Morgunblaðið - 25.09.2001, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 25.09.2001, Blaðsíða 15
SUÐURNES MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. SEPTEMBER 2001 15 FLUGSTÖÐ Leifs Eiríkssonar hf. og Sandgerðisbær hafa kært endur- mat Fasteignamats ríkisins á flug- stöðvarbyggingunni. Mat byggingar- innar og lóðar hækkaði um 44% frá fyrra mati ársins og er álagningar- stofn fasteignaskatts þá orðinn svip- aður og var á síðasta ári, áður en lækkun varð vegna breytingar á lög- um um tekjustofna sveitarfélaga. Að sögn Sigurðar Vals Ásbjarnar- sonar, bæjarstjóra Sandgerðisbæjar, ríkir ekki óánægja með úrskurðinn sem slíkan heldur koma þar fram viss vafaatriði sem skoða þarf betur. Hann segir bæjarráð með kærunni vilja leggja áherslu á og fullvissa gjaldendur um að bæjarstjórn fari að lögum hvað varðar álagningu gjalda og nýtingu tekjustofna í þágu bæj- arbúa og fyrirtækja innan marka bæjarfélagsins. „Eina málið sem við erum að tala um í þessu sambandi er að þetta sé allt saman rétt og það sé tekið tillit til allra þátta, það er það sem við erum að skoða,“ segir Sig- urður Valur. Aðspurður hvaða vafaatriði sé um að ræða í úrskurðinum kýs Sigurður Valur að tjá sig ekkert um það að svo stöddu en segir þó bæjarráð vera ósátt við breytingu upphæðar á fast- eignasköttunum og vilja því kanna þau mál betur. Inntur eftir því hverju nýi úrskurðurinn breyti, peningalega séð, fyrir bæjarfélagið segir hann að þegar upp sé staðið muni ekki miklu. Hann segir umrædda breytingu fela í sér að fasteignaskattar lóðarinnar hækka en lækka hins vegar á flug- stöðvarbyggingunni, þ.e. ef miðað er við álagningarstofn flugstöðvarinnar frá árinu 2000. „Það er yfirfasteignamatsnefnd sem tekur á þessu máli og við erum að bíða eftir svari,“ segir Sigurður Valur og bætir við að aðalatriðið í þessu máli sé að farið sé að lögum og þetta gert með þeim hætti að allir geti vel við unað. „Að öðru leyti höf- um við afskaplega lítið um þetta mál að segja.“ Húsamatið hækkar og nýtt lóðamat Höskuldur Ásgeirsson, fram- kvæmdastjóri Flugstöðvar Leifs Ei- ríkssonar hf., segir tvær ástæður fyr- ir því afhverju umræddur úrskurður er kærður. „Í fyrsta lagi er húsamat- ið hærra í nýja úrskurðinum frá því sem það var. Eins kemur nú nýtt lóð- armat,“ segir Höskuldur og bætir við að álagningarstofn byggingar og lóð- ar hækki um 44% árið 2001 frá því sem var fyrr á árinu. Heildarmat húss og lóðar fór úr 3.083 milljónum kr. í 4.453 milljónir. Fasteignagjöld til Sandgerðisbæjar hækka samsvar- andi, frá því sem orðið hefði að óbreyttu, miðað við óbreytt álagning- arhlutfall. Eingöngu er um að ræða eldri flugstöðvarbygginguna, suður- byggingin er þarna fyrir utan. „Ekki er rétt að blanda saman þessum nýja úrskurði Fasteignamats ríksins og breytingu á lögum um tekjustofn sveitarfélaga þar sem kveðið er á um nýtt fasteignamat. Þess vegna er eðlilegt að miða þessa breytingu við árið í ár,“ segir hann. Inntur eftir því hvenær úrskurðar sé að vænta segir hann líklegt að það verði innan þriggja mánaða enda miklar greinargerðir sem fylgi mál- inu. Flugstöð Leifs Eiríkssonar hf. og Sandgerðisbær kæra endurmat flugstöðvarbyggingarinnar Álagningarstofn hækkar um 44% Sandgerði HAFNARRÁÐ Sandgerðisbæjar leggst gegn kvóta á löngu, keilu og skötusel. Í yfirlýsingu sem hafnarráðið hef- ur sent frá sér segir: „Með hliðsjón af nýjum fiskveiðistjórnunarlögum og breytingu á reglugerð er gekk í gildi þann 1. september sl. þá mót- mælir hafnarráð Sandgerðisbæjar harðlega kvótasetningu á löngu, keilu og skötusel.“ Mótmæla kvótasetningu Sandgerði FORELDRAHÚSIÐ mun veita for- eldrum og fjölskyldum í Reykja- nesbæ aðstoð, samkvæmt samningi sem undirritaður hefur verið. Sér- fræðingar samtakanna og for- eldrar verða með fasta viðtalstíma í Reykjanesbæ tvisvar í mánuði. Fjölskyldu- og félagsþjónusta Reykjanesbæjar og Foreldrahúsið – Vímulaus æska hafa gert með sér samning um aðstoð við foreldra og fjölskyldur. Fjölskyldu- og fé- lagsþjónustan lætur í té húsnæði, að Suðurgötu 12-14 í Keflavík. For- eldrahúsið verður þar með sérfræð- inga sína og foreldra sem hafa reynslu af því að eiga börn í fíkni- efnaneyslu. Samkvæmt upplýsingum frá Hjördísi Árnadóttur, félagsmála- stjóra Reykjanesbæjar, hafa for- eldrar af Suðurnesjum sótt mjög til Foreldrahússins í Reykjavík og er tilgangur samningsins meðal ann- ars að gera þeim auðveldara að fá þjónustuna. „Fjölskyldu- og fé- lagsþjónusta Reykjanesbæjar hefur mjög góða reynslu af samstarfi við Vímulausa æsku og lítur á For- eldrahúsið sem stuðningsúrræði við foreldra barna í vímuefnavanda,“ segir í upplýsingum frá Hjördísi. Þjónustan verður veitt tvisvar í mánuði, á miðvikudögum frá klukkan 16 til 19, í fyrsta skipti miðvikudaginn 3. október næst- komandi. Á sama tíma er hægt að hringja í síma 511 6163. Morgunblaðið/Kristinn Hjördís Árnadóttir, félagsmálastjóri Reykjanesbæjar t.v., og Elísa Wí- um, framkvæmdastjóri Foreldrahússins – Vímulausrar æsku, undirrita samning um þjónustu í Reykjanesbæ. Viðstaddir eru ráðgjafar og for- eldrar, f.v.: Pétur Gauti Jónsson, Jórunn Magnúsdóttir, forstöðumaður Foreldrahússins, Rannveig Einarsdóttir, yfirfélagsráðgjafi Reykjanes- bæjar, Ingileif Emilsdóttir og Snorri Eyjólfsson. Foreldrahúsið með fasta viðtalstíma Reykjanesbær

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.