Vísir - 31.01.1980, Blaðsíða 15

Vísir - 31.01.1980, Blaðsíða 15
Fimmtudagur 31. janúar 1980 15 Wolfsburg heitir borg ein i Vestur-Þýska- landi. Og hvað um það? Jú — þessi borg er að- eins 42 ára gömul... Hún var skipulögð skömmu fyrir siðari heimstyrjöld og byggð frá grunni siðan. 1. júll 1938 var lagður horn- steinn að borginni sem þá. hét reyndar alls ekki Weifsburg. HUn hét hvorki meira né minna en „Borg Kdf-'bifreiðanna við Fallersleben”. Hún var nefni- lega skipulögð til þess að „hýsa” Kdf-bilaverksmiðjurnar en KdF er frægur bill sem þó er llkasttil þekktari undir nafninu Volkswagen. Framleiðsla á þessum frægu bilum var hafin skömmu fyrir striö — að kröfu Hitlers sem heimtaði litinn og hentugan bil fyrir þjóð sina — og var verk- smiðjunum valinn staður þar sem nú er Wolfsburg. Akveðið var að reisa heila borg og var Peter nokkur Koller skipaöur yfirhönnuður borgarsvæðisins. Hannteiknaði90 þúsundmanna borg með breiöum strætum og þægilegum ibúðum, aðalstræti KdF-borgarinnar var nefnt Porsche-stræti eftir Ferdinand Porsche, þeim manni sem hannað hafði KdF - Volkswagen bilinn. Framkvæmdir voru sið- an hafnar en til þess var tekið að meirihluti verkamannanna var italskur. Siðan geröist það að Hitler ákvað aö fara i striö og fór þá flest Ur skorðum I Þýskalandi. Þar á meðal var bygging nýju borgarinnar en I árslok 1942 höfðu aðeins verið fullgeröar ■ijr IMlIig. Þegar hafin var framleiðsla á Volkswagen-bflunum var ákveöið aö reisa heila borg undir verksmiöjurnar. Þaö er Wolfsburg. Wolfsburg í Vestur-Þýskaiandi: Þessl borg er aðeins 42ja ára gömul... Auk bilaverksmiöjanna eru ibúar Wolfsburgar stoltastir af þvi aö þar fæddist August Heinrich Hoffmann von Fallersleben, höfundur þýska þjóðsöngsins. 3000 IbUöir. Undir striðslok haföi svo borgarstæðinu veriö breytt I herbUðir og bjuggu þar 19109 IbUar en af þeim voru aöeins 8234 Þjóðverjar, hitt voru nauð- ungarverkamenn frá hernumdu löndunum. Er Hitler hafði verið steypt af stóli tóku ný yfirvöld við og ákváðu þau að haldið skyldi áfram að byggja borgina, henni var I júni 1945 gefið nafniö Wolfsburg eftir gömlum 16du aldar kastala sem á svæðinu var. Leiö nú og beið og Wolfsburg óx og dafnaöi. Volks- wagen-verksmiöjurnar voru þar enn svo og ýmislegur annar iðnaður og er nú svo komið að engin ástæða erlengur til aö ótt- ast um framtiö þessarar ungu borgar, hUn er komin á legg og vel það. Upp af heiðunum hefur risiðborgþarsem áöur varekki neitt. Eöa hvað: þaö er nefnilega I Wolfburg sem höfundur þýska þjóðsöngsins er upprunninn. A heiðunum við Wolfsburg hafði um margra alda skeið verið starfrækt gistihús og árið 1798 fæddist þar August Henrich Off- mann von Fallersleben. Hann orti ljóð sem heitir: „Lied der Deutschen” en fyrsta erindi þess hefst á hinum alræmdu ljóðlinum: „Deutschland, Deutschland, iiber alles”, en þetta er hinn gamli þjóðsöngur Þýskalands. Vegna þesshve illa þessi söngur var þokkaður eftir striðslok var tekið 3ja erindiö úr kvæðinu og gert aö þjóösöng hins nýja þýska lýöveldis: „Einigkeit und Recht und Freiheit fiir das deutsche Vaterland”.... Hin unga borg Wolfsburg hefur nú tekið minningu von Fallers- lebens upp á arma slna og er borgin nú þekktust fyrir að vera fæðingarstaður hans — auk náttúrlega Volkswagen-verk- smiðjanna. HÓTEL VARÐDORG AKUREYRI SÍMI (96)22600 Góð gistiherbergi Verð frá kr.: 7.500-14.000. Morgunverður Kvöldverður Næg bílastæði Er í hjarta bæjarins. I m Smurbrauðstofan BJORIMIIMN Njáisgötu 49 - Simi 15105 ORICINAL ® UuschdIm Stærstu framleiðendur heims á baðklefum og baðhurðum allskonar Söluumboð: Kr. Þorvaldsson & Co Símar: 24478 & 24730 Grettisgötu 6

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.