Vísir - 01.06.1979, Blaðsíða 6

Vísir - 01.06.1979, Blaðsíða 6
Páll Hermannsson tottar plpuna sina rólegur með flotann aOgerðarlausan I baksýn. VÍSLR Föstudagur 1. júni 1979 „Erum ■ strídi við út- 6 gerðina, ekki landsmenn” Heígarspjaíí vid Pál Hertnannsson9 styrimann ,/Við farmenn komumst að þeirri niðurstöðu, að við vildum ekki sigla á þessum kjörum lengur og hefðum auðvitað getað sagt upp og farið að gera annað — en það er bara ekki aðferðin i dag. Auk þess er það eins og baktería að vera á sjónum og þeir sem hafa hana í sér hafa ekki áhuga á öðru'' Það er Páll Hermanns- son stýrimaður sem talar en hann er einn þeirra sem hafa verið í forsvari fyrir farmönnum i yfirstand- andi verkfalli þeirra. Visir ræddi viö Pál i vikunni i þeim tilgangi aö veröa einhvers vísari um þennan mann sem er talsmaður stéttar sem hefur verið I verkfalli i heilan mánuð og hefur lýst þvi yfir aö verði sett á þá bráöabirgðalög muni þeir ekki hlýöa þeim. Maður verður að lifa — Reykvikingur? Er þetta ekki orðin úrelt skilgreining? Ég er fæddur á Akureyri en bjó þar skamma hrtð,bý núna i Kópavogi en hef bæði átt heima i Breiðholti og Hafnarfirði en finnst ég vera Reykvlkingur. Ég fór á harðahlaupum gegn- um stýrimannaskólann,kláraði hann árið 1977 og hef verið á Arnarfellinu siðan það var sótt á Þorláksmessu i fyrra. Var áður á Litlafelli. Farmenn eiga tæpast tillögurétt um hvert þeir sigla eða á hvaða skipi. Þaö er hægt að senda þá hvert sem er. Afi minn var farmaður svo og faöir minn,en þeir höfðu vit á að koma sér i land. Ég vil hinsveg- ar gjarnan vera á sjónum en maður verður aö lifa. Ég er meö 256 þúsund krónur i dagvinnu- tekjur og ég hugsa aö mönnum I landi þætti það ekki há laun þegar aðstöðumunur er tekinn með inn I myndina, svo og það að vera fjarri fjölskyldum sin- um svo vikum skiptir. Vinnuveitendur segja að annar stýrimaður á farskipi hafi 548 þúsund krónur I laun. Ef svo er þá er deilan leyst og ég er farinn út á sjó”. óttast ekki um útgerðina — Brennur ekkert á ykkur hvernig svona aðgerðir fara meö skipafélögin? ,,Nei. Erfiðleikar útgerðar- innar eru ekki tilkomnir vegna of hárra launa. Það eru allt aörir hlutir sem þar vega þyngst. Reyndar hefur aldrei fengist uppgefið hvað launa- kostnaður er stór liður i út- gerðarkostnaði skips. En ég ótt- ast engan veginn um hag út- gerðarinnar vegna okkar að- gerða. Hvaö önnur mál snertir þá höfum við veitt allar hugsanleg- ar undanþágur til að hlutirnir geti gengið eðlilega fyrir sig i landinu. öfugt viö mjólkur- fræöinga þá erum við ekki i striði viö landsmenn heldur að- eins útgerðina”. Það hefur ekkert gerst í samningunum — Hvað með samningsvilj- ann? ,,Það eru tveir mánuðir siðan samningar hófust, einn mánuður siðan verkfallið hófst og það hefur nákvæmlega ekk- ert gerst. Framkvæmdastjóri Vinnuveitendasambandsins hefur sagt aö hann biði eftir að rlkisvaldiö gripi I taumana þannig aö það er auövitað óþarfi fyrir þá að sitja uppi i Tollhúsi og þykjast vera að semja viö okkur. Annars eru þessir samningar óvenju erfiðir þvi vinnuveit- endur beita nú nýjum aöferðum og eru mikið I tengslum við pressuna. Þessi nýja „taktik” felst meðal annars i þvi að þeir eru farnir aö leggja fram kröf- ur. Þeir eru auðvitað aðilar að samningunum og þvi ekkert um það að segja. Við nálguðumst þeirra kröfur I sambandi við ýmis fyrirkomulagsatriði. Siðan sögðumst við ekki ganga lengra fyrr en komið yrði til móts við okkar kröfur, en þá stöðvuðust viðræðurnar. Það rikir alger samstaða meðal okkar og það er oft sagt að þegar búið sé að semja inn- byrðis, þá séu samningar I raun hálfnaðir. Ef það er rangt að fara fram á þau kjör sem aðrir hafa, þá er bara öll kjarabarátta kolvit- laus. Hinsvegar geta menn huggaö sig við að þetta veröur sennilega siöasta farmanna- verkfallið þvi viö erum búnir að finna upp miklu áhrifameira vopn sem verður beitt i kjara- deilum framtiðarinnar. Vaxinn upp úr pólitík — Ahugamál? ,,Ég er enginn hobbýisti enda ekki mörg tækifæri til þess á sjó aö stunda slikt. Sama gildir um félagsstarfsemi. Ég reikna með aö afar fáir sjómenn séu Lions- menn eöa fastir frumsýninga- gestir i leikhúsum. — En áður en þú fórst á sjó? ,,Ég var I ýmsu. Var t.d. blaðamaður um sinn bæöi á Vik- unni og Isafold lslendingi,þá var ég á togurum og efnaðist svo vel á þvi aö ég gat látið eftir mér að fara til útlanda. Ég var einn vetur á lýöháskóla i Kungelv I Sviþjóð, hjá Magnúsi Gislasyni sem nýlega er látinn. Það er mjög þroskandi að dvelja er- lendis á þennan hátt. Þvi miður er stoppaö svo stutt I höfnum er- lendis þó maður starfi á milli- landaskipum að það gefst aldrei tækifæri til að skoða sig um. Það gildir reyndar sama um heimahafnir og er það ein af kröfum okkar að þaö sé tilkynnt með tólf tima fyrirvara um brottför. Það er mjög bagalegt að menn geti ekki sinnt nauðsynlegustu útréttingum I landi og þora auk þess ekki aö hreyfa sig út úr húsi þann tima sem þeir eru i landi ef skipið skyldi fara fyrirvaralaust út á sjó. - Pólitik? „Ég er vaxinn upp úr henni. Það er engin pólitik i þessu verkfalli aðeins kjarabarátta”. — Viltu spá einhverju um lausn verkfallsins? „Ég spái þvi að þetta fari að leysast og ég hlakka til að fara aftur á sjóinn” sagði Páll Her- mannsson. MEÐ GESTSAUGUM Telknarl: Krls Jackson VIO NMGMETNN NEVDDUMST TIL AÐ BflNhlfl D LTdSWNlDURUM AÐGflNJfffíÐ ÞINGHóSlhJU, ^ VEGNfl ÞESS ÞD ElTTHVæ HRÆÐILEGT DflGBLfld BIRTI MVNDIR IflFOKHURj SEG-JHND/ WRflNLEGfl HLUTl,TILflÐFfl flLMERNING, ^ TIL flÐ HL/EJA flÐ OHKUR/ físLimmn berr virð/ngu { FVRIR OKKUR/

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.