Morgunblaðið - 17.07.2001, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 17.07.2001, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. JÚLÍ 2001 45 DAGBÓK BRESKI bridspenninn Martin Hoffman segir skrítna sögu af þessu spili sem kom upp í sveita- keppni í London fyrir nokkrum árum: Vestur gefur; enginn á hættu. Norður ♠ KD1083 ♥ KG9876 ♦ Á10 ♣ -- Norður Vestur Austur ♠ 95 ♠ G76 ♥ 103 ♥ ÁD54 ♦ KD97532 ♦ G ♣ Á2 ♣ G10987 Suður ♠ Á42 ♥ 2 ♦ 864 ♣ KD6543 Hoffman var áhorfandi við annað borðið og þar gengu sagnir þannig: Vestur Norður Austur Suður 1 tígull 2 tíglar * Pass 2 spaðar 3 tíglar 4 hjörtu Dobl 4 spaðar Pass Pass Dobl Allir pass Norður sýndi hálitina með tveimur tíglum og síð- an góð spil og lengra hjarta með fjórum hjört- um. Út kom tígulkóngur. Sagnhafi drap með ás, fór heim á spaðaás og spilaði hjarta á kónginn, sem austur dúkkaði án sýni- legrar umhugsunar! Þessi vörn ruglaði sagnhafa rækilega í ríminu. Hann trompaði hjarta, spilaði laufkóng og trompaði ás vesturs. Reyndi svo að stinga hjarta smátt heima. En nú var tími varnarinn- ar runninn upp. Vestur yf- irtrompaði, tók á tíguld- rottningu og spilaði enn tígli. Sagnhafi stakk frá með drottningu og lagði niður trompkóng í þeirri von að ná síðustu tromp- unum. Ekki gekk það eftir og þegar austur komst næst inn á hjarta, tók hann spaðagosann og spil- aði laufi. Útkoman varð tveir niður. Víkur þá sögunni yfir á hitt borðið, en þar vakti vestur á þremur tíglum, en ekki einum. Norður æstist mjög við það og gaf ekki eftir fyrr en í sex spöðum, sem makker hans spilaði í suður. Tígulkóngurinn kom út og ásinn tók fyrsta slag- inn. Sagnhafi vildi ekki bruðla með innkomurnar og spilaði strax hjartakóng úr borði. Austur drap og spilaði laufi á drottningu, ás og tromp. Hjartagosinn kom næst. Austur lét lítið hjarta og suður henti tígli, en vestur kom með tíuna. Sagnhafi tók þá tvisvar spaða og trompsvínaði síð- an fyrir hjartadrottningu. Tígull blinds fór niður í laufkóng og sagnhafi átti síðan afganginn á hjarta þegar hann hafði náð spaðagosanum af austri. Tólf slagir. BRIDS Umsjón Guðmundur Páll Arnarson LJÓÐABROT ÚR VÍGLUNDARSÖGU Eigi má ek á ægi ógrátandi líta, síz er málvinir mínir fyrir marbakka sukku. Leiðr er mér sjávar sorti ok súgandi bára. Heldr gerði mér harða harma unnr í barmi... Trúði málmþingsmeiðir marglóða þér tróða; hugða ek sízt, at hefði hringlestir þik festa. Eigi tjáðu eiðar oss né margir kossar; seint er kvenna geð kanna; kona sleit við mik heitum... - - - STJÖRNUSPÁ eft ir Frances Drake KRABBI Afmælisbarn dagsins: Þú ert stjórnsamur í meira lagi, en átt líka til mikla sam- kennd með öðrum, sem bjargar þér fyrir horn. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Margur verður af aurum api. Gættu þess jafnan að gera ekkert það sem er öndvert samvisku þinni. Leitaðu þér hjálpar, ef þér finnst út af bregða. Naut (20. apríl - 20. maí)  Sýndu skilning þegar náinn vinur færist undan að svara spurningum þínum. Hann þarf bara að hugsa málið bet- ur áður en hann deilir því með þér. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Þú færð óvænt tilboð og þarft ekki að verða hissa, þótt þeir sem það gera, þekki ýmislegt til þín. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Þótt þú sért orðinn leiður á svo mörgu er ekki ástæða til þess að örvænta. Það þarf ekki nema smáhugmyndaflug til þess að krydda tilveruna. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Þótt þig langi ekki til að deila sviðsljósinu með neinum, skaltu hugsa málið og minn- ast þeirra, sem hjálpuðu þér að komast þangað sem þú stendur nú. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Þú ert óþarflega hnýsinn um hagi annarra og ættir að hætta því hið fyrsta. Hlutir sem koma þér ekki við - koma þér alls ekki við. Hættu að hlera. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Þú eignast nýjan vin sem hjálpar þér við verkefni, sem þig hefur lengi dreymt um að framkvæma, en hefur ekki haft burði til einn. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Þótt meðalhófið sé vandratað er það oft heppilegast, því ut- an þess er oft við ramman reip að draga. Reyndu ekki að sýnast meiri en þú ert. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Þú þarft ekki að breyta svo miklu til þess að hrista aðeins upp í venjubundnum degi. Sýndu hóf því breytingar breytinganna vegna eru til lítils. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Þér verður falin aukin ábyrgð og það vekur öfund sumra samstarfsmanna þinna. Láttu glósur þeirra sem vind um eyru þjóta. Þú átt upphefðina skilið. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Eftir mikla vinnu sérð þú loks fram á að geta lokið við verk- efni, sem skiptir þig miklu máli. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Það er ekki nóg að fá góðar hugmyndir, ef þeim er hvorki haldið til haga né látið reyna á gildi þeirra. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. Snertilinsur - fyrir göngufólk - 6 linsur í pakka, prófun, meðferðarkennsla, vökvi og box. frá 7.500.- kr. sólgleraugu fylgja með! sími 551 1945 Tilboð Barnamyndatökur verð frá kr. 5.000 Ljósmyndastofan Mynd, sími 565 4207. Ljósmyndastofa Kópavogs, sími 554 3020. KIRKJUSTARF Safnaðarstarf Hallgrímskirkja. Fyrirbænaguðs- þjónusta í dag kl. 10.30. Beðið fyrir sjúkum. Hjallakirkja. Bæna- og kyrrðar- stund kl. 18 á neðri hæð kirkjunnar. Víðistaðakirkja. Aftansöngur og fyrirbænir kl. 18.30. Hafnarfjarðarkirkja. Opið hús fyrir 10-12 ára börn í Vonarhöfn, Strand- bergi, kl. 17-18.30. Garðasókn. Opið hús á þriðjudögum. Farið verður í Listasafn Reykjavík- ur í dag, þriðjudaginn 17. júlí. Sýn- ing Errós skoðuð, kaffi á eftir. Lagt af stað frá Kirkjuhvoli kl. 13.30, komið til baka um kl. 16. Grindavíkurkirkja. Foreldramorg- unn kl. 10-12. Borgarneskirkja. TTT tíu-tólf ára starf alla þriðjudaga kl. 17-18. Helgi- stund í kirkjunni sömu daga kl. 18.15-19. Þorlákskirkja. Mömmumorgnar á þriðjudögum kl. 10-12. Krossinn. Almenn samkoma kl.20.30 í Hlíðasmára 5. Allir velkomnir. Frelsið, kristileg miðstöð. Biblíu- skóli í kvöld kl. 20. Árnað heilla Ljósmyndast. Mynd, Hafnarf. BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 5. maí sl. í Lágafells- kirkju, Mosfellsbæ af sr. Pálma Matthíassyni Sonja Freydís Ágústsdóttir og Óskar Kristinsson. Heimili þeirra er að Njarðarholti 7, Mosfellsbæ. Ljósmyndast. Mynd, Hafnarf. BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 26. maí sl. í Grafar- vogskirkju af sr. Sveini Val- geirssyni Sólborg Ósk Val- geirsdóttir og Sigurður Gísli Gíslason. Heimili þeirra er í Reykjavík. STAÐAN kom upp á EM einstaklinga sem fór fram í Ohrid í Makedóníu. Judit Polgar (2.678) hafði hvítt gegn þýska stór- meistaranum Klaus Bischoff (2.533). 33. Dxd8! og svartur lagði niður vopnin enda verður hann manni undir eftir 33...Dxd8 34. Hxd7+ Dxd7 35. Hxd7+ Kg8 36. Hd8+. Skákin tefldist í heild sinni: 1. e4 c5 2. Rf3 e6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 a6 5. Bd3 Re7 6. O-O Rbc6 7. c3 Re5 8. f4 Rxd3 9. Dxd3 Dc7 10. Be3 Rc6 11. c4 b6 12. Rc3 Bb7 13. Rf3 Be7 14. Hac1 Hb8 15. Hfd1 Ba8 16. a3 f6 17. b4 Rd8 18. Ra4 Rf7 19. c5 bxc5 20. Rxc5 Bxc5 21. Bxc5 Db7 22. e5 f5 23. Hd2 Hg8 24. Hcd1 Hd8 25. Rg5 Rxg5 26. fxg5 Kf7 27. g6+ Kxg6 28. Dg3+ Kf7 29. Dg5 h6 30. Dh5+ g6 31. Dxh6 Hg7 32. Dg5 Dc8 o.s.frv. SKÁK Umsjón Helgi Áss Grétarsson Hvítur á leik. Hlutavelta Morgunblaðið/Jim Smart Þessar duglegu stúlkur héldu tombólu og söfnuðu 1.360 kr. til styrktar Rauða krossi Íslands. Þær heita Hulda Margrét Erlingsdóttir og Nína Kristín Sigurbjörnsdóttir.        

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.