Morgunblaðið - 07.06.2001, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 07.06.2001, Blaðsíða 29
FERÐALÖG MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. JÚNÍ 2001 29 ENN á ný eru Kolbeinn Svein- björnsson og félagar hjá Þingvalla- vatnssiglingum að ýta Himbriman- um á flot, en þetta er sjötta sumarið sem ferðamönnum gefst færi á að njóta náttúru Þingvallasvæðisins frá nýju sjónarhorni – vatninu, segir Margrét Sveinbjörnsdóttir, blaða- fulltrúi Þingvallavatnssiglinga. Vakin er sérstök athygli á tveim- ur nýjungum í starfseminni, það er pakkaferðinni „Dagur í Þingvalla- sveit“ sem er sniðin fyrir hópa, er- lenda jafnt sem innlenda. Pakkinn er samstarfsverkefni Íslenskra ferðahesta og Þingvallavatnssigl- inga og inniheldur siglingu, reiðtúr og grillveislu. Enn fremur göngu- ferð á Þingvöllum og veiði í vatninu, sé þess óskað sérstaklega. Hin nýjungin er morgunferðir sem fyrst og fremst eru sniðnar að þörfum erlendra ferðamanna sem ekki ferðast á eigin bíl. Lagt er upp í útsýnissiglingar Himbrimans frá bryggjunni á Skálabrekku í Þingvallasveit kl. 11, 14 og 17 alla laugardaga og sunnu- daga í júní, júlí og ágúst – og á öðr- um tímum eftir samkomulagi. „Á hringferð um Þingvallavatn er spjallað um það helsta sem fyrir augu ber í landslaginu, sagðar sögur af mannlífi við vatnið og lífríki þess undir yfirborðinu. Á siglingunni geta svangir ferðalangar keypt heimabakaðar skonsur með reykt- um Þingvallasilungi og sporðrennt með heitu kakói,“ segir Margrét. Létt fjallganga í Arnarfelli Hægt er að velja um þrjár mis- munandi hringferðir um vatnið og í þeirri lengstu, sem tekur um tvær og hálfa klukkustund, er stigið á land í Arnarfelli og farið í létta fjall- göngu, auk þess sem siglt er um stóran hluta vatnsins. „Í ferðinni sem tekur eina og hálfa klukkustund er einnig farinn stór hringur um vatnið og í eyjasiglingunni, sem tek- ur einungis 40 mínútur, er farið að eyjunum Sandey og Nesjaey og lit- ast um eftir tröllkonunni Jóru í Hestvíkinni,“ segir Margrét að síð- ustu. Pakkaferðir og morgunsiglingar á Þingvallavatni Innifalið í nýrri dagsferð Þingvallavatnssiglinga og Íslenskra ferða- hesta er reiðtúr, sigling og grillveisla. TENGLAR ..................................................... www.himbriminn.is. www.centrum.is/travelhorse Á GALDRASÝNINGU á Ströndum eru kynntir helstu þættir galdra- mála á Íslandi auk þess sem fjallað er um þjóðsögur tengdar tíma- bilinu á myndrænan og fróðlegan hátt, segir Sigurður Atlason, fram- kvæmdastjóri Galdrasýningar. „Fyrsti áfangi Galdrasýningar á Ströndum var opnaður á Hólmavík sl. vor og komu hátt í sjö þúsund gestir í heimsókn. Á sýningunni er mannlífi og helstu atburðum tíma- bilsins gerð skil á skemmtilegan og fræðandi hátt. Þar er fyrirkomið umfjöllunum um hina ýmsu galdra sem tengjast þjóðsögum, í bland við staðreyndir um fjölda dómsmála, fjölda galdrabrenna, hverjir urðu fyrir barðinu á ofsóknunum og hvar galdramál komu upp á Íslandi. Meðal annars er þar að finna um- fjöllun um fyrirbæri eins og upp- vakninga, tilbera, flæðarmýs og ná- brækur. Auk þess sem þar er gerð grein fyrir réttarkerfi 17. aldar og fjallað um galdraskræður frá öllum tímum og athyglisverð galdramál og persónur frá brennuöld.“ Uppbygging annars áfanga að hefjast Uppbygging annars áfanga Galdrasýningar á Ströndum sem verður í Bjarnarfirði á Ströndum er að hefjast. Hafist er handa við byggingu 17. aldar almúgahúss úr torfi, grjóti og rekaviði sem hýsa mun þennan annan áfanga Galdra- sýningarinnar. Sigurður segir að 17. aldar húsið verði reist við Hótel Laugarhól í nágrenni við bústað Svans galdra- manns á Svanshóli sem m.a. er sagt frá í Brennu-Njáls sögu. Þessi hluti sýningarinnar verður helgaður honum auk þess sem skyggnst verður í hugarheim galdramanns á 17. öld og gerð grein fyrir öllu bú- andkarlakukli. Stefnt er að byggingu tveggja galdrasýninga til viðbótar á Ströndum á næstu árum, í Trékyll- isvík og í Hrútafirði. Safnið er opið virka daga frá kl. 10–18. Galdrasýning á Ströndum opnuð á ný Morgunblaðið/Golli Uppvakningur sem gestir Galdrasýningar á Ströndum geta barið augum. TENGLAR .............................................. Sími/Fax: 451 3525 Netfang: galdrasyning@akademia.is Heimasíða: http://www.vestfirdir.is/ galdrasyning ERLENT MIKILVÆGUM áfanga að lögform- legri staðfestingu NICE-sáttmálans svokallaða, en það er breyttur stofn- sáttmáli Evrópusambandsins (ESB) sem samþykktur var á leiðtogafundi aðildarríkjanna fimmtán í frönsku borginni Nice í desember sl., verður náð, er írskir kjósendur ganga að kjörborðinu í dag og greiða atkvæði um það hvort þeir styðji breytingarn- ar eður ei. Írland er hið eina ESB-ríkjanna 15, þar sem þjóðaratkvæðagreiðsla fer fram um Nice-sáttmálann. Ákvæði í írsku stjórnarskránni um hlutleysi írska lýðveldisins gera að verkum, að í hvert sinn sem skref er stigið í átt að nánari samruna ESB þarf slíkur áfangi ávallt að hljóta samþykki með sama hætti og væri um stjórnarskrár- breytingu að ræða. Andstæðingar staðfestingar sátt- málans sögðust í gær vongóðir um að úrslit atkvæðagreiðslunnar yrði þeim að skapi, en fari svo gæti það sett áform ESB um stækkunina til aust- urs úr skorðum. „Ég styð það heils hugar að Aust- ur-Evrópuríkin fái aðild að ESB, írskt efnahagslíf mun njóta góðs af því og ég er kaupsýslumaður,“ sagði Roger Cole, sem fer fyrir samtökum sem berjast gegn staðfestingu Nice- sáttmálans á þeim forsendum að hún muni í raun binda enda á hlutleysi Ír- lands. „En að leggja líf mitt undir fyr- ir hana [stækkun ESB til austurs], það er allt annað mál,“ sagði Cole. Samtökin sem hann fer fyrir kalla sig Friðar- og hlutleysisbandalagið (PANA) og hinir ýmsu hópar sem láta sér sérstaklega annt um stjórnar- skrárbundið hlutleysi Írlands eiga að- ild að þeim, allt frá róttækum frið- arsinnum til þjóðernissinnaðra lýðveldissinna. Það sem PANA þykir mest athuga- vert við Nice-sáttmálann eru ákvæðin um sameiginlega öryggis- og varnar- málastefnu ESB, en í nafni hennar stendur til að koma á fót hraðsveitum 60.000 hermanna sem aðildarríkin leggi liðsstyrk til. Þótt meirihluti þeirra sem afstöðu taka í skoðanakönnunum segist styðja Nice-sáttmálann hefur ríkis- stjórnin, undir forystu Bertie Ahern, varað við því að lítil kjörsókn geti leitt til þess að sáttmálinn hljóti ekki sam- þykki og staðfestingarferlið strandi. Áhyggjur af kjörsókn Samkvæmt Nice-sáttmálanum er gert ráð fyrir að möguleikar aðildar- ríkja ESB til að beita neitunarvaldi verði takmarkaðir frekar og reglur settar um vægi og hlutverk hvers rík- is við ákvarðanatöku eftir því sem að- ildarríkjunum fjölgar. Hlutfallslegt vægi lítils ríkis eins og Írlands mun við þessar breytingar minnka frá því sem nú er. En Ahern segir samt ekki annað ganga en að samþykkja þetta. „Hin ESB-ríkin munu ekki semja um neitt upp á nýtt jafnvel þótt við segð- um nei í atkvæðagreiðslunni,“ sagði hann. „Það eina sem við hefðum upp úr því að fella sáttmálann væri að skapa tímabundið kreppuástand, sem myndi óhjákvæmilega enda með nið- urlægingu,“ lýsti Ahern yfir. Í niðurstöðum nýjustu skoðana- kannana kemur fram að 45% að- spurðra eru hlynntir Nice-sáttmálan- um og 28% andsnúnir, en í eldri könnun sem birt var í Irish Times sagði aðeins um helmingur aðspurðra sennilegt að hann myndi fara á kjör- stað. Þeir sem vildu fella sáttmálann voru mun líklegri til að láta tækifærið til að greiða atkvæði um málið ekki framhjá sér fara. Til þessa hafa Írar verið hvað hlynntastir ESB af þjóðunum í sam- bandinu, en þeir hafa líka á þeim ár- um sem liðin eru frá ESB-inngöng- unni fyrir hartnær 30 árum notið mjög góðs af styrkjakerfi þess. Nú, þegar hin fátækari fyrrverandi kommúnistaríki í Mið- og Austur- Evrópu knýja dyra er svo komið að efnahagur Íra er orðinn miklu betri; reyndar er þar í landi einhver mesti hagvöxtur í álfunni um þessar mund- ir. Það er því nokkuð ljóst, að Írar muni ekki lengur „fá eins mikið úr ESB-spenanum“ og áður eftir stækk- un sambandsins til austurs og þetta er sumum nóg ástæða til að vilja hindra að nýi sáttmálinn taki gildi. „Þú munt tapa áhrifum, peningum, frelsi“ er fullyrt í áróðri Nice-and- stæðinga. Írar kjósa um Nice-sáttmála Evrópusambandsins Andstæðingar stað- festingar eygja von Bertie Ahern, forsætisráðherra Írlands, á blaðamannafundi um þjóð- aratkvæðagreiðsluna um Nice-sáttmálann í Dyflinni á dögunum. Reuters Dyflinni. AP, Reuters. BANDARÍSKI auðkýfingurinn Michael Bloomberg hefur gefið kost á sér í embætti borgarstjóra New York og kveðst vera rétti maðurinn til að taka við af repúblikananum Rudolph Giuliani. Bloomberg hóf baráttuna fyrir því að verða tilnefndur borgarstjóraefni repúblikana með auglýsingaherferð sem hófst á þriðjudag. Bloomberg gekk í Repúblikana- flokkinn fyrir ári en var áður demó- krati. Þetta er í fyrsta sinn sem hann gefur kost á sér í opinbert embætti. Hann stofnaði fyrirtækið Bloomberg LP, sem sérhæfir sig í fjármálafrétt- um og þjónustu, og er enn aðaleig- andi og forstjóri þess. Mikill meirihluti kjósendanna í New York-borg er í Demókrata- flokknum og flestir stjórnmálaskýr- endur telja litlar líkur á að Bloom- berg sigri demókrata í borgarstjórakosningunum 6. nóvem- ber. Búist er við að Herman Badillo, fyrrverandi þingmaður, sækist einn- ig eftir því að verða fyrir valinu sem borgarstjóraefni repúblikana í for- kosningum sem fara fram 11. sept- ember. Fjórir demókratar sækjast eftir borgarstjóraembættinu og þeir hafa allir mikla reynslu af pólitískum störfum í borginni. Þeir eru Peter Vallone, forseti borgarráðs New York, Mark Green, málsvari almenn- ings, Alan Hevesi, fjármálafulltrúi borgarinnar, og Ferndando Ferrer, forseti hverfisstjórnar Bronx. Giuliani hefur verið borgarstjóri í átta ár og getur ekki sóst eftir end- urkjöri þar sem enginn má gegna embættinu lengur en í tvö kjörtíma- bil. Glæpum hefur fækkað mjög í borgarstjóratíð Giulianis, sem lagði áherslu á að efla lögregluna, og Bloomberg kveðst ætla að byggja á þeim árangri og gera jafnframt gangskör að því að bæta opinbera heilsugæslu og skóla í borginni. Vill verða borgar- stjóri New York New York. Reuters, AP. Reuters Auðkýfingurinn Michael Bloomberg (2. f.v.) ásamt smástirnum úr bandarísku sjónvarpi í kvöldverðarboði í Washington fyrir skömmu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.