Morgunblaðið - 21.04.2001, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 21.04.2001, Blaðsíða 58
DAGBÓK 58 LAUGARDAGUR 21. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ Skipin Hafnarfjarðarhöfn: Botes kemur í dag, Sjóli kom í gær. Morraburg fór í gær. Kariline fer í dag. Fréttir Stuðningsfundir fyrr- verandi reykingafólks. Fólk sem sótt hefur námskeið gegn reyk- ingum í Heilsustofnun NLFÍ í Hveragerði, fundur í Gerðubergi á þriðjud. kl. 17.30. Mannamót Aflagrandi 40. Miðviku- daginn 25. apríl verður farið um Borgarfjörð. Leiðsögumaður Krist- leifur Þorsteinsson Húsafelli. Lagt af stað kl. 10. Uppl. í síma 562- 2571. Bólstaðarhlíð 43. Bingó og dans föstudaginn 20. apríl kl. 14. Vinabandið skemmtir með hljóð- færaleik og söng. Allir velkomnir. Eldri borgarar í Mos- fellsbæ, Kjalarnesi og Kjós. Félagsstarfið íHlaðhömrum er á þriðjud. og fimmtud. kl. 13–16.30, spil og föndur. Pútttímar í Íþróttahús- inu á Varmá kl. 10–11 á laugardögum. Félag eldri borgara í Hafnarfirði, Hraunseli, Reykjavíkurvegi 50. Laugardagsganga verð- ur í dag kl. 10 frá Hraunseli. Leikhúsferð í Þjóðleikhúsið að sjá- „Syngjandi í rigning- unni“ 4. maí, miðasala í Hraunseli milli kl. 13.30 og 16. Sigurbjörn Krist- insson verður með mál- verkasýningu í Hraun- seli fram í maí. Félag eldri borgara í Garðabæ. Félagsfundur verður í Kirkjuhvoli laugardaginn 21. apríl kl. 13.30. Kynning á fyr- irhuguðu Bryggjuhverfi við Arnarnesvog. Ferðaskrifstofan Sól verður með kynningu. Fyrirhuguð Vestmanna- eyjaferð kynnt. Gerðuberg, félagsstarf. Sund og leikfimiæfingar í Breiðholtslaug falla niður frá 23. apríl til 31. maí. Boccia á þriðjudög- um kl. 13 og á föstudög- um kl. 9.30, umsjón Óla Stína. Föstudaginn 27. apríl kl. 16 verður opn- uð myndlistasýning Gunnars Þórs Guð- mundssonar, m.a. syng- ur Gerðubergskórinn undir stjórn Kára Frið- rikssonar. Undirleik- arar eru Benedikt Eg- ilsson og Unnur Eyfells, félagar úr Tónhorninu leika létt lög. Allir vel- komnir. Allar upplýs- ingar á staðnum og í síma 575 7720. Kirkjulundur, félags- starf aldraðra, Garða- bæ. Mánud. 23. apríl: Boccia kl. 10.30, leikfimi kl. 12.10 og kl. 13. Þriðjud. 24. apríl: spilað í Kirkjuhvoli kl. 13.30, tréskurður kl. 13.30. Fimmtudaginn 26. apríl: spilað í Holtsbúð kl. 13.30, boccia kl. 10.30, leikfimi kl. 12.10. Dag- ana 27. og 28. apríl eru uppskerudagar í Kirkjuhvoli kl. 13-18, sýning á tómstunda- vinnu aldraðra. Skemmtiatriði og veit- ingar kl. 15 báða dag- ana. Félag eldri borgara í Reykjavík, Ásgarði, Glæsibæ. Kaffistofan er opin virka daga frá kl. 10–13. Matur í hádeg- inu. Í dag laugardag 21. apríl verður haldið þriðja og síðasta fræðsluerindið á þessari önn á vegum Félags eldri borgara undir yf- irskriftinni Heilsa og hamingja. Einar Hjalta- son sérfræðingur í handlæknisfræðum greinir frá helstu slysa- hættum aldraðra og af- leiðingum slysa. Ásgeir Theodórs sérfræðingur í meltingarsjúkdómum talar um krabbamein í ristli og skýrir frá fyr- irhugaðri hóprannsókn til að greina sjúkdóma á byrjunarstigi. Eftir flutning fyrirlestra gefst tími til fyr- irspurna og nánari skýringa. Fræðslufund- urinn verður haldinn í Ásgarði, Glæsibæ, kl. 13.30. Allir velkomnir Sunnudagur: Félagsvist kl. 13.30. Dansleikur kl. 20. Caprí tríó leikur fyr- ir dansi. Mánudagur: Brids kl. 13. Dans- kennsla fellur niður. Þriðjudagur: Göngu- Hrólfar. Kl. 10.30 koma sænskir eldri borgarar í heimsókn. Gengið verð- ur um Laugardalinn. Hádegisverður í Ás- garði kl. 12. Erindi flytja Ólafur Ólafsson formaður FEB og Ben- dikt Davíðsson frá LEB. Dansað undir harmónikuleik Ólafs B. Ólafssonar. Skák kl. 13.30 og alkort spilað kl. 13.30. Dagana 27.-29. apríl verður 3 daga ferð á Snæfellsnes. Gisti- staður: Snjófell á Arn- arstapa. Áætlað að fara á Snæfellsjökul. Komið að Ólafsvík, Hellissandi og Djúpalónssandi. Einnig verður litið á slóðir Guðríðar Þor- bjarnardóttur. Brottför frá Ásgarði, Glæsibæ, 27. apríl kl. 9. Skráning hafin. Silfurlínan opin á mánudögum og mið- vikudögum frá kl. 10– 12. Ath. skrifstofa FEB er opin frá kl. 10–16. Upplýsingar í síma 588 2111. Vesturgata 7. Sýning á vatnslitamyndum (frummyndum) eftir Erlu Sigurðardóttur úr bókinni „Um loftin blá“ eftir Sigurð Thorlacius verður frá 30. mars til 4. maí alla virka daga frá kl. 9–16.30. Allir vel- komnir. Félag fráskilinna og einstæðra. Fundur verður í kvöld kl. 21 í Konnakoti, Hverfisgötu 105, Nýir félagar vel- komnir. Muni gönguna mánudag og fimmtudag Félagsstarf SÁÁ. Félagsvist í Hreyf- ilshúsinu (3. hæð) laug- ardaga kl. 20. Allir vel- komnir. Gigtarfélagið. Hóp- leikfimin byrjar aftur eftir páska mánudaginn 23. apríl. Leikfimi fyrir alla; létt leikfimi, bak- leikfimi karla, vefjagigt- arhópar, jóga, vatns- þjálfun. Einn ókeypis prufutími fyrir þá sem vilja. Nánari uppl. á skrifstofu GÍ, s. 530 3600. Kirkjustarf aldraðra, Digraneskirkju. Kefla- víkurför er frestað til þriðjudagsins 8. maí. ÍAK. Íþróttafélag aldr- aðra, Kópavogi. Leik- fimi hefst fimmtud. 26. apríl kl. 11. Rangæingar. Aðal- fundur Rangæinga- félagsins í Reykjavík er frestað vegna veikinda. Nánar auglýst í næsta tölublaði Gljúfrabúa. Húsmæðraorlof Gull- bringu- og Kjósarsýslu býður upp á ferð að Hólum í Hjaltadal og í Vesturfarasetrið á Hofsósi 29. júní–1. júlí og til Berlínar 2.–9. júní. Uppl. veita Svanhvít, s. 565-3708, Ína, s. 421- 2876, Guðrún, s. 426- 8217, Valdís, 566-6635 eða Guðrún, s. 422-7417. Minningakort Minningarkort ABC hjálparstarfs eru af- greidd á skrifstofu ABC hjálparstarfs í Sóltúni 3, Reykjavík í síma 561- 6117. Minningargjafir greiðast með gíróseðli eða greiðslukorti. Allur ágóði fer til hjálp- ar nauðstöddum börn- um. Minningarkort Barna- heilla til stuðnings mál- efnum barna fást af- greidd á skrifstofu sam- takanna á Laugavegi 7 eða í síma 561-0545. Gíróþjónusta. Barnaspítali Hringsins. Upplýsingar um minn- ingarkort Barnaspítala- sjóðs Hringsins fást hjá Kvenfélagi Hringsins í síma 551-4080. Kortin fást í flestum apótekum á höfuðborgarsvæðinu. Minningarkort barna- deildar Sjúkrahúss Reykjavíkur eru af- greidd í síma 525-1000 gegn heimsendingu gíróseðils. Minningarkort Thor- valdsensfélagsins eru til sölu á Thorvaldsens- bazar, Austurstræti 4, s. 551-3509. Minningarkort Stóra- Laugardalssóknar, Tálknafirði, til styrktar kirkjubyggingarsjóði nýrrar kirkju í Tálkna- firði, eru afgreidd í síma 456-2700. Minningarspjöld Frí- kirkjunnar í Hafn- arfirði fást í Bókabúð Böðvars, Pennanum í Hafnarfirði og Blóma- búðinni Burkna. Í dag er laugardagur 21. apríl, 111. dagur ársins 2001. Orð dagsins: Trúin á nafn Jesú gjörði þennan mann, sem þér sjáið og þekkið, styrkan. Nafnið hans og trúin, sem hann gefur, veitti honum þennan al- bata fyrir augum yðar allra. (Post. 3, 16.) MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RIT- STJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 165 kr. eintakið. Víkverji skrifar... VÍKVERJI lagði leið sína íHveragerði á sumardaginn fyrsta til að skoða Garðyrkjuskóla ríkisins sem var opinn almenningi. Þar voru í boði fyrirlestrar allan daginn og Víkverji kaus að hlusta á fyrirlestur um trjáklippingar. Það var fróðlegt erindi sem byggðist upp á því að sýna litskyggnur af trjám og tala um hvernig þau ætti að klippa með sem bestum árangri. Sá sem hélt erindið hafði farið með myndavél um vesturbæinn og fundið tré sem oft á tíðum voru hálfrytjuleg eftir að búið var að fara um þau höndum með klippum. Auk þess sem hægt var að fá ýmiskonar fræðslu var hægt að ganga um og skoða það sem nem- endur skólans hafa fyrir stafni. Það var sérlega gaman að sjá ban- anaklasana hanga niður úr trjánum eins og maður væri á suðrænum slóðum og hlusta á trumbuslátt sem nemendur sáu um til að gera stemmninguna áhrifameiri. x x x FJÖLSKYLDA Víkverja er aðreyna að standa sig í flokkun sorps með misjöfnum árangri þó. Dagblöðum og tímaritum er safnað saman á vissan stað og hálfsmán- aðarlega er farið með þau í sorp- gám. Þá fara allar flöskur í svarta poka og þær eru flokkaðar niður í glerflöskur, plast og ál áður en far- ið er með þær, það er að segja þegar heimilisfólkinu er farið að ofbjóða flöskumagnið. Sama er að segja um pappakassa og kassa utan af flatbökum. Með þetta er farið í þartil gerða gáma á endurvinnslustöðina í hverfinu. Svo er það þetta með mjólkur- og safafernur sem er aðeins að flækjast fyrir fjölskyldunni. Þær eru stundum skolaðar og felldar saman eftir kúnstarinnar reglum. Það er engu að síður kominn óæskilegur ilmur af þeim ef þær þurfa að bíða í poka í hálfan mánuð til að hægt sé að sameina ferðina í gám með blöð og fernur. Þetta hef- ur því miður leitt til þess að fernur hafa oftar en ekki lent í ruslinu í stað þess að fara í flokkun. Víkverji hefur búið í útlöndum í nokkur ár og þar var þessi flokkun ekki eins mikið mál fyrir fjölskyld- ur. Vikulega komu bílar og hirtu dagblöðin og annað sorp sem búið var að flokka og stilla út við garðs- hlið. Víkverji býr í nágrannasveitar- félagi Reykjavíkur og hann veltir fyrir sér hvort bæjarfélögin geti ekki verið áhugasamari í að koma upp skilvísara kerfi fyrir íbúa. Hann er viss um að ef fólk þyrfti ekki sjálft að fara með alla þessa poka í Sorpu þá væri það duglegra í flokkuninni. x x x KETTIR sem og önnur dýr eruí miklu uppáhaldi hjá Vík- verja en þessa dagana lítur hann samt þessa fjórfættu vini sína hornauga. Í garðinum hans hefur þrastapar verið að búa sér til hreiður und- anfarna daga, á sama stað og í fyrra. Kannski er um sama þrasta- par að ræða núna og fjölskyldan hefur áhugasöm fylgst með parinu tína til strá og annan gróður í heimilið sitt. Skömmu fyrir helgi náði köttur í annan þröstinn og nú er hinn einn eftir. Hann heldur samt áfram að tína í hreiðrið og gera það vistlegt. Víkverji mun því hrella ketti sem koma í garðinn hans á næstunni ef ske kynni að þessi þröstur sé kven- kyns og muni eignast unga á næst- unni. Hann mun ekki veigra sér við að úða á þá vatni eða hrekja þá á brott með óhljóðum þegar þeir nálgast. Í SKJÓLI þeirra sem minna mega sín í þjóðfélag- inu vegna veikinda eða sjúkdóma kemur oft fullt af heilbrigðu fólki með skemmtilegar lausnir til að upphefja sjálft sig á kostnað annarra. Þetta verður til þess að þeir sem eiga við sjúkdóma að stríða fara úr félagsskap sem þeim er boðið upp á, svo sem í mínu tilfelli Geðhjálp, Geysi og Dvöl. Þetta felst aðallega í því að þeir sem stjórna þessum stöðum eru að vinna í þágu einhverra góðgerðarmála og við sem erum með þessa sjúkdóma erum alltaf skör neðar en þeir. Félagsskap- ur eins og Geysir, sem er tímaskekkja í sjálfu sér, hefur aldrei plummað sig í neinu þjóðfélagi. Er það vegna þess að starfsemin fór frá sjúkling- unum sjálfum og til þeirra sem meira mega sín og hef- ur það skilað takmörkuðum árangri og alls ekki eins og efni stóðu til. Þá finnst mér skrítið að frétta að Lions- menn ætli jafnvel að koma á fót landssöfnun við að út- vega fé til þessarar starf- semi þegar öldrunarteymi geðfatlaðra er í miklum ólestri. Aldraðir eiga í mikl- um erfiðleikum við að kom- ast inn á hjúkrunarstofnan- ir og er yfirleitt vísað frá, líkamlega fatlaðir eru yfir- leitt teknir fram fyrir and- lega fatlaða. Ef félagsskapurinn virk- ar sem skyldi er algjör óþarfi að styrkja hann með landssöfnun. Verja ætti frekar söfnunarfé til ann- arra hluta eins og t.d. til öldrunarmála geðfatlaðra sem eiga undir högg að sækja í þessum málum. Steinunn Arnardóttir. Sorglegt efni skemmtiþáttar HVAÐ er hægt að ganga langt með okkur sjónvarps- áhorfendur? Hvenær fær fólk nóg? Hvers vegna læt- ur áhorfandinn/greiðandinn ekki í sér heyra? Ég get ekki þagað lengur yfir dag- skrá sjónvarpsins – vegna þess að ég gerði tilraun til að horfa á sjónvarpið heima hjá mér sl. laugardagskvöld og ég horfði á skemmtiþátt- inn „Milli himins og jarðar“. Ég varð miður mín þegar Steinunn Ólína bauð Ingu Bjarnason í sófann til að ræða hið grafalvarlega mál átröskun, sem sagt lystar- stol (anorexia) og lotu- græðgi (bulimia), eftir að hafa talað við „skuggann“ af lystarstolssjúklingi í „skemmtiþætti“ sínum. Þetta alvarlega málefni „skal“ ræða og er afar þarft – en hvað er það að gera í skemmtiþætti? Síðar þetta kvöld ætlaði ég að reyna að horfa á bíó- mynd – eina eða tvær – báð- ar myndirnar sem í boði voru þetta kvöld voru með - (mínus) fyrir aftan, s.s. svo lélegar að alls ekki er mælt með þeim. Alltof oft er ekki horfandi á sjónvarpið. Með kveðju frá neytanda. Þakkir til Tals ÉG vil færa þeim sem starfa í verslun Tals á Laugavegi þakkir fyrir liðlegheit. Ég lenti í því á öðrum degi páska að sími sem ég ætlaði að gefa í fermingar- gjöf virkaði ekki sem skyldi og jafnvel þó að síminn væri frá Landssímanum hjálpaði starfsmaður Tals mér þann- ig að ég gat gefið símann í fermingargjöf. Þetta kallar maður topp- þjónustu. Einn ánægður. Tapað/fundið Veiðistöng í óskilum SJÓVEIÐISTÖNG fannst í vesturbæ Reykjavíkur á annan páskadag. Upplýs- ingar í síma 897-6155. Burðarrúm í óskilum BURÐARRÚM fannst við Kringlumýrarbraut í síð- ustu viku. Upplýsingar í síma 553-9766. Dýrahald Mikki er týndur MIKKA er sárt saknað, en hann hvarf fyrir páska frá Hveragerði. Hann er ungur og óreyndur síamsköttur og gæti verið fastur einhvers staðar. Þeir sem kynnu að hafa orðið hans varir vin- samlegast hringið í síma 483-4092 eða 861-1846. Góð fundarlaun. Hverjir upp- hefja sjálfa sig? VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags K r o s s g á t a LÁRÉTT: 1 myrkur, 4 karldýr, 7 stráka, 8 bölvi, 9 mis- kunn, 11 sefar, 13 korn- tegund, 14 Evrópubúi, 15 sívala pípu, 17 þekkt, 20 kjaftur, 22 ætti, 23 göm- ul, 24 ákveð, 25 flanar. LÓÐRÉTT: 1 kústur, 2 munntóbak, 3 svelgurinn, 4 för, 5 eyja, 6 verk, 10 hagnaður, 12 auðug, 13 tjara, 15 eld- fjall, 16 hrósar, 18 snúin, 19 skyldar, 20 vegg, 21 snaga. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU: Lárétt: 1 sukksamur, 8 lógar, 9 torga, 10 nía, 11 terta, 13 nárar, 15 hlera, 18 sukks, 21 kát, 22 leitt, 23 ólúin, 24 hliðstætt. Lóðrétt: 2 urgur, 3 kirna, 4 aftan, 5 urrar, 6 flot, 7 maur, 12 Týr, 14 átu, 15 háll, 16 ekill, 17 aktið, 18 stórt, 19 klúrt, 20 sona. 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.