Morgunblaðið - 22.03.2001, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 22.03.2001, Blaðsíða 2
Fylgstu með nýjustu fréttum www.mbl.isAtli Knútsson er til reynslu hjá Lilleström / C3 Einar Einarsson hættur með Grindavíkurliðið / C1 4 SÍÐUR Í dag er dreift með Morgun- blaðinu „Kringlu- kasti“ frá Kringl- unni. Blaðinu er dreift suðvest- anlands. Viðskiptablað Morgunblaðsins Sérblað um viðskipti/atvinnulíf 12 SÍÐUR Sérblöð í dag FRÉTTIR 2 FIMMTUDAGUR 22. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ MÆLINGAR á jarðhitasvæðum á Suðurlandi benda til þess að þrýst- ingsbreytingar í heitavatnsholum geti verið fyrirboðar jarðskjálfta. Þetta kom fram í máli Ólafs G. Flóvenz, framkvæmdastjóra rann- sóknasviðs Orkustofnunar, á árs- fundi stofnunarinnar í gær. Hann sagði að daginn fyrir Suðurlands- skjálftann þann 17. júní í fyrra hefði mælibúnaður sem tengdur væri bor- holum Hitaveitunnar á Flúðum sent frá sér viðvörun um þrýstifall. Hið fyrsta frá upphafi, að sögn heima- manna, en búnaðurinn hefur verið í rekstri í 5 ár. „Þetta er á frumrannsóknarstigi,“ sagði Ólafur. „Með tilstyrk orku- veitna og ríkisins höfum við komið upp mælum sem mæla þrýsting í borholum og eiga að veita okkur upp- lýsingar um hegðun sem gæti kannski einhvern tímann í framtíð- inni leitt til þess að menn gætu séð ef jarðskjálfti væri í vændum.“ Ólafur sagði að líklega væri hvergi í heiminum hægt að finna betri að- stæður til rannsókna á þessu sviði, því hvergi væri að finna jafnmargar borholur á upptakasvæði jarðskjálfta og á Suðurlandi. Þar væru fjölmörg jarðhitasvæði, sem flest væru tengd ungum jarðskjálftasprungum. „Jarðhitasprungurnar, sem eru jafnframt skjálftasprungurnar, tengjast geysilega stóru vatnsrúm- máli og mjög litlar breytingar í því skapa mjög afgerandi þrýstibreyt- ingar í borholum. Þegar jörðin er að því komin að bresta þá er ekkert ólík- legt að þrýstingur í borholum aukist og þannig sjáum við möguleika á því að það geti verið eitthvert forspár- gildi í þessu. En til þess að sjá hvort þessi púls sem varð á Flúðum sé ein- stakur þá þurfum við að mæla þetta í langan tíma frá mismunandi stöð- um.“ Áhrif jarðskjálftanna á jarðhitakerfin voru misjöfn „Strax á fyrstu klukkustundunum eftir að þjóðhátíðarskjálftinn gekk yfir varð ljóst að verulegar breyting- ar höfðu orðið á þrýstingi í jarðhita- kerfum víðs vegar um Suðurland,“ sagði Ólafur. „Áhrif jarðskjálftanna á jarðhitakerfin urðu mjög misjöfn. Á mörgum stöðum féll þrýstingur og hitaveitur urðu vatnslausar en á öðr- um stöðum jókst þrýstingur þannig að heitt vatn flæddi út um allt og olli skemmdum. Því miður voru óvíða til nákvæmar mælingar á vatnsborði fyrir skjálftana þannig að aðeins var unnt að meta hvort þrýstingur hefði vaxið eða minnkað við skjálftana. Fljótlega kom þó í ljós að þrýsti- breytingar sýndu ákveðið mynstur. Norðvestan og suðaustan við upptök skjálftanna jókst þrýstingur en norð- austan og suðvestan við upptökin féll hann. Út frá þrýstibreytingamynstr- inu má draga tvö hornrétt plön sem skilgreina mörkin milli þrýstiaukn- ingar og þrýstilækkunar. Skurð- punktur þessara plana lendir í upp- takapunkti jarðskjálftanna sam- kvæmt staðsetningu Veðurstofunnar út frá jarðskjálftamælingum.“ Ólafur sagði að jarðhitasvæðið á Flúðum væri í beinu framhaldi af sprungunni sem myndast hefði í skjálftanum 17. júní. Hann sagði að mælibúnaðurinn sem næmi þrýsting- inn þar safnaði gögnum sjálfvirkt en að þau væru aðeins geymd um stund- arsakir og síðan grisjuð fyrir lang- tímageymslu. „Vegna fjarveru veitustjórans á Flúðum tókst ekki að ná gögnum í tæka tíð út úr tækinu áður en þau voru grisjuð þannig að við vitum ekki hvernig þessi þrýstipúls leit út. Ljóst er þó að hann kom og stóð stutt. Þarna gæti hafa verið um að ræða einhvers konar forboða þess sem í vændum var.“ Setja verður upp talsvert marg- ar mælistöðvar á Suðurlandi Ólafur sagði að dagana eftir jarð- skjálftana hefði Orkustofnun mælt vatnsborð og þrýsting í um 70 bor- holum á Suðurlandi. Þeim mælingum hefði síðan verið haldið áfram í völd- um hluta holnanna til að fylgjast með hvernig vatnsborðið næði jafnvægi að nýju. Hann sagði að mælingarnar sýndu að líkur væru á því að fyrir- boðar skjálfta kæmu fram í heita- vatnsholum á Suðurlandi. „Þar sem fyrirboðarnir sýnast mjög staðbundnir og snöggir verður að setja upp talsvert margar mæli- stöðvar á Suðurlandi í þessum til- gangi. Stofnkostnaður hvers sírita er á bilinu 0,5 til 1 milljón og árlegur rekstrarkostnaður um 200 þúsund krónur.“ Þrýstifall í borholum Hitaveitunnar á Flúðum daginn fyrir skjálftann 17. júní Breytingar í heitavatnshol- um fyrirboðar jarðskjálfta RÍKISSAKSÓKNARI hefur gefið út ákæru á hendur tveim- ur ungum mönnum fyrir íkveikju í fjölbýlishúsum við Völvufell, Flúðasel og Unufell í Reykjavík. Mennirnir eru einn- ig ákærðir fyrir skemmdarverk á símatengiskáp í Breiðholti. Bótakröfur vegna þessa nema tæplega 4,3 milljónum króna. Annar mannanna er átján ára en hinn tvítugur. Þeir eru sakaðir um að hafa aðfaranótt 2. nóvember hellt tvígengisolíu í sorptunnugeymslu fjölbýlis- húss við Völvufell 48 og kveikt í. Í ákæru ríkissaksóknara segir að með þessu hafi þeir stofnað lífi 24 íbúa hússins, sem flestir voru sofandi, í bersýnilegan háska. Þeir hafi valdið eigna- tjóni og augljósri hættu á enn meira eignatjóni en eldurinn uppgötvaðist fljótlega og var slökktur af slökkviliði. Þeim er einnig gefið að sök að hafa síðar sömu nótt hellt bensíni í teppi stigagangs fjöl- býlishúss við Flúðasel og þann- ig stofnað lífi 22 íbúa hússins í háska. Eldurinn slökknaði fljótlega vegna súrefnisskorts. Mennirnir tveir eru einnig kærðir fyrir að hafa hellt bens- íni í sorptunnu í sorptunnu- geymslu fjölbýlishúss við Unu- fell og kveikt í aðfaranótt 23. nóvember en þá voru flestir hinna 33 íbúa hússins í fasta- svefni. Að auki eru þeir ákærðir fyr- ir að hafa í lok október unnið eignaspjöll á símatengiskáp við Vesturberg, í fyrra skiptið með því að binda um skápinn kaðal sem þeir festu við bifreið sína og óku svo af stað. Við þetta rifnuðu kaplar í skápnum úr sambandi. Þá eru þeir sakaðir um að hafa viku síðar hellt bensíni ofan í skápinn og kveikt í þannig að hann gjöreyðilagð- ist. Íkveikjur í fjölbýlishúsum Bótakröf- ur nema 4,3 millj- ónum kr. FUNDAÐ var í kjaradeilu sjó- manna á nýjan leik í gær og var það fyrsti fundur deiluaðila frá því verkfalli sjómanna var frestað til mánaðamóta í fyrrakvöld. Þórir Einarsson, ríkissáttasemjari, sagði að á fundinum í gær hefði þráð- urinn verið tekinn upp þar sem frá var horfið á mánudag. Fundinum lauk um kvöldmat- arleytið í gær og hefur verið boðað til annars fundar í dag. Þórir sagði að búast mætti við daglegum fund- um næstu dagana, en verkfall sjó- manna hefst á nýjan leik í byrjun næsta mánaðar hafi samningar ekki tekist fyrir þann tíma. Góð loðnuveiði var við Vest- mannaeyjar í gær og fengu mörg skip góð köst þar og fullfermi í fáum köstum. Þröng var á þingi á miðunum við Eyjar eins og sjá má. Morgunblaðið/Sigurgeir Fundað á ný í kjaradeilu sjómanna  „Lemjum á þessu ...“/24 FRAMKVÆMDASTJÓRN Land- spítala – háskólasjúkrahúss hefur ákveðið að sameina taugalækningar, lungnalækningar og smitsjúkdóma- lækningar í Fossvogi og að krabba- meinslækningar og blóðmeinafræði verði við Hringbraut. Þá verða aðal- stöðvar endurhæfingarþjónustu á Landspítala, Grensási. Þetta kemur meðal annars fram í grein Magnúsar Péturssonar, for- stjóra Landspítala – háskólasjúkra- húss, sem birt er í Morgunblaðinu í dag. Þar kemur einnig fram að til- koma nýs barnaspítala haustið 2002 verði mikil framför og leyfi samein- ingu og endurskipulagningu hverrar sérgreinar af annarri í aðalbygging- unum við Hringbraut og í Fossvogi. Þá kemur fram í greininni að ákveða þurfi hvar slysa- og bráðamót- taka spítalans verði. Sú þjónusta þurfi að vera sem mest á einum stað af faglegum og rekstrarlegum ástæð- um. Aðstaða slysadeildar í Fossvogi sé bágborin og leyfi ekki aukið álag að óbreyttu, enda séu endurbætur þar forgangsverk á næsta ári. Þá leyfi að- stæður við Hringbraut naumast að starfsemin verði sameinuð þar við óbreyttar aðstæður, en ætlunin sé að ákveða tilhögun slysa- og bráðastarf- seminnar fyrir lok apríl þegar fyrir liggi nauðsynleg undirbúningsvinna. Forstjóri Landspítala – háskólasjúkrahúss Endurbætur slysa- deildar forgangs- verk á næsta ári  Sjúkrahús/39
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.