Morgunblaðið - 22.03.2001, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 22.03.2001, Blaðsíða 26
26 FIMMTUDAGUR 22. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ FRELSI TIL FERÐA Í 15 LÖNDUM M ikil óvissa er um hvort þátt- taka Ís- lands í Schengen- samstarf- inu og ferðafrelsi sem henni er samfara muni hafa einhver áhrif á fjölda og ferðavenjur erlendra ferðamanna sem koma til Íslands. Flestir ferðamenn koma af Schengen-svæðinu Vilhjálmur Bjarnason, sérfræðing- ur á Þjóðhagsstofnun, bendir á að flestir ferðamenn sem koma til Ís- lands komi frá löndum sem eru innan Schengen-svæðisins. 78,5% erlendra ferðamanna sem komu til Íslands í fyrra komu frá Skandinavíu, Þýska- landi, Bretlandi, Frakklandi og Bandaríkjunum. Þar af komu 17,6% frá Bandaríkjunum og 15,9% frá Bretlandi. Þessi tvö ríki eru utan Schengen-samstarfsins en ríkisborg- arar þeirra þurfa ekki á vegabréfsá- ritun að halda til að koma til aðild- arlanda Schengen. „Það kann svo auðvitað að vera einfaldara fyrir ferðamenn, sem eru komnir inn á svæðið, að fara til Ís- lands, vegna þess að vegabréfsárit- anir verða fáanlegar á auðmerkjan- legri stöðum en áður og í afskekktum löndum,“ segir Vilhjálmur. Keflavíkurflugvöllur verði „fljótlegasta og þægilegasta“ leiðin Að mati forsvarsmanna Flugleiða mun reynslan leiða í ljós hvort Schengen-samstarfið skapar ný tækifæri í ferðaþjónustu. „Allir helstu millilandaflugvellir í Evrópu verða Schengen-vellir. Ef Flugleiðir sjá fram á að hér náist meiri hraði og öryggi í að þjónusta farþega á leið inn í eða út úr Schengen en á öðrum flug- völlum í nágrannalöndum, þá munum við að sjálfsögðu nýta það í markaðs- setningu okkar. Það væri mjög já- kvætt að geta kynnt Keflavíkurflug- völl sem „fljótlegustu og þægi- legustu“ leiðina inn og út úr Schengen. Hvort sú hugmynd er raunhæf veltur bæði á frammistöð- unni hér, og einnig á því hvernig aðr- ir flugvellir taka á málum. Við höfum ef til vill svolítið forskot vegna þess að verið er að stækka flugstöðina í leiðinni, en víðast hvar þarf að koma Schengen-eftirlitinu fyrir inni í eldri stöðvum. Reynslan leiðir það í ljós,“ segir Guðjón Arn- grímsson, upplýsingafulltrúi Flug- leiða. Mikilvægt að ekki verði tafir við vega- bréfaskoðun í Leifsstöð „Það veit enginn hvort ferðamönn- um fjölgar,“ segir Magnús Oddsson ferðamálastjóri aðspurður hvort Schengen-aðild Íslands muni hafa í för með sér fjölgun erlendra ferða- manna á Íslandi. Í umsögn Ferðamálaráðs til Al- þingis á síðasta ári segir að jákvæð áhrif aðildar Íslands að Schengen- samstarfinu fyrir íslenska ferðaþjón- ustu, felist fyrst og fremst í því að ferðalög innan svæðisins, þ.m.t. til Ís- lands frá löndum í samstarfinu verða almennt gerð auðveldari. „Mikilvægt hlýtur því að teljast að koma í veg fyrir neikvæðu áhrifin. Skal þar fyrst og fremst bent á flæðið í flugstöðinni og að stöðin geti áfram virkað sem skiptistöð með við- unandi árangri. Þá eru innan greinarinnar efa- semdir um að auknum kostnaði bein- um eða óbeinum vegna aðildar okkar að Schengen verði ekki velt út til flugfarþega og fyrirtækja í flug- rekstri,“ segir þar. Að sögn Magn- úsar hefur hlutur ferðamanna sem koma frá löndum sem eru utan Schengen-samstarfsins, aukist á allra seinustu árum. „Nálægt 40% okkar gesta koma frá löndum utan Schengen-svæðisins,“ segir hann. Leiðakerfi Flugleiða verði ekki sett í uppnám Magnús segir ferðaþjónustuna eiga allt undir því að Keflavíkurflug- völlur sé og verði samkeppnishæfur. Öll seinkun sem farþegar verði fyrir vegna strangari vegabréfaskoðunar í flugstöðinni geti skipt sköpum í því „Enginn veit hvort ferðamönnum fjölgar“ Þýskir ferðamenn af skemmtiferðaskipinu MS Delphin ganga frá borði í Reykja- vík. Á innfelldu myndinni má sjá Schengen-vegabréfastimpil sem íslenskir landa- mæraverðir munu taka í notkun þegar Ísland verður formlegur aðili að Scheng- en-samstarfinu næstkomandi sunnudag. Útlit stimplanna er samræmt á öllu Schengen-svæðinu. Óvissa er um hvaða áhrif þátttaka í Scheng- en-samstarfinu muni hafa á ferðaþjónustu. Efasemdir eru einnig um að ólöglegir innflytj- endur muni streyma í stórum stíl til Íslands frá Evrópu þrátt fyrir afnám vegabréfaeft- irlits, þó fáir treysti sér til að spá nokkru um það. Dómsmálaráðherra og utanríkisráð- herra segja mikinn ávinning fólginn í þátt- töku í Schengen-samstarfinu, að því er fram kemur í síðustu grein Ómars Friðrikssonar, í greinaflokki Morgunblaðsins um aðild Íslands að Schengen 25. mars. ALLS var 56 útlendingum snúið til baka á Keflavíkurflugvelli á sein- asta ári samanborið við 35 árið á undan. Á síðustu 6 árum hefur 140 einstaklingum verið snúið til baka við komu til landsins. Flestum var synjað um landgöngu af þeirri ástæðu að þeir höfðu ekki atvinnu- eða dvalarleyfi eða 36 manns, 5 höfðu ekki tilskilda vegabréfsárit- un og 8 ónóg fjárráð. Margir hafa lýst áhyggjum af því að afnám vegabréfaeftirlits á innri landamærum Schengen- landanna muni hafa í för með sér að fjöldi ólöglegra innflytjenda í Evrópu muni leita í auknum mæli til Íslands. Aðrir benda aftur á móti á að reynsla nágrannalandanna sýni að landamæraeftirlit sé engin alls- herjarlausn. Skv. Politiken í Dan- mörku eru aðeins 15% ólöglegra innflytjenda sem teknir eru þar í landi stöðvaðir á landamærunum. Viðmælendur Morgunblaðsins innan stjórnkerfisins eru flestir þeirrar skoðunar að ólíklegt sé að einhver stífla bresti hér á landi með gildistöku Schengen-samn- ingsins, þó enginn geti í raun og veru spáð fyrir um hver þróunin verði. Skv. upplýsingum Evrópusam- bandsins er talið að allt að 500 þúsund ólöglegir innflytjendur hafi komið inn í lönd Vestur-Evrópu á síðasta ári og dreifst um Scheng- en-svæðið. Hefur þeim fjölgað ár frá ári eða úr 40.000 árið 1993, skv. breska blaðinu Guardian. Tímaritið Economist hélt því fram í úttekt sem blaðið gerði fyr- ir nokkru að engin glæpastarfsemi væri í hraðari vexti í heiminum en skipulagt smygl alþjóðlegra glæpa- samtaka á ólöglegum innflytj- endum. Europol-lögreglusamtökin hafa greint frá því að ólöglegur flutningur innflytjenda á milli landa sé farinn að velta álíka háum fjárhæðum og eiturlyfjaviðskipti. Gagnrýnendur lögreglu- samstarfs Schengen-ríkjanna hafa varað við aukinni hörku gagnvart innflytjendum, sem hafi einnig í för með sér óréttláta meðferð flóttamanna. Á seinasta ári sóttu 23 útlend- ingar um hæli hér á landi, þar af voru 5 frá Rússlandi og 3 frá Afganistan. Fjöldi hælisleitenda hefur aukist nokkuð á seinustu þremur árum, en alls hafa 86 ein- staklingar sótt um hæli á Íslandi frá 1995. Til samanburðar sóttu um 15 þúsund manns um hælisvist á Írlandi í fyrra, en fyrir tíu árum voru árlegar hælisumsóknir þar í landi 30-40 talsins. Í Svíþjóð er tal- ið að með aðild landsins að Scheng- en muni umsóknum um hælisvist fjölga úr 12.000 í 14.500 á ári. Umtalsverðar breytingar verða á málsmeðferð fólks, sem hingað kemur og leitar hælis, við gild- istöku Schengen. Svonefndur Dyfl- innarsamningur, sem Alþingi stað- festi fyrr í þessum mánuði, fjallar um hvaða Schengen-ríki skuli bera ábyrgð á umfjöllun um beiðni um hæli sem lögð er fram í einhverju aðildarríkjanna. 56 útlendingum snúið við í Keflavík       !"##$ %!&#'&# (                              !   "  #      $  % &&      & '  )  !&#'&  *+  ,&&&#                     !" # #$ %% %% %%& %%' %%% ) )  %% %% %%& %%' %%% )  
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.