Morgunblaðið - 22.03.2001, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 22.03.2001, Blaðsíða 20
NEYTENDUR 20 FIMMTUDAGUR 22. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ ORKUÞÖRF minnkar með aldrin- um, aðallega vegna vöðvarýrnunar og minni hreyfingar. Þörf fyrir vít- amín, steinefni, prótein og trefjaefni minnkar hins vegar ekki. Fæðið þarf því að vera fjölbreytt eigi það að uppfylla næringarþarfir. Gömlu fólki sem er við góða heilsu og hreyfir sig daglega hæfir yfirleitt al- mennt fæði sem tekur mið af mann- eldismarkmiðum. Hætta á næring- arskorti eykst hins vegar ef matarlyst minnkar, hvort sem er vegna líkamlegra eða geðrænna sjúkdóma. Þetta kemur fram í nýút- komnu leiðbeiningariti Manneldis- ráðs Íslands, Matur fyrir aldraða, en fram til þessa hafa ekki verið birtar sérstakar leiðbeiningar fyrir þá sem útbúa mat fyrir gamalt fólk. Þarfir gamals fólks eru mismunandi „Ritið er ætlað öllum þeim sem vinna við hjúkrun aldraðra eða út- búa mat fyrir gamalt fólk, hvort heldur er á stofnunum eða í heima- húsum. Ritið er unnið af samstarfs- hópi um öldrunarmál en markmiðið með útgáfunni er að matur sem bor- inn er fyrir gamalt fólk sé bæði holl- ur og lystugur og hæfi gömlu fólki næringarlega séð,“ segir Laufey Steingrímsdóttir, forstöðumaður Manneldisráðs Íslands. „Þarfir aldr- aðra eru mismunandi og í ritinu er gerður skýr greinarmunur á þeim mat sem hæfir fólki við góða heilsu og hinum sem eru orðnir sjúkir og illa á sig komnir. Seinni hópurinn þarf yfirleitt næringar- og orkurík- ara fæði, sem er feitara en flestum öðrum er hollt að borða.“ Mikilvægt að bera matinn vel fram Æskilegt er að fæði á félagsmið- stöðvum aldraðra, heimsent fæði svo og almennt fæði á dvalarstofn- unum fyrir aldraða fylgi manneld- ismarkmiðum hvað varðar prótein, fitu, kolvetni, trefjaefni, sykur og salt. Samkvæmt þeim skal fitu, eink- um mettaðri fitu, sykri og salti stillt í hóf en þess gætt að fæðið veiti nægan vökva og trefjaefni, auk nauðsynlegra vítamína og steinefna. En matur er ekki bara samansafn nauðsynlegra næringarefna að sögn Laufeyjar. „Það skiptir miklu máli að matur sem borinn er fram á öldr- unarstofnunum sé lystugur og fal- lega fram borinn. Blóm á borði og fallegur borðbúnaður auka ánægj- una af matnum og gera allt um- hverfi notalegra.“ Saltið varasamt Matur á mörgum öldrunarstofn- unum er nú þegar hollur og góður að sögn Laufeyjar en þó eru örfá atriði sem rétt er að vekja athygli á. Þar má nefna saltið í matnum. „Matur sem borinn er fyrir gamalt fólk má ekki vera of saltur því það hækkar blóðþrýstinginn og er beinlínis hættulegt fyrir gamalt fólk með veilt hjarta. Það er því miður allt of algengt að verið sé að bera fram saltaða kjöt- og fiskrétti, saltar súp- ur og sósur fyrir gamalt fólk. Margt fólk hefur breytt matarvenjum sín- um á undanförnum árum og er farið að borða saltminna fæði en þegar það fær síðan heimsendan mat er hann stundum svo saltur að það get- ur ekki borðað hann. Þetta þarf að athuga. Það ætti sjaldan að hafa salta rétti á borðum og þegar slíkur matur er þarf að hafa nóg af salt- minna meðlæti og saltlítinn eftir- rétt,“ segir Laufey og bætir við að best væri auðvitað að geta boðið fólki upp á val þegar saltur matur er í boði, t.d. nýtt kjöt í staðinn fyrir salt. Grænmeti og ávextir oft útundan Annað sem vakið er athygli á í rit- inu eru grænmeti og ávextir, sem oft verða útundan í fæði gamals fólks. „Við bendum fólki á niður- skorna ávexti í eftirrétt og sem millibita og hafa grænmeti sem það ræður við að borða með báðum aðal- máltíðum. Einnig er fjallað um mál- tíðaskipan í ritinu en á mörgun öldr- unarstofnunum er ævinlega brauð og súpa eða grautur á kvöldin. Þetta fyrirkomulag er væntanlega til kom- ið vegna manneklu og vaktaskipta í eldhúsi en það er til mikilla bóta ef hægt er að bjóða heita rétti af og til á kvöldin líka, þó ekki sé nema tvisv- ar til þrisvar í viku.“ Sykursýki algeng meðal aldraðra „Sykursýki er mjög algeng meðal aldraðra. Það hafa þó orðið miklar breytingar á greiningu og meðferð sykursjúkra undanfarin ár og fæð- isráðleggingar til þeirra breyst að sama skapi. Nú er lögð mest áhersla á að fæði fyrir sykursjúka sé sem líkast almennu hollu fæði. Það er yf- irleitt ekki þörf á að útbúa mat þeirra sérstaklega svo framarlega sem hann er heilsusamlegur, sykri og fitu stillt í hófi, grænmeti haft með báðum aðalmáltíðum og gróft brauð notað í staðinn fyrir hvítt. Það er varla nokkur fæðutegund sem þarf að vera á bannlista fyrir syk- ursjúka nema sætir drykkir og sæt- súpur.“ Um þessar mundir er verið að senda ritið á hjúkrunar- og öldrun- arstofnanir til kynningar en einnig er hægt að panta eintök hjá Mann- eldisráði á 600 krónur. Manneldisráð Íslands gaf nýlega út leiðbeiningaritið Matur fyrir aldraða Saltur matur of al- gengur í fæði aldraðra Matur sem borinn er fyrir aldraða er yfirleitt hollur og góður. Græn- meti og ávextir verða þó stundum útundan í fæði þeirra. Þá hækkar salt- ur matur blóðþrýsting, en of algengt er að rosk- ið fólk borði saltaða kjöt- og fiskrétti, saltar súpur og sósur. Morgunblaðið/Ásdís Það skiptir miklu að matur sem borinn er fram á öldrunarstofnunum sé lystugur og fallega fram borinn. ÞAÐ munaði litlu að illa færi á einu heimili nýverið út af hlaupkerti sem einnig gengur undir nafninu gel- kerti. Í netútgáfu Bæjarins besta á Ísafirði er í vikunni viðtal við Magna Guðmundsson á Seljalandi sem var- ar fólk við gelkertum. Hann var með slíkt kerti inni á baðherbergi og þeg- ar kertið var að brenna alveg niður og kveikurinn búinn þá kviknaði í því sem eftir var í glasinu, glasið sprakk og allt varð sótugt. Magni segir að það hafi orðið sér til happs að flísar voru á veggnum þar sem kertið var en ekki málaður veggur. Fjóla Guðjónsdóttir hjá markaðs- gæsludeild Löggildingarstofu segir að á botni gelkerta eða í gelinu sjálfu sé oft ýmiss konar skraut, t.d. glimmer eða skeljar. „Þetta skraut getur flotið upp þeg- ar gelið í glasinu hitnar og orðið fljótandi og því getur skrautið virkað sem auka kveikur eða einfaldlega brunnið þegar gelið brennur niður og kveikurinn er búinn. Fyllsta ástæða er til þess að gæta ýtrustu varúðar við nokun gelkerta. Gelið er ekki venjulegt vax og því brennur það á annan hátt en venju- leg kerti, ýmist brennur gelið og eyðist eða það verður þunnfljótandi þegar það hitnar. Það þarf því að gæta þess að setja gelkerti á öruggt undirlag. Kertin geta brunnið á mismunandi hátt Fjóla segir að gelkerti séu mjög heit lengi eftir að slökkt hefur verið á þeim og því sé mikilvægt að þau séu ávallt þar sem börn ná ekki til, sér- staklega gelkerti sem eru með skrauti sem höfðar til barna. Hún bendir á að finnska neyt- endaverndarstofnunin hafi nýlega látið framkvæma prófun á gelkert- um. „Meðal þess sem prófunin leiddi í ljós var að gæði gelsins voru mjög mismunandi, jafnvel þótt um væri að ræða kerti frá sama framleiðanda og var brennsla kertanna allt frá því að vera eðlileg til þess að allt yfirborð gelkertaglassins logaði. Það er því áríðandi að neytendur séu meðvitað- ir um það að kerti geta brunnið á ófyrirsjáanlegan og afar mismun- andi hátt þó svo að meginþorri þeirra brenni eins og væntingar standa til og valdi hvorki skemmdum né tjóni.“ Hún segir að aldrei sé of oft árétt- að að aldrei á að yfirgefa herbergi þar sem logar á kerti og skiptir hér engu hvort um er að ræða gelkerti eða hefðbundin kerti. Markaðsgæsludeild Löggildingar- stofu kannar nú um hvaða tegund gelkertis var að ræða og mun í fram- haldi af því grípa til viðeigandi ráð- stafana. Fyllstu varúðar skal gætt við notkun gelkerta Glasið undan kertinu sprakk Litlu munaði að illa færi þegar gelkerti sprakk inni á baðher- bergi á Seljalandi. Morgunblaðið/ Kristinn. Gelið er ekki venjulegt vax og því brennur það á annan hátt en venjuleg kerti.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.