Vísir - 19.01.1980, Blaðsíða 29

Vísir - 19.01.1980, Blaðsíða 29
VISIR Laugardagur 19. janúar 1980 r—— Bandariskir spámenn opinbera atburdi ársins 1980: Skilnaöir veröa tiöir á árinu 1980 segja spámennirnir, meöal þeirra sem skilja eru Elizabeth Taylor og John Warner (til vinstri): furstahjónin i Mónakó (fyrir miöju) og loks Karólina prinsessa og eiginmaöur hennar Philippe Junot. Spá Kennedy forsetakjöri og Los Angeles jaröskjálfta Spádómar stjörnuspekinga vekja ætíð mikla athygli þó efalaust séu þeir fáir sem leggja fyrir- varalaust trúnað á slíkan samsetning. Nú hafa 10 helstu spámenn Bandarikjamanna opinberað það, sem þeir álita að muni henda á þvi herrans ári 1980. Kennir þar margra grasa en — eins og svo oft áður — eru það kvikmyndastjörnur og annað frægt fólk, sem helst verður fyrir barðinu á framtiðarspám spekinganna. Hér að neðan eru birt helstu atriði spádómanna. Teddy verður forseti Edward Kennedy öldunga - deildarþingmaður hefur reynd- ar ástæðu til að kætast yfir niðurstöðu hinna bandarisku spámanna — sjö þeirra tiu spá þvi sem sé að hann nái þvi tak- marki sinu að verða forseti Bandarikjanna. Einn þeirra, Clarisa Bernhardt, sem þykir hafa hæfileika til að spá fyrir um jarðskjálfta, heldur þvi og fram að hann muni velja konu sem varaforsetaefni sitt og muni hún ekki hvað sist hafa á- hrif i þá átt að eyða grunsemd- um manna að Teddy sé ekki i stakk búinn til að takast þetta embætti á hendur. Annar spámaður, Mickie Dahnee, sem m.a. spáði fyrir um flugslysið mikla á Tenerife, segir að Kennedy muni hafa mjög góð áhrif á Bandarikja- menn, „andi óeigingirni, bjart- sýni og skilnings verður aftur alls ráðandi rétt einsog meðan John F. Kennedy var við völd”, segir hann. Þá segir hann að efnahagurinn (i Ameriku náttúrlega) muni batna til muna og nýtt velmegunarskeið renna upp. Stjörnur, æ sælu stjörnur! Það er auðvitað ekki að sök- um að spyrja, ýmislegt mun henda kvikmynda- og sjón- varpsstjörnurnar á þessu nýja ári. \ Bob Hope, sú aldna kempa, verður gerður að sendiherra Bandarikjanna i Kina. Frank Sinatra, álika kempa, fer i pilagrimsför til Lourdes i Frakklandi og mun þar læknast af hættulegum sjúkdómi á undraverðan hátt. John Travolta mun verða hetja er hann tekur að sér flug- stjórn farþegaþotu eftir að flug- stjórinn fær hjartaáfall og lenda henni örugglega. Michael Landon, hinn dyggðumprýddi heimilisfaðir i Húsinu á sléttunni, mun segja skilið við skemmtiiðnaðinn og gerast prestur. Elizabeth Taylor skilur við eiginmann sinri, öldungar- deildarþingmanninn John Warner, og hefja kvikmynda- leik að nýju i „sexý gaman- mynd”. Mun hún hljóta mikið lof fyrir. Robert Wagner leyfir þekktu kvennablaði að taka nektar- myndir af sér og mun þá bresta i stoðum hjónabands hans viö Natalie Wood. Draugurinn John Wayne Debby Boone mun sitja fyrir hjá ljósmyndara, iklædd mjög litiu bikinii og afla sér óvildar föður sins, Pat Boone. Burt Reynolds gengur að eiga Saily Field og munu þau ætt- leiða tvibura frá Kampútseu. Nýstirnið Erik Estrada lendir i vandræðum. Hell’s Angels ræna honum og kref jast þess að öllum mótorhjólatöffur- um verði sleppt úr fangelsi. En hann geldur þeim rauðan belg fyrir gráan, og kemst undan á mótorhjóli. James Garner og Laureen Bacail gifta sig en sjá strax eftir þvi og skilja eftir nokkra mánuði. Sonny og Cher gifta sig — aftur — með miklum iburði og fer brúðkaupið fram á diskoteki og allir viðstaddir á hjólaskaut- um... Þá munu einhverjir þorparar ræna hundinum Lassi og krefj- ast einnar milljónar dollara i lausnargjald. Og rúsinan i pylsuendanum: draugur leikarans John Wayne mun birtast við Alamo frammi fyrir þúsundum furðulostinna á- horfenda!!!! Og annað frægt fólk.... Grace furstafrú i Mónakó mun skilja við Rainer fursta eftir að upp kemst mikið fjár- hættuspilahneyksli sem hann er viðriðinn. Grace mun reyna að komast aftur i kvikmyndaleik- inn en mistakast hroðalega i sinni fyrstu mynd. Dóttir furstahjónanna, Karó- lina prinsessa, mun og skilja við mann sinn, Philippe Junot, þó hún sé barnshafandi. Barbara Walters verður rek- in frá ABC sjónvarpsstöðinni vegna mikillar hlutdrægni i fréttum af Fidel Castro. Annar sjónvarpsfréttamaður, Walter Cronkite, mun hins vegar draga sig sjálfviljugur i hlé öllum á óvart og setjast i mjög helgan stein. Karl Bretaprins mun hneyksla alla Breta er hann vill ganga að eiga fráskilda konu. Það verður þó leyft á endanum en hlutverk hennar sem drottn- ingar skert mjög. Þá er þvi spáð að ofsafengnir aðdáendur Elvis Presleys muni ræna likkistu hans og raunar dóttur einnig. Einu kröfur þeirra verða að lokað verði heimili Presleys fyrir ferða- mönnum svo andi hans megi ráfa þar i friði. Góðar fréttir fyrir fylli- byttur Spámenn sem þessir eru ætið iðnir við að spá fyrir um ýmiss konar slys og er svo enn. Þannig spáir einn þeirra þvi. að mikill jarðskjálfti muni eyði- leggja Los Angeles og segir að hann verði mun verri en skjálft- inn i San Francisco á sinum tima. Annar heldur þvi fram að farþegaskip muni springa i loft upp á Miðjarðarhafi og hundruð manna farast. Nokkuð er um að sagt sé fyrir um nýjar lækningaaðferðir, þvi er spáð að breskir visindamenn muni finna upp pillu sem læknar kvef algerlega, annar segir að rússneskir visindamenn muni reynast færir um að skipta um augu i fólki og á þann hátt veita blindum sýn. Einn er mjög stór- tækur og heldur þvi fram að 1980 muni verða fundið upp tæki sem hvilir ákveðnar stöðvar heilans og gerir svefn þar með óþarfan. Og loks eru svo góðar fréttir fyrir fylliby ttur: pilla gegn timburmönnum og þynnku mun koma á markaðinn i Bandarikj- unum og reynast mjög á- rangursrik... Geimverur, hugsana- flutningur og apadrengur öryggisráð Bandarikjanna mun á þessu ári, að þvi er einn spámannanna segir, upplýsa að Bandarikin hafi um árabil stað- ið i sambandi við verur utan úr geimnum og jafnvel átt með þeim fund. Hins vegar mun koma i ljós, eftir mikinn handritafund i Sádi-Arabiu, að fyrir þúsundum ára var þar mjög háþróuö menning sem kunni að með- höndla kjarnorku og stundaði hugsanaflutning. Þá er sagt fyrir um það að veiðimenn i Kentucky muni finna dreng, hálfan apa og hálf- an mann. Hann er sagður verða sex ára gamall og vekja furðu visindamanna. Visindamenn munu aftur á m’óti finna leið til að gera kjarnorkuúrgang ó- skaðlegan. Jóhannes Páll 7. páfi mun á árinu 1980 kalla saman þing til að fjalla um heimsfriðinn og sitja það margir þjóðarleiðtog- ar. Er skemmst frá að segja að þinginu verður mjög ágengt og bjartsýni og hamingja verður rikjandi um heim allan. Þá munu Vietnamar sleppa 20 heilaþvegnum föngum úr Viet- nam-striðinu til Bandarikjanna, en þar voru þeir taldir af. tsrael og Sovétrikin munu fá nýja leið- toga á árinu og i Kina verður til- kynnt að hjón verði að fá leyfi yfirvalda ef þau vilja eignast börn. Þá verður upplýst að krabba- mein fyrrverandi trankeisara er tilkomið af mannavöldum er krabbameinsfrumum var kom- ið fyrir i likama hans fyrir nokkrum árum. Þá er bara að biða og sjá hvað setur.... Edward Kennedy veröur kjörinn forseti Bandarikjanna meö miklum yfirburöum aö þvi er bandarlskir stjörnuspámenn segja. ’i-My&'ivmmi ~* ....'nwin: ..vóSæe lldllll UJitl gdl Idi civia iijoa laoiug o o rr Draugur John Waynes mun birtast fjölda flugstjórans — segja bandarísku Estrada, kemst undan Hell s Angels a áhorfenda viö Alamo. spámennirnir. mótorhjóli á þessu ári.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.