Morgunblaðið - 25.09.2001, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 25.09.2001, Blaðsíða 13
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. SEPTEMBER 2001 13 ÍBÚAR við Arnarnesvog hyggjast kæra til umhverfisráðherra þann úrskurð Skipulagsstofnunar um að fallast á fyrirhugaða landfyllingu í Arnarnesvogi, þar sem fyrirhugað er að reisa tæplega tvö þúsund manna bryggjuhverfi. Talsmaður íbúanna segir úrskurðinn ganga þvert á þær forsendur sem tíund- aðar eru í honum. Úrskurður Skipulagsstofnunar féll á fimmtudag. Þar segir að framkvæmdir við gerð íbúðabyggð- ar falli ekki undir ákvæði laga um mat á umhverfisáhrifum heldur sé það gerð landfyllingarinnar sem sé tilkynnt inn til athugunar hjá stofnuninni. Hins vegar sé ljóst að fyrirhuguð íbúðabyggð verði af- leiðing landfyllingarinnar og því sé eðlilegt að gerð sé grein fyrir óbeinum áhrifum hennar. Stofnunin telur að gerð landfyll- ingar muni ekki hafa í för með sér umtalsverða mengun sjávar verði staðið að framkvæmdun sam- kvæmt verktilhögun Heilbrigðis- eftirlits Hafnarfjarðar- og Kópa- vogssvæðis. Í henni er gert ráð fyrir að garðar verði settir um- hverfis núverandi hafnarrennu, svæðið þakið með þéttu leirlagi og fergt yfir með þéttu sandlagi þann- ig að mengunarefni verði grafin undir þykku lagi fyllingarefnis. Skipulagsstofnun telur mikilvægt að náið samráð verði haft við Holl- ustuvernd ríkisins og Heilbrigðis- eftirlit Hafnarfjarðar-Kópavogs- svæðis um nánari verktilhögun þannig að tryggt verði að mengun berist ekki út í vatnsmassann við framkvæmdirnar. Varanleg áhrif á nokkrar fuglategundir Að mati stofnunarinnar verða áhrif landfyllingar á fuglalíf tölu- verð á framkvæmdatímanum en líkur á að úr þeim dragi þegar til lengri tíma er litið. Bendir hún því til staðfestingar á að fjörur og grunnsævi Arnarnesvogs séu hluti af stærra svæði sem nær frá Bala á Álftanesi að Seltjarnarnesi. Stofn- unin telur að áhrif af gerð landfyll- ingar á hluta af dvalar- og fæðuöfl- unarsvæði nokkurra fuglategunda í Arnarnesvogi verði varanleg. Þá segir að mikilvægt sé að fylgjast með atferlisbreytingu fugla á fram- kvæmdatíma til að meta hversu víðtæk áhrif á fuglalíf framkvæmd- in hafi í för með sér. Stofnunin segir koma fram í fyr- irliggjandi gögnum framkvæmda- aðila og umsögn Náttúruverndar ríkisins að núverandi landfylling hafi raskað fjörunni og að fyrir- huguð gerð landfyllingar muni ekki raska henni meira en orðið er verði staðið að framkvæmdum eins og fram kemur í verktilhögun Heil- brigðiseftirlitsins. Stofnunin bendir á að við endur- skoðun skipulagsáætlana fyrir Garðabæ þurfi bæjaryfirvöld m.a. að taka afstöðu til gerðar ylstrand- ar og smábátahafnar og hvort leyfa eigi vélbátaumferð. Niðurstaðan órökstudd Tómas H. Heiðar, sem er tals- maður íbúa við Arnarnesvog, segir Skipulagsstofnun staðfesta öll meginatriði umsagnar Náttúru- verndar ríkisins og athugasemda íbúa við voginn. „Skipulagsstofnun fullyrðir að landfyllingin ásamt því sem henni fylgir muni hafa tölu- verð og neikvæð áhrif á fuglalíf í voginum og íbúa við voginn. Stofn- unin segir orðrétt að fyrirhuguð landfylling muni breyta töluvert ásýnd vogsins og rýra þannig gildi hans til útivistar innan þéttbýlis og vekur sérstaka athygli á áliti fé- lagsmálaráðuneytisins þess efnis að lögsagnarumdæmi sveitarfélaga til hafsins nái aðeins 115 metra frá stórstraumsfjöruborði. Niðurstað- an kemur því eins og skrattinn úr sauðarleggnum. Hún er algerlega órökstudd og gengur þvert gegn sjálfum forsendum úrskurðarins og hlýtur því að verða kærð til um- hverfisráðherra,“ segir hann. Tómas segir úrskurðinn ekki gefa bæjarstjórn Garðabæjar for- sendur til að veita heimild til land- fyllingar utan núverandi hafnar- svæðis. „Það er athyglisvert að í útskurðinum beinir Skipulags- stofnum því til bæjaryfirvalda að taka tilliti til athugasemda Nátt- úruverndar ríkisins og íbúanna að því er varðar umhverfisáhrif land- fyllingarinnar og byggðar á henni. Við treystum því að bæjaryfirvöld láti landfyllingu í Arnarnesvogi ekki verða að veruleika,“ segir hann að lokum. Frestur til að kæra úrskurðinn til umhverfisráðherra er til 26. október næstkomandi. Skipulagsstofnun fellst á landfyllingu undir fyrirhugað bryggjuhverfi Íbúar hyggj- ast kæra úrskurðinn Tillaga framkvæmdaaðila að bryggjuhverfi í Arnarnesvogi. Arnarnesvogur ÞAÐ blés hressilega á þá sem mættu til að vera viðstaddir þegar göngu- stígakerfi Reykjavíkur og Mosfells- bæjar voru tengd saman á laugardag en með tengingunni er nú samfelldur göngu- og hjólastígur allt frá Sel- tjarnarnesi til Mosfellsbæjar. Það voru Ingibjörg Sólrún Gísla- dóttir borgarstjóri og Jóhann Sigur- jónsson, bæjarstjóri í Mosfellsbæ sem opnuðu leiðina formlega á brúnni yfir Úlfarsá. Þrátt fyrir hvassviðrið lét þónokkur hópur hjólagarpa sig ekki muna um að hjóla frá bæjarmörkunum og úr öll- um hverfum Mosfellsbæjar að íþróttamiðstöðinni við Varmá þar sem dagskrá var skipulögð í tilefni dagsins. Meðal þess sem þar átti sér stað var afhending umhverfisverðlauna Mosfellsbæjar en þau hlaut fyrir- tækið Ferskir kjúklingar fyrir heild- stæða hönnun og frágang lóðar auk þess sem garðurinn við Lágholt 19 var valinn fegursti garður sveitarinnnar. Þá var nýr hjólabrettapallur við íþróttahúsið vígður og í kjölfarið sýndu hjólabretta- og línuskauta- kappar listir sínar inni í íþróttamið- stöðinni. Sjötti flokkur stúlkna í Fjölni og Aftureldingu áttust við í vináttuleik í knattspyrnu og skildu liðin jöfn að leikum. Hjólhestarnir voru heldur ekki undanskildir því keppt var í þremur aldursflokkum í götu- og fjallahjól- reiðum en umsjón með keppninni hafði Hjólreiðafélag Reykjavíkur. Ljósmynd/Karl Tómasson Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri og Jóhann Sigurjónsson bæj- arstjóri tóku göngustígana formlega í notkun. Bæjarfélög tengd saman Mosfellsbær/Reykjavík ÞESSIR krakkar létu ekki rok og rigningu á sig fá á laugardag held- ur mættu galvaskir í pollagallanum á hausthátíð sem þá var haldin í Breiðholtsskóla enda margt um að vera sem ekki mátti missa af. Til dæmis komu lögregla og slökkvilið í fullum skrúða og fengu krakk- arnir að skoða bílana þeirra. Sömu- leiðis fengu þeir að kynnast veltibíl frá Sjóvá og var það ekki síður eft- irsóknarvert. Hátíðin var haldin til að efla sam- stöðu meðal barnanna í hverfinu og var börnum af leikskólunum í kring boðið að taka þátt í fjörinu. Eldri krakkarnir létu sig ekki muna um að mála þá yngri í framan og er ekki annað að sjá en að skreyting- arnar hafi tekist listavel. Kappklæddir kisukrakkar Breiðholt Morgunblaðið/Ásdís

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.