Morgunblaðið - 21.04.2001, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 21.04.2001, Blaðsíða 14
ÞÆR vinna saman, dagmæð- urnar sem búa í Króka- og Löngumýri í Garðabænum. Í þessum tveimur götum eru fimm starfandi dagmæður og hafa þær hver sína að- stöðu heima fyrir. Samstarf þeirra felst hins vegar í því að á hverjum morgni hittast þær með börnin og fara með þau á gæsluvöll í Silf- urtúninu sem hefur ekki ver- ið starfræktur sem slíkur í rúmt ár og hafa þær því fengið afnot af aðstöðunni fyrir börnin. Aðstaðan er ágæt, vel búin leiktæki og skúr þar sem er rafmagn og hægt að hita vatn. Þær sögðust þó í gær- morgun ekki vissar um hversu lengi þær gætu nýtt sér þessa góðu aðstöðu þeg- ar blaðamaður Morg- unblaðsins leit inn á róló hjá dagmæðrunum Jónínu Helgadóttur, Guðnýju Ing- unni Aradóttur, Helgu Mar- teinsdóttur, Lindu Guð- mundsdóttur og Guðbjörgu Einarsdóttur. Þær voru mættar með 21 barn sem voru þegar farin að leika sér og einhver voru sofandi í vögnum. Flestar þeirra hafa starfað við þetta í átta ár eða lengur. Þær eru sammála um að samheldnin sé góð og að hún skipti máli. Guðný Ingunn Aradóttir, sem hefur starfað sem dagmóðir í þrjú ár, sagði að hún hefði strax ver- ið tekin inn í hópinn þegar hún kom til starfa. Hún segir samheldnina vera mjög verðmætan stuðning. „Ég væri sennilega hætt núna ef ekki væri fyrir þenn- an góða félagsskap,“ segir hún. „Það er ómetanlegt að geta hist og deilt með öðr- um. Það eru alltaf að koma upp aðstæður og tilfelli þar sem gott og nauðsynlegt er að ráðfæra sig við aðra sem eru að vinna í sömu málum,“ segir Guðný Ingunn. Á sumrin halda þær líka pizzu- veislu fyrir öll börnin. Samheldnin nær útfyrir vinnutímann því þær hafa orðið ágætis vinkonur í gegnum þetta samstarf og bjóða sjálfum sér stundum til veislu og hefð er orðin fyrir því að þær fari á jólahlað- borð saman. „Það sem gefur þessu líka gildi fyrir börnin er að þau kynnast hvert öðru. Oft eru þetta börn úr nánasta um- hverfi og það getur verið stuðningur fyrir þau af því að þekkja hvert annað ef þau fara í sama leikskólann,“ segja mömmurnar í Mýrinni. Engin breyting fyrir- huguð í Silfurtúni Bæjarstjóri Garðabæjar, Ásdís Halla Bragadóttir, sagði enga breytingu vera fyrirhugaða með gæsluvall- araðstöðuna í Silfurtúninu, á meðan eftirspurn væri fyrir hendi yrði henni mætt. Hún sagði dagforeldra hafa vant- að í Garðabæ en með nýjum leikskóla sem verið er að taka í notkun í Ásahverfi kæmust öll tveggja ára börn í Garðabæ á leikskóla. „Það ætti að hafa í för með sér að þau börn sem bíða eftir plássi hjá dagfor- eldrum kæmust að,“ segir Ásdís Halla Bragadóttir, bæjarstjóri Garðabæjar. Góð aðstaða til útiveru er mikilvæg fyrir lítil kríli. Mömmurnar í Mýrinni – samhentar dagmæður Garðabær Morgunblaðið/Anna Ingólfsdóttir Dagmömmurnar í Mýrinni í Garðabæ ferðast um eins og ein lest og farþegarnir eru börn. HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ 14 LAUGARDAGUR 21. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ Félagsmálaráðuneytið úr- skurðaði 17. apríl sl. í tveimur stjórnsýslukærum á hendur bæjarstjórn Mosfellsbæjar vegna ákvarðana hennar 27. desember 2000 um lóðaúthlut- un við Svöluhöfða og Súlu- höfða. Niðurstaðan er sú að setning nýrra viðmiðunar- reglna um lóðaúthlutun stríði í verulegum atriðum gegn ákvæðum stjórnsýslulaga nr. 37/1993, einkum 12. og 23. gr. þeirra laga, og ákvörðunin sé ekki í samræmi við góða stjórnsýsluhætti. Tildrög málsins eru þau að í ágúst sem leið birtist auglýs- ing um fyrirhugaða lóðaút- hlutun. Í auglýsingunni voru ekki upplýsingar um skilyrði sem uppfylla þyrfti til að eiga kost á úthlutun lóðar en á bak- hlið umsóknareyðublaðsins voru reglur Mosfellsbæjar um úthlutanir lóða fyrir íbúðar- húsnæði. 262 umsóknir bárust um lóðirnar og voru nýjar við- miðunarreglur samþykktar á fyrrnefndum bæjarstjórnar- fundi. Þar kom m.a. fram að umsækjandi eða maki hans varð að hafa átt lögheimili í Mosfellsbæ 1990, 1995 og 2000. Fjórir umsækjendur, sem fengu ekki úthlutun, ósk- uðu eftir að félagsmálaráðu- neytið skæri úr um lögmæti fyrrnefndrar ákvörðunar og hefur verið úrskurðað í tveim- ur kærum auk þess sem þriðja erindinu hefur verið svarað, en einu málinu er ólokið í ráðuneytinu. Ekki unnt að ógilda ákvörðunina Í fyrrnefndum tveimur úr- skurðum kemst ráðuneytið að þeirri niðurstöðu að með ákvörðuninni um búsetuskil- yrði hafi bæjarstjórnin „farið langt út fyrir þær heimildir sem hún hafði til að ákveða hvernig staðið skyldi að út- hlutun lóðanna. Þá telur ráðu- neytið að umsækjendum, sem uppfylltu auglýst lágmarks- skilyrði, hafi ekki mátt vera ljósar ástæður þess að skil- yrðið var sett, eins og sést af þeim fjölda erinda sem borist hafa ráðuneytinu vegna þessa máls, og að með því hafi verið brotið gegn jafnræðisreglu 65. gr. stjórnarskrárinnar og 11. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/ 1993. Verður því að telja vinnubrögð bæjarstjórnar Mosfellsbæjar í þessu máli verulega ámælisverð“. Hins vegar telur ráðuneytið ekki unnt að ógilda ákvörðun um lóðaúthlutun, þrátt fyrir að framkvæmdir séu ekki hafnar á þessum umdeildu lóðum enda séu mistök við málsmeð- ferð ekki sök þeirra sem fengu úthlutað lóðum umrætt sinn. Vill bætur „Ráðuneytið á ekki úr- skurðarvald um önnur úrræði sem kæranda kunna að standa til boða, svo sem um skaða- bætur eða efndir in natura, ef sá möguleiki er fyrir hendi. Í ljósi þess að alvarlegir hnökr- ar voru á málsmeðferð bæjar- stjórnar Mosfellsbæjar um- rætt sinn beinir ráðuneytið þeim tilmælum til kærða, með vísan til 102. gr. sveitarstjórn- arlaga nr. 45/1998, að hafnar verði viðræður við kæranda og aðra umsækjendur sem uppfylltu skilyrði um lóðaút- hlutun samkvæmt eldri reglum en var meinað að taka þátt í úthlutun umræddra lóða. Leiði þær viðræður ekki til þess að fundin verði lausn á málinu sem báðir aðilar geta sætt sig við er kæranda bent á rétt hans til að höfða mál fyrir dómstólum,“ segir ennfremur í úrskurði til hvors kæranda. Egill Helgason viðskipta- fræðingur sótti um lóð en fékk ekki og taldi á sér brotið. Hann leggur áherslu á að íbú- um í Mosfellsbæ hafi verið mismunað innbyrðis en það hafi ekki komið skýrt fram. „Það kemur í ljós það sem ég átti von á,“ segir hann um úr- skurð félagsmálaráðuneytis- ins. „Þetta brýtur í bága við stjórnarskrá, stjórnsýslulög og samþykktir sem Ísland er aðili að í gegnum ESB, en það kemur á óvart að þetta skuli ekki vera látið ganga til baka, að sveitarfélagið komist upp með svona ólöglega ákvarð- anatöku.“ Vill sitja við sama borð Eftir að hafa fengið nánari skýringar hjá félagsmála- ráðuneytinu um hugsanlegar viðræður segist Egill ætla að kanna hvort hann fái bætur frá bænum. „Ég vil helst að bærinn finni handa mér lóð,“ segir hann og bætir við að náist ekki viðunandi niðurstaða fari Ákvörðun bæjarstjórnar Mosfellsbæjar um að setja nýjar viðmiðunarreglur um lóðaúthlutun Stríðir gegn ákvæð- um stjórnsýslulaga Í ársbyrjun var greint frá óánægju vegna úthlutunar 40 lóða í Mos- fellsbæ. Í kjölfarið bárust félags- málaráðuneytinu stjórnsýslukærur og liggur úrskurður nú fyrir. Stein- þór Guðbjartsson kynnti sér málið. Mosfellsbær FUGLASKOÐUN, ljósmynd- anámskeið, hörputónleikar og fróðleikur um plöntur vikunn- ar er meðal þess sem boðið verður upp á í Grasagarðinum í Laugardal í sumar. Er þetta hluti viðamikillar dagskrár í tilefni 40 ára afmælis hans. Dagskráin hefst í dag og munu starfsmenn veita gestum leið- sögn um plöntur í sjálfum garðskálanum, en þar er vorið komið fyrir löngu. Í honum eru 100– 130 plöntuteg- undir, sem eiga það sameiginlegt að þola ekki ís- lenskan vetur. Formlegur lokadagur þessar- ar afmælisdag- skrár er 1. sept- ember næstkomandi og þá er ætlunin að halda uppskeru- hátíð, þar sem tekið verður upp úr ársgömlum matjurtagarði staðarins og gest- um leyft að bragða á góðgæt- inu. Grasagarður- inn var stofnaður 18. ágúst árið 1961, á 175 ára afmæli Reykjavíkurborgar. Hann byrjaði sem lítill 400 m² blettur en er núna 25.000 m². Grasagarðurinn starfar á fræðilegum grunni og þar stjórnar Dóra Jakobsdóttir grasafræðingur, en garð- yrkjuuppeldi stýrir Jóhanna Þormar garðyrkjufræðingur. Núverandi forstöðumaður Grasagarðsins er Eva G. Þor- valdsdóttir. „Grasagarðar eru hluti af menningu flestra eða allra borga, og börn eru alin upp við að fara í grasagarð og hlíta þeim reglum sem þar ríkja. Við sjáum þetta vel þegar út- lendingar koma í heimsókn, að þar er fólk sem hefur alist upp við slíkt og kann að vera í grasagarði. Okkur langar til að ala upp kynslóð sem ber virðingu fyrir gróðri, hvar sem hann er,“ sagði Eva, þegar Morgunblaðið hafði samband við hana í gær. „Það var lengi áhugi manna á að stofna grasagarð fyrr á 20. öld. Grasafræðingar skrif- uðu í tímarit, og Garðyrkju- félagið og Félag garðyrkju- manna hvöttu til stofnunar, en aldrei varð af neinu. Síðan gerist það að hjónin Jón Sig- urðsson skólastjóri og Katrín Viðar píanókennari ákveða að gefa Reykjavíkurborg um 200 tegundir villtra íslenskra plantna og segja má að það hafi orðið til þess að garðurinn var loks stofnaður. Í dag eru um 5.000 tegundir plantna í garðinum, afbrigði og yrki.“ Margt í boði á afmælisárinu Eva var spurð að því, hvern- ig afmælisdagskráin liti út. „Það er óhætt að segja, að það verði margt í boði í vor og sumar og alveg fram á haust. Aðaláherslan verður þó lögð á að kynna söfn grasagarðsins, en einnig viljum við sýna hvernig hægt er að nota garð- inn á annan hátt; t.d. verður boðið upp á fuglaskoðun, hörputónleika og plöntuljós- myndanámskeið. Þá má nefna, að Samtök sveitarfélaga á höf- uðborgarsvæðinu hafa valið 19. og 20. maí umhverfisdaga núna í ár, og af því tilefni ætl- um við 19. maí að bjóða upp á dagskrárlið sem við köllum „Umhverfið og vorið“. Þar munum við sýna fólki fyrstu plönturnar sem heilsa vorinu hérna í garðinum og þar ber hæst lyngrósir, en þær hafa dafnað mjög vel hérna í garð- inum og vekja alltaf mikla at- hygli gesta. Þó að Grasa- garðurinn sé ekki gamall á heims- vísu langar okkur að minnast þess- ara tímamóta með því að setja upp einhvern vísi að ljósmyndasýn- ingu um sögu hans, í máli og myndum, 2. júní. Það má líka telja til viðburða hér, að hér hefur verið rekið kaffi- hús í garðskálan- um á hverju ári, það er opnað upp úr miðjum maí og starfar fram í september. Í öllum grasa- görðum er leitast við að sýna villtar plöntur í við- komandi landi, og það reynum við líka að gera. Sá dagskrár- liður verður 9. júní,“ sagði Eva. „Við höfum líka áhuga á að auðvelda fólki að afla sér vitneskju um plönturnar í garðinum. Það gerum við með því að setja upp stærri skilti um einstakar plöntur vítt og breitt um garðinn. Við erum semsagt að ræða bæði um fræðslu og leiðsögn, að kynna fólki garðinn og plönturnar í honum, en einnig að reyna að gera fólki kleift að fræðast upp á eigin spýtur. Á afmælishá- tíðinni, sunnudaginn 19. ágúst, ætlum við svo að bjóða al- menningi upp á leiðsögn þar sem starfsmenn verða til taks og leiðbeina fólki um garðinn.“ Morgunblaðið/Ásdís Til að auðvelda fólki að kynnast því sem í Grasa- garðinum er að finna verða í hverri viku frá 28. maí til 27. ágúst valdar þrjár plöntur og þeim gerð ná- kvæm skil í texta og myndum, auk þess sem þær verða auðkenndar með rauðum fána, eins og þessi dröfnulyngrós. Á hverjum mánudegi verður skipt um og valdar nýjar „plöntur vikunnar“. Grasagarðar hluti af menningu Laugardalur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.