Morgunblaðið - 17.07.2001, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 17.07.2001, Blaðsíða 52
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 ÞRIÐJUDAGUR 17. JÚLÍ 2001 VERÐ Í LAUSASÖLU 165 KR. MEÐ VSK. FIMM manna áhöfn Dritvíkur SH 412 frá Ólafsvík var bjargað um borð í Ingibjörgu SH 174 í gær- kvöldi. Eldur kom upp í vélarrúmi bátsins um klukkan hálfátta í gær- kvöldi er báturinn var að veiðum á Breiðafirði, um 16 til 17 sjómílur norður af Rifi á Snæfellsnesi. Kristján Þórisson, skipstjóri á Dritvík sem er 50 tonna dragnót- arbátur, sagði við Morgunblaðið í gærkvöldi að engum í áhöfninni hefði orðið meint af. Hann var sjálf- ur frammi í stafni þegar menn urðu varir við reykjarlykt. Allt fullt af svörtum reyk „Ég hljóp aftur í og þá var allt orðið fullt af svörtum reyk og ekk- ert hægt að gera,“ sagði Kristján. Hann sagði að þeir hefðu reynt að dæla vatni á eldinn, en það ekki tekist þar sem vatnsslöngur hefðu líklega bráðnað í sundur. Kristján sagði að þeir hefðu því beðið á dekkinu eftir Ingibjörgu SH en að hans sögn slokknaði eldurinn í smátíma. „Rétt eftir að við vorum komnir um borð í Ingibjörgu og báturinn í tog varð sprenging. Olíutankarnir hafa þá verið að springa en það voru um 5.000 lítrar af olíu í bátn- um,“ sagði Kristján. Gott veður var á svæðinu og tók Ingibjörg Dritvíkina í tog. Unnið var að slökkvistörfum, sem m.a. varðskipsmenn á Óðni og Slökkvilið Ólafsvíkur tóku þátt í, framundir miðnætti en þá var ákveðið að hætta þar sem dekkið á Dritvíkinni var að gefa sig og yfirgáfu menn því bátinn. Ingibjörg SH var skammt undan Tilkynningaskyldunni bárust boð um eldinn í Dritvík um klukkan 19:35 og var Ingibjörg, sem var að veiðum skammt frá, látin vita. Hún var komin að Dritvíkinni um hálf- tíma síðar. Varðskipið Óðinn kom að bátun- um um klukkan 21. Þá lögðu tveir Sómabátar úr Ólafsvíkurhöfn um klukkan 21:30, en um borð voru slökkviliðsmenn frá Ólafsvík með dælur meðferðis. Unnið var að slökkvistörfum fram til klukkan hálftólf í gærkvöldi. „Dekkið stjórnborðsmegin var að gefa sig og báturinn mjög illa far- inn, þannig að ekki var á það hætt- andi fyrir mannskapinn að halda áfram lengur,“ sagði Jón Þór Lúð- víksson, slökkviliðsstjóri í Ólafsvík, stuttu eftir að ákveðið hafði verið að hætta slökkvistörfum. „Báturinn verður dreginn til Ólafsvíkur, þ.e. ef hann nær því, og við áætlum að vera um tvo tíma á leiðinni,“ sagði hann jafnframt. Mannbjörg er Dritvík SH skemmdist í eldi á Breiðafirði í gærkvöldi Morgunblaðið/RAX Varðskipsmenn á Óðni og Slökkvilið Ólafsvíkur við störf um borð í Dritvík á Breiðafirði í gærkvöldi, en stjórnborðsdekkið var þá farið að gefa sig. Sprenging rétt eftir að áhöfnin yfirgaf bátinn *+ ,+ - )  )) "'(     . ) +&/$(        01(%)2%( % %3 - )%2 ($%- /))- /+( % #)-/1 „SAMBAND þingmanns og kjósenda snýst bara um traust. Árni verður að hugleiða sína stöðu út frá því. Það er ekki mitt verkefni að reka hann og ég hef ekki vald til þess. En þingmenn hljóta að skoða sína stöðu út frá þessu,“ sagði Davíð Oddsson, for- sætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, í gær þegar hann var spurður út í störf Árna John- sen alþingismanns fyrir byggingarnefnd Þjóðleik- hússins. Árni hefur viðurkennt að hafa notað hleðslusteina í eigin þágu sem keyptir voru og greiddir af byggingarnefndinni. Jafnframt viður- kenndi Árni í gær að hafa sagt ósatt í fjölmiðlum um málið. Davíð sagði að byggingarnefnd Þjóðleikhússins hefði ekki haft umboð til að starfa með þeim hætti sem hún hefur gert síðustu ár. „Nefndin var end- urskipuð árið 1996 og þá var mjög dregið úr umboði hennar, þannig að nefndin hafði ekkert umboð til að starfa með þessum hætti. Ég er því algjörlega ósammála því sem kemur fram hjá Framkvæmda- sýslunni, að hún hafi bara átt að sortera reikninga frá nefndarformanninum.“ Davíð sagði að þann skamma tíma sem hann hefði haft til þess að reyna að átta sig á þessu máli, hefði sér borist til eyrna alls kyns orðrómur um störf Árna. Sumt hefði hann reynt að kanna og sumt hefði reynst algjör fjarstæða. „Venjulega ætti enginn að hlaupa eftir sögusögnum, en Árni hefur með framgöngu sinni gert það að verkum að ég tel að það sé nauðsynlegt og óhjákvæmilegt að fara of- an í alla þá þætti sem snúa að umsýslustörfum hans á undanförnum árum, í þeirri von að þar sé ekki neitt gruggugt, og eins og ég segi hef ég engin rök fyrir því, en sögurnar ganga og þótt maður eigi ekki að hlaupa eftir söguburði þá, eftir þessa fram- göngu, er það óhjákvæmilegt og best fyrir hann sjálfan að farið sé ofan í alla þessa sauma.“ Davíð var spurður hvað hann myndi sjálfur gera í sporum Árna. „Ef ég mæti það þannig, sem hann hlýtur núna að meta, að ég risi ekki lengur undir trausti kjósenda, þá færi ég. En þetta þarf hann að meta sjálfur og eiga við sína samvisku.“ Orð gegn orði um efniskaup hjá BYKO Jón Helgi Guðmundsson, forstjóri BYKO, lýsir viðskiptum Árna við fyrirtækið í samtali við Morg- unblaðið á þann veg að Árni hafi í maí óskað eftir að kaupa byggingarefni í nafni Þjóðleikhússins. Nokkrum dögum síðar hafi hann haft samband við fyrirtækið og óskað eftir að greiðslum yrði seinkað þar sem fjárveitingar hefðu ekki borist. Skuldin hafi því verið sett á biðreikning og verið þar í rúm- an mánuð. Starfsmönnum BYKO hafi hins vegar ofboðið þegar Árni pantaði aftur byggingarefni fyr- ir rúma milljón í nafni Þjóðleikhússins. Árni hafnar algerlega þessum skýringum Jóns Helga. Hann ítrekar að um misskilning sé að ræða og efnið hafi aldrei átt að fara inn á reikning bygg- ingarnefndar enda hafi það aldrei gert það. Viðurkenndi að hafa sagt ósatt um viðskipti með hleðslusteina Árni viðurkenndi í gær að hann hefði sagt ósatt í viðtali við Ríkisútvarpið sl. sunnudag um viðskipti sín með hleðslusteina frá BM-Vallá. Í viðtalinu hélt Árni því fram að steinarnir væru „á brettum í húsi úti í bæ“, en í gær viðurkenndi hann að steinarnir hefðu verið keyptir í nafni byggingarnefndar Þjóð- leikhússins og greiddir af nefndinni. Steinarnir hefðu hins vegar verið lagðir í stétt í garði fyrir ut- an heimili hans í Reykjavík. Hann sagði í gær í samtali við Morgunblaðið að þessi vinnubrögð væru ekki til fyrirmyndar og hann vildi biðjast fyr- irgefningar á þeim. Hann hefur nú greitt steinana en þeir kostuðu um 160 þúsund krónur. Árni tilkynnti jafnframt, að hann hefði tekið ákvörðun um að segja af sér sem formaður bygg- ingarnefndar Þjóðleikhússins, en því starfi hefur hann gegnt í rúm 10 ár. Ríkisendurskoðun ákvað í gær að gera úttekt á störfum byggingarnefndar Þjóðleikhússins. Sig- urður Þórðarson ríkisendurskoðandi tók ákvörðun um þetta eftir að Halldór Blöndal, forseti Alþingis, sendi honum til upplýsingar bréf sem Gísli S. Ein- arsson alþingismaður skrifaði honum, þar sem ósk- að er eftir úttekt á störfum byggingarnefndarinn- ar. Forsætisráðherra um rannsókn Ríkisendurskoðunar á störfum Árna Johnsen Nauðsynlegt að skoða öll umsýslustörf þingmannsins  Biðst afsökunar/10–13 og 26 1.012 fluttu til höfuðborgar- svæðisins, umfram brottflutta, á fyrri helmingi ársins, að því er kemur fram í tölum Hagstof- unnar. Af þeim fluttu 381 frá landsbyggðinni og 631 frá út- löndum. Á sama tímabili í fyrra fluttu 830 til höfuðborgarsvæð- isins umfram brottflutta, af þeim 518 frá landsbyggðinni og 312 frá útlöndum. Alls voru gerðar 25.860 breytingar á lögheimili einstak- linga í þjóðskrá á fyrri helmingi ársins. Í flestum landshlutum, utan höfuðborgarsvæðis, voru brott- fluttir fleiri en aðfluttir, nema á Suðurnesjum þar sem aðfluttir voru 121 fleiri og á Suðurlandi þar sem aðfluttir voru 26 fleiri. Flestir fluttu frá Norðurlandi vestra eða 84. Af einstökum sveitarfélögum fluttu flestir til Kópavogs, alls 305, og Reykja- víkur, alls 267, en flestir frá Vestmannaeyjum, alls 68, og Húsavík, alls 49. 2.281 einstaklingur flutti til landsins og 1.400 frá landinu á tímabilinu, þ.e.a.s. að 881 fleiri flutti til landsins en frá því. Þar af voru brottfluttir íslenskir rík- isborgarar 17 fleiri en aðfluttir, en aðfluttir erlendir ríkisborg- arar 898 fleiri en brottfluttir. Á sama tímabili á síðasta ári var heildarfjöldi aðfluttra til landsins umfram brottflutta 504, þar af voru aðfluttir ís- lenskir ríkisborgarar 13 fleiri en brottfluttir og aðfluttir er- lendir ríkisborgarar 491 fleiri en brottfluttir. Búferlaflutningar á fyrri hluta ársins 1.012 fluttu til höfuð- borgar- svæðisins

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.