Morgunblaðið - 22.05.2001, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 22.05.2001, Blaðsíða 25
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. MAÍ 2001 25 COLIN Powell, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, lýsti í gær stuðningi sínum við tillögur þær er lagðar voru fram fyrr um daginn og miða að því að binda enda á ófriðinn fyrir botni Miðjarðarhafs. Tilnefndi Powell sér- stakan sendimann til Mið-Austur- landa sem ganga á eftir því að frið- arviðræður hefjist á ný. „Samningaviðræður eru eina leið- in til að koma á varanlegum og al- tækum friði,“ sagði Powell þegar hann lýsti sig fylgjandi niðurstöðum rannsóknarnefndar undir forystu Georges Mitchells, fyrrverandi öld- ungadeildarþingmanns í Bandaríkj- unum. Orð Powells eru til marks um breytta stefnu ríkisstjórnar Georges W. Bush sem tók við völdum í Bandaríkjunum fyrir fjórum mánuð- um og hefur hingað til verið treg til að taka beinan þátt í friðarumleitn- um fyrir botni Miðjarðarhafs. Powell hvatti til þess að deiluaðilar legðu niður vopn skilyrðislaust, svo sem kveðið er á um í skýrslu Mitchell- nefndarinnar. „Nú er augljósara en nokkru sinni að átök munu ekki leiða til lausnar á þessari deilu,“ sagði Powell. Hann tilnefndi William Burns, er taka á við embætti aðstoðarutanrík- isráðherra og hafa Mið-Austurlönd sem sérsvið, sem sérstakan sam- starfsmann Ísraela og Palestínu- manna við að framkvæma þær til- lögur sem koma fram í niðurstöðum Mitchell-nefndarinnar. Báðir aðilar hafa farið lofsamlegum orðum um skýrslu nefndarinnar en engu að síð- ur hafnað nokkrum þáttum hennar. Enn fremur kvaðst Powell hafa gefið sendiherra Bandaríkjanna í Jórdan- íu fyrirmæli um að vera til taks ef deiluaðilar þyftu á að halda. Engin áform um fund Powell heldur í dag til Afríku og Evrópu og sagðist ekki hafa nein áform um að hitta neinn frá Mið- Austurlöndum. Á því gæti þó orðið breyting. Háttsettir bandarískir embættismenn hafa færst undan því að eiga fund með Yasser Arafat, for- seta heimastjórnar Palestínumanna, fyrr en hann hafi gert meira til að stöðva ofbeldisverk sinna manna. Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísr- aels, kom aftur á móti í heimsókn í Hvíta húsið skömmu eftir að Bush tók við embætti. Stjórn Bush hefur ekki fylgt for- dæmi Bills Clintons og ýmissa arabaleiðtoga sem telja að viðræðum skuli haldið áfram jafnvel þótt ófrið- ur geisi. Ísraelar krefjast þess að friður komist á áður en þeir kanna möguleikana á að hefja viðræður við Palestínumenn. Palestínumenn vilja að þegar viðræður hefjast verði tek- inn upp þráðurinn þar sem frá var horfið – tilboði Ísraela um palest- ínskt ríki, svo að segja allan Vest- urbakkann og Gaza-svæðið, auk yf- irráða í Austur-Jerúsalem. Dick Cheney, varaforseti Banda- ríkjanna, sagði á sunnudag að Bandaríkjastjórn vonist til þess að skýrsla Mitchell-nefndarinnar geti orðið grundvöllur að forsendum þess að hægt verði að draga úr óeirðum og „byrja að byggja einhvern vísi að trausti.“ Annan tekur undir Kofi Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, tók í sama streng og Powell í gær og hvatti deiluaðila í Mið-Austurlöndum til að grípa nú tækifærið og fara að þeim tillögum er fram komi í skýrslu nefndar Mitchells um hvernig binda megi enda á blóðbaðið á svæðinu. Annan sagði enn fremur við fréttamenn að tilmæli Arababanda- lagsins um að öll arabaríki skeri á stjórnmálatengsl við Ísrael „myndi ekki gera auðveldara um vik að koma á samkomulagi.“ Aftur á móti sagði Annan það hug- hreystandi að Hosni Mubarak Egyptalandsforseti hefði gefið í skyn að hann myndi halda áfram að láta til sín taka í friðarumleitunum. Kvaðst Annan enn fremur vona að Abdullah Jórdaníukonungur myndi einnig taka áfram þátt í að reyna að koma á friði. „Við þurfum á að halda þátt- töku Mubaraks,“ sagði Annan. Utanríkisráðherra Bandaríkjanna lýsir stuðningi við tillögur Mitchells Orð Powells talin til marks um breytta stefnu stjórnar Bush APColin Powell ræðir við fréttamenn í Washington í gær. Washington, Sameinuðu þjóðunum. AP, Reuters. FORSETI Taívans, Chen Shui-bian, lagði í gær af stað í heimsókn til New York, þrátt fyrir hörð mótmæli Kínverja, sem álíta Taívan hluta af Kína og leggjast gegn því að er- lendar þjóðir taki á móti taív- önskum stjórnmálamönnum. Leiðtogi Taívans hefur aldrei fyrr heimsótt New York. Chen Shui-bian fékk á síðasta ári leyfi til að stoppa stutt við í Los Angeles á leið annað, en hafðist þá að mestu við á hótelherbergi sínu. Nú mun Chen hins vegar dvelja í tvo daga í New York og hafa svigrúm til að ferðast um borgina og hitta fólk að máli. Forsetinn mun meðal annars eiga fundi með 20 bandarísk- um þingmönnum og Rudolph Giuliani, borgarstjóra í New York, auk þess sem áformað er að hann heimsæki listasöfn og fjármálahverfið Wall Street. Á miðvikudag heldur Chen svo áleiðis í tíu daga ferð um fimm Mið-Ameríkuríki. Það er stefnubreyting af hálfu Bandaríkjastjórnar að leyfa heimsókn forseta Taív- ans til New York og búist er við að málið verði til þess að auka enn á spennu í samskipt- um Bandaríkjanna og Kína. Forseti Taívans í New York LOUIS Freeh, yfirmaður banda- rísku alríkislögregunnar FBI, skor- aði í gær á ríki Mið- og Austur- Evrópu að taka höndum saman til að stemma stigu við smygli á fólki til Vesturlanda og lýsti því sem „mansali nútímans“. Freeh sagði á fundi með innan- ríkisráðherrum tólf landa í Mið- og Austur-Evrópu í Búkarest að ekk- ert eitt ríki gæti barist gegn þessu böli upp á eigin spýtur. Hann sagði að ríkin í þessum heimshluta þyrftu að taka höndum saman til að safna upplýsingum og grípa til aðgerða gegn smygli á fólki milli landa, ólöglegum innflutningi fólks, hermdarverkum, skipulagðri glæpastarfsemi og eiturlyfjasmygli. Freeh sagði að um milljón kvenna og barna væri smyglað milli landa á ári hverju, þar af um 45– 50.000 til Bandaríkjanna einna. „Þetta er mansal nútímans – konur og börn eru svipt frelsinu og reisn sinni, hneppt í þrældóm og knúin til vændis, barin og svívirt,“ sagði hann. Freeh tilkynnti nýlega að hann hygðist láta af embætti sem yfir- maður FBI í næsta mánuði. Emb- ættismenn frá Interpol og Europol sátu einnig fundinn í Búkarest. Ríki Mið- og Austur-Evrópu taki höndum saman Yfirmaður FBI hvetur til aðgerða gegn „mansali“ Búkarest. AFP. Teg. 4022 Stærðir: 23-36 Litir: Bordo/grátt, Kaki/grátt, Blátt/grátt Verð 4.495 Teg. 3925 Stærðir: 28-40 Litir: Grátt/blátt, Kakí/grátt Verð 4.495 Teg. 4028 Stærðir: 23-30 Litir: Rauðir og bláir Verð 3.995 Teg. 3957 Stærðir: 28-35 Litir: Bleikir, ljósbláir Verð 4.495 Teg. 4019 Stærðir: 23-30 Litir: Kakí og bláir Verð 4.495 Teg. 3983 Stærðir: 23-30 Litir: Bláir, rauðir Verð 4.495 Teg. 4020 Stærðir: 28-35 Litir: Rautt/beige, blátt og beige Verð 4.995 Kringlunni sími 568 9212 Domus sími 551 8519 Glerártorgi, Akureyri sími 461 5900
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.