Morgunblaðið - 07.06.2001, Blaðsíða 72

Morgunblaðið - 07.06.2001, Blaðsíða 72
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 FIMMTUDAGUR 7. JÚNÍ 2001 VERÐ Í LAUSASÖLU 165 KR. MEÐ VSK. STÓR hópur vísindamanna, alls um 25 manns, hefur dvalið síðustu dægrin á Grímsfjalli í vorferð Jöklarannsóknafélagsins við vís- indastörf. Um er að ræða vís- indamenn frá Raunvísindastofnun, Landsvirkjun, Orkustofnun, Veð- urstofunni o.fl., en tilgangurinn er að kanna áhrif nýlegra eldgosa í Grímsvötnum og Gjálp á jökulinn og nánasta umhverfi. Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur sagði að Gjálp hefði gróið hratt yfir jökulinn þar sem gosið varð. Jökullinn skríði svo ört yfir, að vísindamenn hafi getað gengið inn eftir gosgjánni sem myndaðist og upp á fjallstoppinn eftir gosið fyrir fimm árum, en þurfi nú að bora svo langa leið nið- ur. Geysileg bráðnun hefur orðið í Grímsvötnum eftir gosið fyrir tæp- um þremur árum og enn er jarðhiti að aukast á þessum slóðum, að sögn Magnúsar Tuma. Á myndinni sjást hinar stór- brotnu andstæður vel; annars veg- ar sjóðandi heitur hverinn við ströndina og hins vegar ísi lagt lón- ið aðeins utar. „Jarðhitinn hefur einkum aukist að undanförnu á svæðinu þar sem ísstífla hefur lokað Grímsvötnum. Þetta veldur því að vatnsborð er með minnsta móti, jarðhitinn hefur laskað ísstífluna mjög og brætt röð af sigkötlum gegnum hana.“ Ljósmynd/Ragnar Th. Sigurðsson Stórbrotn- ar and- stæður í Gríms- vötnum stækkun álversins á Grundartanga og möguleika Landsvirkjunar á raf- orkusölu til álversins. Meðal þeirra sem þátt tóku í fundinum voru Kenn- eth Peterson, forstjóri Columbia Ventures, móðurfélags Norðuráls, og Friðrik Sophusson, forstjóri Landsvirkjunar. Friðrik sagði fundinn hafa verið afar gagnlegan. Þar hefði verið farið yfir stöðu mála og gagnkvæmur vilji væri hjá báðum aðilum að halda við- ræðum áfram og freista þess að ná fram niðurstöðu sem gerði Norðuráli kleift að auka afkastagetu álversins upp í 180 þúsund tonna framleiðslu á ári. „Forráðamenn Norðuráls hafa ítrekað sagt að þeir verði að fá sterka viljayfirlýsingu af hálfu Ís- lendinga vegna stækkunarinnar á næstunni,“ sagði Friðrik. Að sögn Friðriks bar mögulegt FORRÁÐAMENN Norðuráls og Landsvirkjunar hittust á fundi í gær þar sem farið var yfir stöðu mála varðandi áform Norðuráls um orkuverð m.a. á góma á fundinum, en auk þess þá virkjunarmöguleika sem fyrir hendi eru til að tryggja þá raf- orku sem þarf ekki seinna en 2004 til að stækkunin nái fram að ganga. „Við gerðum þeim grein fyrir því á hvaða vegi undirbúningur virkjana er staddur, en það er ljóst nú að sé ætlunin að koma til móts við hug- myndir Norðuráls er einungis um þá kosti að ræða að virkja við Búðar- háls, þar sem þegar liggur fyrir virkjunarleyfi og umhverfismat, og hins vegar Norðlingaöldu, sem enn er óljóst hvort af getur orðið.“ Forstjóri Landsvirkjunar telur að varðandi síðarnefnda virkjunarkost- inn sé líklegt að skýrist innan skamms hvort af framkvæmdum þar geti orðið. „Lokaákvörðun í viðræð- um Landsvirkjunar og Norðuráls verður ekki tekin fyrr en ljóst er hvort af áformum við Norðlingaöldu getur orðið. Það þarf annars vegar að fara gegnum mat á umhverfis- áhrifum og hins vegar að leita leyfis hjá umhverfisráðuneyti vegna þess að hluti fyrirhugaðs lóns fer inn á friðlýst svæði,“ sagði Friðrik. Aðspurður hvort ekki væri uppi aukinn þrýstingur á árangur í við- ræðunum við Norðurál í kjölfar þró- unar í efnahagsmálum sagði Friðrik svo vissulega vera. „Við finnum fyrir vaxandi þrýst- ingi, en okkar skoðun hefur ávallt verið sú að virkjun hreinnar og end- urnýjanlegrar orku sé ekki spurning um annaðhvort eða, heldur bæði og. Ég tel að við eigum auðvitað að nýta skynsamlega okkar náttúruauðlind- ir, svo framarlega sem við göngum ekki með því óhæfilega á náttúruna. Þá er okkar sjónarmið að gera þetta í ábataskyni fyrir fyrirtækið og þjóð- félagið í heild.“ Forstjóri Landsvirkjunar um raforkusölu til álversins á Grundartanga Vaxandi þrýstingur ÞRÝSTIFÚAVARINN viður sem notaður er m.a. í sólpalla, glugga og sandkassa inniheldur í mörgum til- fellum krómsölt eða TBT eiturefni og er því hættulegur heilsu manna og umhverfinu, að sögn Ómars Gunnarssonar efnaverkfræðings. Slíkur viður fæst tilbúinn í bygg- ingavöruverslunum hér á landi en áður er hann sagaður til og stungið í þrýstiklefa þar sem hann er gagn- varinn, oftast með A- eða B gagn- vörn. Ómar segir fólk almennt ekki gera sér grein fyrir hættunni sem fylgir þegar slíkur viður er hand- fjatlaður því lítil umræða hefur verið um þessi efni hér, sé miðað við ná- grannalöndin þar sem gagnfúavarn- ir A og B eru minna notaðar. Þrýstifúa- varinn við- ur talinn hættulegur  Þrýstifúavarinn viður/24 SLÁTTUR hófst í gær á Þorvalds- eyri undir Eyjafjöllum í fögru heið- skíru norðanveðri, fremur köldu. Ólafur Eggertsson bóndi sagði að sjaldan eða aldrei hefðu tún verið jafn góð og nú. Sléttan sem slegin var í gær var með háliðagrasi og að sögn Ólafs fullsprottin. Hann sagði að það væri um tíu dögum fyrr en í fyrra. Veturinn hefði verið óvenju- legur á Suðurlandi sem annars stað- ar á landinu; enginn vetur raunar, og nær aldrei komið klaki í jörð undir Eyjafjöllum. Hann hefði því getað hafið undirbúning kornræktarinnar snemma og hefði sáð 19. apríl með ís- lenska kynbætta afbrigðinu „súlu“, sem lofaði góðu. Þegar bóndinn á Þorvaldseyri tók háliðagrasið upp í hönd sér í gær sagði hann: „Í svona góðum þurrki er hægt að hirða í kvöld.“ Sláttur haf- inn undir Eyjafjöllum MAÐUR um tvítugt var hand- tekinn á Keflavíkurflugvelli á mánudagskvöld í sameiginlegri aðgerð fíkniefnadeildar lög- reglunnar í Reykjavík og toll- gæslunnar á Keflavíkurflug- velli eftir að um hálft kíló af hassi fannst á honum innan- klæða. Ferðafélagi mannsins var einnig handtekinn en mað- urinn sem efnið fannst á sagði við yfirheyrslur hjá lögreglu að hann hefði einn átt efnið. Mönnunum var báðum sleppt á þriðjudag að loknum yfir- heyrslum. Stöðvað- ur með hálft kíló af hassi ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.