta hér launaseöla frá hf. Eim- skipafélagi íslands, sem gefur nokkuö aöra mynd af launakjör- um en sá seöiil, sem birtist I blaöinu fimmtudaginn 10. mai slöastliöinn. Er hér um aö ræöa útborguö laun fyrir aprílmánuö. Eftir á þá aö reikna stýrimanninum til tekna innunna frldaga fyrir laugar- sunnu- og helgidaga. A tveggja vakta skipi stendur stýrimaöurinn sjóvakt 2x6 klst. = 12 klst. á sólarhring. 1 höfn skilar hann aftur á móti 8 klst. á dag á tlmabilinu kl. 08—17. 1 þessu tilviki voru sjóvaktir stabnar I 12 heila daga I mánuðinum. 16 klst. af greiddri yfirvinnu eru unnar I vinnutlmanum. HF. EIMSKIPAFÉLAG fSLANDS REYKJAVlK ^ ^ . Nafnnr. Fœ8d. s Mta. L______________________________________________J______________________________________________ Tiivltun L«un»leg /Frídráttur o. II. Dig«f|óldl/Tlmal|fildl Gjsldayrlr Laun/G.no> FJárti»8 Tlm»Dil/Hðfn/Alh«. • OAGVINNA ÍFIRVINMA A YFIRVINNA A yfirvinna b YFIRVINNA B VAKTATILLF.GG F40ISPENINGAR Sá 30 »0 24,0 26,0 7,0 38,0 30,0 3,5 MTALS LAUf 9.367 2.612 2.612 1.633 L.633 4.412 1.487 1 281.010 62.688 67.912 11.431 62.054 132.360 5.205 622•660 01/04-30/04 marz marz 01/04-30/04 SKATTAR / GJAIDH SIMAKEIKNINGUR VÖRU'jTTEKT GJALOEYP.IR GJALUEYRIR GJALDEYRIr LIFSJ. EIMSKIP STETTARFF. LAGSGJ. S 3.000 650 2.500 MTALS FRA[ 11,24 177,75 11,17 ■RATTUR 112.440 3.525 12.390 33.720 115.538 27.925 11.240 5.620 322.399 antwerpen BREMEN antwerpen GK EITT MED i VI SUN 300.262 yp&siMA-'i iiomr á 6 <SÍAl/\IUT TAX7?1 5Æ f\L:tí'ioFA> >7/} A r. Zb/zft- SAMTAL3 FRA ARAMðTurX 061.912 Landgfinoufé g. Faafil 1 orlofl 0 FmBlapanlnoar 24.537 fc'ðlaun CL Sumartrl Yflrvlnns Vtlklnda oo alytáláuJ^ Frldagar Vaklatlllagg Vinnutlmaat. Frld. Ýmlalagt 8 . 523.* 05 3 0 192.610 247-072 o. ? H.lld«rl«un Oraltt ortof 1 .=—r i Llf«yrl»4|ðfiur El Llf.yrtMj. «|6m. Skylduapamafiur OJaldayrtr n 41.7B1 n O •B OJ«ldfi«lmtM Úiavar Skattar Mafilðg SláttartálagaoJ. Annar frádráttur i 4A9.7AD ■ ■ ■ P Q. a 2.0.aan 65.4B0 Yfirmenn fá ennfremur ýmis hlunnindi umfram aöra laun- þega I landi og má þar t.d. nefna tollfriöindi, gjaldeyrisrétt og skattfrádrátt. Sjómannafrá- dráttur til skatts er kr. 12.266 pr. viku.miöaö viö skráningu á skip umfram 18 vikur á ári. Gjald- eyrisréttur farmanna er 30% af heildarlaunum (ekki feröa- mannagengi). Tollfrlöindin eru skv. reglugerö fólgin I heimild til að flytja inn I landiö toll- frjálst eina flösku af áfengi, einn kassa af bjór, eitt karton af vindlingum, ef feröin stendur skemur en 20 daga, en þá tvö- faldast framangreindur skammtur. Auk þess hafa þeir heimild til þess aö flytja inn toll- frjálst annan varning fyrir kr. 7.000.-32.000 eftir lengd feröar. 4. Meö framangreindum llnum hefur vonandi verið hægt aö sýna fram á aö farmenn hafa nokkra sérstööu varöandi kjör sin og er þvl varla kleift aö bera þau saman viö kjör launþega I landi. Meö þökk fyrir birtinguna Gunnar Guömundsson. neöanmáls Gunnar Guömunds- son, lög- fræðin gur VSl, skrifar.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.