Morgunblaðið - 17.07.2001, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 17.07.2001, Blaðsíða 44
DAGBÓK 44 ÞRIÐJUDAGUR 17. JÚLÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RIT- STJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 165 kr. eintakið. Skipin Reykjavíkurhöfn: Í dag eru væntanleg Detti- foss, Helgafell, Atl- antniro og Astor sem fer aftur út ásamt Meteor. Hafnarfjarðarhöfn: Í gær kom Brúarfoss til Straumsvíkur. Í dag fara Ocean Tiger og Sjóli út. Viðeyjarferjan. Tíma- áætlun Viðeyjarferju: Mánudaga til föstu- daga: Til Viðeyjar kl. 13, kl. 14 og kl. 15, frá Viðey kl. 15.30 og kl. 16.30. Laugardaga og sunnudaga: Fyrsta ferð til Viðeyjar kl. 13, síðan á klukkustundar fresti til kl. 17, frá Viðey kl. 13.30 og síðan á klukkustundar fresti til kl. 17.30. Kvöldferðir eru föstu- og laug- ardaga: Til Viðeyjar kl. 19, kl. 19.30 og kl. 20, frá Viðey kl. 22, kl. 23 og kl. 24. Sérferðir fyr- ir hópa eftir sam- komulagi. Viðeyj- arferjan sími 892 0099. Lundeyjarferðir dag- lega, brottför frá Við- eyjarferju kl. 10.30 og kl. 16.45, með viðkomu í Viðey u.þ.b. 2 klst. Sími 892 0099 Fréttir Kattholt. Flóamark- aður í Kattholti, Stang- arhyl 2, opinn þriðjud. og fimmtud. kl. 14–17. Mannamót Norðurbrún 1, Furu- gerði 1 og Hæð- argarður 31. Fimmtu- daginn 19. júlí verður farið í ferð á Þingvelli og Laugarvatn. Ekið verður um línuveg og Grafning til Þingvalla. Þaðan verður farið að Laugarvatni þar sem drukkið verður kaffi á veitingahúsinu Lind- inni. Til baka verður farið um Grímsnes og Hellisheiði. Leið- sögumaður Anna Þrúð- ur Þorkelsdóttir. Lagt verður af stað frá Norðurbrún 1 kl. 12.30 og síðan verða teknir farþegar í Furugerði og Hæðargerði. Skráning í Norðurbrún 568-6960, í Furugerði 553-6040 og Hæðargarði 568-3132. Árskógar 4. Kl. 9-12 bókband og öskjugerð, kl. 13-16.30 opin smíða- stofa, kl. 10-16 pútt- völlur opinn. Bólstaðarhlíð 43. Kl. 8 hárgreiðsla, kl. 8.30 böðun, kl. 9-16 almenn handavinna og fótaað- gerð, kl. 9.30 morg- unkaffi/dagblöð, kl. 11.15 matur, kl. 15 kaffi. Félagsstarf aldraðra Dalbraut 18-20. Kl. 9 böðun og hárgreiðslu- stofan opin. Félagsstarf aldraðra, Lönguhlíð 3. Kl. 8 böð- un, kl. 10 hársnyrting, kl. 11.30 matur, kl. 13 föndur og handavinna, kl. 15 kaffiveitingar, Félag eldri borgara Hafnarfirði, Hraunseli, Reykjavíkurvegi 50. Í dag verður pútt á Hrafnistuvelli kl. 14 til 16. Rútan til Horna- fjarðar fer frá Hrauns- eli í dag kl. 9. Orlofið í Hótel Reykholti í Borg- arfirði 26.-31. ágúst nk. Skráning og allar upp- lýsingar í símum ferða- nefndar 555-0416, 565- 0941, 565-0005 og 555- 1703. Panta þarf fyrir 1. ágúst. Félagsheimilið Hraunsel verður lokað vegna sumarleyfa starfsfólks til 12. ágúst. Félag eldri borgara, Reykjavík, Ásgarði Glæsibæ. Kaffistofan er opin alla virka daga frá kl. 10-13. Matur í há- deginu. Miðvikudagur: Göngu-Hrólfar fara í létta göngu frá Hlemmi kl. 9.45. Ákveðið hefur verið að fara aðra 8 daga hringferð um Norðausturland 20. ágúst nk.vegna mikilla eftirspurnar, ef næg þátttaka verður. Þeir sem hafa skráð sig á biðlista eru vinsamleg- ast beðnir að hafa samband við skrifstofu FEB. Silfurlínan er op- in á mánudögum og miðvikudögum frá kl. 10 til 12 fh. í síma 588- 2111.Upplýsingar á skrifstofu FEB kl. 10 til 16 í síma 588-2111. Félagsstarfið, Hæð- argarði 31. Kl. 9-12 hár- greiðsla, sjúkraböðin kl. 9-14.30, morgunkaffi kl. 9-11, hádegisverður kl. 11.30-13, kl. 12.45 Bónusferð, eftirmið- dagskaffi kl. 15-16. Gerðuberg, félagsstarf. Sund- og leikfimiæf- ingar á vegum ÍTR í Breiðholtslaug á þriðju- dögum og fimmtudög- um kl. 9.30. Púttvöll- urinn er opinn virka daga kl. 9-18, kylfur og boltar í afgreiðslu sund- laugarinnar til leigu. Allir velkomnir. Veit- ingabúð Gerðubergs er opin mánudaga til föstudaga kl. 10-16. Félagsstarfið lokað vegna sumarleyfa frá 2. júlí-14. ágúst. Gjábakki, Fannborg 8. Kl. 9.30 handa- vinnustofa opin, leið- beinandi á staðnum frá kl. 9.30-12, þriðjudags- ganga fer frá Gjábakka kl. 14. Þjóðdansasýn- ingin í Gjábakka föstu- daginn 20. júlí kl. 15. Norræn ungmenni sýna þjóðdansa frá sínum löndum. Sýningin er í tengslum við norræna þjóðdansahátíð sem haldin verður dagana 18.-22. júlí. Aðgangur er öllum opinn og án endurgjalds. Vöfflukaffi verður selt í Gjábakka. Gullsmári Lokað vegna sumarleyfa til 7. ágúst. Hvassaleiti 56–58. Kl. 9 böðun, fótaaðgerðir og leikfimi, kl. 9.45 banka- þjónusta, kl. 13 handa- vinna og hárgreiðsla. Hraunbær 105. Kl. 9– 17 fótaaðgerðir, kl. 9.45 boccia, kl. 12.15 versl- unarferð í Bónus, kl. 13-17 hárgreiðsla Norðurbrún 1. Hár- greiðslustofan verður lokuð frá 10. júlí til 14. ágúst. Vinnustofur lokaðar í júlí vegna sumarleyfa. Kl. 10-11 ganga. Föstu- daginn 20. júlí kl. 14.30 kemur Þjóðdansafélag Reykjavíkur og gestir frá þjóðdansafélögum Norðurlanda og sýna dansa frá ýmsum lönd- um. Kaffiveitingar, allir velkomnir. Uppl. í síma 568-6960. Vesturgata 7. Kl. 9 fótaaðgerðir og hár- greiðsla, dagblöð og kaffi, kl. 9.15-15.30 al- menn handavinna, kl. 11 leikfimi, kl. 11.45 matur, kl. 13 frjáls spilamennska, kl. 14.30 kaffi. Vitatorg. Kl. 9 hár- greiðsla, kl. 9.30 morg- unstund og almenn handmennt, kl. 10 fóta- aðgerðir og almenn leikfimi, kl. 11 boccia, kl. 11.45 matur, kl. 14 félagsvist, kl. 14.30 kaffi. Bridsdeild FEBK, Gjá- bakka. Spilað í kvöld kl. 19. Allir eldri borg- arar velkomnir. Félag ábyrgra feðra heldur fund í Shell- húsinu, Skerjafirði, á miðvikudögum kl. 20, svarað í síma 552-6644 á fundartíma. Eineltissamtökin halda fundi á Túngötu 7 á þriðjudögum kl. 20. Gigtarfélagið. Leikfimi alla daga vikunnar. Létt leikfimi, bakleik- fimi karla, vefjagigt- arhópar, jóga, vatns- þjálfun. Einn ókeypis prufutími fyrir þá sem vilja. Nánari uppl. á skrifstofu GÍ, s. 530- 3600. Brúðubíllinn verður í dag kl. 10 við Frostaskjól og kl. 14 við Fífusel og á morgun kl. 14 við Fróðengi. Minningarkort Minningarkort Sjúkra- liðafélags Íslands eru send frá skrifstofunni, Grensásvegi 16, Reykjavík. Opið virka daga kl. 9-17. S. 553- 9494. Minningarkort Vina- félags Sjúkrahúss Reykjavíkur eru af- greidd í síma 525-1000 gegn heimsendingu gíróseðils. Minning- arkort Kvenfélagsins Hringsins í Hafnarfirði fást í blómabúðinni Burkna, hjá Sjöfn s. 555-0104 og hjá Ernu s. 565-0152. Samtök lungnasjúk- linga Minningarkort eru afgreidd í Suð- urgötu 10 (bakhúsi) 2. hæð, s. 552-2154. Skrif- stofan er opin miðvi- kud. og föstud. kl. 16-18 en utan skrifstofutíma er símsvari. Einnig er hægt að hringja í síma 861-6880 og 586-1088. Í dag er þriðjudagur 17. júlí, 198. dagur ársins 2001. Orð dagsins: Auga þitt er lampi líkamans. Þegar auga þitt er heilt, þá er og allur lík- ami þinn bjartur, en sé það spillt, þá er og líkami þinn dimmur. (Lúk. 11, 33.) 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16 LÁRÉTT: 1 örskotsstund, 4 fugl, 7 blettur, 8 reiði, 9 þegar, 11 horað, 13 uppmjó fata, 14 úldna, 15 ódrukkin, 17 öngul, 20 eldstæði, 22 matreiðslumanns, 23 megnar, 24 peningar, 25 kroppa. LÓÐRÉTT: 1 árhundruð, 2 hnugginn, 3 tunnan, 4 bjartur, 5 heift, 6 dálítið hey, 10 kynið, 12 átrúnaður, 13 hryggur, 15 kona, 16 vindhviður, 18 fjáðar, 19 versna, 20 reykir, 21 galdrakvendi. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU: Lárétt: 1 næfurþunn, 8 bólið, 9 rugla, 10 ann, 11 tærar, 13 arinn, 15 skúms, 18 amlar, 21 tíð, 22 fagur, 23 aftur, 24 Frakkland. Lóðrétt: 2 ætlar, 3 urðar, 4 þerna, 5 negri, 6 ábót, 7 rann, 12 aum, 14 róm, 15 sefa, 16 úrgur, 17 strák, 18 að- all, 19 látin, 20 rýra. K r o s s g á t a MIG langar til að lýsa frati á þennan sumarleik Coca Cola. Ég kaupi mér venju- lega í vinnunni 1–21⁄2 lítra diet coke á dag og hef ég ekki fengið einn einasta vinning. Við hérna á mínum vinnustað erum alveg gátt- uð á þessu plati hjá Vífil- fellsmönnum og erum hætt að kaupa kók. Venjulega drekk ég Egils kristal m/ sítrónu en hef freistast til að kaupa diet kók vegna vinninganna, en nú segi ég hingað og ekki lengra. Ég læt ekki plata mig enda- laust. Það má kannski taka það fram að í fyrra fengum við fullt af kóki og fleiri vinn- ingum. Ein vonsvikin. Æskudýrkun VIÐ hjónin vorum stödd við pósthúsið í Ármúla fyrir stuttu og þegar við ætluð- um að fara úr bílastæðinu, var búið að leggja bíl fyrir aftan bílinn okkar, þannig að við áttum erfitt með að komast í burtu. Þar sem við erum á glænýjum bíl ákváðum við að bíða smá- stund og sjá hvort ökumað- ur bílsins kæmi ekki innan skamms. Tveir bílar biðu fyrir aftan okkur. Allt í einu kemur ung stúlka að bíln- um okkar og hellti sér yfir okkur af þvílíkum dóna- skap. Sagði hún m.a. að gamalt fólk ætti ekki að hafa bílpróf, því að það ætti ekki heima í umferðinni. Við erum á besta aldri og aldrei nokkurn tíma höfum við orðið fyrir öðrum eins dónaskap. Það er hræðilegt til þess að hugsa að ungt fólk í dag skuli vera svona tillitslaust, dónalegt og frekt. Kona. Ökumenn munið! ÖKUMENN bíla og hjól- hesta. Munið að þegar þið eruð á ferð, akið hægar og munið ökureglurnar. Það er betra að fara fyrr af stað og keyra undir leyfilegum hraða, heldur en að keyra of hratt og eyðileggja öku- tæki, fólk og fénað. Keyrið með gát og komið heil þangað sem þið ætlið. Gáleysi drepur. Unnur Elíasar, Hátúni 10A. Fjölvarpið ÉG er búin að vera áskrif- andi að Fjölvarpinu í tölu- verðan tíma og hef haft ánægju af. En nú er ég mjög óánægð. Á dýralífs- rásinni, Animal Farm, eru sýndar viðbjóðslegar klám- myndir eftir kl. 23 á kvöld- in. Er ekki hægt að taka þessar myndir út, eða a.m.k. sýna þær þá á næt- urnar, þegar venjulegt fjöl- skyldufólk er sofandi? Lana Kolbrún Eddudóttir. Tapað/fundið Leðurbakpoki í óskilum HJÁ Pfaff á Grensásvegi er í óskilum brúnn leður dömubakpoki. Eigandi pokans getur haft samband í síma 533- 2222. Útivistarfólk athugi SÍÐASTLIÐINN sunnu- dag töpuðust vönduð gler- augu einhvers staðar á Leggjabrjót, gönguleiðinni á milli Þingvalla og Hval- fjarðar. Ef einhver hefur fundið gleraugu á þessari leið er viðkomandi vinsamlegast beðinn að hafa samband við Sigríði í síma 553-8859 eða 863-7239. Svartur jakki í óskilum SVARTUR kvenjakki fannst í Nökkvavogi fyrir síðustu helgi.Upplýsingar í síma 588-5171. Dýrahald Dimmalimm er enn týnd DIMMALIMM, sem er svört 7 ára læða týndist í Mjódd hinn 17. maí sl. og var þá með rauða ól. Þeir sem gætu haft uppl. um hana vinsamlegast hringi í síma 557-2405, 897-9225 eða 691-4332. Páfagaukur fannst í Hafnarfirði BLÁR og hvítur páfagauk- ur fannst í miðbæ Hafnar- fjarðar sunnudaginn 1. júli sl. Vinsamlegast hafið samband í síma 555-3919 eða 698-3920. Kvenkyns gári óskast KVENKYNS gári óskast gefins á gott heimili. Upp- lýsingar í síma 555-3041. Snúður-Gorbatsjov týndur SNÚÐUR, öðru nafni Gorbatsjov, týndist frá Laugarnesveginum. Hann er svartur og hvítur norsk- ur skógarköttur, 8 mánaða, en samt mjög stór. Hann er með bláa hálsól og eyrna- merktur. Ef einhver hefur orðið hans var þá vinsamlegast hringið í síma 581-3051. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Sumar- ævintýri Víkverji skrifar... FJÖLMIÐLAR hafa að undan-förnu sagt frá skýrslu umhverf- isverndarsamtakanna World Wide Fund for Nature um aukna hvala- skoðun í heiminum. Þar er sagt að hvalaskoðun vaxi stöðugt fiskur um hrygg og er talið að um níu milljónir manna í 87 löndum hafi tekið þátt í hvalaskoðunarferðum á síðasta ári. Þá er skýrt frá því að fjöldi í hvala- skoðunarferðum á Íslandi hafi auk- izt úr 100 í 44.000 á tíu árum. Í skýrslunni er sagt að fjáhagslegur ávinningur Íslendinga af hvalaskoð- un sé meiri en hugsanlegar hvalveið- ar myndu skila þjóðinni. Ekki hefur komið fram í þessum fréttum við hve miklar hvalveiðar er miðað né hvort þeir, sem fara í hvalaskoðanir myndu ekki gera eitt- hvað annað, ef ekki væri boðið upp á að skoða hvali. Þessari skýrslu er ætlað að afla þeim fylgis sem banna vilja allar hvalveiðar. Víkverji hefur hvorki séð né heyrt nokkuð um það hvort í skýrslunni sé fjallað um hvalaskoðun í Noregi. Það hlýtur að vera eina raunhæfa viðmiðunin um umfang hvalaskoð- unar og hvalveiða í senn. Norðmenn stunda töluverðar veiðar á hrefnu, taka nokkur hundruð dýr árlega. Eftir því sem Víkverji kemst næst, hefur ásókn í hvalaskoðun frá Nor- egi aukizt verulega, þrátt fyrir veið- arnar. Það virðist því ljóst að hval- veiðar og hvalaskoðun geti vel farið saman. Það er gleðilegt að hvala- skoðun skuli vera jafnvinsæl og raun ber vitni. Víkverja finnst hins vegar rangt að stilla dæminu þannig upp að þetta tvennt geti ekki farið saman. Staðreyndirnar í Noregi sanna hið gagnstæða. x x x ÁSTANDIÐ í miðborginni ermikið umtalað um þessar mundir og hvernig megi stöðva þá óöld sem ríkir oft á tíðum. Víkverja finnst það mjög miður að ákveðinn hluti samborgara hans skuli ekki geta skemmt sér eins og siðmenntað fólk. Hver skýringin á þessum vanda er, getur verið erfitt að segja, en þegar fólk hefur setið að sumbli frá kvöldi og fram á morgun hlýtur eitthvað undan að láta. Sú venja Ís- lendinga að fara ekki út að skemmta sér fyrr en seint að kvöldi og jafnvel ekki fyrr en nokkru eftir miðnætti er algjör tímaskekkja og þekkist slíkt tæpast annars staðar í heim- inum. Fólk hér situr gjarnan í heim- húsum og hellir í sig áfengi til að þurfa ekki að láta okra á sér á veit- ingastöðunum. Fyrir vikið kemur fólk sauðdrukkið í bæinn upp úr miðnætti og hefur takmarkaða stjórn á sér og svo versnar ástandið enn þegar líður á nóttina. Víðast hvar erlendis fer fólk miklu fyrr út að skemmta sér á kvöldin og þarf reyndar ekki að hella sig fullt í sparnaðarskyni áður en haldið er af stað. Fyrir vikið verður yfirbragðið allt annað og betra. Víkverji hefur áhyggjur af ástandinu hér. Fari hann með konu sinni í miðborgina gerir hann það snemma kvölds og kemur sér burt áður en lætin byrja og nýtur kvöldsins betur fyrir vikið. Enginn troðningur og engin læti og auðvelt að ná í leigubíl heim, sé þess þörf. Víkverja dettur ekki í hug að stofna sér og sínum í hættu með því að vera á ferli í miðborginni seint að nóttu um helgar. Því er líklega þannig farið með marga. Fyrir vikið verður þróunin kannski þannig að spektarfólkið hætti að fara í bæinn og láti ólátabelgjunum hann eftir. Það yrði slæm þróun.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.