Vísir - 28.08.1979, Blaðsíða 2

Vísir - 28.08.1979, Blaðsíða 2
VISIR Þriöjudagur 28. ágúst 1979. á Alþjóðlegu vörusýning unni Hvers vegna kemur þú á sýning una? 1. Gisli Böövarsson bilstjóri Flat- eyri: Bara af forvitni. Ég var staddur i bænum og brá mér hingað. Nei, ég er ekki aö leita aö neinu sér- stöku. 2. Pétur Axel Pétursson nemi Reykjavik: Ekki til að leita aðneinu sérstöku. Mér list vel á sýninguna. Hún er mjög fjölbreytt. 3. Sveinn Aöalsteinsson leigubil stjóri Reykjavik: Ég er að kynna mér þaö sem er á boöstólnum. Ég geri ráð fyrir þvi að fólk sem er á annaö borð i hug- leiðingum um aö kaupa eitthvaö sérstakt komi hingaö. mMíím Umsjón: Anna Heiöur Oddsdóttir og Gunnar E. Kvaran. 4. Helgi Aöalgeirsson skipstjóri:,, . Ég kom einkum hingaö til aðlj skoða vélar og einnig til að skoðan það sem er hér aö sjá yfirleitt. | 5. Sigrún Simonsdóttir hár-a greiöslunemi Hafnarfiröi: Ég kom aöallega til aö skoða hús-™ gögn þó ég geri ekki ráö fyrir þviB aö ég kaupi nein i bráð. m Réttar slelllngar vlö neimiiisslðriin - iðjuÞlálfar á Reykjalundl leiðbelna um starfsstelllngar og vlnnutækni Rangar starfsstellingar og vinnutækni eru meðal algeng- ustu orsaka svokallaöra álags- sjúkdóma. Viö brugöum okkur i heimsókn aö Reykjaiundi fyrir skömmu, og fengum þær Krist- jönu Fengei og Guörúnu Pálma- dóttur, iöjuþjálfa, til aö gefa ieiöbeiningar um, hvernig best er aö bera sig aö viö störf á heimilum til þess aö þau mæöi sem minnst á llkamanum. Röng tækni viö aö lyfta og ieggja frá sér hluti veldur oft alvarlegum sjúkdómum, til dæmis brjósklosi, kviösliti og legsigi. Þegar beitt er réttri lyftitækni, eru stærstu og sterk- ustu vöövar llkamans notaöir, vöövar fótleggjanna og rass- vöövarnir. Hinum veikbyggöu vöövum og liöamótum hrygg- súlunnar er hlift. Til þess aö hlffa bakinu viö ofreynslu er ráölegt aö hafa eftirfarandi I huga: Haldið hryggnum lóðréttum 1 fyrsta lagi aö athuga, hvort nokkrar hindranir séu umhverf- is áður en lyft er. Þvi næst aö standa eins nærri byröinni og mögulegt er, og hafa fæturna I gangstöðu. Ef vafi leikur á um þyngd byröarinnar, er ekki úr vegi að hnika henni til með fót- unum áður en hún er hafin á loft. Takiö síðan utan um byrð- ina, ná iö góðu taki og beygið hné og mjaömir. Haldiö hryggnum eins lóöréttum og mögulegt er, haldið mjóhryggssveigjunni og dragið hökuna inn. Bakvöðv- arnir læsa þannig hryggjarsúl- unni á meðan lyft er, og sjálft átakið, vinnan fer fram I hnjám og mjöðmum. Haldið byröinni eins nálægt likamanum og hægt er, og reyniö að deila þunganum jafnt báöurnegin miöllnu llkamans. Létt byröi er borin meö beygða olnboga, en þungri byrði er annaðhvort haldið meö aöeins bognum olnbogum að maganum eða beinum olnbogum að lærum. Reyniö að vinda ekki upp á hrygginn, heldur halda likamanum eins lóöréttum og þið getiö. Loks er þess að geta, að oft má komast hjá þvl aö lyfta hlutum, og ýta þeim eöa draga I staöinn. Sé nauðsynlegt að lyfta, er auðveldara að lyfta hlutum, sem eru ekki nær gólfi en 40 cm og ekki þyngri en 20-25 kg. Guörún býst til aö lyfta kassan- um eftir öllum knunstarinnar regium. Sitjiö á hækjum eöa iiggiö á hnjám viö aö baða barn. Ef uppþvottavélin stendur á gólfi, er hentugt að hækka hana um 30-40 sm meö þvi að setja hana á sökkuL. Meö þvl móti komist þiö hjá þvi aö beygja bakið. Þá er handhægt aö hafa skáp undir matarllátin yfir vélinni. Búið um rúm óhollt er að standa með bogið bak og bein hné, þegar búiö er um rúmin. Beygið mjaðmir og hné, og hafiö bakiö beint, en þó ekki endilega lóörétt. Styöjiö annan fótinn við rúmkantinn, og setjið hitt hnéð upp I rúmið. Ef rúm er mjög lágt má hækka það meö klossum. Látið rúmið standa úti á miðju gólfi, ef unnt er aö koma þvi við, til að hægt sé að komast að þvl báðumegin frá Gott er aö hafa rúm á hjólum, svo að auðveldara sé aö ýta þvl til við þrif. Þvottur og bakstur Þegar sett er I eða tekið úr þvottavél, sem stendur á gólfi, er erfitt að komast hjá röngum vinnustellingum. Ef bakið er viökvæmt, getur veriö hjálp I þvl að sitja á stól viö þessi verk, setja leirtauið eöa fötin upp á borð, og þaðan á sinn stað. Best væri að hækka vélina um 30-40 cm meö þvl aö setja hana á sökkul. Handhægt er að hafa skáp undir matarflát yfir upp- þvottavélinni. Sé bakarofn undir eldavélinni er nauðsynlegt að beygja sig rétt viö að taka ofnplötuna út. Hentugast og öruggast er þvl að botn ofnsins sé I sömu hæð og eldhúsboröið. Hins vegar er meiri hætta á slysum ef ofninn er hærra uppi, þvi að þá er erfitt að lyfta plötunni inn I hann. Umönnun barna Hentugt er að láta börnin standa á stól eða borði á meðan þau eru klædd eða afklædd. Þvoið og klæðið kornabarn á boröi. Haldið ekki á barni á meðan þiö verslið, heldur hafiö þaö i bakpoka, kerru eða vagni. Sitjiö á hækjum eða liggiö á hnjám viö að baða barn. Setjiö siöan annan fótinn upp i baö- kariö á meðan þið þvoið það að innan. Hvorugt kemur I veg fyrir óheppilega starfsstellingu, en er þó til bóta. Beygiö ekki bakið, þegar þið þurfiö að lyfta barni, heldur hné og mjaðmir. Uppþvottur og ryksugun Óheppilegt er að standa meö bogið bak við uppþvottinn. Ef vaskaborðið er of lágt, er hægt aö bæta úr þv meö þvi að nota uppþvottafat, og setja eitthvað undir til að hækka það. Notið svuntu við uppþvottinn, þvi að ef staðið er langt frá vaskinum til þess að foröast skvettur, verður starfsstellingin ósjálf- rátt slæm. Standið upprétt, þegar þið ryksugið, sópið eöa þvoið gólf, eða vinnið I garöinum. Gangiö úr skugga um, að skaft á áhöldum sé nógu langt, þannig aö ekki sé þörf á aö bogra. Flytjið llkamsþungann til skiptis af einum fæti yfir á annan. Að strauja, mála og aka bil Hæö strauborös er rétt, ef hægt er að leggja lófana flata á Þannig á ekki að fara að við að lyfta hlutum, að sögn Kristjönu. borðið, með axlirnar niðri og olnbogana lltillega beygöa. Sé strauborðið of hátt bitnar þaö á öxlunum, en ef það er of lágt verður hryggjarsúlan illa úti. Haldið létt um straujárnið og flytjið þungann af öðrum fæt- inum yfir á hinn. Þurfi að nota stiga við glugga- þvott, málun eða annað, verður hann að vera traustur og meö breiðum fleti til að standa á. Betra er að nota eitthvaö stærra, til dæmis borð, þvl aö þá er hægt aö beita öllum Hkam- anum I stað handleggja ein- göngu. Til þess að hægt sé aö vera afslappaöur viö akstur, þarf bll- sætið aö vera rétt stillt. Þaö þarf að styöja vel viö mjóhrygginn, og vera þannig stillt að útsýni sé gott yfir veginn, þægileg fjar- lægð á fótstiginn, og staöa hand- leggja á stýri þægileg. Við langan akstur þreytist maöur fyrr eða slöar, jafnvel þótt set- stelling sé góð. Hægt er að vinna á móti þreytu I baki, meö þvl að. rétta bakiö og spenna vöðvana I nokkrar sekúndur öðru hverju. —AHO Standið upprétt þegar þiö ryksugiö, sóplö, þvoiö gólf eöa vinniö I garöinum.Skaft á áhöldum þarf aö vera nógu langt, til þess aö ekki sé þörf á aö bogra viö þessi störf.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.