Morgunblaðið - 03.03.2001, Side 22

Morgunblaðið - 03.03.2001, Side 22
AKUREYRI 22 LAUGARDAGUR 3. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRARKIRKJA: Fjöl- skylduguðsþjónusta kl. 11 á morg- un, sunnudag, sr. Svavar A. Jóns- son. Barna- og unglingakór Akur- eyrarkirkju syngur. Kvöldmessa með fjölbreyttri tónlist á sunnu- dagskvöld kl. 20.30. Félagar úr Æskulýðsfélagi kirkjunnar að- stoða. Kór Menntaskólans á Akur- eyri syngur undir stjórn Guð- mundar Óla Gunnarssonar. Krossbandið flytur létta tónlist. Boðið verður upp á kaffi, mjólk og kökur í safnaðarheimili eftir messu. Biblíulestur kl. 20.30 á mánudagskvöld. Tíu boðorð, fjöl- skyldubörn og einangrun, séra Guðmundur Guðmundsson. Mömmumorgunn kl. 9 á þriðjudag. Á miðvikudag verður haldið upp á 10 ára afmæli mömmumorgna í Akureyrarkirkju í Safnaðarheim- ilinu frá kl. 10 til 12. Kyrrðar- og fyrirbænastund kl. 12 á fimmtu- dag. Bænaefnum má koma til prestanna. Unnt er að kaupa léttan hádegisverð í safnaðarheimili á eft- ir. GLERÁRKIRKJA: Fjölskyldu- guðsþjónusta kl. 11 á morgun, sunnudag. Barnakór Glerárkirkju syngur undir stjórn Björns Þór- arinssonar. Blokkflautuhópur úr Giljaskóla leikur og Ósk ræðir við börnin. Kyrrðar- og tilbeiðslustund verður í kirkjunni kl. 18.10 á þriðjudag. Hádegissamvera á mið- vikudag kl. 12 til 13, helgistund, fyrirbænir og sakramenti. Léttur hádegisverður í safnaðarsal að helgistund lokinni á vægu verði. Opið hús fyrir mæður og börn á fimmtudag frá kl. 10 til 12. Æfing barnakórs Glerárkirkju kl. 17.30 á fimmtudag. HJÁLPRÆÐISHERINN: Sunnu- dagaskóli kl. 11 á morgun, sunnu- dag, bæn kl. 19.30 og almenn sam- koma kl. 20. Heimilasamband kl. 15 á mánudag. Súpa, brauð og bibl- íufræðsla kl. 19 á miðvikudag. HVÍTASUNNUKIRKJAN: Brauðs- brotning kl. 20 á laugardag. Sunnudagaskóli fjölskyldunnar kl. 11.30 á morgun, sunnudag. Aldurs- skipt kennsla þar sem allir fá eitt- hvað við sitt hæfi. Reynir Valdi- marsson sér um kennsluna. Vakningasamkoma sama dag kl. 16.30. Flutt verður fjölbreytt lof- gjörðartónlist og Yngvi Rafn Yngvason predikar. Fyrirbæna- þjónusta, krakkakirkja og barna- pössun. Bænastundir alla virka morgna kl. 6.30. HRÍSEYJARPRESTAKALL: Sunnudagaskóli kl. 11 á morgun í Stærra-Árskógskirkju. Umsjónar- maður er Sif Sverrisdóttir og und- irleikari Steinunn Þorsteinsdóttir. Æskulýðsguðsþjónusta kl. 11 á morgun, sunnudag, í Hríseyjar- kirkju. KAÞÓLSKA KIRKJAN: Messa í dag, laugardag, kl. 18 og á morg- un, sunnudag, kl. 11 í Péturskirkju við Hrafnagilsstræti 2 á Akureyri. KAUPANGSKIRKJA: Sunnudag- inn 4. mars verður messa með sunnudagaskólaívafi í Kaupangs- kirkju kl. 11:00. Kæru foreldrar, látum oss keppa aðeins við sjón- varpið og tölvuleikina og mæta með börnin í kirkjuna. Foreldrar væntanlegra fermingarbarna eru og velkomnir og vonandi verður tími á eftir til skrafs og ráðagerða. MÖÐRUVALLAPRESTAKALL: Æskulýðsdagurinn verður haldinn hátíðlegur fyrir allt prestakallið með fjölskylduguðsþjónustu í Möðruvallakirkju sunnudaginn 4. mars kl. 11:00. Gunnhildur Vala Valsdóttir syngur einsöng við und- irleik Pavels Panasiouk. Sara Benediktsdóttir og Sesselía Ólafs- dóttir leika á altflautu og selló. Hljómsveitin „Ungir stríðsmenn Krists“ syngur og leikur. Ferming- arbörn flytja bænir og börn úr kirkjuskólanum syngja. Mikill al- mennur söngur. Mætum öll og njótum samveru í húsi Guðs. SJÓNARHÆÐ: Sunnudagaskóli í Lundarskóla kl. 13.30 á morgun. Almenn samkoma á Sjónarhæð, Hafnarstræti 63, kl. 17 sama dag. Fundur fyrir 6–12 ára krakka á Sjónarhæð kl. 17.30 á mánudag. Kirkjustarf FRUMKVÖÐLASETUR Norður- lands var stofnað í gær en tilgang- ur þess er að efla nýsköpun á Norð- urlandi, styðja frumkvöðla á svæðinu, aðstoða þá við öflun áhættufjármagns og veita þeim ráð- gjöf við að stofna og reka fyrirtæki sín. Skrifstofur Frumkvöðlaseturs Norðurlands verða á þremur stöð- um, á Akureyri, Dalvík og Húsavík. Þar verður tekið á móti frumkvöðl- um, lagt mat á viðskiptahugmyndir þeirra og ráðgjöf veitt sem og stuðningur. Urðir hf., nýstofnað félag í eigu Sparisjóðs Svarfdæla og Kaup- félags Eyfirðinga, er stærsti eig- andi setursins en aðrir stórir eig- endur eru Tækifæri hf., iðnaðar- og viðskiptaráðuneytið og Nýsköpun- arsjóður atvinnulífsins. Bakhjarlar og ráðgjafar hins nýja frumkvöðlaseturs koma frá virtum stofnunum og öflugum einkafyrir- tækjum. Komið verður á fót teymi reyndra atvinnurekenda sem fúsir eru að taka þátt í stjórnun fyr- irtækja frumkvöðlanna sem aðstöðu hafa hjá Frumkvöðlasetri Norður- lands. Þeirra hlutverk verður að miðla reynslu, þekkingu og tengslum til frumkvöðlanna og hjálpa þannig til við að koma fyr- irtækjum þeirra á legg. Þá munu sérfræðingar frá Iðntæknistofnun, Útflutningsráði Íslands, Viðskipta- þjónustu utanríkisráðuneytisins, Nýsköpunarsjóði atvinnulífsins, Há- skólanum á Akureyri, Byggðastofn- un og fleiri þjónustustofnunum at- vinnulífsins heimsækja frumkvöðla- setrið reglulega. Dagleg starfsemi setursins verður í nánu samstarfi við Impru sem er þjónustumiðstöð frumkvöðla og fyrirtækja á Iðn- tæknistofnun. Lyftistöng á landsbyggðinni Valgerður Sverrisdóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra ávarpaði fund þar sem starfsemi Frumkvöðlaset- urs Norðurlands var kynnt síðdegis í gær og sagði m.a. að ánægjulegt væri að setrið væri fjármagnað að mestu með einkafjármagni, en miklar breytingar hefðu orðið í þjóðfélaginu á síðustu árum hvað varðar aðgang að áhættufjármagni. Hún sagði starfsemi setursins tryggða næstu fimm ár en til lengri tíma litið ætti það að hafa burði til að standa á eigin fótum. Fyrst um sinn yrði um eins konar tilrauna- starfsemi að ræða að hún teldi að slík setur gætu orðið til víðar á landsbyggðinni og orðið þar lyfti- stöng. Brýna unga fólkið til dáða Í máli Björns Rúrikssonar stjórnarmanns í KEA kom fram að með því að styðja við frumkvöðla- hugsun og starfsemi tengda nýj- ungum væri verið að brýna unga fólkið til athafna ásamt því að hvetja Norðlendinga til dáða. Hann sagði KEA vilja standa fremst í flokki þeirra sem sporna vildu við ótímabærri og óskynsamlegri byggðaröskun og félagið gerði sér grein fyrir mikilvægi atvinnuupp- byggingar á landinu öllu með sér- stakri þýðingu þess að auka fjöl- breytni atvinnulífs. Morgunblaðið/Margét Þóra Sigurður J. Sigurðsson, forseti bæjarstjórnar Akureyrar, og Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, undirrita samninginn. Næstur kemur Arnar Sigurmundsson frá Nýsköpunarsjóði atvinnulífs- ins og þá Magnús Friðgeirsson frá Iðntæknistofnun. Frumkvöðla- setur stofnað FJÁRFESTINGAFÉLAGIÐ Urð- ir ehf. sem er í eigu Sparisjóðs Svarfdæla og Kaupfélags Eyfirð- inga hefur verið stofnað en meg- inmarkmið þess er að efla nýsköp- un í atvinnulífi á Dalvík og nágrannabyggðum. Eitt fyrsta verkefni Urða er þátttaka í stofn- un Frumkvöðlaseturs Norður- lands, en félagið leggur fram allt að helmingi af stofnfé setursins og mun skapa því öfluga starfsað- stöðu á Dalvík. Koma á fót Tækni- garði Dalvíkur Hlutafé Urða er 60 milljónir króna og verður það greitt á næstu 5 árum, en eignarhlutur félaganna tveggja er jafn. Um 20 milljónum króna af stofnfénu verður varið til Frumkvöðlaseturs Norðurlands, en 40 milljónum króna til fjárfest- inga í fyrirtækjum á sviði hátækni og hugbúnaðar sem hafi starfsemi við utanverðan Eyjafjörð. Urðir munu nú þegar verja 10 milljónum króna til að stofna hlutafélagið Tæknigarð Dalvíkur, en ætlunin er að hlutafé í því fyr- irtæki verði alls 25 milljónir króna, þannig að um 60% hlutafjár koma frá öðrum félögum. Hlutverk þess er að reka þjónustufyrirtæki á sviði tölvutækni, hugbúnaðargerð- ar og fjarvinnslu í núverandi skrif- stofuhúsnæði KEA við Hafnartorg á Dalvík. Tæknigarður Dalvíkur mun einnig annast útleigu á skrif- stofuhúsnæðinu og tölvutengingar þar en náin samvinna mun verða á milli hans og Frumkvöðlaseturs- ins, sem starfa mun í sama húsi. Í tengslum við stofnun Urða hafa Sparisjóður Svarfdæla og Kaupfélag Eyfirðinga gert sam- komulag við Háskólann á Akureyri um að hann taki þátt í að koma at- vinnustarfsemi á sviði hátækni, hugbúnaðargerðar og fjarvinnslu á fót. Háskólinn mun veita þekking- arlega ráðgjöf á sviði sjávarútvegs, rekstrar og upplýsingatækni, tengja þróunar- og nemendaverk- efni við starfsemina á Dalvík og efna til námskeiða og endurmennt- unar á þessum sviðum. Forsvarsmenn félagsins vænta þess að ekki verði langt að bíða þess að ný störf skapist á Dalvík í tengslum við þetta verkefni. Hagsmunir fóru saman Jóhann Antonsson stjórnarmað- ur í Sparisjóði Svarfdæla sagði að bæði félögin, sparisjóðurinn og KEA ættu að baki langa sögu, en þau voru stofnuð á ofanverðri 19. öld. Miklar breytingar hefðu orðið á atvinnuháttum og hefðu for- svarsmenn þessara félaga fljótt fundið að hagsmunir þeirra færu saman hvað það varðar að stuðla að nýsköpun á svæðinu og skapa ný atvinnutækifæri. Þannig hefði skrifstofuhúsnæði KEA á Dalvík, yfir 700 fermetrar að stærð, staðið autt um skeið vegna þeirra breytinga sem orðið hafa í rekstri félagsins. Með sam- eiginlegu átaki myndi fljótt verða breyting þar á. Sparisjóður Svarfdæla og Kaupfélags Eyfirðinga stofna fjárfestingafélag Urðir eiga að efla nýsköp- un á Dalvík VETURINN hefur verið með ólík- indum mildur hér í Grímsey það sem af er þessu ári. Snjókorn sáust ekki og bátar voru á sjó dag eftir dag. Fólki hér fannst eins og veturinn hefði gleymt því að koma. En örlítið minnti hann nú á sig síðustu vikuna í febrúar með vestanvindum og snjó- komu. Fréttaritari hitti Alfreð Garð- arsson á bryggjunni og fékk upplýs- ingar um sjósókn þessa dimmustu vetrarmánuði ársins. Alfreð stofn- aði útgerðina Bratta 1995 en hann gerir út 2 báta, Hafölduna og Kon- ráð, ásamt bræðrunum Bjarna og Svafari Gylfasonum sem stofnuðu útgerð- arfélagið Básavík, á vormánuðum 1999. Þessir ungu, harðduglegu at- hafnamenn gera út bátana og vinna allt saman. Alls fóru þeir 17 róðra í janúar og fengu 47 tonn. Í febrúar var aflinn hjá þeim þremmenn- ingum 30 tonn þrátt fyrir heila bræluviku. Alfreð sagði að það væri rífandi uppsveifla í Grímsey – menn væru að kaupa kvóta eða leigja og ungir menn væru að koma inn í útgerðina sem þekktist varla annars staðar á landinu. Alfreð taldi að stuðningur Byggðastofnunar við bakið á kvóta- litlum eigendum skipti þarna veru- legu máli. Í vetur hafa 8 línubátar gert út frá Grímsey, einn netabátur og einn á dragnót. Alfreð sagði frá því að óvenjumikil steinbítsgengd hefði verið í febrúar, svo mikil að menn hafa jafnvel fengið meira en tonn af steinbít á dag sem hefði þótt góður vikuafli í fyrra. Hugsanleg ástæða fyrir þessu er talin vera aukin hlý- indi í sjónum. Sem sagt „sumartíð“ við heim- skautsbaug í janúar og febrúar – sem viðbót við aðra ljúfa mánuði þessa vetrar. Sumartíð við heimskautsbaug Morgunblaðið/Helga Mattína Bjarni, Alfreð og Svavar á bryggjunni í Grímsey. Grímsey. Morgunblaðið. FIMMTU tónleikar Tónlistar- félags Akureyrar verða á morgun, sunnudag, kl. 16 í Laugaborg í Eyjafjarðarsveit. Þar mun Blás- arakvintett Reykjavíkur koma fram ásamt Philip Jenkins píanó- leikara. Flutt verða verk eftir Tryggva M. Baldvinsson, Atla Heimi Sveinsson, Poulenc og Moz- art. Philip hefur frá árinu 1989 gegnt stöðu yfirprófessors í píanó- deild Royal Scottish Academy of Music and Drama í Glasgow. Hann kenndi um tíma við Tónlistarskól- ann á Akureyri og hefur oft sótt Ísland heim síðan og leikið með ís- lenskum tónlistarmönnum. Tónleikar í Laugaborg SÝNING blaðaljósmyndara hefur verið sett upp í Ráðhúsinu á Dalvík í boði Sparisjóðs Dalvíkur. Sýningin hefur að geyma um 150 úrval ljós- mynda eftir 33 blaðaljósmyndara á Íslandi, sýningin var í Listasafni Kópavogs – Gerðarsafni 27. janúar til 11. febrúar 2001, þar sem hún var sótt af hátt á fjórða þúsund gesta á tveim vikum. Sýningin á Dalvík var opnuð í gær, föstudag. Sýning á Dalvík ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.