Morgunblaðið - 22.05.2001, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 22.05.2001, Blaðsíða 39
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. MAÍ 2001 39 UM ÞESSAR mund- ir þykir fínt að vera meðvitaður um femín- isma. Fólk gengur jafn- vel svo langt í þessum efnum að gerast bein- línis „yfirlýst“. Ég hef aldrei skilið hvað felst nákvæmlega í slíkum samruna einstaklings og hugmyndafræði. Oftast er það svo að þeim mun „yfirlýstari“ sem femínistinn er, því minna vit hefur hann á hvað felst í yfirlýsing- unni í raun og veru. En þetta er aukaatriði. Ég hef í raun ekki nokkurn áhuga á að fjalla um femínisma sem slíkan enda hugtakið fyrir löngu steindautt nema þá í strangfræðileg- um skilningi. Mér datt það hins vegar í hug nú um daginn að ef femínisminn ætti sér sitt einka-helvíti þá væri hin ítur- vaxna Britney Spears öflugasti út- sendarinn þaðan og jafnvel sjálfur Myrkrahöfðinginn. Ungfrú Spears hlýtur að vera þyrnir í augum sann- færðra femínista; ef ekki vegna þess að hún fékk sílíkonbarminn í ferm- ingargjöf frá afa sínum þá örugglega vegna þeirra upplýsinga sem hún miðlar til ungra stúlkna um heim all- an: „Show me how you want it to be. / Tell me baby, ’cause I need to know now, oh because / my loneliness is killing me and I / must confess I still believe. / When I’m not with you I lose my mind. / Give me a sign and hit me baby one more time.“ Í þessu lagi rekur Britney hefðbundna sögu eft- irsjár vegna sambandsslita en hins vegar hnjóta vafalaust flestir gleggri lesendur um síðustu orð erindisins þar sem söngkonan biður (í þráð- beinni túlkun) um barsmíðar þessa fyrrverandi elskhuga. Þetta er vissu- lega býsna dökk túlkun á umræddu textabroti Spears – vafalaust myndu flestir vilja skoða lokaorð þess í kyn- ferðislegu samhengi og gott og vel; sjónarhornið breytist en beiðni kon- unnar um eigin masókísku niðurlæg- ingu stendur óbreytt eftir sem áður. Í grófum dráttum má segja sem svo að femínísk hugmyndafræði miði að afhjúpun þeirrar karllægu verald- ar sem mannkynið hrærist í; hvernig þessi veröld, ásamt táknkerfi hennar, hefur ávallt sótt forsendur sínar í sjónarmið karlmannsins. Í þessum skilningi er veröldin þannig fyrst og fremst sköpun karlmannsins – speg- ilmynd hans ef svo mætti að orði komast – og það gildir auk þess einu hversu lengi konan rýn- ir í þennan spegil; það er borin von að hún muni nokkurn tíma sjá þar sjálfa sig heldur einungis reglulista karlaveldis ásamt ströngum fyrirmælum um að virðing sé borin fyrir þessum reglum þegjandi og mótþróa- laust. Hér er auðvitað í minnsta lagi um vafa- samt fyrirkomulag að ræða en fyrirkomulag engu að síður sem erfitt myndi reynast að brjót- ast undan. Viðbrögð kvenmannsins við þessu ríkjandi fyr- irkomulagi eru þó ólík og misvitur og óhætt er að fullyrða að ungfrú Spears sé afar skrýtin skrúfa hvað þetta varðar. Þegar hefur verið minnst á einn af hennar fyrstu smellum en lík- ast til kristallast tilvist karlaveldis hvergi betur en í sönglaginu „Born To Make You Happy“. Meint kyn- hlutverk kvenmannsins hefur líkast til aldrei verið orðað af jafnmiklu hispursleysi og einmitt hér. Í þessu lagi gerir Britney sína eigin tilvist að engu þar til karlkyns viðfang hennar hefur verið fundið. Öll hennar ævi á sér það lokamarkmið að veita ham- ingju svo að segja ótilgreindum karl- manni. Það fer ekki á milli mála að hin snoppufríða Spears er ekki einungis að stunda saklaust sykurpopp í verk- um sínum heldur einnig háþróaðan sálfræðihernað gegn jafnrétti kynjanna. „Háþróaður“ vegna þess að hann beinir sér aldrei rakleitt gegn þeim hugmyndum sem hann sækist eftir að rífa niður heldur vegna þess hvernig hann dylst öðru fremur í formi endurmenntunar yngri þegna samfélagsins. Hér er greinilega þörf á tafarlausri gagnárás og þar að lútandi legg ég til bjarta og fallega dægurmenningarbrennu sem gæti átt sér stað á Austurvelli að við- stöddum forseta og öðrum ráða- mönnum þjóðarinnar. Ísland mætti síðan vera stolt af því að hafa riðið á vaðið með þessum hætti og forðað þannig heimsbyggðinni frá niðurrifs- starfsemi Britney Spears. Ljóst má vera að fæst af framan- sögðu ber að taka alvarlega. Megin- tilgangur greinarinnar er reyndar sá að særa fram gamlan draug sem gerðist einna sýnilegastur síðastlið- inn vetur. Hér er um að ræða klám og hvernig fólk gerði þennan vetur ýms- ar misvitrar tilraunir til skilgreining- ar og skoðanamyndunar á þessa til- tekna viðfangsefni. Fyrir undir- ritaðan varð þessi umræða hvað ósmekklegust í ákveðnu sjónvarps- viðtali þar sem þingmaðurinn Kol- brún Halldórsdóttir og Davíð Þór Jónsson voru meðal gesta. Mig minn- ir að það hafi verið síðarnefndi aðilinn sem átti frumkvæðið að líkingu þar sem erótískum vörum var líkt við áfengi og umgengisreglurnar þyrftu því að vera sams konar – geymist þar sem börn ná ekki til. Kolbrún eyði- lagði þessa annars ágætu líkingu þeg- ar hún sagði um Davíð að það yrði honum vafalaust ölvuðum ófært að virða fyrrnefndar umgengisreglur. Líkast til þarf vart að útskýra hvern- ig líkingin klúðrast í meðförum Kol- brúnar; það nægir að segja að erfitt myndi reynast að skoða Playboy, Playgirl eða Bleikt og blátt svo of- boðslega og af slíku óhófi að maður (eða kona) lægi beinlínis rænulaus að því loknu. Hugtakið klám er bundið jaðar- menningu og jaðarhegðun en því til varnar má segja að það er yfirleitt meðvitað um eigin staðsetningu. Færa má sterk rök fyrir því að bæði framleiðendur og neytendur kláms geri sér grein fyrir að þar sé fyrst og fremst um leik að ræða en hið sama verður ekki sagt um sköpunarverk listamanna á borð við Britney Spears. Ætlunin er alls ekki að gera lítið úr því þegar jaðarmenningin brýtur leikreglurnar í formi til dæmis barna- kláms – flestir eru sammála um að það sé refsivert athæfi. Hefðbundn- ari greinar iðnaðarins (þar sem allir málsaðilar eru bæði fullorðnir og full- vita) hljóta hins vegar að eiga rétt á sér ef virða á þau grundvallarmann- réttindi sem felast í frelsi til tjáning- ar. Þegar allt kemur til alls eru klám og erótík ekki annað en fjölmiðlun þess sem á sér í raun og veru stað á flestum heimilum þessa heims og í þeim skilningi gætum við eins lagt bann við til dæmis allri þeirri dag- skrárgerð er lýtur að matreiðslu. Ummæli Davíðs Þórs – geymist þar sem börn ná ekki til – virðast kannski fram úr hófi einföld en eru engu að síður bæði góð og gild. Að lokum krefst ég síðan frelsunar íslenskrar áfengissölu, afnáms hins fasíska rík- isútvarps svo og þess að Karþagó verði lögð í rúst. Sílíkonfylltur úlfur í rauðum leðursamfestingi Hilmar Örn Óskarsson Klám Hefðbundnari greinar klámiðnaðarins hljóta að eiga rétt á sér, segir Hilmar Örn Óskarsson, ef virða á þau grundvall- armannréttindi sem fel- ast í frelsi til tjáningar. Höfundur er nemi. MIKIL umræða fer nú fram um fyrirkomulag sjávarútvegsins og er það ekki nema von þar sem sjávarútvegurinn er ein helsta undirstöðugrein atvinnulífs hér á landi. Afar brýnt er að staða smábátanna haldist óbreytt þar til heildar- endurskoðun laga um stjórn fiskveiða hefur far- ið fram. Til að svo megi verða mun undirritaður tala dag og nótt í þinginu ef þurfa þykir. Staða smábáta Annað mál er mjög í umræðunni, enda ekki nema von þar sem gíf- urlega miklir hagsmunir eru í húfi. Hér er ég að tala um stöðu smábáta á þorskaflahámarki. Þessir bátar hafa getað veitt ýsu, steinbít, ufsa og ann- an fisk nema þorsk án hindrana. Þessi heimild hefur skipt fjöldann allan af sjávarbyggðum gíf- urlega miklu máli, því mikill afli, t.d. steinbíts, hefur kom- ið til vinnslu og verið þessum byggðum kærkomin búbót eft- ir að togarar og stór- ir bátar hafa verið seldir burt. Í núgildandi lög- um um stjórn fisk- veiða eru ákvæði um að þessir bátar missi það frelsi sem þeir hafa haft til að veiða steinbít, ýsu og ufsa. Reyndar átti þetta skerðingar- ákvæði að taka gildi fyrir einu ári, en gildistöku þess var frestað á þeirri forsendu að „heildarendurskoðun laga um stjórn fiskveiða væri ekki lokið“. Þá þótti heldur ekki heppi- legt að taka upp nýja skipan við stjórn veiða smábáta meðan þessi endurskoðun stæði yfir. Þetta var álit og rök sjávarútvegsráðherra á þeim tíma. Nú er eitt árið liðið og nefndin sem átti að koma fram með álit um heildarendurskoðun hefur enn ekki lokið störfum. Staða byggðanna grund- vallast á smábátum Af þeim sökum eru rök ráðherra í þessu máli enn fullgild, að ekki sé nú talað um önnur rök sem vega einnig þungt. Fram hefur komið að tilvera sjávarbyggða víða um land grund- vallast á veiðum þessara báta og annarra smábáta. Þá ber auðvitað að nefna að mikill fjöldi manna gerir út þessa báta og rær þeim oftast með öðrum og gífurlega mikil vinna er í kringum þá. Má þar nefna vinnu við smíðar þeirra, beitningu, viðhald og viðgerðir, framleiðslu veiðarfæra, jafnvel hátæknilegra, sem þykir mjög jákvætt í dag, fyrir utan margt annað svo sem fiskmarkaði og versl- un svo það helsta sé nefnt. Nánast öll þjónusta við þennan flota fer fram hér á landi og er það mjög já- kvætt fyrir þjóðarbúið. Af framansögðu má ljóst vera hvers vegna undirritaður er með- flutningsmaður Guðjóns Arnars Kristjánssonar á frumvarpi því sem við höfum lagt fram og gerir ráð fyr- ir að staða smábátaflotans verði lát- in óbreytt þar til heildarendurskoð- un laga um stjórn fiskveiða hefur farið fram. Smábátar og byggðirnar Karl V. Matthíasson Sjávarútvegur Afar brýnt er, að mati Karls V. Matthíassonar, að staða smábátanna haldist óbreytt þar til heildarendurskoðun laga um stjórn fiskveiða hefur farið fram. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar á Vestfjörðum. ÞAÐ er mikið áhyggjuefni hversu geyst og óvarlega stjórnvöld hafa farið í leyfisveitingum til risalaxeldis af norsk- um stofni. Leyfisveit- ingar af því tagi sem við höfum séð undan- farna mánuði ættu ekki að þekkjast nema áður hafi farið fram mat á umhverfisáhrif- um. Þetta er mikið áhyggjuefni meðal annars vegna þess að Náttúruvernd ríkisins hefur ætíð mælt með umhverfismati. Það hefur jafn- framt komið á daginn, sem menn vöruðu við, að ásókn manna í að hefja laxeldi af norskum stofni hef- ur stóraukist vegna þess að menn hafa lítið þurft að leggja á sig til að fá leyfið. Norðmenn hafa til dæmis í ljósi reynslunnar af laxeldi og hættum því samfara ákveðið að rannsaka mengun frá laxeldisstöðvum og þannig tryggja sig betur gegn tjóni á náttúrunni vegna þessa í framtíð- inni. Getum við virkilega réttlætt að gera það ekki einnig? Við erum að tala um mikla hagsmuni til langrar framtíðar. Hættur samfara laxeldi Okkar náttúrulegu laxastofnar eru og eiga að vera okkur Íslend- ingum mikils virði þó sumir séu til- búnir að taka mikla áhættu með laxeldinu af norskum stofni og fórna náttúrulegum stofnum sem fyrir eru. Mat á umhverfisáhrifum laxeldis af norskum stofni á að vera skylda en ekki háð mati manna um hvort það eigi að fara fram. Náttúrulegi laxinn á undir högg að sækja, laxarnir verða færri og smærri með árunum. Þetta geta allir séð sem hafa rýnt í veiðitölur síðustu ára. Laxveiðin í fjölda minnkaði um 10.000 laxa á síðasta ári samanbor- ið við árið 1999 og varð aðeins 29.000 laxar. Það munar um minna. Um 1900 býli hafa miklar tekjur af veiðiskap víða um land og ekkert má útaf bera til að þær minnki verulega. Eitt slys í laxeldinu gæti reynst dýrkeypt. Margir hafa spurt í því ljósi að náttúrulegi laxinn á undir högg að sækja, hvernig hægt sé að réttlæta að leyfa laxeldi af norskum stofni án undanfarandi rannsóknar á mengunaráhrifum þess og mögu- legs tjóns á nátt- úrunni? Fjöldi býla víða um land á lífsvið- urværi sitt undir hreinleika strandsjáv- arins og álit umheims- ins er einnig í veði. Óhöpp í laxeldi í kringum okkur, til dæmis í Færeyjum, Noregi og Skotlandi, sýna að skynsamlegt er að fara varlega í laxeldið. Mikið magn laxa hefur sloppið úr laxeldiskvíum sem leitar síðan upp í árn- ar, hrygnir þar og af- ræktar villta laxastofna svo ekki sé talað um mögulegar veirusýkingar. Eigendur laxveiðiáa um allt land eiga sinn rétt og ekki aðeins þeir heldur er um hagsmuni fjölda ann- arra að ræða. Þá vekur það ekki síður athygli að skýr lagarammi liggur ekki fyr- ir um sjókvíaeldi og um rekstrar- umhverfi þess þar sem fullt tillit er tekið til náttúruverndarsjónar- miða. Þá hefur fyrirtækjum sem úthlutað hefur verið leyfum til lax- eldis af norskum stofni ekki verið skylt að leggja fram nokkrar tryggingar vegna mögulegs tjóns á náttúrunni. Hvað gengur stjórn- völdum til? Reynslan annars staðar sýnir að eldislax sleppur úr sjókví- um í mjög miklum mæli. Ekki er ástæða til að ætla annað en að hærra hlutfall af eldislaxi í sjókví- um við Ísland sleppi vegna erfiðra veðurskilyrða hér við land. Jafn- framt er í dag mikil óvissa vegna þekkingarskorts á starfsemi af þessu tagi. Rétt að fara varlega Það er eðlilegt að menn leyti nýrra leiða til að byggja upp at- vinnustarfssemi úti á landi, ekki síst þegar horft er til árangurs Norðmanna í þessu efni. Norð- menn hafa haft gríðarlegar tekjur af laxeldi. Grundvallarmunur er hins vegar hjá þeim og okkur. Norðmenn nota sinn eigin stofn í laxeldinu en við ætlum að blanda þeirra stofni við okkar. Varað er því við þessari stofnerfðamengun sem gæti hlotist af og lögð rík áhersla á að menn fari varlega. Umhverfismat er ein leið til þess. Sé horft til framtíðar er ekki annað verjandi. Stangaveiðimenn hafa margir áhyggjur af því að íslenska laxinum sem er mikilvægur í íslenskri nátt- úru skuli ógnað með laxeldi af norskum stofni. Íslenski laxastofninn er afar smár í samanburði við þær stór- brotnu áætlanir um laxeldi af norskum stofni í sjókvíum við strendur Íslands. Þá eiga margir hagsmuna að gæta af veiðiskap og veiðileyfa- markaðurinn er að velta allt að tveimur milljörðum á ári. Þá eiga fleiri og fleiri veiðimenn á öllum aldri sínar bestu stundir við veiði- árnar. Er það þess virði að fórna þessum auðæfum sem við eigum í dag, fyrir stundargróða sem eng- inn veit hvort skilar einhverju nema slysum? Ég tel svo ekki vera. Risalaxeldi af norskum stofni er áhyggjuefni Þorsteinn Ólafs Höfundur er viðskiptafræðingur og stjórnarmaður í SVFR. Umhverfi Eldislax, segir Þorsteinn Ólafs, sleppur úr sjókvíum í mjög miklum mæli.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.