Morgunblaðið - 01.05.2001, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 01.05.2001, Qupperneq 24
LANDIÐ 24 ÞRIÐJUDAGUR 1. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ Búðardal - Jörvagleðin var haldin hér í Dölunum 19.–22. apríl og tókst hún vel. Mikið var að gera fyrir alla og var hátíðin vel sótt. Þessi menn- ingarhátíð hefur verið haldin hér annað hvert ár með þessu sniði frá árinu 1977 er hún var endurvakin, en hér fyrr á síðustu öld var þetta mjög fræg hátíð og réð fólk sig ekki á bæi í vinnumennsku nema að um það væri samið að það fengi að sækja Jörvagleðina. Þessi mikla há- tíð dregur nafn sitt af bænum Jörva í Haukadal, þar var þetta mikil danshátíð, en Jörvagleðin var af- lögð í upphafi átjándu aldar vegna lauslætis sem fylgdi gleðinni. Þá tóku álfarnir þátt í Jörvagleðinni og skemmtu þeir sér vel með mann- fólkinu. Ekki er vitað hvort þeir fylgist með núna en það fer alla vegana minna fyrir þeim. Menningarveisla fyrir börn og fullorðna. Margt var í boði fyrir alla, byrjað var á sumardaginn fyrsta á guðsþjónustu í Kvenna- brekkukirkju en þá var einnig hald- ið upp á 75 ára afmæli kirkjunnar. Um kvöldið var unglingakaraoke á gistiheimilinu Bjargi, einnig var Jörvagleðin formlega sett í Dala- búð og var opnuð með miklum kór- söng af fjórum kórum og einum kvartett. Það voru Breiðfirð- ingakórinn, Vorboðinn, Þorrakór- inn og samkór Reykhólahrepps, kvartettinn Guttarnir, en hann skipa þeir Ásgeir Salberg Jónsson, Hörður Hjartarson, Skjöldur Orri Skjaldarson og Þórður Hall- dórsson. Eftir þennan mikla og góða söng tók Nikkólína við og spil- aði harmonikumúsik fyrir þá sem vildu dansa, eða bara njóta tónlist- arinnar. Á föstudagskvöld var svo haldið bridgemót í Tjarnarlundi í Saurbæ og í Dalabúð fór fram leik- sýningin Fiskar á þurru landi í leik- stjórn Harðar Torfasonar. Fjórir félagar úr Leikfélagi Laxdæla sýndu við góðar undirtektir áhorf- enda. Á eftir var boðið uppá ka- raoke fyrir fullorðna á kránni. Á laugardag var svo haldið áfram og var þá byrjað á bíói fyrir börnin og nutu þau þess að borða popp og got- terí og horfa á Risaeðlur á bíó- skerminum. Um kvöldið kom karla- kórinn Heimir í Árblik í Miðdölum og hélt þar tónleika og var þar Jörvagleðinni 2001 formlega slitið. Seinna það kvöld var stórdans- leikur í Dalabúð með hljómsveitinni Landi og sonum. Á sunnudags- kvöldið var Hörður Torfason með tónleika í Tjarnarlundi í Saurbæ. Nefndarmenn stóðu sig að allra mati vel. Nefndina í ár skipuðu þau Ragnheiður Jónsdóttir formaður, Kristín Guðrún Ólafsdóttir, sr. Ósk- ar Ingi Ingason, Hörður Hjartarson og Dóróthea Sigvaldadóttir. Jörvagleði Leikarar í Leikfélagi Laxdæla í hlutverkum sínum. Morgunblaðið/Guðrún Kristinsdóttir Birni S. Guðmundssyni var færður blómvöndur sem þakklætisvottur frá Þorrakórnum sem frumflutti lag og texta eftir Björn. Stykkishólmi - Skógrækt- arfélag Stykkishólms hef- ur komið upp skógarlundi í bæjarlandinu í Grensási. Trausta Tryggvasyni skógarverði var brugðið í síðustu viku er hann kom þangað í eftirlitsferð. Þar hafði verið unnið skemmd- arverk á skóginum. Búið var að höggva 10–15 tré og þau höfð á brott. Greinilegt er að heim- sóknin var farin í ákveðn- um tilgangi. Valdir höfðu verið beinvaxnir trjástofn- ar af birki, selju og grá- elri. Skemmdarvargarnir höfðu notað öxi við verkið og skilið eftir ljót sár. Á sárunum sést að ekki er langt síðan verkið var unnið. Trausti var að von- um vonsvikinn yfir svona umgengni og er lítið hrif- inn af að fá sjálfskipað lið í grisjun. Þetta er leiðinlegt fyrir þá sem hafa staðið að ræktuninni. Sem betur fer hefur svona ekki gerst áður. Athæfið hef- ur verið kært og eru þeir sem geta gefið einhverjar vísbendingar sem gætu upplýst verknaðinn beðnir að hafa samband við lögregluna. Í skógarreitum Skógræktar- félagsins í Grensási, Sauraskógi og í Vatnsdal hefur verið lögð áhersla á að gera þá aðgengilega fyrir al- menning svo að fólk geti notið þess að ganga þar um og njóta gróðurs- ins. Lagðir hafa verið göngustígar, sett upp borð og grillaðstaða. Að sögn Trausta er aðsóknin á sumrin alltaf að aukast, en umgengni gesta er ekki alltaf til fyrirmyndar, því miður. Skemmdarverk unnin hjá Skóg- ræktarfélagi Stykkishólms Skógarhögg í skjóli nætur Trausti Tryggvason skógarvörður við leif- ar af beinstofna tré sem óvelkomnir gestir hjuggu og höfðu á brott með sér. Morgunblaðið/Gunnlaugur Árnason Búðardal - Þau deyja nú ekki ráðalaus í Búðardal. Í góða veðr- inu sem verið hefur hér að und- anförnu hefur verið bankað upp á hjá fólki og þar stóðu nokkrir krakkar úr 2. bekk og ein úr 3. bekk grunnskólans hér að selja skeljar, steina og ýmislegt annað smádót sem þau höfðu safnað að sér. Þau voru að safna peningum til styrktar Rauða krossi Íslands og völdu þessa leið. Fólk tók þeim vel þegar þau bönkuðu upp á og söfnuðu þau 1.792 krónum. Krakkarnir voru með verð í lág- marki að þeirra sögn og kostaði þetta frá 10 krónum og upp úr. Þau fóru svo öll saman í bankann að leggja peninginn inn á reikn- ing Rauða krossins. Það voru stolt börn sem stóðu með kvittun fyrir innleggsnótunni. Morgunblaðið/Guðrún Kristinsdóttir Krakkarnir sem söfnuðu peningunum: Ernir Freyr Sigurðsson, Krist- inn Viðar Oddsson, Fjóla Heiðarsdóttir, Drífa Huld Guðjónsdóttir, Telma Björg Þórarinsdóttir og Elín Margrét Böðvarsdóttir. Ráðagóðir krakkar Búðardal - Nýlega var í heimsókn í skólanum írsk kona sem býr í Skot- landi, Claire Mulholland, og með henni ferðamálafulltrúinn Sigur- borg Kr. Hannesdóttir. Þær voru hér í eina viku og kenndu börn- unum sagnalist og sögðu þeim sög- ur. Einnig kom gestur, Kristmund- ur Jóhannesson, og sagði sögur af sinni alkunnu frásagnarlist. Eftir vikuna buðu börnin almenningi á sagnakvöld í Dalabúð og þar sögðu þau gestum sögur og Claire sagði m.a. söguna – og krakkarnir léku – af Melkorku, sem er að finna í Lax- dælu. Einnig voru frumsamin æv- intýri með leikrænni sýningu á sagnakvöldinu. Kristmundur sagði sögu sem gerðist í Haukadal og Þrúður Kristjánsdóttir skólastjóri söng fyrir gestina og tókst það með miklum ágætum. Líflegt sagnakvöld barnanna í Búðardal
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.