Vísir - 01.06.1979, Blaðsíða 18

Vísir - 01.06.1979, Blaðsíða 18
VISIR Föstudagur 1. júni 1979 18 „Má ekki bjóöa þér fimm þúsund króna ávisun fyrir tvö þúsund krénur?” .Heyrftu vinur! Afhverju feröu ekkif bankann? Hann er þarna”. Viltu kaupa fimm þúsund kall á tvö þúsund kall? Helgarblaöiö byöur vegfarendum I Austurstræti ávisanir á niöursettu veröi órakaður með bjórdós Komi til þin heldur sóöalega klæddur maöur, órakaBur og meB bjórdós i hendi, myndiröu kaupa af honum ávisun rétt fyrir utan afgreiBslustaöi bank- anna, jafnvel þó vel væri slegiö af veröinu? Til þess aö bæta gráu ofan á svart var ávisunin krumpuö og skitug og skrifuö meö skjálfandi hendi. Þaö stóö á fjóröa tug manna til boöa þennan sólrika föstudag aö hagnast um 3-4 þúsund krón- ur, svo aö segja án þess aö lyfta litla fingri. Tvær ávisanir, hvor aö upphæö fimm þúsund krónur, voru i boöi og af öllum þeim fjölda, sem boöiö var aö hagnast á kostnaö Helgarblaösins, þáöi þaö aöeins ein kona. Hin ávis- unin fór I söfnun til styrktar Kópavogshælinu. Þeir, sem afþökkuöu kostaboö undirritaös fyrir rúmri viku siö- an og lesa þessa grein, naga sig örugglega I handarbökin, þvi þaö er ekki á hverjum degi sem þeim bjóöast slik kjarakaup. Farðu heldur i bankann „Heyröu frú, viltu ekki kaupa af mér þessa ávisun? Þú færö hana á tvö þúsund krónur”. „Af hverju ertu aö selja hana á tvö þúsund krónur? Þú tapar á þvf” Af hverju feröu ekki meö hana i bankann?” Ég er ekki meö nafnskirteini. Heyröu, þú færö hana á þúsund kall. Þú græöir fjögur þúsund krónur”. „Nei, faröu heldur i bank- ann”. Þar varö þessi grandvara kona af fjögur þúsund krónum. „Afsakaöu , viltu kaupa þessa ávisun af mér? Þú færö hana á tvö þúsund kall”. „Nei”. „Þúsund kall þá. Þú græðir fjögur þúsund.” „Nei. Hún er örugglega ekki i lagi”. Aldrei er manni treyst. Mér þykir leiöinlegt að græða á þér Svona gekk þaö lengi, nema hvaö vera min á staönum var farin aö vekja almenna athygli. Sumum fannst ég vera yfirmáta grunsamlegur útlits og tóku stóran sveig til aö foröast þenn- an fyllikall. Þrjár stúlkur stóöu og röbb- uöu saman. Ég þangað. „Vill ekki einhver ykkar kaupa þessa ávísun, ég þarf svo mikiö á peningum aö halda. Þiö skuluö fá hana á tvö þúsund kall”. „Nei, þakka þér fyrir”. „Þiö skuluö fá hana á þúsund kall. Gerir þaö, kaupiö hana. Þiö græöiö fjögur þúsund krón- ur”. „Viltu selja hana á þúsund kall? Af hverju? Er hún ekki góö?” „Jú, jú”. „Meinaröu þetta? Þú veist aö ég græði á þessu og þú tapar”. „Já”. „Heyröu, ég er til i aö kaupa hana á þúsund kall. Meinaröu þetta??” Þaö er naumast hvaö fólk átti erfitt meö aö trúa mér. En kaupin fóru fram. „Mér þykir bara dálitiö leiö- inlegt aö græöa á þér þegar þú ert i þessu ástandi”. Nú, jæja. Þessi góöa kona græddi fjögur þúsund krónur á svipstundu og ég þurfti aö fiska upp næstu ávisun. Er eitthvað að? Þaö fannst mér verst hvaö margir voru i bænum, sem ég þekkti. Flestir litu meðajimkun- araugum til min og hristu höföuöiö. Einn gekk þó til min og spuröi hvort ekki væri allt i lagi. Ég stjakaöi honum til hliö- ar svo hann skyggöi ekki á Jens ljósmyndara, sem var I felum. Þaö er þvi oröiö mér mikiö kappsmál, aö þessi grein birtist sem allra fyrst til aö mitt ágæta mannorð hreinsist. En áfram meö söguna. Stór hringur haföi nú myndast kringum undirritaöan. Menn foröuöust eins og heitan eldinn aö nálgast þennan brjálaöa ávisanamann- Þeir fáu, sem ég náöi aö ávarpa, brostu til min skilningsrlku brosi og hrööuöu sér svo á braut. Utangarösmaöurinn stillir sér upp i Austurstræti og svipast um eftir viöskiptavinum. Þaö er ekki á hverjum degi sem mönnum eru boönar ávfsanir á niöursettu veröi i Austurstræti og vakti þessi sölumennska bersýni- lega bæöi forvitni og athygli. ...Bfddu aöeins. Þú átt eftir aö skrifa aftan á ávfsunina” sagöi stúlkan sem seldi mér happdrættismiöana. ...,,Þú tapar á þvf. Faröu heidur I bankann”. Nú var útlitiö svart. En þá kom góöleg kona og spuröi mig, hvers vegna ég færi ekki með ávisunina f bankann. Hann væri hér rétt hjá og opinn. „Ég er ekki meö nafnskír- teini”. „Talaöi bara viö stúlkurnar, þær geta fundiö nafnnúmeriö þitt”. Griman var aö falla, svo ég greip til örþrifaráöa. „En ég fæ ekki afgreiöslu. Þær segja aö þaö sé vinlykt út úr mér”. „Þaö var nú verra, þú ættir samt aö reyna”. Svo gekk hún á braut. Þeir gleymdu fengu að njóta þess Ég var oröinn þreyttur á þessu og mér fannst lögreglan vera farin aö gjóta til min aug- unum heldur ákveðiö. Og ég vildi ekki fyrir nokkurn mun fara sjálfur meö þessa krump- uöu og skitugu ávisun i banka, jafnvel þó ég heföi sjálfur skrif- aö hana. Ég gerði siöustu til- raun. Þarna var sölustúlka meö happdrættismiöa til styrktar Kópavogshælis. Ég bauö henni miöann, hún gæti þá sett af- ganginn I söfnunina. „Nei, þvi miöur, ég hef enga peninga”. „Þúsund kall þá?” „Nei, en þaö má ekki bjóöa þér happdrættismiöa?” Þaö varö úr. Ég keypti tvo miöa á þúsund kall stykkiö. „Viltu ekki fá til baka?” „Nei, settu afganginn i söfn- unina”. „Biddu aöeins, þú þarft aö skrifa aftan á ávisunina”. Þarna fór seinni ávisunin og mannorö mitt um leiö. Er ég var á rölti um miöbæinn seinna sama dag, varö ég var viö aö fólk var aö benda á mig, sagöi nokkur orö viö samferöafólk sitt og hristi siöan hausinn. Ég haföi heldur ekki skipt um föt. — ATA Vill einhver kaupa fimm þúsund kall á tvö þúsund krónur? Fyrir þúsund krónur þá? Helgarblaðsmenn brugðu á leik síðasta föstudag og vildu kanna, hvernig gengi að selja fimm þúsund króna ávísun á tvö þúsund krónur niðri í miðbæ. Það gekk vægast sagt illa og er það sennilega því að kenna, að menn treystu því ekki að ávisunin væri „góð" og sennilega fannst þeim undirritaður ekki nógu traustur í útliti. '4

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.