Morgunblaðið - 16.09.2001, Síða 55

Morgunblaðið - 16.09.2001, Síða 55
FÓLK Í FRÉTTUM MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. SEPTEMBER 2001 55 Guðjón Óskarsson nam söng í Reykjavík og á Ítalíu. Hann var fastráðinn við Norsku óperuna í Ósló á árunum 1990–1996 en síðustu árin hefur hann sungið ýmis hlutverk við helstu óperu- hús Evrópu. Hann hefur tekið þátt í fjölmörgum uppfærslum Íslensku óperunnar, nú síðast í La Bohème sl. vetur. Guðrún Ingimarsdóttir stundaði söngnám í Reykjavík, London og Stuttgart, auk þess sem hún hefur sótt söngnámskeið hjá Siegfried Lorenz, Robin Bowman og Elly Ameling. Guðrún starfar nú í Þýskalandi en hlutverk næturdrottningarinnar er frumraun hennar á sviði Íslensku óperunnar. Tryggðu þér miða! Sími miðasölu: 511 4200 á sviði Íslensku óperunnar Sérstakar fjölskyldusýningar verða sunnudagana 30. sept., 14. okt. og 28. okt., þar sem Papagenó (Ólafur Kjartan Sigurðarson) kynnir verkið fyrir yngri áhorfendum áður en sýning hefst. Kynningin hefst kl. 16 og sýningin kl. 17. Óbreytt miðaverð en aðgangur að kynningunni er ókeypis fyrir gesti sýningarinnar. Tónlist: Wolfgang Amadeus Mozart Texti: Emanuel Schikaneder Íslensk þýðing: Þrándur Thoroddsen, Böðvar Guðmundsson og Þorsteinn Gylfason. Gunnsteinn Ólafsson endurorti að hluta og þýddi óbundið mál. Einvalalið ungra listamanna stendur að sýningunni: Hljómsveitarstjóri: Gunnsteinn Ólafsson Leikstjóri: Hilmir Snær Guðnason Leikmynd og búningar: Vytautas Narbutas Lýsing: Björn Bergsteinn Guðmundsson Söngvarar: Guðjón Óskarsson, Finnur Bjarnason, Hanna Dóra Sturludóttir / Auður Gunnarsdóttir, Ólafur Kjartan Sigurðarson, Xu Wen, Guðrún Ingimarsdóttir / Sigrún Hjálmtýsdóttir, Snorri Wium, Marta Guðrún Halldórsdóttir, Þórunn Guðmundsdóttir, Sesselja Kristjánsdóttir / Sigrún Jónsdóttir / Sigríður Aðalsteinsdóttir, Loftur Erlingsson, Skarphéðinn Þór Hjartarson, Árný Ingvarsdóttir, Regína Unnur Ólafsdóttir og Dóra Steinunn Ármannsdóttir. Kór Íslensku óperunnar og Hljómsveit Íslensku óperunnar Frumsýning 22. september NÆTURDROTTNINGIN SARASTRÓ Í lausu lofti (Freefall) S p e n n u m y n d Leikstjóri: Mario Azzopardi. Hand- rit: Ken og Jim Wheat. Aðal- hlutverk: Bruce Boxleitner, Chad Everett, Jaclyn Smith. Bergvík. (90 mín.) Bönnuð innan 16 ára. VIÐ rannsókn á skelfilegu flug- slysi vakna grunsemdir hjá Renee Brennan, starfsmanni Þjóðarörygg- isráðs Bandaríkj- anna, um að ekki sé allt með felldu. Kemur í ljós að hryðjuverkamaður nokkur hefur það fyrir stafni að skemma flugvélar ákveðins flug- félags. Söguþráð- urinn sem slíkur stendur undir sér en útlit mynd- arinnar er þeim annmörkum háð að spegla svo um munar takmörkuð fjárráð framleiðenda. Brellur eru einkar ósannfærandi og helstu leik- arar eru útbrunnir sjónvarps- myndaleikarar sem kunna að fátt annað en að brosa Colgate-brosinu sínu. Það er ekkert að því að gera ódýra mynd en það eru mistök að gera ódýra mynd um hrinu flug- slysa sem sýna þarf í miklum smá- atriðum. Heiða Jóhannsdótt ir Hryðjuverk í háloftum Alltaf í gríninu (Kiss My Act) G a m a n m y n d Leikstjórn Duane Clark. Aðal- hlutverk Camryn Manheim, Scott Cohen, Dabney Coleman. (91 mín.) Bandaríkin 2000. Skífan. Öllum leyfð. ÞETTA er ein af þessum myndum þar sem maður lætur fara alltof mik- ið í taugarnar á sér hvaðan fyrir- myndirnar koma – hvert hugmynd- irnar eru sóttar. Þótt ýmislegt gott megi um hana segja getur maður ekki fellt sig við hana vegna þess hversu ófrumleg hún er. Fer ágætlega af stað. Jú, minnir svolítið á Punchline, uppistandarar sem eru að reyna að koma sér á framfæri og einhver ástríða í spilinu. Þá kemur inn í spilið alveg sláandi Cyrano de Bergerac flétta, aðalper- sónan orðheppna en sjálfstraustss- nauða finnur stóru ástina. Sem fellur fyrir nautheimskum vininum. Sem leitar aðstoðar aðalpersónunnar. Sem fellst á að hjálpa með því að skiptast á tölvupósti við ástina sína. Þá erum við allt í einu stokkin inn í You’ve Got Mail-pakka. Vá. Svo eru þær allar til staðar, klisjulegu auka- persónurnar úr rómantísku gaman- myndunum, vinir aðalpersónunnar. Homminn sem alltaf er svo fyndinn og sérvitur, gamli lærimeistarinn og föðurímyndin, heyrnalausa vinkonan sem á von á barni. Hér er allt hráefn- ið í ekta rómantíska gamanmynd. En það þarf líka að kunna að elda úr því. Skarphéðinn Guðmundsson MYNDBÖND Grínað fyrir salti í grautinn TÓNLISTARHÁTÍÐ til styrktar bændum sem orðið hafa fyrir barðinu á gin- og klaufaveikifar- aldrinum hræðilega, hefur verið af- lýst. Hátíðin átti að hefjast 27. októ- ber og átti að fara fram á Þúsald- arleikvanginum í Cardiff. Fjölmarg- ir listamenn höfðu boðað þátttöku sína, þ.á m. Coldplay, Ash, Top- loader og Reef. Skipuleggjandi hátíðarinnar var Michael Eavis, maðurinn á bak við Glastonbury-hátíðirnar, en sjálfur er hann bóndi. Skýringin er hin sama og á flestu öðru sem aflýst hefur verið í skemmtanaheiminum síðustu daga, hryðjuverkin í Bandaríkjunum. Í fréttatilkynningu sem send var út síðdegis á föstudag segir að það sé erfitt fyrir listamenn að einbeita sér að viðburði eins og Farm Aid eftir að slíkar hörmungar hafa dun- ið yfir. Þeir muni, líkt og aðrir, þurfa langan tíma til að jafna sig og betra sé að beina kröftum sínum að því að græða sár þeirra sem misstu ástvini. Aðstandendur segjast harma mjög að geta ekki stutt, enn sem komið er, við bakið á bændum, sér- staklega í ljósi þess að faraldurinn virðist enn ekki vera í rénun. Bændahjálp aflýst Morgunblaðið/Jim Smart Íslandsvinirnir í Coldplay ætluðu að sýna bændum stuðning sinn í verki. ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.