Vísir - 19.01.1980, Blaðsíða 9

Vísir - 19.01.1980, Blaðsíða 9
Laugardagur 19. janúar 1980 íjQlmiðlun Elias Snæland Jónsson, rit- stjórnarfull- trúi, skrifar. ,,... ég kæri þig bara til Sidareglunefndar” Nokkuð hefur verið rætt og ritað um siða- reglur Blaðamannafélags íslands að undan- förnu og hugsanleg brot einstakra aðila á þeim reglum. En hverjar eru þessar siðareglur? Þar sem siðareglurnar hafa ekki verið birtar opinberlega árum saman, á aimenningur að sjálfsögðu erfitt meðað átta sig á hvað þær fela i sér. Skai hér reynt að bæta úr því. Siðareglur Blaðamannafélags Islands hafa verið óbreyttar frá þvi þær voru samþykktar vorið 1965. Þær eru i þremur meginliðum. Þar segir að i starfi sinu beri félögum i Blaðamannafélagi Is- lands „jafnan að hafa I huga eft- irfarandi meginreglur um sam- skipti innbyrðis og viö almenn- ing: „1. Blaðamaður leitast við að gera ekkert það, sem til van- virðu má telja fyrir stétt hans eða stéttarfélag, blaö eða fréttastóíu. Honum ber að forð- asthvað eina, sem rýrt geti álit almennings á blaðamennsku, starfi blaðamanns sem sliku, eða skert hagsmuni stéttar- innar. Blaðamaður skal jafnan sýna drengskap í skiptum sin- um við starfsfélaga. II. Blaðamanni skal vera ljós persónuleg ábyrgð hans á öllu, sem hann skrifar. Honum ber að virða nauösynlegan trúnað við heimildarmenn sina. Sama gildir um skjöl og önnur gögn, sem honum er trúað fyrir. Hann skal foröast allt, sem valdið get- ur saklausu fólki, eða mönn- um, sem eiga um sárt að binda, sársauka eða vanvirðu, og sýna svo sem kostur er tillitssemi I upplýsingaöflun sinni, úrvinnslu og framsetningu. III. Það telst alvarlegt brot, þiggi blaðamaður mútur eða hafi I hótunum vegna birtingar efnis, eða öfugt. 1 frásögnum af dóms- og refsimálum skulu blaðamenn viröa þá meginreglu laga, aö hver maöur er saklaus þar til sekt hans hefir verið sönnuö, jafnframt þvi sem þeir hafi I huga hvenær almennt öryggi borgaranna, stórfelldir hagsmunir almennings eða al- mannaheill krefst nafnbirting- ar, áður en dómur er felldur I máli. 1 þessu efni skal eitt yfir alla ganga.” Þetta eru sjálfar siðareglurn- ar, en þeim fylgir siðan sérstak- ur kafli um meðferð kærumála og viðurlög. Ekki opinber mál Ikaflanum um viðurlög segir: „Hver sá, sem telur að blaða- maður hafi brotið framan- greindar reglur og á hagsmuna aö gæta I málinu, getur kært meint brot til Siöareglunefndar Blaöamannafélags tslands. Nefndin skal taka kæruna fyrir á fundi innan viku og kveða upp rökstuddan úrskurð svo fljótt sem kostur er á að lokinni nauð- Þeir eiga nú sæti I Siðareglunefnd Blaðamannafélags islands: séra Bjarni Sigurðsson, Indriöi G. Þor- steinsson, rithöfundur, og Þorbjörn Guðmundsson, ritstjórnarfulltrúi á Morgunblaöinu. synlegri gagnasöfnun og athug- un. Orskurö Siðareglunefndar, ásamt rökstuöningi, skal birta i félagsbréfi B.i. og verður hon- um ekki áfrýjað. Að öðru leyti er óheimilt að skýra frá málum sem þessum opinberlega. Telji stjórn B.i., að felldum úrskurði Siðareglunefndar, að brot blaðamanns á siöareglun- um ætti að varða brottvisun úr félaginu um sinn eöa fyrir fullt og allt, skal hún bera brottvis- unartillöguna undir félagsfund. Samþykkt félagsfundar verður ekki áfrýjaö”. Tvenns konar mál Eins og ofangreindar reglur bera með sér, eru þær leiöbein- ingar fyrir blaðamenn I starfi, og ná annars vegar til sam- skipta við aðila utan stéttarinn- ar, en hins vegar til samskipta við stéttarbræður. Þar af leiðir, að kærur til Siðareglunefndar hafa verið tvenns konar. Annars vegar kærur frá aðilum utan blaða- mannastéttarinnar, sem telja að illa hafi verið með sig farið I skrifum einhvers blaðamanns. Flestar kærur hafa verið af þessum toga spunnar. 1 sumum tilfellum hefur Siðareglunefndin fellt úrskurð gegn viökomandi blaðamanni, en i öörum sýknað hann eða visað málinu frá. Nokkur kærumál hafa hins vegar verið vegna samskipta félagsmanna innbyröis: þ.e. félagsmaður, sem starfar við einn fjölmiðil, hefur kært starfs- bróður sinn á öðrum fjölmiðli. Meðferð dómsmála Sérstaklega er fjallað i siða- reglunum um meðferð dóms- mála, en það eru yfirleitt mjög viðkvæm mál og oft erfiö við- fangs fyrir blaðamenn. Sérstak- lega getur þar veriö um erfiðar ákvarðanir að ræða, er snerta nafnbirtingu i sakamálum áður en dómur hefur verið felldur i málinu. Þvi er ekki að leyna, að þau ákvæði siðareglanna, að i þvi efni „skal eitt yfir alla ganga”, hafa ekki tekist sem skyldi i framkvæmd. Mikil þörf væri á itarlegum samræmdum reglum hjá öllum fjölmiðlum um, hvernig nafnbirtingum skuli hagað, til þess aö betur takist aö tryggja, að eitt gangi yfir alla. Ekki til birtingar Rétt er að benda sérstaklega á, að ekki er gert ráð fyrir opin- berri umræðu um kærur til Siðareglunefndar né úrskurði hennar. Það er tekið skýrt fram, að slik mál skuli ekki rædd opin- berlega, en hins vegar skuli skýrt frá þeim i félagstiðindum Blaðamannafélagsins. Þrátt fyrir þetta hefur stund- um verið skýrtfrá því 1 fjolmiðl- um, að ákveðnir aðilar hafi — eða hyggist — kæra til Siða- reglunefndar. Ekki hefur hins vegar verið skýrt frá úrslitum mála hjá nefndinni nema I téð- um félagstiðindum. —ESJ. Stórfyrirtækið Comsat með gerfihnattasjónvarp 1982?: Hyggst senda efni á sex rásum beint til notenda Bandarlska stórfyrirtækið Communications Satellite Corporation hefur I huga að hefja innan fárra ára sendingar á sjónvarpsefni um gervihnetti beint til sjónvarpsnotenda I Bandarikjunum. Ef allt fer samkvæmt áætlun ættu slikar sendingar að geta hafist eftir 2-3 ár, eða nokkrum árum áður en hugsanlegt norrænt gervihnattasjón- varp getur komist a laggirnar. Þróun sjónvarpsmála hefur verið mjög ör I Bandarikjunum á undanförnum árum. Sala myndsegulbandstækja, og efnis fyrir slik tæki til sýningar I heimahúsum, hefur aukist hröðum skrefum og vöxtur kaplasjónvarps hefur veriö gifurlegur. Comsat hefur nú hug á að ná i hluta af þessum markaði, og telur sig hafa þar mikla möguleika. vQo oo Þessi teikning kemur kunnuglega fyrir sjónir þeim, sem fylgst hafa með umræðunni um norræna gervihnattasjónvarpið. Þannig myndi bandariska Comsatsjónvarpskerfið verða uppbyggt. Sjón- varpsnotendur þyrftu að kaupa tæki fyrir um 80 þúsund og greiöa 6-8 þúsund á mánuði I afnotagjald. Senda beint til notenda Comsat á marga gervihnetti, sem það leigir sjónvarps- stöðvum til flutnings á efni. Sem dæmi má nefna að sjónvarps- efni frá vetrarólympluleikunum i Lake Placid I næsta mánuði verður sent út um allan heim um gervihnetti Comsat. Nú finnst fyrirtækinu hins vegar timi til kominn aö koma sér upp eigin sjónvarpsútsendingum og framleiða og selja útbúnað sem geri sjónvarpsnotendum kleift að taka viö þeim sendingum beint. Comsat hefur I þessu skyni þegar hafið viðræöur viö risa- fyrirtæki á sviði smásölu- verslunar I Bandarikjunum, Sears, Roebuck & Company, um aðild þess að framleiöslu og sölu þess tækjabúnaðar, sem sjónvarpsnotendur þyrftu aö kaupa til þess að geta tekiö á móti sjónvarpssendingunum frá gervihnöttum Comsat, en það er sérstakt loftnet, tiðnibreytir og móttakari. Aætlað er að þessi sérstaki út- búnaður notenda muni ekki kosta nema um 80 þúsund krón- ur Islenskar á núverandi verð- lagi. Auk þess myndu notendur þurfa að gr.eiða afnotagjald sem yrði 6-8 þúsund krónur á mánuði. Hægt verður að loka fyrir móttakarann ef ekki er greitt á svipaðan hátt og hægt er að loka fyrir sjálfvirkan slma sé reikningurinn ekki greiddur. Allt að sex dagskrár Aætlanir Comsat gera ráð fyrir, að sendingar þeirra nái tu 48rlkja Bandarlkjanna. Til þess verði notaðir þrlr gervihnettir, þar af einn til vara. Hugmyndin er, að notendur geti valið efni á 2-6 rásum. Þar verður lögð áhersla á skemmti- efni alls konar, kvikmyndir, iþróttaþætti, fræösluþætti af ýmsu tagi og stuttar kvik- myndir. Talsmenn Comsat segja að þeir ætli að verða eins konar „timarit ljósvakans”, þar sem allir geti fundið eitthvað við sitt hæfi. Tekur 18 mánuði Comsat hefur ekki enn lagt fram formlega beiöni til banda- riskra stjórnvalda um leyfi til þessara sjónvarpssendinga, en bandarísk yfirvöld hafa samt sem áður þegar sett á fót vinnu- hóp til að f jalla um væntanlega beiðni. Talið er sennilegt, að banda- rlsk yfirvöld taki ákvörðun i málinu i lok þessa árs. Verði leyfið veitt telja talsmenn Com- sat, að það muni taka 18 mánuði að koma kerfinu á svo að hefja megiútsendingar siðla árs 1982. Gervihnattasjónvarp svipaðr ar gerðar er þegar fyrir hendi I Japan og Kanada, en I minni stil en fyrirhugað er hjá Comsat. Ýmsir aðrir hafa haft slikt sjón- varpskerfi til athugunar, m.a. Norðurlönd.sem fljótlega þurfa að taka ákvörðun um, hvort af norræna gervihnattasjónvarps- kerfinu á að verða eða ekki. —ESJ

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.