Morgunblaðið - 21.04.2001, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 21.04.2001, Blaðsíða 22
ÚR VERINU 22 LAUGARDAGUR 21. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ ÚTGERÐARMENN og skipstjórn- armenn vertíðarbáta á aflamarki boðuðu til fundar í Sjómannastofunni Vör á sumardaginn fyrsta. Fundur- inn var fjölmennur og setið í flestum sætum. Megininntak fundarins var að þau lög sem nú liggja fyrir þingi verði samþykkt óbreytt og smábátar settir á kvóta. Einar Njálsson, bæj- arstjóri í Grindavík, var fundarstjóri og bauð hann gesti velkomna. Frum- mælandi á þessum fundi var Pétur Hafsteinn Pálsson, framkvæmda- stjóri í Vísi hf. Pétur sagði að tog- streita væri á milli smábáta og ver- tíðarbáta en slíkt ætti ekki að gerast þar sem þessi bátar ættu margt ef ekki flest sameiginlegt. Það hefði þó verið þannig að þeir sem hefðu hæst kæmu sínu til skila og var hann þá að vísa til þess að smábátasjómenn hefðu að hans mati verið duglegir að koma sínum sjónarmiðum á fram- færi. Pétur var óhress með blaða- menn og alþingismenn hvað varðaði það að gleypa öll þau rök sem smá- bátasjómenn færðu fram því þau væru ekki alltaf rétt. Pétur var líka ósáttur við framgöngu bæjarstjórnar í Sandgerði, sem gaf út yfirlýsingu til stuðnings við sjónarmið smábáta- sjómanna. Pétur sagðist ekki sjá að hygla ætti smábátasjómönnum á kostnað vertíðarbáta og bætti við: „Kostir smábáta eru margir en ver- tíðarbátar hafa þá alla líka. Hvar er hin gagnrýna rödd fjölmiðla og al- þingis?“ Pétur var óhress með þá umræðu sem verið hefur og tók ýmis dæmi og lauk orðum sínum á því að nú væri nóg komið í undanlátssemi við smábátasjómenn og sagði: „Nei, takk, hingað og ekki lengra.“ Þarf að loka götunum í kerfinu Björn Jónsson, starfsmaður LÍÚ, tók næstur til máls og rakti þróunina í því hvernig vertíðarbát með 500 tonna kvóta hefði reitt af frá því 1984. Samkvæmt hans útreikningum vant- ar vertíðarbátinn 62% af sínum kvóta til að standa jafnfætis þeim degi er kvótinn var fyrst settur á. Þá sagði Björn: „Afli báta undir 10 tonnum var árið 1984 16.056 tonn en í dag er hlutur þeirra orðinn 46.604 tonn. Það þarf að loka götunum í kerfinu þann- ig að hægt sé að ná tökum á veið- unum.“ Að sögn Björns er umfram- veiði smábáta á þessu ári í ýsu um 6.000 tonn eða úr 3.000 tonna veiði- heimildum í 9.000 tonn. „Þetta er enn alvarlegra ef tekið er tillit til þess að heildarkvótinn á ýsu er 30.000 tonn.“ Björn tók svipuð dæmi um steinbít og sagði að annaðhvort ættu allir að fara á aflamark eða veiðar á steinbít yrðu gefnar frjálsar. Byggðakvóti hálfgerður bastarður Eiríkur Tómasson í Þorbirni- Fiskanesi var óhress með þann skefjalausa áróður að það væri í lagi að hluti flotans veiddi frjálst. „Það er ekki hægt að hafa tvö kerfi og ég trúi því að það sé ákveðið magn sem taka má úr sjó og því þurfi að fara að til- lögum Hafrannsóknastofnunar.“ Þá var Eiríkur óhress með þá atlögu sem Guðjón A. Kristjánsson og félag- ar hefðu gert að kvótakerfinu. Eirík- ur beindi líka orðum sínum til þeirra sem hafa valið að vinna gegn kerfinu en sagði að þau fyrirtæki sem unnið hefðu með kerfinu stóluðu á að það héldi. Þá benti Eiríkur á að mörg þessara fyrirtækja væru búin að skuldsetja sig í þessu kerfi og það tæki tíma að vinna þær skuldir niður. Eiríkur kom inn á byggðakvótaum- ræðuna og sagði byggðakvótann hálfgerðan bastarð. Þá var hann ósáttur við að verið væri að etja sam- an þeim sem eru á aflamarki og smábátasjómönnum þegar þeir ættu að snúa bökum saman gegn skatt- lagningarhugmyndum sem uppi hafa verið. „Það er fáránleg framsetning að tala um skattlagningu útgerðar- manna þegar talað er um að lækka skattlagningu á fyrirtæki. Ég vil líka skora á menn að hætta þessum hót- unum um að kvótinn verði hirtur af útgerðarmönnum. Ég hef ekkert á móti smábátum en ég vil að þeir séu með kvóta,“ sagði Eiríkur. Sjávarútvegurinn þarf starfsfrið Nokkrir alþingismenn tóku til máls og meðal þeirra voru þeir Árni Ragnar Árnason og Hjálmar Árna- son. Báðir lýstu þeir eftir sátt um málið og lögðu áherslu á að lausn yrði fundin. Árni tók skýra afstöðu á þess- um fundi og sagði að ekki kæmi til mála að breyta frumvarpinu því þá væri bara verið að mismuna mönn- um. Hjálmar fagnaði því að vertíð- arbátamenn létu í sér heyra og hvatti til sameiginlegs fundar þeirra og smábátamanna. „Frá því ég settist á þing 1995 hafa 15 breytingar á lögum um fiskveiðar átt sér stað. Hvaða áhrif hefur þetta á útgerð? Hvað með atvinnuöryggi, menn verða að fá starfsfrið,“ sagði Hjálmar. Ómar Jónsson, bæjarstjórnarmaður í Grindavík, tók líka til máls og sagðist Ómar standa með sínum mönnum, þ.e. vertíðarbátunum. Þá sagði Ómar það slæmt hvernig umræðan um kvótaeigendur væri orðin. Viðhorf al- mennings til þeirra væri bæði nei- kvætt og þeir litnir hornauga. Undir þessi orð tók Hjálmar Árnason. Kvótakerfið er meinið Guðjón A. Kristjánsson fékk tölu- vert af skotum á sig og kom í pontu til að svara fyrir sig og sínar skoðanir. Hann sýndi með sínum tölum á glæru að umframveiði smábáta á ýsu væri ekki nema helmingur af þeim afla sem aflamarksbátar nýttu sér ekki og skoðaði átta ár aftur í tímann til að fá þær tölur. Þá benti Guðjón á að ekki hefði tekist að veiða úthlut- aðan kvóta á steinbít þrátt fyrir um- framkeyrslu smábáta. Guðjón kom víða við í framsögu sinni og sagði frá því að sín skoðun væri að flokka ætti flotann í fjóra aðgreinda flokka en sagði síðan: „Meinið við kvótakerfið er það að hægt er að selja kvótann frá byggðarlögunum og byggðirnar hafa engan rétt. Staðreyndin er sú að kvóti verður alltaf seldur fyrir rest.“ Örn Pálsson tók undir þau orð Péturs Hafsteins Pálssonar að smábátar og aflamarksbátar ættu margt sameig- inlegt. Benti meðal annars á að lí- nutvöföldun hefði að sínu mati verið aflögð mörgum árum fyrr ef ekki hefði komið til barátta smábátasjóm- anna. Hann taldi það ekki lausn að setja kvóta á smábátana. Ályktun samþykkt Pétur Hafsteinn Pálsson sagði í lok fundar: „Fundurinn var vel sóttur og málefnalegur. Ágreiningur smá- báta og vertíðarbáta kristallast í því að þeir telja sig ekki vera að taka af neinum en við teljum okkur vera að missa af þeirri veiði sem þeir taka.“ Í lok fundarins var samþykkt ályktun sem hljóðar svo: „Almennur fundur haldinn á Sjómannastofunni Vör í Grindavík 19. apríl 2001, boðaður af útgerðarmönnum og skipstjórum vertíðarskipa á aflamarki, skorar á ríkisstjórn og alþingi að hreyfa ekki við lögum um að smábátar verði sett- ir á aflamark í öðrum tegundum en þorski nú í haust. Það er ólíðandi að fram haldið verði mismunun þeirri sem nú er varðandi veiðar á öðrum tegundum en þorski milli smábáta annars vegar og skipa á aflamarki hins vegar.“ Morgunblaðið/Garðar P. Vignisson Fundurinn um málefni vertíðarbáta sem haldinn var í Grindavík var vel sóttur. „Nóg komið í undan- látssemi við smábáta“ Fundur útgerð- armanna og skipstjóra vertíðarbáta Grindavík. Morgunblaðið. TÓMAS Þorsteinsson, fram- kvæmdastjóri Ferskfisks ehf., segir mikilvægt að standa við gerða samninga við fiskkaupendur er- lendis og ákvörðun Árna M. Mathiesen sjávarútvegsráðherra um að gefa ekki út reglugerð um hrygningarstoppið sýni að hann hafi hagsmuni heildarinnar að leið- arljósi. Tómas Þorsteinsson hefur flutt út fisk í flugi til Bandaríkjanna og Evrópu um árabil. Hann segir að ferskur fiskur sé að mestu seldur í smásöluverslunum, bæði vestan hafs og austan, og að salan sé komin á færri hendur en áður. Því hafi kaupendum fækkað en þeir séu öfl- ugri en áður. Salan hafi aukist og þá mest til Evrópu og viðskiptavinirnir treysti því að fá fiskinn daglega. „Við erum í raun hluti af þessari keðjuvæðingu í smásölunni, einn hlekkur í sterkri keðju dags dag- lega, og alltaf er gert ráð fyrir að við stöndum við gerða samninga. Það eru nógir um hituna en við Ís- lendingar höfum náð góðum árangri vegna gæða og áreiðanleika. Bregð- ist þessir þættir stöndum við illa.“ Ferski flugfiskurinn er að mestu leyti keyptur á hæsta verði á mörk- uðum hérlendis en Tómas segir að þrátt fyrir hátt verð hafi útflutning- urinn skilað þeim framleiðendum, sem hafa einbeitt sér að unnum ferskfiski, hagnaði á hverju ári. „Verkfall kemur sér alltaf mjög illa fyrir okkur en ef hrygningarstopp hefði komið í kjölfarið hefðu útflytj- endur verið gríðarlega illa settir. Smábátarnir ásamt bátum á Breiðafirði bjarga því að hægt er að standa við gerða samninga og þótt tap sé á útflutningnum þessa dag- ana náum við í þann fisk sem við þurfum. Ef ekki hefði verið hægt að ná í fisk meðan á þessu verkfalli stendur er ólíklegt að erlendir markaðir sem gefið hafa sjómönn- um þetta háa verð væru enn til stað- ar þegar samningar hefðu náðst í verkfallinu. Það hefur tekið okkur mörg ár að byggja upp traust við- skiptavinanna en þetta traust er mjög fljótt að hverfa þegar ekki er hægt að standa við samninga.“ Tómas segir að Árni M. Mathie- sen sjávarútvegsráðherra hafi gert rétt með því að gefa ekki út reglu- gerð um hrygningarstoppið. „Með þessu sýnir hann mikla ábyrgð, að líta ekki aðeins til fárra þátta held- ur á myndina í heild. Hér hefur hann hagsmuni heildarinnar að leið- arljósi og það er mjög gott.“ „Hagsmunir heildarinnar að leiðarljósi“ Telur rétt hjá ráðherra að gefa ekki út reglugerð um hrygningarstopp ÁRNI M. Mathiesen, sjávarútvegs- ráðherra, segir að ef takmarka eigi sókn í keilu, löngu og blálöngu verði það aðeins gert með því að setja þessar tegundir í kvóta. Eins og fram kom í Morgunblaðinu á fimmtudag hafa skipstjórar og út- gerðarmenn línuskipa varað við of mikilli sókn í þessar tegundir. Á fundi sem haldinn var um þessi mál var skorað á stjórnvöld að koma í veg fyrir veiðar Norðmanna og Færeyinga á keilu og löngu og full- yrt að þessar tegundir hefðu verið notaðar sem skiptimynt fyrir veiðar togara og nótaskipa í færeyskri og norskri lögsögu. Árni segir að eflaust megi til sanns vegar færa að keila, langa og blálanga hafi verið notaðar sem skiptimynt í samningum við aðrar þjóðir. Þó eigi breytingin sem gerð var á samingnum við Færeyinga fyrir skömmu ekki að leiða til auk- innar veiði úr þessum stofnum, þar sem Færeyingar hafi á undanförn- um árum ekki veitt það sem þeir hafa heimild til að veiða. Verði það hinsvegar raunin verði þetta endur- skoðað í janúar á næsta ári. „Samkvæmt síðustu ástands- skýrslu Hafrannsóknastofnunarinn- ar eru þessir stofnar í jafnvægi. Hinsvegar getur hafa orðið breyting þar á og að rök séu fyrir því að sóknin í þessa stofna verði takmörk- uð. Það verður ekki gert á annan hátt en með því að setja kvóta á þær. Það hafa hinsvegar engar ákvarðanir verið teknar um það ennþá og málið er í skoðun,“ segir Árni. Lönguafli á Íslandsmiðum varð mestur fyrir um 30 árum eða um 15.000 tonn en síðustu árin hefur hann verið um 4.000 tonn. Sókn hef- ur aukizt en afli á sóknareiningu minnkað. Miklar breytingar hafa verið á stofnvísitölu löngu undanfar- in ár og hefur hún lækkað um helm- ing á árunum 1986 til 2000. Sókn Íslendinga í keilu hefur aukizt verulega síðustu árin og afl- inn í kjölfar þess. Hins vegar hefur afli á sóknareiningu dregizt saman. Vísitala veiðistofns keilu hefur farið lækkandi og er nú um 50% af því sem hún var á árunum 1986 til 1989.    % #  #*#+    * #'),#-#'''  . ) /  0 #  '), ) )1 )' 1 1, 1 11 1' . ., . .1 .' ' ', ' '1 ''' 2 % #+ " % #  Sókn aðeins tak- mörkuð með kvóta Sjávarútvegsráðherra um veiðar á löngu, blálöngu og keilu við landið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.