Morgunblaðið - 21.03.2001, Síða 25

Morgunblaðið - 21.03.2001, Síða 25
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. MARS 2001 25 SPURNINGIN um þjóðarstolt hef- ur nú enn einu sinni orðið þýzkum stjórnmálamönnum tilefni til æsi- legrar umræðu, meira en hálfri öld eftir endalok „Þriðja ríkisins“ og áratug eftir sameiningu landsins. Umhverfisráðherrann Jürgen Trittin hrinti deilunni af stað er hann í síðustu viku líkti Laurenz Meyer, framkvæmdastjóra kristilegra demókrata (CDU), við nýnazista fyr- ir að hafa látið út úr sér að hann væri stoltur af því að vera Þjóðverji. Græninginn Trittin baðst afsökun- ar á ummælunum en var fjarverandi umræðu á þingi um málið á föstudag og anzaði ekki kröfum úr röðum stjórnarandstöðuþingmanna um að hann segði af sér ráðherraembætti. Johannes Rau, forseti Þýzkalands, hellti olíu á eldinn þegar hann lýsti því yfir að þýzkur borgari gæti verið ánægður með að vera þýzkur, en ekki stoltur. Forsetinn, sem gegnir litlu öðru en táknrænu hlutverki í þýzkum stjórnmálum og hefð er orð- in fyrir að líta á sem eins konar mál- pípu siðferðilegrar samvizku þjóðar- innar, sagði að ekki væri rétt að finna til stolts vegna þjóðernisins; slíkt væri aðeins við hæfi þegar um eigin afrek manna væri að ræða. Thomas Goppel, framkvæmda- stjóri CSU, hins bæverska systur- flokks CDU, brást við þessum orðum forsetans, sem er jafnaðarmaður, með því að draga í efa að maður, sem ekki segðist geta verið stoltur af þjóðerni sínu, væri í réttu hlutverki sem þjóðhöfðingi. Gerhard Schröder kanzlari bland- aði sér í umræðuna á mánudag, og valdi orð sín greinilega af kostgæfni. „Ég er stoltur af því sem íbúarnir hafa áorkað og af hinni lýðræðislegu menningu. Og á þennan hátt er ég þýzkur föðurlandssinni, sem er stolt- ur af landi sínu,“ sagði Schröder í Süddeutsche Zeitung. Hið áhrifaríka blað Frankfurter Allgemeine Zeitung (FAZ) sagði Trittin líta út fyrir að vera ein- angraðan í „sjúklegri afneitun sinni á föðurlandsást“ og benti á að æ fleiri stjórnmálamenn, ekki aðeins á hægri vængnum, leyfðu sér nú að lýsa stolti af landi sínu. Að sögn blaðsins er þetta afleiðing umræðu sem spannst í fyrra út frá hugtakinu „leiðandi menning“ („Leitkultur“), sem einn af frammámönnum kristi- legra demókrata sagði eðlilegt að innflytjendur löguðu sig að. Friedrich Merz, formaður þing- flokks CDU á Sambandsþinginu í Berlín, maðurinn sem kom af stað deilunni um „leiðandi menninguna“, hefur sagt að flokkurinn hyggist í þessari viku leggja á þingi Rhein- land-Pfalz fram tillögu um vantraust á hendur Trittin umhverfisráðherra. Að sögn Peter Lösche, prófessors í stjórnmálafræði við háskólann í Göttingen, er „daður“ frammá- manna CDU við föðurlandsást og þjóðarstolt til þess ætlað að vinna flokknum atkvæði einkum í Baden- Württemberg, þar sem hinn þjóð- ernissinnaði Lýðveldisflokkur hefur notið trausts fylgis um tíunda hvers kjósanda síðustu kjörtímabilin. Forseti sakaður um skort á þjóðarstolti Berlín. Reuters. GRÍÐARSTÓR olíuborpallur bras- ilíska ríkisolíufélagsins Petrobras sökk í gær og var myndin tekin skömmu áður en hann hvarf í Atl- antshafið. Sprenging varð í einni af stoðum pallsins í liðinni viku og er vitað að tveir starfsmenn fórust, átta að auki er enn saknað. Pall- urinn, sem nefndur var P-36, skemmdist mikið, hallinn varð um 30 gráður en sérfræðingar dældu vetni í flothylki hans og tókst einn- ig að fjarlægja um 4.100 tonn af vatni úr pallinum. Slæmt veður kom í veg fyrir frekari aðgerðir og svo fór að hann sökk. Um 1,5 millj- ónir lítra af olíu eru í pallinum og óttast menn að olían geti valdið miklum náttúruspjöllum þegar hún lekur út í sjóinn. Reuters Borpallur sokkinn

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.