Morgunblaðið - 02.08.2001, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 02.08.2001, Blaðsíða 27
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. ÁGÚST 2001 27 HS Bólstrun ehf. www.bolstrun.is/hs M EI ST AR AF ÉLAG BÓLSTRA R A STOFNAÐ 1928 KÚBVERSKIR embættismenn rannsaka eins hreyfils Cessna 172- flugvél sem brotlenti skammt frá Havana á þriðjudag. Talið er að flugnemi, sem var í sinni fyrstu flugferð einn síns liðs og lagði upp frá Flórída í Bandaríkjunum, hafi stolið vélinni og nauðlent henni á Kúbu. Talsmaður flugskólans, Paradise Aviation á Marathon-eyju, sagði að flugneminn hefði virt að vettugi köll frá flugturninum og sveigt af fyrirhugaðri flugleið og farið í átt til Kúbu. Neminn slapp með skrekk- inn og fór í lögreglufylgd af slys- stað, að því er sjónarvottar sögðu. Reuters Stalst til Kúbu ALLT að þúsund manns er sakn- að eftir flóð og aurskriður á eyj- unni Nias í Indónesíu í gær. Óvíst var síðdegis hversu margir væru látnir en hundruð manna misstu heimili sín. Aurskriðurnar féllu snemma í gærmorgun en þá hafði rignt gegndarlaust í tvo daga. Þrír jarðskjálftar urðu undan ströndum eyjarinnar í fyrrinótt og mældust um 5,4 á Richters- kvarða, gætu þeir einnig hafa átt þátt í að hleypa skriðunum af stað. Talið var að erfitt yrði að koma hjálpargögnum til hamfarasvæð- anna enda er aðeins einn lítill flug- völlur á eyjunni og mörg þorp er aðeins unnt að nálgast sjóleiðis. Hundruð manna láta lífið af völdum flóða og aurskriða í Indónesíu á ári hverju. Hundraða saknað eftir aurskriður Hamfarir í Indónesíu Medan í Indónesíu. AP. RÁÐHERRA upplýsingamála í Kúveit sagði í gær, þegar ellefu ár voru liðin frá innrás Íraka í landið, að ýmislegt benti til að stjórnvöld í Bagdad hefðu lagt á ráðin um hryðjuverk innan landamæra Kúv- eits. Ráðherrann, Sheikh Ahmad Fah- ad al Ahmad, gagnrýndi einnig Íraksstjórn fyrir að ögra bandarísk- um og breskum hersveitum á svæð- inu. „Írakar skjóta eldflaugum og bjóða þannig heim gagnárásum, sem þeir geta nýtt sér í áróðursskyni,“ sagði hann á fréttamannafundi. „Ég vona að íraska stjórnin hætti að valda vandræðum og komist þannig hjá því að verða fyrir árás. Hann bætti því við að Kúveitar gætu engin áhrif haft á það hvort árásir yrðu gerðar á Írak. Banda- ríska sjónvarpsstöðin CBS sagði á mánudag að varnarmálaráðuneytið væri að gera áætlun um harða árás á loftvarnastöðvar Íraka. Óttast hryðju- verk Íraka Kúveitborg. AFP. Stjórnvöld í Kúveit
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.