Vísir - 04.01.1980, Blaðsíða 16

Vísir - 04.01.1980, Blaðsíða 16
20 ÞAD BESTA 79 - ÞAÐ BESTA 79 - ÞAÐ BESTA 79 - ÞAÐ BESTA 79 - ÞAÐ BESTA 79 - ÞAB BESTA Ahugi og skðpunarkranur - segip Sveinn Einarsson. DjóDleikhússtióri „Ég er ljómandi ánægður með mjög margt sem gerst hefur hjá okkur i Þjóðleikhúsinu. Hér hafa verið sýningar sem ég er ákaflega ánægður með frá listrænu sjónarmiði og einnig hve áhorfendur hafa tekið þeim vel”, sagði Sveinn Einarsson Þjóðleikhússtjóri þegar hann var spurður um það minnisstæðasta frá s.l. ári. „Aðsóknin hefur verið mjög góð og örfandi fyrir okkur sem vinnum að þessu að finna þenn- an stöðuga hvetjandi hljóm- grunn hjá fólki. Það ýtir við okkur og drifur okkur til átaka. Ég hygg að leiklistin, með kost- um sinum og göllum, sé ákaf- lega lifandi hjá okkur um þessar mundir. Ég er hæst ánægður með það sem tekist hefur hjá okkur. Það held ég að standist samanburð við það besta. Ég hygg að ég sé ekki einn um þá skoðun, ég hef heyrt hana frá mörgum. Sumt tekst og annað ekki, en það mundi aldrei neitt takast ef ekki væri tekin áhætta. Tvær minnisstæðustu sýn- ingarnar sem ég sá voru i Paris. önnur hét Ráðstefna fuglanna og var i leikstjórn Peter Brook, byggt á gömlu persnesku ævin- týri. Hin var i Sólarleikhúsinu, byggt á skáldsögu eftir Claus Mann. Þá fór ég einnig til Ameriku i vor og sá mikið af skinandi sýn- ingum. Það er skemmtilegast að sjá hvað þar er að koma mikið upp af góðum höfundum, sem er ekki ósvipuð þróun og hefur átt sér stað hjá okkur. Það hefur sjaldan verið jafn mikið úrval góðra bóka og nú. Ég get nefnt bókina hans Sig- urðar A. Magnússonar. Undir kalstjörnu, sem mér þótti ákaf- lega mikið til koma. Einnig bók Hannesar Péturssonar um Jónas Hallgrimsson og ljóðabók Snorra Hjartarsonar. Hvað varðar listsýningar, þá hefur þetta verið liflegt ár á þvi sviði. Þetta er kvikmyndaár. Við erum að visu ekki farin að sjá afraksturinn, nema að litlu leyti en einhver fjörkippur er að * komast i þetta hjá kveikmynda- gerðarmönnum. Það er sárt til þess að vita að þeir skuli ekki styrktir betur. I rauninni er það sem vekur athygli manns, hvað mikið er um að vera og hversu litið i rauninni rikisvaldið legg- ur af mörkum. Samt er áhugi og sköpunarkraftur. Það eru hundrað dæmi um þá hluti sem hægt væri að gera ef rikisvaldið væri opnara t.d. má nefna óperustarfsemi og dansflokk sem er hvort tveggja I svelti. Ég held að þetta hafi verið að mörgu leyti frjótt ár á listasvið- inu. Aðrar blikur eru á lofti eins og við vitum I þjóðlifinu, sem snerta hvern mann”. — KP. Sveinn Einarsson Þjóðleikhússtjóri. „Glansmyndarstíllinn hafður í fyrirrúmi ” Austurbæjarbió: A Star is Born — Stjarna er fædd Framleiðandi: Jon Peters Framkvæmdastjóri myndatök- unnar: Barbara Streisand Handrit: John Gregory Dunn, Joan Didion og Frank Pierson Byggt á sögu eftir Wiiliam Well- man og Róbert Carson Myndatökumaður: Robert Surtees Aðalhlutverk: Barbara Streisand og Kris Kristoferson Það hafa eflaust margir beðið með óþreyju eftir þessari mynd, fyrst og fremst vegna þess að mikið hefur verið talað um hana erlendis þ.e.a.s. i Bandarikjun- um. Einnig fékk myndin verðlaun (Academy Award) fyrir bestu frumsömdu tónlistina. Einnig er myndin auglýst hérlendis þannig, að i henni leiki tvær af vinsælustu söngstjörnum samtiðarinnar. Þaö er kannski hægt að tala þannig um Barböru Streisand, en engan veginn um Kris Kristo- ferson, hann er ekki söngvari, heldur raulari. Aftur á móti er kvikmyndir Kris einn af bestu lagasmiðum okkar samtiðar og ætti að ein- beita sér meira að þvi. ,,A Star is Born” olli mér mikl- um vonbrigðum. Eini ljósi punkturinn i myndinni, er frábær söngur Barböru Streisand og skemmtileg myndataka Roberts Surtees, sem notið hefur eflaust leiðsagnar Barböru, en hún er framkvæmdastjóri kvikmynda- tökunnar, einnig er leikur Bar- böru góður. Kris Kristoferson hefur aldrei getað leikið, en til mikillar furðu kemur hann nokkuð vel frá þess- ari mynd, það virðist fara honum nokkuð vel að vera „syndandi bæði af dópi og brennivini. Þegar á heildina er litið er myndin alltof langdregin og „glansmyndarstill” Bandaríkja- manna gerir hana oft svo væmna, að maður þarf að setja I sig hörku, til að þrauka út sum atriði. Verðlaunatónlistin i myndinni er alveg þokkaleg, en óneitanlega farið að „slá i hana” þvi myndin er orðin 3-4 ára gömul. Mól. IJ . *•] P1 Barbara Streisand í hlutverki slnu Málverkasýning í Gall- eríinu við Suðurgdtu 7 Eggert Pétursson hefur opnað sýningu i Galleri Suðurgötu 7. Hann stundaöi nám við Mynd- listaskólaskóla Reykjavikur og Myndlista og Handiðaskóla Is- lands. Hann stundar nú nám við Jan Van Eyck Academie i Maastricht i Hollandi. Sýningin er eitt samhangandi verk, plöntuþrykk i vantslita- pappir, bæði I tvískiptum mynd- einingum og i bókarformi. Sýningin er opin frá 16 til 22 virka daga og frá 14. til 22. um helgar. Henni lýkur 13. janúar. TVÖFALT SJALFSMOBBI IFJALAKETTINUM Fjalakötturinn sýnir um helgina japönsku mynd- ina „Tvöfalt sjálfsmorð” eftir leikstjórann Masahiro Shinoda. Myndin er gerð eftir sögu Chikamatsu um dauöadæmt sam- band ungra elskenda. Shinoda notar svartklæddar leikbrúður til að leggja áherslu á að persónunum er stjórnað af öfl- um, þeim yfirsterkari. Raunsæi vikur fyrir meira áberandi leik- hússtil og atburðarrásin birtist okkur I sundurlausum atriðum. Hinar svartklæddu verur eru ætið nálægar og i lokin aðstoða þær við hið tvöfalda sjálfsmorð, lokaupp- reisn elskendanna gegn þjóð- félaginu. Sýningar eru i Tjarnarbiói og fást þar aðgöngumiðar sem gilda á allar sýningar Fjalakattarins. A morgun verður sýning kl. 5 en á sunnudag kl. 5, 7.30 og 10.—IJ

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.