Vísir - 01.06.1979, Blaðsíða 16

Vísir - 01.06.1979, Blaðsíða 16
VISIR Föstudagur 1. júnl 1979 16 vism Föstudagur 1. júnl 1979 17 Gunnar Böðvarsson fór til Corvallis í Oregon til að starfa við háskólann þar í eitt ár. Það var fyrir fimmtán árum, og Gunnar er enn í Corvallis. „Þegar ég kom hingað, þá sýndi sig að ég gat dvalið hér eins lengi og mér sýndist. Ég ákvað að vera áfram, og er hér enn. En svona löng dvöl var ekki áætluð í upphafi. Það stendur meira að segja enn til að koma heim til islands einhvern tímann", segir Gunnar. Helgarblað Vísis heimsótti þennan íslenska prófessor i Ameríku fyrir stuttu, og ræddi við hann og fjölskyldu hans. Gunnar er einn af f jórum prófessorum við jarð- eðlisfræðideild Oregon State University (OSU) í Corvallis. OSU er 17 þúsund manna háskóli í 40 þús- und manna bæ. Það fer þvi ekki hjá því að skólalífið setji svip sinn á staðinn. OSU er fremur vísindalega sinnaður skóli, og stærstu deildirnar eru verkfræði og haffræði. Gunnar Böðvarsson er ekki eini islendingurinn í Corvallis. Hann og fjölskylda hans eru öll íslenskir rikisborgarar, og að auki stunda tveir landar nám viðOSU. Annar er Steindór Kristjánsson, sem nem- ur verkfræði og viðskiptafræði, og hinn er Guðni Axelsson, sem stundar jarðeðlisfræði og er reyndar aðstoðarmaður Gunnars i jarðvísindadeildinni. Prófessorinn íslenski líkist að mörgu leyti hug- myndinni sem margir gera sér um prófessora. Grátt hárið er greitt aftur, pínulítið sítt í hnakkann. „Prófessorsleg" gleraugun tolla ýmist fremst á nefinu eða er veifað út í loftið til áherslu. Hann hlustar með ákafri athygli, og talar hnitmiðað. Is- lenski framburðurinn er stundum svolítið hikandi, því að íslenska er ekki á boðstóium á hverjum degi. En þvert á móti hugmyndinni um prófessora, þá er Gunnar Böðvarsson ekki utan við sig. Hann gleymir regnhlífinni sinni sjaldan. Enda eins gott, því það rignir oft í Corvallis. Gunnar tekur á móti gestinum frá Helgarblaöinu á rúmgóöri skrifstofunni I nýlegri kennslu- byggingu. Þaö fer litiö fyrir þægindum. Skrifborö þakiö papplrum og bókum snýr aö glugganum. Heill veggur er þakinn bókum sem hljóta aö vera flestum litiö skiljanlegar, þvi titlar þeirra eru varla skilj- anlegir. Gunnar er fyrst beöinn aö rekja .hvaö hann geröi fram aö komunni til Bandarikjanna. „Ég stundaöi nám i Þýska- landi á fjóröa tugi þessarar ald- ar og fékk þar gráöur I véla- verkfræöi og hagnýtri stærö- fræöi. Þaöan fór ég til Dan- merkur og starfaöi á verkfræöi- stofu þar til §triöinu lauk 1945. Þá fór ég heim til Islands og fór aö vinna hjá þáverandi Raf- magnseftirliti rikisins, sem breyttist I Raforkumálaskrif- stofuna 1946. Þar starfaöi ég samfellt til 1964, nema hvaö ég tók árs hlé 1955 til 1957 til aö Ijúka doktorsprófi viö California Institute of Technology i Pasa- dena. „Oregon State University bauö mér svo 1964 aö koma til árs dvalar. Þetta boö lokkaöi mig vegnaþess aö mér bauöst aö vikka minn sjóndeildarhring umfram þaö sem ég gat á Is- landi. Hins vegar var ætlunin aldrei i upphafi aö dvelja lengur en eitt ár, þótt svona hafi teygst úr þvl. „Kannski heföi ég hugsaö ööruvisi um slika langdvöl ef ég heföi fariö til Austurstrandar Bandarikjanna. Loftslagiö þar er ekki nærri eins þægilegt og hérna á vesturströndinni. Ég kann ágætlega viö mig hér i Oregon. Þaö er ekki hægt aö finna þægilegri bæ en Corvallis. Hér fæst allt sem til þarf, en samt er staöurinn tiltölulega llt- ill. Og Oregon hefur upp á aö bjóöa náttúrufjölbreytni sem ég kann ákaflega vel viö”. Hér fæst meira fé til rannsókna En þaö er fyrst og fremst starfsaöstaöan, möguleikarnir og tækifærin sem hafa haldiö Gunnari aö OSU. „Vísindalegt umhverfi er hér engu betra en á íslandi. Rann- sóknarverkefni og vlsindaáhugi á tslandi standa alls ekki aö baki þvl sem þekkist hér. Mun- urinn felst I þvl aö hér er meira rannsóknarfé, og hægt aö vera i sambandi viö fleiri aöila og stofnanir. Ég hef þó ekki séö skort á aöstööu hjá raunvisinda- mönnum á Islandi. „Gæöi raunvisindalegrar starfsemi á tslandi eru jafnari, og oft meira raunsæi en viö sjá- um hér I Bandarikjunum. Hér ber oft á sýndarmennsku i vls- indum. Vissar þjóöfélagsaö- stæöur sveigja visindamenn inn i eilífa samkeppni um fé og met- orö. Þessi samkeppni kristallast þannig aö hún veröur aöalatriö- iö”. Til skýringar oröum sinum lýsir Gunnar hvernig fjármögn- un visindastarfsemi fer fram. „Starfsemi skólans er styrkt á þrennan hátt. Fylkiö leggur fram fé, nemendur greiöa skólagjöld, og fyrirtæki og stofnanir leggja til rannsókna- styrki. Kennarar og prófessorar sjá um aö laöa aö rannsóknar- féö. Þeir haga sér þá eins og einstaklingar, og senda um- sóknir til fyrirtækja og stofnana um rannsóknarstyrki. Meö um- sóknunum senda þeir lýsingu á fyrirhuguöu rannsóknarverk- efni. „Skólinn eöa einstakar deildir hafa ekkert aö segja um hvaöa rannsóknir menn vilja vinna aö. Ef einstaklingur fær rannsókn- arstyrk eöa styrki, þá fær skól- inn 40 prósent af fénu. 60 prósent fara til verksins. Þaö þýöir þó ekki aö visindamaöurinn fái féö i sinn vasa. Hann fær alltaf sömu föstu launin frá skólanum. Hann ræöur aöeins hvemig fénu er variö i sambandi viö rann- sóknina. Þaö er t.d. hægt aö ráöa aöstoöarmenn, feröast, kaupa áhöld o.sv.frv. Enda held ég aö allt gengi af göflunum ef menn fengju féö- beint I vasann”, segir Gunnar. Eins og aörir visindamenn, þá hefur Gunnar rannsóknarverk- efni á prjónunum, reyndar þrjú talsins. Hann segir aö áöur- nefnd samkeppni hafi samt ekki bitnaö mikiö á honum. „Þaö þýöir þó ekki endilega aö ég og minir samstarfsmenn ,,Ársdvölin hefur lengst upp í 15 ár” Helgarhlaö Vtsis heimsækir dr. Gunnar Böövarsson9 prófessor við jaröeöíisfræöideiíd Oregon State University - ..... . 1. y... " ... Texti og myndir: Olafur Hauksson hér i deildinni séum alltaf sam- mála”, segir Gunnar og kimir. Helstu verkefni Um þessar mundir vinnur Gunnar aö eftirfarandi verkefn- um: 1) Rannsókn á möguleikum á aö vinna lághitavatn á ýmsum svæöum á norövesturhorni Bandarikjanna. „Þetta er 15 til 150 gráöur (C) heitt vatn, sem mætti vinna til hitunar og iönaöar. Viö erum aö athuga möguleikana á aö vinna slikt vatn utan aöal jaröhita- svæöa”, útskýrir Gunnar. Aöspuröur segir Gunnar aö likar aöferöir gætu komiö til góöa viöa á fslandi þar sem þörf er á jaröhita, en litiö um háhita- svæöi. „Viö veröum einnig aö athuga aö jaröhiti á íslandi er ekki hvarvetna jafnnærtækur”. Helsti samstarfsmaöur Gunn- ars viö þetta verkefni er dr. Gordon Reistad, sem er af norskum ættum. 2) Þróun á nýjum mælingar- aöferöum til leitar aö jaröhita- lindum. Verkefniö gengur út á aö nota tognunar- og hallamæl- ingar til aö finna brotlinur og sprungur, sem mundi auövelda leit aö jaröhitalindum. „Þetta er erfitt, en viö höfum vonir um aö ná árangri á þessu ári”, segir Gunnar. Helsti aöstoöarmaöur hans viö þetta verkefni er Ansell Johnson, sænskættaöur visinda- maöur viö Portland/State University, sem er háskóli I stærstu borg Oregon. 3) Fræöileg könnun á sveifl- um i neöanjaröarvökvum. Gunnar segist varla treysta sér til aö lýsa málinu I minna en einum fyrirlestri, en segir aö verkefniö feli i sér könnun á sveiflutiöni vatns og kviku sem eru I neöanjaröarsprungum og geymum. fslenskur námsmaöur, Guöni Axelsson, aöstoöar Gunnar viö öll verkefnin, en þó aöallega þau tvö siöastnefndu. Guöni lauk BS prófi frá Háskóla tslands sl. vor, og kom til OSU til framhalds- náms i jaröeölisfræöi sl. haust. „Guöni er einn efnilegasti námsmaöurinn sem viö höfum séö hér i jarövisindadeildinni. Mér finnst hann sýna aö mennta- og háskólanám á fs- landi sé meö ágætum”, segir Gunnar. Auk rannsóknarstarfanna kennir Gunnar viö jarövisinda- deildina. Kennslan er mismun- andi mikil, sumar annir tvö til þrjú námskeiö, og aörar annir er engin kennsla. Jarðhitarannsóknir Gunnar segir aö þegar hann kom fyrst til Bandarikjanna, þá hafi áhugi fyrir jaröhita veriö takmarkaöur. „Ég kom litiö nálægt jarö- hitamálum fyrr en upp úr 1970. En áhugi á jaröhita hér fór ekki aö vaxa aö ráöi fyrr en oliu- kreppan skall á 1973-74. Eftir þaö hefur skilningur á mögu- leikum jaröhitavinnslu veriö mjög rikur”. Sérhæfing Gunnars i vinnslu jaröhita leiddi til þess aö Kröflunefnd fékk hann til aö koma til fslands 1977 til aö kanna ástand jaröhitasvæöisins viö Kröfluvirkjun. Gunnar skil- aöi skýrslu um niöurstööur könnunar sinnar og hefur sú skýrsla veriö birt. Þar lagöi Gunnar til aö rannsaka skyldi jaröhitasvæöiö upp á nýtt til aö finna gufu fyrir virkjunina. „Þaö er enn min skoöun aö bjarga megi Kröflu. En þaö mun kosta talsvert fé. Menn mega búa sig undir aö bora 10 nýjar holur til aö fá næga gufu fyrir þann hluta virkjunarinnar sem nú er i gangi, og samtals 20 holur fyrir alla virkjunina. „En þaö má ekki bora fyrr en eftir endurrannsókn svæöisins. Meö aögætni ætti aö vera hægt aö ná fullum árangri viö Kröflu. „Hins vegar er endurrann- sóknin enn ekki hafin. Mér virö- ast ráöamenn hafa ýmislegt annaö á prjónunum en Kröflu- virkjun”. Þótt Gunnar sé hnútum kunn- ugur I sambandi viö Kröflu- virkjun, þá segist hann ekki vilja fella dóm um framkvæmd- ina. Hann segir aö fjarlægöin hafi sitt aö segja, og hann hafi þvi ekki allar upplýsingar til sliks dómsúrskuröar. Vatnsorkan hagkvæmari á Islandi „Ég tel hins vegar, aö yfirleitt megi segja, aö þegar til meiri háttar virkjana kemur á Is- landi, þá sé vatnsorkan oftast þjóöhagslega hagkvæmari. Ég hélt erindi i Háskóla Islands 1977 þar sem ég sagöist draga i efa, aö út frá hagkvæmnissjón- armiöum heföi veriö hagkvæmt aö fara út I Kröfluvirkjun á sin- um tima. Biianir á borholum og náttúruhamfarir sem komu siö- ar geröu ástandiö aöeins verra”. „Annars hef ég alltaf taliö aö Islendingum hætti til misreikn- inga I fjárfestingarmálum. Þeim hættir til hiröuleysis, sem er reyndar bein afleiöing verö- bólgunnar”. Þrátt fyrir fimmtán ára fjar- veru frá Islandi fylgist Gunnar vel meö islenskri pólitik. Um nokkurra ára skeiö hefur hann veriö áskrifandi aö Morgun- blaöinu til aö fylgjast meö Kröflufréttum og hinni litriku islensku stjórnmálastarfsemi. En þaö er ekki sama aö vera áskrifandi aö Morgunblaöinu á vesturströnd Bandarikjanna eöa viö Snorrabraut. Þegar kostnaöurinn viö hvert blaö i flugpósti var kominn upp I 400 krónur fyrr á þessu ári, þá seg- ist Gunnar hafa gefist upp. Prófessorar hafa yfirleitt meira aö gera en þeir komast yfir, svo gesturinn frá Helgar- blaöinu er farinn aö fá sam- viskubit yfir aö hafa stoliö heil- um morgni i spjall. Gunnar þarf aö stýra doktorsvörn eftir há- degiö þennan dag, þannig aö hinn hluti fjölskyídunnar fær næstu heimsókn. Ufsi var það, heillin Eiginkona Gunnars, Tove, er aö steikja fisk þegar Helgar- blaöiö ber aö garöi um hádegiö. Tove er dönsk, og hún hefur þetta viökunnanlega danska bros. „En gott aö fá Islending i heimsókn”, segir hún, „segöu mér hvaöa fiskur þetta er”. Hún dregur fram pakka af fiski frá tslandi, meö vörumerkinu Icelandic Seafood. Þar er fisk- urinn titlaöur „pollock”, sem er jafn skiljanlegt blaöamanninum og ef fiskurinn héti Guömundur. En meö þvi aö pota og hnusa og nota reynsluna frá Fiskiöjunni i Vestmannaeyjum kemst gest- urinn aö þeirri niöurstööu aö ufsi sé þaö, heillin. Tove hefur búiö hvern þriöj- ung ævi sinnar sitt I hverju landinu. Hún fæddist og ólst upp i Danmörku. Þar kynntist hún og giftist Gunnari, og fór meö honum til Islands. Þar eignuö- ust þau þrjú börn, og bjuggu 118 ár, eöa þar til þau fluttust til Bandarikjanna. Enda talar Tove málin þrjú óaöfinn- anlega, þótt hún viöurkenni aö islenskan hafi veriö erfiöust. Þar sem Gunnar býr ekki langt frá skólanum hjólar hann þangað daglega, eins og þúsundir annarra I Corvallis gera. Hún varö aö ákveöa fljótt eftir aö elsta dóttirin, Guörún, fædd- ist, hvaöa tungumál hún ætti aö nota á heimilinu. „Ég valdi dönskuna. Ég vildi frekar aö þau töluöu góöa dönsku en slæma islensku. En aö sjálfsögöu læröu þau einnig islensku, bara ekki af mér”. „Þau vöndust aö sjálfsögöu islenskunni minni meö árunum. En þaö var alltaf voöalegur spenningur aö koma heim meö nýja félaga og sjá hvernig þeir brygöust viö þegar mamma færi aö tala meö sinum skritna hreim”, segir Tove og skelli- hlær viö minninguna. Islenskan rykfallin Meö árunum I Reykjavlk batnaöi islenskan aö sjálfsögöu, en dvölin I Bandarikjunum hef- ur rykfellt hana dálftiö. Fjöl- skyldan heldur enn i þá venju aö tala dönsku á heimilinu, þótt enskan sé notuö til alls annars. Nema auövitaö til aö tala viö islenska blaöamenn. Tove hefur mikiö fengist viö listir I Corvallis. Hún vefur veggteppi, og steint gler eftir hana prýöir glugga heimilisins. Heimili fjölskyldunnar er I hæö skammt frá háskólalóöinni. Þaö er nægilega stutt til aö allir hjóla I skólann, Gunnar meötal- inn. Húsiö er 60 ára gamalt, ákaflega vönduö bygging, og meö frönskum gluggum sem gera þaö bjart og skemmtilegt. Frá götunni aö sjá lætur þaö lit- iö yfir sér. Þegar inn er komiö blasir viö vefstóll Tove, stór ar- inn, hlýlegt trégólf og bjartir gluggar. En þaö þarf aö fara alla leiö út i garö til aö gera sér grein fyrir þvi aö fimm jafnstór hús gætu rúmast á lóöinni, án þrengsla. Lóöin er ein ekra aö stærö, þakin eplatrjám, berja- runnum, rósarunnum, greni- trjám, perutrjám og öörum plöntum. örn, sonur Tove og Gunnars, grettir sig pinulitiö þegar hann litur niöur eftir lóöinni. Þaö er kominn timi til aö slá, og þaö er fjögurra tima verk sem ein- hvern veginn lendir oftast á Erni. örn er yngstur barna þeirra hjóna, tvitugur aö aldri. Hann týndi niöur Islenskunni eftir aö þau fluttu vestur um haf. En hann hefur komiö tvö sumur til tslands til aö vinna hjá Seöla- bankanum, og þaö nægöi til aö hann náöi málinu upp aftur. örn lýkur BS prófi I hagfræöi frá OSU i vor. Hann er yngstur þeirra sem útskrifast þá. Veðurfræði og Stephan G. „Þegar hann var I gagnfræöa- skóla (high school), þá tók hann tónlist sem aukafag. En hann tók svo marga tónlistartlma aö námiö styttist til muna, og hann fór ári á undan félögum sinum i háskólann, segir Tove til skýr- ingar. örn ætlar ekki aö láta staöar numiö i vor.Hann hefur vonir um aö geta sleppt námi til mastersgráöu (aö nokkru leyti sambærilegt viö magistergráöu viöH.Dogi staöinn fariö beint i nám til doktorsgráöu, og lokiö þvi á þremur árum. Elsta dóttirin, Guörún, 34 ára, býr einnig I Corvallis. Hún lauk mastersnámi i haffræöi viö OSU, en tók siöan nokkurt hlé! Nú hefur hún lyft sér aöeins yfir hafflötinn, og stundar nám fyrir doktorsgráöu i veöurfræöi. Hin dóttirin, Kristjana, 31 árs, býr ásamt fjölskyldu sinni i Kanada. Hún fæst mikib viö aö skrifa ljóö, og hefur veriö aö vinna aö þvi aö skrifa um Stephan G. Stephanson. Eftir fimmtán ára dvöl i Bandarikjunum, hvaö finnst þeim mesti munurinn á Banda- rikjunum og Islandi? Tove: „Veöriö er „aöeins” betra hérna. Þaö er oftast lygnt og sjaldan kalt. En þaö rignir talsvert. Ég kann vel viö fólkiö hérna, þaö er opiö, og auövelt aö tala viö alla. Hérna býöst lika upp á svo margt aö gera og læra, sem ég varb ekki eins mikiö vör viö i Reykjavik. En siöan eru auövitaö liöin 15 ár. „Og einhvern veginn er allt rólegra á Islandi. Maöur hefur sinar rólegu stundir. Hérna eru allir alltaf á feröinni. Þaö er alltaf einhver aö lita inn, hringja eöa biöja mann aö koma eitthvaö”. Gunnar: „Miöaö viö hvaö aö- stæöur eru ólikar I þessum lönd- um, þá furöa ég mig oft á þvi hversu munurinn á þjóðfélags- háttum er litill. Þaö á jafnt viö um þaö sem vel fer og þaö sem miöur fer. Sömu vandamál skjóta upp kollinum, 1 báöum þjóöfélögum og þaö sýnir reyndar hversu mannfólkiö er likt þegar til kastanna kemur. „Lifiö hér I Bandarikjunum er aö sumu leyti auöveldara en á Islandi. En mér finnst Islend- ingar hafa staöiö sig vel þrátt fyrir vandamál siöustu ára. Og lifsstaöallinn á tslandi er jafn- ari heldur en hérlendis”. Gunnar aö störfum á skrifstofu sinni i jaröeölisfræöideild Oregon State University. I garöinum fyrir neöan húsiö I Corvallis. Þar vaxa tugir tegunda trjáa og runna. Húsiö er 60 ára gamalt, en þaö heldur sér betur en flest nýrri hús. Tove og Gunnar viö arininn. Þegar Helgarblaöiö heimsótti Gunnar var hann aö fara aö stýra doktorsvörn viö deild sina. Hinn tilvonandi doktor stendur i púltinu, en viö hlið Gunnars situr einn prófessoranna I deildinni. Þarna er minna um viöhöfn viö doktorsvarnir heldur en tiökast á tslandi. ■

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.