Morgunblaðið - 20.06.2001, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 20.06.2001, Qupperneq 8
FRÉTTIR 8 MIÐVIKUDAGUR 20. JÚNÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ TÓNLISTARMENN höfðu í frammi mótmæli víða um land á 17. júní, þar sem þeir og vilja minna á að enn sé ósamið við tónlistarkennara og að samningaviðræðum hafi ekkert miðað. Lúðrasveit Akureyrar tók ekki þátt í hátíðarhöldum og var því enginn tónlistarundirleikur í skrúðgöng- unni. Í Þorlákshöfn stöðvaði lúðrasveitin í miðjum klíð- um og lýsti formaður lúðrasveitarinnar yfir stuðningi við tónlistarkennara auk þess sem hann benti á nauð- syn þess að geta notið tónlistar á dögum eins og 17. júní. Í Vestmannaeyjum lék Lúðrasveit Vestmannaeyja án stjórnanda en í Hafnarfirði söng Karlakórinn Þrest- ir stjórnanda- og undirleikslaust. Tónlistarkennarar Friðsöm og tákn- ræn mótmæli Frá hátíðahöldunum í Hafnarfirði á Víðistaðatúni. Karlakórinn Þrestir flytur þjóðsönginn. Stjórnand- inn Jón Kristinn Cortes og píanóleikarinn Steinunn Birna Ragnarsdóttir halda að sér höndum. Markaður í Skagafirði Á boðstólum bæði ætt og óætt Í LÓNKOTI í Skaga-firði verður n.k.sunnudag markaður, en í Lónkoti er rekin ferða- þjónsta. Ólafur Örn Jóns- son staðarhaldari í Lón- koti var spurður hvað ætti að vera á boðstólum á markaðinum. „Ég leigi aðstöðu sölu- fólki úr ýmsum áttum og ég veit að það ætlar að selja þarna handverk af ýmsu tagi, heimabakaðar kökur og ýmislegt fleira, þetta verður blandaður markaður með bæði ætu og óætu. Markaður verður líka í Lónkoti 29. júlí, síð- asta sunnudag í júlí og 26. ágúst, síðasta sunnudag í ágúst.“ – Hvar er markaðurinn haldinn? „Hann er haldinn í samkomu- tjaldi staðarins sem er það stærsta á landinu og er í sjálfu sér skoðunarvert mannvirki, salan hefst alla dagana klukkan 13 og stendur til 18.“ – Hefur svona starfsemi áður verið í Lónkoti? „Þetta er þriðja sumarið sem við erum með þetta. Aðsókn hefur verið bærileg og Skagfirðingar hafa tekið þessu vel. Fólk kemur bæði til að skoða og kaupa.“ – Lónkot er ferðaþjónustustað- ur – er gistipláss fyrir marga hjá ykkur? „Ferðaþjónustan hjá Lónkoti er tíu ára í ár og það er golfvöll- urinn okkar raunar líka. Við erum með þjónustu og gistingu í tveim- ur húsum og er aðstaðan í upp- gerðum útihúsum, fjárhúsi og hlöðulofti. Það er hægt að hýsa hér frá fimmtán og upp í þrjátíu manns, bæði í einstaklingsher- bergjum og í stærri rýmum.“ – Er ferðaþjónusta vænlegur atvinnuvegur í Skagafirði? „Já, ég held að hún sé það en aðeins með langtímamarkmið í huga.“ – Eru margir á þessu svæði með ferðaþjónustu? „Nei, það eru ekki margir í þessu hér í kring. Það eru þá helst einhverjir bændur sem eru búnir að fikra sig áfram í þessu. Við í Lónkoti erum hins vegar ekki með búskap en rekum eingöngu alhliða ferðaþjónustu yfir sumartímann.“ – Þarf að kynna sér svona starf- semi vel áður en ráðist er í fram- kvæmdir? „Við höfum ekki farið þá leið. Þetta hefur þróast hjá okkur á löngum tíma. Foreldrar mínir keyptu jörðina Lónkot árið 1985 og við byrjuðum með svolitla grá- sleppuútgerð árið 1987. Þá breytt- um við útihúsunum í fiskverkun- arhús. En með því móti voru þau orðin tilbúin undir tréverk og var stefnan þá tekin á ferðaþjónustu árið 1990 til 1991, en þau ár voru hlöðuloftið og fjárhúsið innréttuð sem gistihús. Síðan höfum við smám saman verið að bæta við, árið 1995 var gamla fjósið innréttað sem veitingahús og heitir Sölvabar í höfuðið á Sölva Helgasyni flakkara og myndlistarmanni, en hann fædd- ist að Fjalli í Sléttuhlíð á árið 1820. Við opnuðum veitingahúsið þegar ein öld var liðin frá dauða hans og af því tilefni reistum við honum minnisvarða eftir Gest Þorgrímsson. Þessi gjörningur kom okkur á kortið í íslenskri ferðaþjónustu að mínu mati.“ – Hvað vill fólk helst sjá og skoða í Skagafirði? „Ég hef grun um að hinn al- menni ferðamaður kunni ekki nógu vel að ferðast um landið sitt. Mér sýnist fólk ansi mikið upp- tekið af bílnum sínum og eyða full- miklum tíma í akstur. Menn ættu að taka minna fyrir og skoða það betur.“ – Hvað er markverðast að sjá í kringum þig? „Perlurnar hér í Skagafirði eru Málmey, Drangey og Þórðarhöfði – eða gullni þríhyrningurinn, en ég er í samstarfi við aðila sem sigla á þessi svæði. Þá má nefna bæði Hofsós og Hóla í Hjaltadal sem eru mjög verðugir staðir að skoða. Einnig vil ég nefna Síld- arminjasafnið á Siglufirði sem ég skoðaði sjálfur fyrst í vor og kom mér mjög á óvart.“ – Hvað með mat, selur þú mat? „Já, við erum hér með fullbúið veitingahús, matseðil, vínveiting- ar, kaffi og með því.“ – Hvað er vinsælast hjá þér? „Ætli ég nefni ekki fjallalambið. Síðan er ég með bleikju úr lóninu mínu, en Lónkot heitir eftir fersk- vatnslónum sem liggja innan við malarkambinn.“ – Hvað getur þú sagt mér um jörðina Lónkot? „Lónkot er ekki stór jörð. Hún var áður hluti af jörðinni Tjörnum sem eru hér skammt norðan við en er strax orðin sjálfstæð jörð á 18. öld. Þetta er sjávarjörð í ákaf- lega fögru umhverfi og líkt og sér- hönnuð fyrir ferðaþjónustu. Sem dæmi má nefna að hún er kjörland fyrir golfvöll.“ – Eru Norðlendingar duglegir að spila golf? „Já, þetta er vaxandi íþrótt og einnig meðal þeirra. Ég sá fyrir skömmu að golf væri vinsælust íþrótta, næst á eftir knattspyrnu.“ – Hvernig er ástandið í atvinnu- málum í Skagafirði um þessar mundir? „Það lifnar allt við hér á sumrin og það er töluvert um að vera hér og víðar þann tíma en heldur dauf- ara á veturna. Hér í Skagafirði er mikið sumarland.“ Ólafur Örn Jónsson  Ólafur Örn Jónsson fæddist á Siglufirði 25. maí 1964. Hann tók stúdentspróf frá Menntaskól- anum við Sund og BA-próf í rúss- nesku frá Háskóla Íslands. Hann hefur lengst af starfað við ferða- þjónustu í Lónkoti í Skagafirði en við ýmis störf í Reykjavík að vetrinum. Ólafur á einn son. Perlurnar í Skagafirði eru Málmey, Drangey og Þórðarhöfði Svona, ekki meiri skrattamálun. Ég er hættur að moka.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.